NT - 24.10.1985, Blaðsíða 8
Málsvari Irjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Úlgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Péfursson
Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Auglýsingastj.: Sfeingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 686496, tæknideild 686538.
Setning og umbrot: Tæknldelld NT.
Prentun: Blaðaprent h.l.
Kvöldsímar: 686387 og 686306 -
Verð I lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr.
Konur þurfa
ekki að
vera hræddar
■ í dag - 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna -
eru 10 ár liðin frá því íslenskar konur lögðu niður vinnu
til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags síns í
þjóðfélaginu. Þær hættu að hræra í pottunum, tóku
ekki hlífarnar af ritvélunum.svöruðu ekki í símann á
skrifstofunni, unnu ekki heimilisstörfin o.s.frv. og
meðan karlarnir voru með börnin hjá sér í vinnunni
söfnuðust konurnar saman á Lækjartorgi þar sem
haldinn var einn stærsti útifundur í sögu þjóðarinnar -
25.000 konur.
Þessi stórkostlegi atburður - kvennafríið - og þessi
stórkostlega samstaða vakti heimsathygli. Hvílík sam-
staða, sögðu konur og karlar erlendis og einmitt nýlega
bárust íslenskum konum þær fréttir að konur í
Bretlandi, Indlandi, Hollandi, Trinidad og Ghana
ætluðu að fara að dæmi þeirra og leggja niður vinnu.
En hvað hefur áunnist á íslandi á þessum 10 árum
sem liðin eru? Þó nokkuð. Konur hafa fengið lagaleg
réttindi, ný jafnréttislög þar sem meðal annars var
kveðið á um að konur og karlar skuli hafa sömu laun
fyrir sömu vinnu, og ekki megi mismuna kynjunum við
mannaráðningar. Fleiri konur hafa farið út á vinnu-
markaðinn, fleiri konur hafa farið út í langskólanám,
fleiri konur sitja nú á þingi og í bæjar- og sveitarstjórn-
um en áður.
En víða er pottur brotinn. Ein ástæðan fyrir því að
konur hafa leitað í auknum mæli út á vinnumarkaðinn
er efnahagsleg nauðsyn því eins og málum er háttað
verða tvær fyrirvinnur að vera á hverju heimili. Konur
hafa einkum sótt í svokölluð kvennafög í langskóla-
námi og færri konur sitja á þingi og í bæjar- og
sveitarstjórnum á íslandi en á hinum Norðurlöndun-
um. Og launamismunur kynjanna er gífurlegur. Árið
1983 voru meðallaun karla 60,7% af heildar-
meðallaunum og meðallaun kvenna 38,7% af heild-
armeðallaunum en á sama tíma var atvinnuþátttaka
kvenna 69,3% en karla 87,9% á aldrinum 15-74 ára.
Og þótt jafnréttislögin kveði skýrt á um að karlar og
konur skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu er það
sorgleg staðreynd að karlar fá í auknum mæli fríðindi
eins og bílastyrki eða annað starfsheiti svo hægt sé að
borga þeim hærri laun en konunni sem vinnur við hlið
þeirra við nákvæmlega sömu störf en hefur annað
starfsheiti. Kvennastéttunum svokölluðu eða þar sem
konur eru í meirihluta er haldið niðri í launum enda
hefur það jafnan verið metið til hærri launa að bera
ábyrgð á beinhörðum peningum en að bera ábyrgð á
lífi, limum og velfarnaði barna og fullorðinna sem þó
skapa peningana sem þjóðfélagið hefur milli handanna.
Við hljótum að knefjast þess að lagt verði nýtt
verðmætamat á störf karla og kvenna í þjóðfélaginu.
Við hljótum að krd|ast þess að karlar og konur njóti
sömu virðingar, sömu kjara, sömu tækifæra. Við
hljótum að krefjast hillkomins réttlætis - fullkominnar
jafnstöðu kynjanna.
Konur standið saman, þið þurfið ekki að vera
hræddar! Jafnréttisbaráttan er lengri og erfiðari en
margan grunaði, en konur, látið ekki deigan síga.
Konur, þið hafið allt að vinna en engu að tapa. Standið
saman því ef einstaklingurinn er virkur verður fjöldinn
allur styrkur, og tökum okkur frí frá vinnu í dag.
Áfram stelpur; válji er allt sem þarf!
■ Fyrir nokkru birtist í
Austra, leiðari eftir Jón Krist-
jánsson alþingismann. Jón
ræðir þar um æskulýðsmál og
þann vanda sem steðjar að
ungu fólki vegna lífsgæða-
kapphlaups og notkun vímu-
efna. Jón segir m.a.
„„Þvílíkir tímar, þvílíkur
ungdómur," sagði vís maður
eitt sinn. Alltaf er nóg til af
siðapostulum. Þeir telja að
heimur fari síversnandi og æsk-
an sé verri í dag en í gær.
Æskan er áreiðanlega ekki
verr af guði gerð nú en áður
hefur verið. Hitt er víst að hún
lifir í viðsjárverðum heimi sem
hinir fullorðnu hafa skapað.
Nýir vímugjafar fara sem eldur
yfir löndin, og heimilið sem
áður var kjölfestan er í mörg-
um tilfellum ekki það sama og
áður var. Ytri aðstæður gera
það að verkum að foreldrarnir
eyða löngum vinnudegi utan
heimilisins, ýmist til þess að
vinna fyrir lífsnauðsynjum eða
til þess að stunda lífsgæða-
kapphlaupið, það fer eftir að-
stæðum hvers og eins hver
tilgangur vinnunnar er.
Við þessar aðstæður er
þróttmikið æskulýðsstarf
nauðsynlegt, og ekkert er eins
líklegt til þess að forða æsku-
fólki frá því að verða vímugjöf-
um að bráð, hverju nafni sem
þeir nefnast.“
Þvínæst víkur Jón að
æskulýðsstarfi á Austurlandi,
en þar er mest allt æskulýðs-
starf í höndum Ungmenna-og
íþróttasambands Austurlands.
„Því er þetta nefnt hér að á
Austurlandi hefur verið rekið
mjög öflugt æskulýðsstarf og
er vert að vekja athygli á því.
Ungmenna- og íþróttasam-
band Austurlands er mjög öfl-
ugt ásamt þeim félögum sem
eru innan þess vébanda. Einn-
ig hefur þjóðkirkjan tekið vax-
andi þátt í æskulýðsstarfi. Á
þeim vettvangi hafa þau tíðindi
Fimmtudagur 24. október 1985
8
Æskulýðsstarf
Jón Kristjánsson alþ. maður skrifar í Austra
gerst að prestarnir eru farnir
að vinna saman í vaxandi mæli
á vettvangi Prestafélags Aust-
urlands. Þeir hafa rekið öflug-
ar sumarbúðir á Eiðum við
góða aðsókn og vinsældir yngri
þeim vettvangi til þess að sinna
þessum málum og samræma
starfið. Þessa starfsemi ber að
styðja með ráðum og dáð, því
hér er um ómetanlegt starf að
ræða fyrir æsku Austurlands.
„Þvílíkir tímar, þvílíkur ungdómur," sagði
vís maður eitt sinn. Alltaf er nóg til af
siðapostulum. Þeir telja að heimur fari
síversnandi og æskan sé verri í dag en í
gær.
Við þessar aðstæður er þróttmikið æsku-
lýðsstarf nauðsynlegt, og ekkert er eins
líklegt til þess að forða æskufólki frá því
að verða vímugjöfum að bráð, hverju nafni
sem þeir nefnast.
Æskan í dag þarfnast trúarlegs uppeldis
og lífsfyllingar í iðkun íþrótta, þannig að
kirkjan og íþróttahreyfingin eiga þarna
fullkomna samleið.
Æskulýðsstarfið hefur verið styrkt nokkuð
af opinberum aðilum, ríki og sveitarfélög-
um, en opinberu fé hefur áreiðanlega
verið verr varið í ýmsum tilvikum, en með
því að efla þennan stuðning að mun.
kynslóöarinnar. Þessar sumar-
búöir hafa verið reknar um
árabil. Vaxandi æskulýðs-
starfsemi er innan kirkjunnar
á Austurlandi og hefur nú ver-
ið ráðinn æskulýðsfulltrúi á
Starf Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands hefur
verið mjög þróttmikið á
undanförnum árum, og starf
einstakra íþróttafélaga einkum
í stærstu þéttbýlisstöðunum er
ómetanlegt fyrir þá sem þess
njóta.
Ungmennafélagsandinn er
síður en svo úrelt fyrirbæri ef
hann er ræktaður og UÍA og
aðildarfélög þess hafa leitast
við að gera slíkt með starfi
sínu.
Því er vakin athygli á starfi
þessara aðila hér, að með því
að leitast við að skapa heil-
brigða sál í hraustum líkama.
Æskan í dag þarfnast trúarlegs
uppeldis og lífsfyllingar í iðkun
íþrótta, þannig að kirkjan og
íþróttahreyfingin eiga þarna
fullkomna samleið.
Það er vert að geta þess sem
er ekki veigaminnsti þátturinn
í þessu starfi, það er að leiða
saman unglinga frá hinum
ýmsu byggðarlögum. Þannig
skapast kunningja- og vináttu-
bönd og gagnkvæmur skilning-
ur sem hjálpar til, þegar til
lengdar lætur, að eyða tor-
tryggni og skapa samstöðu
meðal Austfirðinga. Aukin
samvinna og samstarf innan
landshlutans eftir því sem sam-
göngur batna er forsenda þess
að blómleg byggð og gott
mannlíf verði í þessum lands-
hluta. Hlutur bættra og greið-
ari samgangna í starfi þeirra
aðila sem hér hafa verið gerðir
að umtalsefni er ekki svo lítill,
þótt mest muni um áhuga og
dugnað þeirra einstaklinga
sem í því standa.
Æskulýðsstarfið hefur verið
styrkt nokkuð af opinberum
aðilum, ríki ogsveitarfélögum,
en opinberu fé hefur áreiðan-
lega verið verr varið í ýmsum
tilvikum, en með því að efla
þennan stuðning að mun.“
Það er fagnaðarefni að al-
þingismenn skuli hugleiða
æskulýðsmál og segja skoðanir
sínar um þau.
Æskulýðsstarfið þarf að
njóta skilnings og stuðnings
opinberra aðila eftir ákveðn-
um reglum en þó verður alltaf
að hafa það í huga að afskipti
hins opinbera má aldrei skerða
réttindi og ákvarðanatöku
frjálsu æskulýðsfélaganna.
Er kjölturakkinn þin
■ Það hefur vakið furðu og
kvíða margra árvökulla íslend-
inga hversu tegundum hunda
og katta hérlendis hefur fjölg-
að á undanförnum árum.
Furðu vegna þess að allur inn-
flutningur á slíkum gæludýrum
er stranglega bannaður og
kvíða vegna þess að brot á því
banni getur haft hörmulegar
afleiðingar í för með sér.
Torkennilegustu tegundir
hunda og katta
Það er liðin sú tíö hér á landi
að íslenskur fjárhundur og ís-
lenskur köttur voru samnefn-
arar fyrir það sem nefndist í
daglegu tali hundur og kisa.
Eins og gerist var feldur þess-
ara dýra misjafnlega litur og
það var eini þátturinn sem
skildi að einstaklinga sömu
tegundar. Allur misskilningur
unr uppruna og rétt tegundar-
heiti þessara sjálfsögðu heimil-
isdýra var óhugsandi og þar
fyrir utan hefði fáum dottið til
hugar að leggja fyrir sig slíkar
vangaveltur. Hundur var ein-
faldlega hundur og köttur var
köttur. En nú er tíðin önnur.
Ýmis málarekstur er varðar
hunda og ketti, svo og fjölda-
margar sýningar á slíkum
dýrum, hefur leitt í ljós að
margir Islendingar hampa nú
hinum torkennilegustu teg-
undum hunda og katta. Það
þarf ekki samanburðargetu
hvíthærðs öldungs til þess að
sjá að mörg þessara dýra voru
ekki til hérlendis fyrir 20 árum
síðan. Getur hugsast að um
stórfellt smygl gæludýra til
landsins hafi verið að ræða?
Tja, svari því hver sem vill.
Eitt er víst að innlendir rækt-
endur eiga ekki heiðurinn, svo
mikils eru þeir ekki megnugir
þó margt geti.
Að dýrka heimsk dýr
Setjum svo að þeir Islend-
ingar sem hafa kynnst erlend-
um lifnaðarháttunr hafi tamið
sér þá siðu margra erlendra
þjóða að dýrka heimsk dýr sem
mannleg væru, þá er alls ekki
ólíklegt að þeir hinir sömu hafi
neytt allra ráða til þess að
flytja hingað þessar skynlausu
skepnur ásamt meðfylgjandi
ættartölum og öðru glingri.
Illa niönnuð og vanbúin toll-
gæsla hefur sannarlega gefið
fullt tilefni til þess. Ef fágætum
fuglum og eggjum er smyglað
úr landi er ekki svo fráleitt að
ætla að ferfætlingar fari inn.
En gera hinir ábyrgu sér grein
fyrir því hvað er í veði?
Frá lokum síðustu heirns-
styrjaldar hefur hundaæði
breiðst frá A-Evrópu allt
vestur að Ermasundi og norður
að Eystrasalti. Fjöldi íslend-
inga er kunnugur á Jótlands-
skaga og þar verður sjúkdóms-
ins vart sífellt norðar með
hverju árinu sem líður, þráttVJy
fyrir umtalsverðar gagnráð-
stafanir Dana. Það þarf víst
ekki að fjölyrða um eðli sjúk-
dómsins sem er bráðsmitandi
og bráðdrepandi. Hvaða
spendýr sem er getur borið
sjúkdóminn með sér og langur
tími getur liðið án þess að
einkenna hans verði vart.
Hundaæðitilfelli í Bretlandi
hafa verið blessunarlega fá og
Bretar telja að þeim hafi hing-
að til tekist að koma í veg fyrir
útbreiðslu sjúkdómsins til
villtra dýra. Breskir tollgæslu-
nrenn hafa haft sérstakt eftirlit
með flutningi gæludýra. Eru
íslendingar betur í stakk búnir
til að hrista af sér hundaæðis-
slen en engilsaxneskir frændur
þeirra? Fjölgun tegunda hunda
og katta hérlendis á undan-
förnum árum virðist benda til
þess að það sé útbreiddur mis-
skilningur.