NT - 26.10.1985, Page 1

NT - 26.10.1985, Page 1
H NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP.6 Stjórn BSRB Elín Ólafsdóttir, þingfulltrúi KÍ, bað þingfulltrúa að láta þetta mál ekki verða til þess að deiluaðifar gætu ekki ræðst við í bróðerni að aflokinni atkvæða- greiðslu. Sagðist hún tilbúin til að fallast í faðma við Kristján Thorlacius, formann BSRB þegar úrslit yröu kunn, hvernig sem þau yrðu. Og það gekk eftir. Kristján og Elín inn- sigluðu úrslitin með heitum faðmlögum. Danir mega draga mútur frá skatti Kaupmannahöfn-Reutcr. ■ Hans Westerberg yfir- skattstjóri Dana sagði í viðtali við norrænu frétta- stofuna Ritzau að dönsk fyrirtæki gætu fengið skattaafslátt út á mútur sem þau greiddu til er- lendra aðila til þess að afla sér viðskiptavina. Westerberg sagði að dönskum skattayfirvöld- um fyndist ekkert athuga- vert við það þótt fyrirtæki hefðu sérstakan útgjalda- lið undir yfirskriftinni „Mútur". En hann benti á að mútur væru að sjálf- sögðu ólöglegar innan- lands í Danmörku. ■ Úrslitin voru innsigluð með faðmlagi tveggja deiluaðila, þeirra Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB, sem mælti fyrir tillögu samtakanna um að úrganga KÍ úr BSRB vxri ólögleg, og Elínar Ólafsdóttur, þingfulltrúa KÍ, sem var ein af þeini sem taldi að úrslit heildaratkvæðagreiðslunnar væru á þá leið að úrgangan hefði verið samþykkt. Hvað regnhlífin stendur fyrir er svo annað mál. Hvort skipulagshreytingar þær sem ræddar verða á aukaþingi BSRB í mars muni gjörbreyta samtökunum þannig að þau verði að rcgnhlífarsamtökum cr enn ósvarað. NT-mynd: Sverrir. ■ Mikið var skrafað í bakher- bergjum á BSRB þinginu í gær um stjórnarkjör það sem fram fer í dag hjá samtökunum. Var mjög óljóst með að hvaða niður- stöðu uppstillinganefnd kæmist en þó fóru línur að skýrast í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum NT þá mun Kristján Thorlacius gefa kost á sér í enn eitt kjörtímabil. Kemur sú ákvörðun í sjálfu sér engum á óvart. í sæti annars varaformanns BSRB mun Al- bert Kristinsson nokkuð örugg- ur um áframhaldandi setu, því Haraldur Hanncsson frá Starfs- mannafélagi Reykjavíkur, mun að öllum líkindum draga mót- framboð sitt til baka, komist uppstillinganefnd að samkomu- lagi um listann til stjórnarkjörs og að hann sé hafður þar með á lista. Mjög óljóst hefur verið hver verði kjörinn sem annar vara- formaður BSRB nú þegar Har- aldur Steinþórsson lætur af störfum. Þingfulltrúar hafa ver- ið mjög áfram um að kona skipaði það sæti, en erfiðlega hefur gengið að fá konu til þess. Það mun þó talið næsta öruggt að Guðrún Árnadóttir frá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana, láti undan þeim þrýstingi, sem þing- fulltrúar hafa liaft á hana að taka þetta sæti. Aðrir í stjórn verða Einar Ólafsson, SFR, en raddir hafa verið uppi um að hann yrði ekki í framboði. Haukur Helgason frá KÍ, Ásta Sigurðardóttir frá Akureyri, Sjöfn lngólfsdóttirfrá SFR, Ragnhildur Guðmunds- dóttir frá símamönnum. Að lok- um munu tveir af eftirtöldum þrem einnig sitja í stjórn. Har- aldur Hannesson SFR, Þorgeir Ingvarsson póstmönnum og Ór- lygur Geirsson. í varastjórn verða tveir bæjar- starfsmenn og 5 ríkisstarfs- menn. Frá ríkinu verða einn fulltrúi lögreglu og einn frá toll- vörslu. Kennarar munu halda Rögnu Ólafsdóttur inni og frá bæjarstarfsmönnum er Hclgi Andrésson talinn öruggur. Átök verða svo milli fulltrúa Vestmannaeyja, Kópavogs og ísafjarðar um seinni fulltrúa bæjarstarfsmanna. ■ Formaður og varaformenn BSRB undir umræðu um úrsögn kcnnara á þingi samtakanna í gær. Kristján Thoriacius, formaður og Albert Kristinsson munu sitja áfram en Haraldur Steinþórsson inun láta af störfum sem annar varaformaður BSRB. NT-mynd: Sverrir Kennarar áfram í BSRB: Úrslitin innsigluð með heitu faðmlagi - Tillaga BSRB um að úrsögn kennara sé ólögleg, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta ■ Tillaga stjórnar BSRB, um að líta beri svo á niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu Kennarasambands íslands, að nægur meirihluti fyrir úrsögn KÍ úr BSRB hafi ekki náðst, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á þingi BSRB laust fyrir klukkan fimm í gær. 165 greiddu atkvæði með tillögunni 40 voru andvígir, tveir seðlar voru auðir og tveir ógildir. Áður hafði frávísunartillaga, sem nokkrir fulltrúar KÍ báru fram. verið felld með 126 at- kvæðum gegn 26. Fulltrúar KÍ, sem hafa verið meðmæltir úrsögn, voru að von- um óhressir með útkomuna, höfðu þeir álitið að málstaður þeirra ætti meiri hljómgrunn á þinginu. Það sem næst gerist í þeirra málum er að fljótlega í næstu viku verður kölluð saman stjórn og fulltrúaráð Kennara- sambandsins og líklega verður í framhaldi af því kallað saman þing K1 og á því tekin afstaða til þess hvort ný allsherjar- atkvæðagreiðsla um aðild sam- bandsins að BSRB verði látin fara fram. Kristján Thorlacius sagðist vera mjög ánægður með þessi úrslit, þegar þau voru kunn gerð. Áður hafði hann tjáð blaðamanni NT að það væri beint vantraust á stjórn BSRB ef tillagan yrði felld, og þá yrði það matsatriöi hverjir af stjórn- armeðlimum gæfu aftur kost á sér, en í máli hans fyrir at- kvæðagreiðsluna kom fram að öll stjórn BSRB hafði verið einhuga urn að bera þessa til- lögu upp. Það hefði því getað farið svo ef tillagan hefði verið felld, að enginn í núverandi stjórn hefði gefið kost á sér til endurkjörs. Valgeir Gestsson, formaður KÍ sagði við blaðamann NT eftir að úrslit voru kunn, að þetta væri tilraun til að halda KÍ með valdi innan BSRB og að þetta væri mjög ólýðræðislegt. Áður en tillagan var borin undir atkvæði fóru fram líflegar umræður, þar sem ýmis rök bæði með og á móti voru borin fram. Sagði Valgeir í ræðu sinni þá, að ef þingið samþykkti til- lögu BSRB væri það búið að kveða úr um að úrsögnin væri ólögleg. Skoraði hann á þing- heim að fella tillöguna eða vísa henni frá og koma þannig í veg fyrir úlfúð innan BSRB. Evrópubandalag útvarpsstöðva: fslendingar taka þátt í Eurovision - í fyrsta skipti ■ ísland mun taka þátt í söngvakeppni Evrópubanda- lags útvarpsstöðva sem hald- in verður í Bergen þann 3. maí 1986. Þessi söngva- keppni hefur verið haldin 30 sinnum og hefur ísland ekki sótt um þátttöku fyrr, þótt keppnin hafi verið send út héðan að jafnaði og í beinni sendingu síðustu þrjú árin. Umsókn Ríkisútvarpsins var samþykkt í þetta skipti, þótt vafi sé talinn leika á því að ísland uppfylli öll skilyrði, svo sem tæknilega möguleika á að halda keppni hér ef fulltrúi íslands sigrar. „Við létum reyna á þetta núna, í samstarfi við hinar Norðurlandaþjóðirnar," sagði Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri, í samtali við NT. „Raunar bjuggumst við við því að það yrði gerð einhvers konar tæknileg út- tekt af hálfu Evrópusam- bands útvarps- og sjónvarps- stöðva, á aðstöðu hér til að halda svona keppni. í svar- skeytinu var hins vegar ekki fjallað um þessi tæknilegu skilyrði eða annað í sam- bandi við að halda keppnina hér á landi. Þeim vangavelt- um er eiginlega slegið á frest. Það hefur líka sín áhrif að þetta er haldið í Noregi, og okkur því gefinn kostur, sem frændum og nágrannaþjóð að vera með í þetta skipti. Ekki hefur enn verið á- kveðið með hvaða hætti full- trúar íslands í keppnina verða valdir, en það mun þó verða afráðið á næstunni. fullskipuð!

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.