NT - 24.10.1985, Blaðsíða 3

NT - 24.10.1985, Blaðsíða 3
24. október í Reykjavík - yfirlit yfir viðburði dagsins ■ Kl. 11.00: Kvennasmiðj- an opnar í Seðlabankabygg- ingunni. Flutt verða ávörp og viðstöddum boðið að skoða sýninguna. Helga Pór- arinsdóttir víóluleikari og Rósa Guðmundsdóttir selló- leikari leika fyrir gesti. Kl. 14.00: Utifundur hefst á Lækjartorgi. Ræður og ávörp flytja: Guðrún Árna- dóttir meinatæknir, Póra Kristín Jónsdóttir kennari, Hildur Kjartansdóttir saumakona og Málhildur Sigurðardóttir fiskvinnslu- kona. Einnig munu Helga Thorberg og Rósa Pórsdóttir flytja leikþátt eftir Helgu Thorberg saminn í tilefni dagsins. Bergþóra Árnadótt- ir syngur að auki nokkur lög. Fundarstjóri er Guðríður El- íasdóttir, varaformaður A.S.Í. Kl. 20.30: Stutt skemmti- dagskrá í Seðlabankabygg- ingunni. Bergþóra Árnadótt- ir syngur og leikur fyrir sýn- ingargesti. Kynnir og um- sjónarmaður er Edda Björg- vinsdóttir. Kl. 22.00: Skemmtun hefst á Hótel Borg. Þar koma fram: Kór Kársnesskóla und- ir stjórn Þórunnar Björns- dóttur, Helga Thorberg o.fl. flytja frumsaminn leikþátt Helgu Thorberg „Að vera eða vera ekki“. Katrín Sig- urðardóttir óperusöngkona syngur. Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari, Sigurður Ingi Snorrason klarinettuleikari og Páll Ein- arsson kontrabassaleikari flytja Vínarmúsík. Áð loknum skemmtiatrið- um verður stiginn dans við leik Dúkkulísanna frá Egils- stöðum. Húsið opnar kl. 21 en skemmtuninni lýkur kl. 01.00. Fimmtudagur 24. október 1985 Launin hækka umfram lánskjaravísitölu: Launavísitalan hækkar um 6,9% - en lánskjara um 2,8% ■ Launavísitalan, sem Hag- stofan reiknar út til greiðslu- jöfnunar, er 1115 stig fyrir nó- vembermánuð, sem er 6,9% hækkun frá launavísitölu okt- óbermánaðar. Launavísitalan hefur hækkað um 47,3% á einu ári, nóv./nóv. Útreikningur hennar byggist á upplýsingum frá Kjararannsóknarnefnd og Þjóðhagsstofnun. Lánskjaravísitalan fyrir nóv- ember er 1301 stig, sem er hækkun um 2,8% frá október- vísitölu. Hækkun hennar á einu ári er 38,7%. Hið mikla - og margumrædda - misvægi þessara vísitalna, sem myndaðist á tímabilinu nóv. 1982 til október 1983 þegar lánskjaravísitalan var orðin 28,3% hærri en hin, hefursíðan farið minnkandi. Þessi munur er nú kominn niður í 16,7%. Til útskýringar má taka dæmi um 10.000 kr. frá nóvember 1983. Verðtryggð með láns- kjaravísitölu væri upphæðin nú í nóvember 1985 orðin 15.850 kr.,en með launavísitölu 16.490 kr. á sama tíma. Lánskjaravísi- talan hefði því verið hagstæðari 24. október 1985: Konur um land allt sameinast í dag fyrir skulduga á þessum tveim árum. Sama upphæð frá því í nóv- ember 1982 - þegar misvægið byrjaði - væri nú 29.300 tryggð með lánskjaravísitölu, en 25.570 með launavísitölu. Hækkun launavísitölu og láns- kjaravísilölu: Hækkun okt./nóv. 6,9% 2,8% Hækkun s.l. 3 mán. 10,5% 8,0% Hækkun s.l. 6 mán. 22,1% 16,3% Hækkun áramót-nóv. 33,5% 29,3% Hækkun á einu ári 47,3% 38,7% Hækkun s.l. 2 ár 64.9% 58,5% Launavísitalan hefur jafnað- arlega hækkað umfram láns- kjaravísitölu hvaða tímabil sem tekin eru s.l. tvö ár, sem sjá má af tölunum hér að ofan. Mesti munur þessara tveggja vísitalna var í október 1983, þegar láns- kjaravísitalan var 28,3% hærri en launavísitalan. Sá munur er nú kominn niður í 16,7% rniðað við nóvembervísitölur 1985. í dag á degi Sameinuðu þjóðanna munu konur um allt land koma saman til að minnast 10 ára afmælis kvennafrídagsins og leggja um leið áherslu á launakröfur sínar og minna á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Konur á Akranesi ætla að fjölmenna með Akraborginni til Reykjavíkur og taka þar þátt í baráttunni með reykvískum kynsystrum sínum. Að sögn Margrétar Tryggva- dóttur í Borgarnesi ætla konur að hittast á hótelinu í Borgar- nesi yfir kaffibolla og sagði hún að mjög margar konur ætli að taka sér frí og um kvöldið verður skemmtidagskrá sem jafnréttisnefndin og ýmsar kon- ur standa að. Þar verður fluttur leikþáttur af félögum í leikdeild Ungmennafélagsins Skalla- gríms. Margrét sagði að aðal- áhersla yrði lögð á launakjör kvenna og þá launamismunun sem ríkir i þjóöteiagmu. Konur í Ólafsvík og Stykkis- hólmi verða ekki með skipu- lagða dagskrá, nema þær ætla að hittast á hótelum staðanna um miðjan daginn, ræða málin og fylgjast með rás tvö en þar verða eingöngu konur við stjórnvölinn. fsflrskar konur ætla að koma saman í Þinghól og borða kvöld- verð og sagði símastúlka Pósts og síma þar að talsverð sam- staða væri um að leggja niður vinnu en skipulögð dagskrá verður ekki um daginn, nema ef það væri að konur hittist í kaffi einhversstaðar. í Bolungarvík munu konur hittast í Verkalýðshúsinu og þær ætla að taka með söngbæk- ur og ræða málin, mest launa- málin yfir kaffibolla. Á Akureyri verður heljar- mikil dagskrá að sögn Úlfhildar Rögnvaldsdóttur. Dagskráin byrjar í Alþýðuhúsinu kl. 9 um morguninn og þar verður opið hús allan daginn. Launamálin og launamisréttið verður í al- gjörum brennidepli og ýmis skemmtiatriði verða flutt, m.a. frumsamdir leikþættir eftir kon- ur á Dalvík og á Akureyri. Þá munu 9 konur kynna stéttarfé- lögsín kl. 11 ogkl. 5 verðaúrslit kynnt í smásögu- og ljóðasam- keppni sem efnt var til meðal kvenna í sumar. Um kvöldið verður létt skemmtidagskrá sem leikkonur úr Leikfélagi Akureyr- ar flytja ásamt fleirum. Úlfhild- ur bjóst við að þátttaka yrði mjög góð og sagði hún að yfir- skrift dagsins hjá þeim væri: Sýnum, kynnum, krefjumst. Þess má geta til gamans að Akureyrarkonur eiga í raun heiðurinn að því að endurvekja þennan dag, þær byrjuðu að undirbúa sig í janúar í vetur og voru þá ákveðnar í að gera daginn eftirminnilegan. í Neskaupstað munu konur ganga í kröfugöngu frá Bræðsl- unni að Egilsbúð og þar verður uppi höfð ýmiskonar skemmtun og dagskrá. ína Gísladóttir gat þess að megináherslan yrði á launakjör kvennastétta í land- inu og starfshópur um Samtök kvenna á vinnumarkaðinum mun verða stofnaður í tilefni dagsins. Konur á Höfn í Hornafírði munu koma saman í Miklagarði milli 2 og 6 munu ræða leiðir til úrlausnar á launamisréttinu. Konur á Selfossi fara að öllum líkindum í hópferð til Reykja- víkur eins og konur af Akranesi. Sama munu einhverjar gera í Keflavík, en þar verður annars dagskrá í Holtaskóla. Því miður tókst NT ekki að ná í fleiri staði til að fá fréttir af þessum degi en óskar konum alls staðar góðs gengis. Samband fisk- vinnslustöðva Aðalfundur ■ Aðalfundur Sam- bands fiskvinnslustöðva 1985 verður haldinn á Hótel Sögu, á morgun föstudag. Meginviðfangs- efni fundarins verður frek- ari stefnumótun í málefn- um fiskvinnslunnar. Starf- að verður í fjórum starfs- hópum; um reksrarskil- yrði fiskvinnslunnar, innra skipulag sjávarútvegsins, fiskveiðistefnuna, og stöðu hagsmunasamtaka. Á fundinum munu einnig ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Halldór Ás- grímsson halda erindi. r BLAÐBERA VANTAR í EFTIRTAUN HVERFI: Suðurlandsbraut, Síðumúla, Birkimel, Grenimel, Hofsvalla götu og Háaleitisbraut. Einnig vantar börn á biðiista í öll hverfi. Dúkkulísurnar og dömufrí ■ Hljómsveitin Dúkkulísurnar (Muniði ekki eftir Pameiu í Dallas?) er nú komin frá Egils- stöðum til Revkjavíkur til að leika á dansleik á Hótel Borg í kvöld. Það verður dömufrí á dansleikn- um, svo karlar geta nú óhræddir haldið að sér höndum. Áður en Dúkkulísurnar syngja og leika verður flutt skemmtidag- skrá. Kór Kársnesskóla mun syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Helga Thorberg og fleiri flytja frumsaminn leikþátt Helgu „Að vera eða vera ekki", Katrín Sigurðardóttir syngur ein- söng, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Sigurður Ingi Snorrason og Páll Einarsson munu leika Vín- armúsík. Kynnir verður Bríet Héðinsdóttir. Húsið opnar kl. 21 en dansleikn- um lýkur kl. 01. SíðumúlM 5. Sími 686300 Hagkaup lokar ídag ■ Hagkaup sendi NT frétt þess efnis að fyrirtæk- ið mun gefa öllum konum frí í dag 24. október á fullum launum og vill með því sýna stuðning sinn í verki við konur, en fyrir- tækið reiðir sig að mestu á vinnuafl kvenna. Starfsemi Hagkaups mun því lamast og verslan- ir í Reykjavík, á Akureyri og í Njarðvík verða lokað- ar í dag. Lestunar- áætlun Hull/Goole: Jan.................27/10 Dísarfell .......... 4/11 Jan................ 10/11 Dísarfell ......... 18/11 Jan.................24/11 Dísarfell .......... 2/12 Jan ................ 8/12 Rotterdam: Disarfell .......... 5/11 Dísarfell ......... 19/11 Disarfell .......... 3/12 Antwerpen: Disarfeil .......... 6/11 Dísarfell ..........20/11 Dísarfell .......... 4/12 Hamborg: Dísarfell ..........25/10 Disarfell .......... 8/11 Dísarfell ..........22/11 Dísarfell .......... 6/12 Helsinki: Hvassafell......... 16/11 Larvik: Jan ............... 28/10 Jan.................11/11 Jan ................25/11 Jan ................ 9/12 Gautaborg: Jan.................29/10 Jan.................12/11 Jan.................26/11 Jan ............... 10/12 Kaupmannahöfn: Jan.................30/10 Jan.................13/11 Jan ................27/11 Jan ............... 11/12 Svendborg: Jan.................31/10 Jan................ 14/11 Jan................ 28/11 Jan ............... 12/12 Aarhus: Jan.................31/10 Jan.................14/11 Jan ............... 28/11 Jan.................12/12 Gloucester, Mass.: Jökulfell...........30/10 Jökulfell........... 2/12 New York: Jökulfell...........31/10 Jökulfell........... 3/12 Portsmouth: Jökulfell........... 1/11 Jökulfell........... 4/12 SKIMDEIUD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.