NT - 24.10.1985, Blaðsíða 1

NT - 24.10.1985, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. október 1985 - 258. tbl. 69. árg. NEWS SUMMARYINENGLISH SEEP. 7 Meðlimur í stjórn SUF: Vantraust á störf Jóns Helgasonar „Á miðstjórnarfundi ungra framsóknarmanna á Blönduósi í byrjun nóvember mun ég flytja tillögu um vantraust á störf Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra," sagði Valdimar Guð- mannsson bóndi að Bakkakoti í samtali við NT í gær, en hann á sæti í stjóm SUF. „Það sem ég hef fyrst og fremst út á hans störf að setja eru vinnubrögðin bak við þetta framleiðslulaga- frumvarp í vor sem var lagt frarn án þess að umtalsvert samráð væri haft við bændasanrtökin. Nú eru ungir bændur mjög ugg- andi um sinn hag og þeir sjá ekki annað en að hreint og skipulega sé verið að ganga af þeim dauðum. Af þessum sökum gríp ég til þessa ráðs og á von á því að þessi tillaga hljóti tölu- verðan hljómgrunn.“ Valdimar sagði að það bætti ekki úr skák að störf Jóns Helgasonar í dómsmálaráðu- neytinu orkuðu mjög tvímælis þar sem áfengismál eru annars vegar. „Sem formaður Félags ungra framsóknarmanna hér á staðnum hef ég orðið mjög var við það að afstaða dómsmála- ráðherra til áfengismála segir mjög til sín og hefur áhrif á hug ungs fólks til Framsóknar- flokksins almennt.“ Að sögn Valdimars mun fund- urinn á Blönduósí-standa dag- ana 7. og 8. nóvembér og munu forystumenn SUF sa'kja hann ásamt formanni þingflokks. Ekki er vitað til þess að aðrir forystumenn Framsóknar- flokksins muni verða viðstaddir en líklega mun Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sækja meðfylgjandi hóf. Bridgemót veldur al- þjóðadeilum Jakarta-Rculcr: ■ Indónesíustjórn mun krefja stjórn indónesíska bridgesambandsins skýr- inga á því hvers vegna hún leyfði bridgelandsliðinu að spila við Israelsmenn á Heimsmeistaramótinu í bridge sem nú stendur yfir í Brasilíu. Indónesar eru að mest- um hluta múhameðstrúar og þeir hafa engin stjórn- málasamskipti við ísrael. Að sögn Abdul Gafur íþróttamálaráöherra Inuo- nesíu er frjálsíþrótta- mönnum og öðrum keppnis-1 íþróttamönnum ekki leyft að keppa við ísraels- menn. ■ í dag sameinast konur um land allt, og reyndar víða um heim og minna á framlag sitt og mikilvægi starfa sinna með því að leggja niður vinnu og um leið er kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna lokið. Þótt eflaust megi enn margt betur gera og jafnréttisbaráttunni sé ekki lokið hefur margt unnist sl. áratug. Konur sækja nú æ meir inn í svokölluð karlastörf og í gær hitti NT Helgu Hrönn Melsted sem er tuttugu ára gamall rennismiðs- nemi. Helga sagði blm. NT að þar sem hún væri að miklu leyti alin upp á verkstæði hefði aldrei neitt annað komið til greina hjá henni en þetta starf. Helga klárar skólann í vor, en á þá eftir 18 mánuði í starfsþjálfun. NT-mynd: Arni Bjarna Alþingi sendir f lugf reyjurnar á loft aft ur - sjá baksíðu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.