NT - 26.10.1985, Side 3

NT - 26.10.1985, Side 3
& eftir Ólaf Hauk Símonarson Flugleiðir: Vetrar* áætlun ■ Vctraráætlun Flugleiöa tekur aö fullu gildi á morgun. Daglegar ferðir verða til Kaupmannahafnar, sex ferð- ir í viku til Luxemborgar, fjórar til London og New York og þrjár til Glasgow. Tvisvar í viku verður flogið til Chicago, Gautaborgar, Osló, Stokkhólms og Færeyja. Vikulega verður flogið til Detroit og fastar áætlunarferðir hefjast að nýju til Salzburg þann 21. desember. Vetrar- áætlun innanlarids hefur þegar tekið gildi. lídiandi Vesturgötu 5. simi 17445 LEiKFRIAC; REYKIAVÍKIJR f Austurbæjarbiói Laugardagur 26. október 1985 Fréttir Mögulegt að atvinnuleysisbótaávísanir fari beint til fiskvinnslufyrirtækja vegna tímabundins atvinnuleysis Skoðaðu ferðatilboð Faranda um jól og áramót: Halldór Ásgrímsson á aðalfundi SF: Fær fiskvinnslan greiddar bæturnar? ■ Sune Ahlen og Haraldur Steínþórsson með myndina af rúnasteininum. NT-mynd: Ámi BJama. Þing BSRB: Norrænu verkalýðs- samtökin heiðra Harald ■ Á fimmtudaginn var Haraldi Steinþórssyni, framkvæmdastjóra BSRB, afhent gjöf frá Norrænu verkalýðssamtökunum, í kveðjuskyni og sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna, en Haraldur lætur af störfum sem framkvæmda- stjóri BSRB 1. desember. Auk þess mun Haraldur ekki gefa aftur kost á sér í framboði til kjörs annars varafor- manns samtakanna á þingi BSRB, sem nú stendur yfir. Það var Sune Ahlen, formaður Norrænu verkalýðssamtakanna sem afhenti Haraldi gjöfina, batikmynd af fornum rúnasteini frá Gotlandi, gerð af Heidi Lange. Sune Ahlen hefur haft töluverð samskipti við BSRB. m.a. kom hann hingað til lands í verkfalli BSRB sl. haust, en norrænu samtökin studdu BSRB bæði fjár- hagslega og á annan hátt í kjarabar- áttu samtakanna. þennan hátt. Það eru mörg athyglisvcrð atriði sem koma fram í svörum Halldórs Ás- grímssonar m.a. að ráöherra lelur rétt að athuga sérstaklega hvort ekki mætti koma á öðru formi en ríkir nú varðandi atvinnuleysisbætur fisk- vinnslufólks. í áliti hans segir: „Þetta ætti að gera það mögulegt að fisk- vinnslufyrirtæki gætu sótt um at- vinnuleysisbætur f.h. tiltekinna nafn- greindra starfsmanria sinna og jafnvel annast dreifingu á atvinnuleysisbótaá- vísunum til þeirra." Tilgangurinn cr sá að auðvelda fiskvinnslufyrirtækj- um að greiða starfsmönnum laun þótt tímabundinn hráefnisskortur geri vart við sig. Að auki kemur fram í minnisatrið- um sjávarútvegsráðherra að ríkis- sjóður mun yfirtaka tímabundið 250 millj. kr. afurðalán banka vegna skreiðarbirgða og greiða vexti af þeirri upphæð á tímabilinu I. júni 1985 til 31. desember 1988. Hvað varðar fiskverö segist Halldór Ás- grímsson reiðubúinn að leggja fyrir Aiþingi frumvarp þess efnis að hags- munaaðilar velji sjálfir oddamann í yfirnefnd Verðlagsráðs og að sjávar- útvegsráðuneytið sé tilbúið til þess að taka upp nýjar matsreglur í tcngslum við fiskverðsákvöröun. Sikiley 21. desember, 2 vikur. Flogið er til Lundúna og gist þar í eina nótt. Sami háttur hafður á í bakaleiðinni. Á Sikiley er búið á 1. flokks hóteli í La torre Mandela. Þetta er yndislegt lítið sjávarborp skammt frá Palermo. Við mælum sérstaklega með þess- um ferðum fyrir þá sem vilja njóta sólar og fagurrar náttúru. Ekki má heldur gleyma því að á Sikiley eru ómetanlegar fornminjar frá tímum Fomgrikkja og Rómverja, sumar þær best varðveittu í Evrópu. Boðið er upp á skoðunarferðir, og íslenskur fararstjóri verður með í ferðinni. Filippseyjar 27. desember, 1 mánuður. Þetta er í 5. sinn sem Farandi fer til Filippseyja. Ferðin stendur yfir í mánuð, og á heimleiðinni er 5 daga dvöl í Hong Kong innifalin. Á Filippseyjum er dvalið í Cebu, Zamboanga, Baguio, Bauane og í Manilla. Gist er í 1. flokks hótelum allan tímann. íslenskur fararstjóri verður með í ferðinni. FERÐIR FYRIR ÞÁ SEM VILJA REYNA EITTHVAÐ NÝTT! ■ Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðhera lét í gær Samband fisk- vinnslustöðva í té skrifleg minnis- atriði sem svör við minnisblaði frá sambandinu sem afhent var forsætis- ráðherra. sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra liinn 11.7. sl. þar sent hagsmunamál fiskvinnslunnar voru áréttuð í níu liðunt og óskað var eftir fulltingi stjórnvalda. Nýlunda þykir að ráðherra ceri grein fyrir afstöðu sinni til einstakra mála á Þyrla Landhelgisgæslunnar: Tilbúin í næstu viku ■ Afliending nýju Dolphin þyrlu Landhelgisgæslunnar hef- ur dregist í rúma tvo rnánuði frá því sem fyrst var áætlað. í sumar þegar gengið var frá kaupunum var talað um ágúst- lok eða septemberbyrjun sem hugsanlegan afhendingartíma. Að sögn Gunnars Bergsteins- sonar forstjóra Landhelgisgæsl- unnar hafa tæknileg vandamál komið upp við ísetningu radíó- tækja. „Þetta er því miður þannig hlutur, að það verður að prófa sig áfrant í þessu. Það er ekki hægt að leysa þetta á annan hátt," sagði Gunnar. Vonast er til þess að þyrlan fari í skoðun hjá opinberunt skoðunaraðilum á mánudag. Gunnar sagði að þeir ættu ekki að þurfa nema tvo daga, og væri ,þá hægt að afhenda þyrluna. Sökum þess hve iengi hefur dregist að þyrlan verði afhent er viðbúið að tafir verði á heim- fluginu. þar sem allra veðra er nú von. Dagur mannsins ■ Náttúrufræðidagurinn verð- ur haldinn á morgun í Kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar, Laugavegi 166. „Dagurinn er helgaður manninum sem líf- veru, til þess að minna á að við erum hluti af náttúrunni og umfjöllun um manninn er veiga- mikill þáttur í starfsemi náttúru- fræðisafnsins," segir í fréttatil- kynningu frá áhugahóp um byggingu náttúrufræðisafns. Opið hús verður frá klukkan 13:30 til 16 og verður haft heitt á könnunni allan tímann. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.