NT - 24.10.1985, Blaðsíða 12
■ í
landi og Sviss
eru flestar keöj-
ur með svona
bandi í miðju til
að þær þoli
meira.
Snjókedjur
■ Þegar allt er á kafi í snjó eða
svellin glansa á götum kemur ekkert
í stað snjókeðja undir bílinn. Að eiga
keðjur er öryggisatriði og nauðsyn-
legt víðast annarsstaðar en á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem snjóbanar
borgarinnar fjarlægja kornin nær
jafnskjótt og þau hrjóta úr lofti.
Þó eru líklega fæstir bílaeigendur
jafnframt keðjueigendur. Hvar fást
keðjur og hvað kosta þær?
Flestir á höfuðborgarsvæðinu
leggja leið sína (ef ekki er allt ófært)
til Kristins Guðnasonar við Suður-
landsbraut þar sem hinar klassísku
amerísku gaddakeðjur eru seldar.
Undir venjulegar púddur á 13 tommu
dekkjum kostar parið af Weed snjó-
keðjum 2660 krónur. Á stærri 13
tommu dekk kosta þær um 3000, frá
3100 til 3300 á 14 tommu dekk og
milli 3500 og 4000 á 15 tommudekk.
Jeppakeðjur fást á verðbilinu 4.800
til 6.600 en dýrustu keðjurnar eru á
um 21.(XK). Þá næa þær yfir tvöföld
dekk á stórum vörubílum.
Enn önnur gerð er nýkomin frá
Ameríkunni kölluð „Radial-keðjur“.
Þetta eru einfaldar og Iéttar gripkeðj-
ur úr stálvír og gefa sumardekkjum
líklega svipað grip og góð negld
vetrardekk gera. Mikil átök og notk-
un á hins vegar ekki við vírkeðjurnar.
Frá Ameríkönum komu líka fyrir
nokkru pkastbönd sem ég hef ekki
rekist á til sölu nú, enda hentugri
öðrum aðstæðum en okkar.
Gömiu góðu gaddakeðjurnar eru
Farið varlega
með keðjurnar
Snjókeðjur slitna fljótt við venju-
lega notkun en miklu fyrr ef ekki er
farið eftir ráðleggingum framleið-
enda. Þær eru m.a.:
Akið ekki yfir 50 km klst.
Ef ekið er á u.þ.b. 65 helmingast
líftíminn miðað við 50 km. Við 80 km
á klst. má búast við að keðjurnar
endist aðeins þriðjung af því sem
reiknað er með við stöðuga 50 km
klst.
Strekkiðvel
Ef keðjurnar eru einum hlekk of
slakar helmingast líftíminn. Ef ekið
er á 80 km hraða með slakar keðjur
verður líftíminn ekki nema 7% af því
sem reikna má með á 50 með rétt
strekktar keðjur.
Stansa strax og slitnar
Ef þverband slitnar verða undireins
skemmdir á bílnum. Ef ekki er stöðv-
að á stundinni getur þverbandið
skrapað hliðina á bílnum illa.
Notið ekki á auðu
Á auðu yfirborði, ekki síst malbiki,
hverfa keðjurnar eins og dögg fyrir
sólu, að ekki sé talað um stórfelldar
skemmdir á götunum. Alltaf verður
því að taka keðjurnar af ef aka á á
auðu malbiki.
■ Til þess að komast á Porschenum sínum á skíði í , Ölpunum nota
miðevrópubúar keðjur eins og þessar Erlau.
Fimmtudagur 24. október 1985 12
VARAHLUTIR
Mikið úrval varahluta
1 fólksbif reiðar og jeppa.
Höfum á lager m.a.:
E
INTERMOTOR.
Kvaikjuhlutir.
Smásala — heildsala.
bremsuklossa, stýrisenda, spindilkúlur, kveikjuhluti,
vatnsdælur, kúplingar, mæla, spegla, höggdeyfa,
tímahjól og keðjur, dráttarbeisli, rafgeyma, upp-
hækkunarklossa, bílbelti (barna, rally) og margt
fleira.
Sendum í póstkröfu um land allt.
VARAHLUTAVERSLU NTn
SlMAR: 34980 og 37273
NOTADIR
AMERÍSKIR
itaw . _ 4 cr-’
ttA\aods*>S'a,\V\ert''a'
6*'°. 'b
^ ^ e'9°
•aö 9'e ' ■ \
•aö 9'e'’ t
a^°trte
ma°oS ' „b\\.
0
OPP"3"
JOFUR HF
o£'>gA
a •
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI42600
CHRYS
því enn sem fyrr vinsælastar, en að
sögn sölumanna er lítið farið að
ganga út af keðjum enn. Eru allir
sofandi, eða bíða eftir að allt verði
ófært með að bera sig eftir björginni?
■ Svona vírakeðjur gera dálítið
gagn, en aðalkosturinn er að þær eru
hljóðlátar og auðveldar í ásetningu.
Viðgerðir og varahlutaþjónusta
fyrir:
olíukerfi — forþjöppur — startara — alternatora — dlnamóa
Árs ábyrgð á vinnu og varahlutum.
VERSIUN 81350
VERKSTÆOI vr 8,35I
SkRiFSTQEA 81352
BLOSS][
Armúla 15