NT - 26.10.1985, Side 5
■ „Þau segja í æsku hafi ég borðað frosk, en það er argasta lygi, ég át ýsuflök
og þorsk,“ syngur Fúsi froskagleypir. Þótt hann sé hin Ijúfasta sál inni við beinið
er hann samt svolítið hrekkjusvín... Davíð Þór Jónsson í hlutverki Fúsa sem
þessa stundina situr á lokinu á kolakjallara smiðsins en ofaní kjallaranum dúsir
lítill drengur - sögumaðurinn í leikritinu sem er ekki mikið um Fúsa gefið.
NT-mynd: Svenrir.
Tveir varaþingmenn
■ Tveir varaþingmenn Framsóknarfiokksins sitja nú á Alþingi. Það eru
þau Magðalena Sigurðardóttir annar varaþingmaður í Vestfjarðakjör
dærni og Sverrir Sveinsson varaþingmaður í Norðurlandskjördæmi
vestra. NT-mynd: - Sverrir.
Laugardagur 26. október 1985 5
Leikfélag Haf narfjarðar: Texti: Margrét Rún
Fúsi froskagleypir
og félagar hans
NT lítur inn á æf ingu og skemmtir sér konunglega
■ Fusi froskagleypir er ágætis sál. Hann er að vísu á viðkvæmum aldri, á
gelgjuskeiðinu. „Pældu íðí, ef þú værir á þessum viðkvæma aldri og litlir krakkar
væru alltaf að atast í þér. Fúsi er ekkert vondur strákur, hann kemur bara fram
við krakkana eins og fullorðna fólkið kemur fram við hann,“ segir Davíð Þór
Jónsson sem leikur Fúsa froskagleypi í samnefndu barnaleikriti sem Leikfélag
Hafnarijarðar frumsýnir á sunnudag. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, Kristín
Reynisdóttir annast leikmyndina, Alda Sigurðardóttir búningana, en lýsinguna
Lárus Björnsson. Leikritið er eftir Ole Lund Kirkegaard sem íslendingar ættu
að þekkja því hann skrifaði meðal annars leikritið Gúmí-Tarzan og fjölda
barnabóka sem komið hafa út á íslensku. Olga Guðrún Árnadóttir þýddi
leikritið en Ólafur Haukur Símonarson söngtextana, tónlistina samdi Jóhann
Morávek.
Við Sverrir ljósmyndari brugðum
okkur á æfingu eitt kvöldið í þessari
viku. Nokkrir áhorfendur sátu útí sal,
lítil þriggja ára telpa á bekknum fyrir
framan okkur var ekki sátt við með-
ferðina á Fúsa og mótmælti hástöfum.
Viðar leikstjóri skellihló út í sal og
hvað eftir annað ráku strákar á aftasta
bekk upp rokna hláturrokur. „Góðan
dag drengur minn,“ segir risastór
maður með skegg og hatt.“ „Ert þú
að leita.að einhverjum?" „Ha, nei,
nei, nei, nei,“ segir Fúsi skelfdur. „Þú
ert þó ekki að eltast við litlu dreng-
ina?,“ segir stóri kallinn. „Nei, nei,
nei, nei,“ segir Fúsi. „Ef þú gerir það,
skal ég sjá til þess að þú verðir settur
í skóla... í fangelsi, meina ég,“ segir
stóri maðurinn en svo er honum
skyndilega svo ofboðslega mál að
hnerra. „A... tjú!!“ En hvaðan kom
hnerrinn? Úr maganum á stóra
manninum? Fúsi froskagleypir er
enginn asni og hann fattar nokk.
„He, he, he, he,“ hlær hann kvikind-
islega og ræðst á litlu strákana sem
duttu innan úr stóra, stóra frakkan-
um. „Það er stundum skelfilega erfitt
að vera lítill,“ segir annar þeirra
mæðulega, þegar Fúsi hefur bundið
hann kyrfilega með snæri, en hinum
tókst til allrar hamingju að sleppa í
burtu.
Sannkallað, ekta, barnaleikrit.
Og það sem merkilegt er hlutverk
litlu krakkanna, Jakobs og Ég og
Fúsa eru frumraun leikaranna hjá
Leikfélagi Hafnarfjarðar. Eins og
fyrr sagði leikur Davíð Þór Jónsson
Fúsa, Eg leikur Hanna Björk Guð-
mundsdóttir og Jakob leikur Jón
Sigurðsson. Rúmlega 40 manns taka
þátt í sýningunni sem að sögn Viðars
átti bara að vera lítið sætt verk og
byrjaði þannig en svo bættu þau við
hlutverkum og heilli hljómsveit, sem
leikur bæði undir söng og svo inn á
milli til að skapa stemmningu eins og
gengur.
Fúsi froskagleypir er áttunda leik-
sýningin sem Viðar Eggertsson leik-
stýrir, en sjálfur hefur hann leikið í
einum átta barnaleikritum.
Frumsýning verður á sunnudag og
sýnt verður í Bæjarbíóinu í Hafnar-
firði. Góða skemmtun.
■ Smiðurinn hlær rosalegum hlátri, uhuhuhu, uhuhuhu, jarmar hann. En
stundum gerir Fúsi litli honurn s volítið gramt í geði og þá hlær smiðurinn ekki.
l.KiKi’KIAC
RKYKIAVÍKUR
í Austurbæjarbíói
Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson.
Leikendur: Kjartan Bjargmunds-
son, Ása Svavarsdóttir, Valgeröur
Dan, Gísli Halldórsson, Jón Hjart-
arson, Bríet Héöinsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Aöalsteinn
Bergdal og Helgi Björnsson.
NT-mynd: Sverrir.
Svöí”'^ al mmW*'l°"“*
ttSSSS**'** -
* Resettakki
★ Microsoft Basic 32 KB ROM
* Hámarksupplausn 560 x 192
★ 2MHZ 650ZA Processor
★ Sérstakt talnaborð
* Fjöldi lykla í borði 81
* CP/M kerfi fáanlegt
* Stækkanlegí
192 KB RAM
* Skiptanlegt val,
40/80 stafir í lírtu
* RGBútgangur
★ Innbyggt Centronics Parallel prentara interface
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöuriandsbraut 16 Sími 91 35200
N*&tut&wa