NT - 26.10.1985, Side 9
Vettvangur
Laugardagur 26. okióber 1985 9
Hlín Pétursdóttir Behrens:
Að vinna í frystihúsi
nefnir eignakostnað hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga og
telur hann háan. Hér á
hann væntanlega við það
sem venja er að kalla fjár-
magnskostnað og felur í sér
afskriftir og vexti. Um það
segir greinarhöfundur:
„Það er hins vegar ekki
venja að menn greiði fyrir
afskriftir af eigin eignum.“
Pessi fullyrðing hans er
hrein fásinna í þessu tilviki,
þ.e. þegar um fyrirtæki er
að ræða. í þessu sambandi
má nefna nokkur atriði.
í fyrsta lagi er uppfærsla
eigna og skulda regla og í
verðbólguþjóðfélagi vita
allir að þar er um háar
upphæðir að ræða.
I öðru lagi voru lán, sem
veitt voru til uppbyggingar
sláturhúsanna á sínum
tíma, að meginhluta til
gengistryggð í dollurum.
í þriðja lagi eru afskriftir
og vextir í þessum rekstri
hjá kaupfélögunum reikn-
uð samkvæmt gildandi
skattalögum á hverjunt
tíma.
í fjórða lagi verður stöð-
ugt að leggja fjármuni í það
að endurnýja tæki og búnað
vegna aukinna og eðlilegra
krafna jafnt innlendra sem
erlendra kaupenda. Mikil
vöruþróun hefur átt sér stað
í landbúnaðarvörunum og
stanslaust er leitast við að
bæta þjónustuna við neyt-
endur. Þetta er forsenda
þess að hægt sé að markaðs-
setja vörurnar með nútíma-
hætti.
Séu fjármunir ekki ætlað-
ir til þessara hluta getur
afleiðingin aldrei orðið
nema ein. Smám saman
myndi allri þjónustu í þess-
ari mikilvægu neysluvöru
þjóðarinnar hraka og endir-
inn gæti orðið alger stöðnun
í þessum rekstri. Ekki gæti
slíkt heitið að gæta hags-
muna framleiðenda.
Mér þótti rétt að láta
ofangreindar athugasemdir
koma fram hér á prenti, þar
sem vegið var beint að
sláturhúsarekstri kaupfé-
laganna. Jafnframt tek ég
fram að þessari umræðu er
hér með lokið af minni
hálfu, enda ætla ég þessari
grein fyrst og fremst að
vera til upplýsingar og
leiðréttingar fyrir þá sem
vilja hafa það sem sannara
reynist í hverju máli.
- hvað má
■ Vandi sjávarútvegs og
fiskiðnaðar er umræðuefni
allra tíma, enda er hann
undirstaða efnahagslífs
okkar.
Ýmsir benda á leiðir til
úrbóta og sýnist sitt
hverjum. A sumrin berst
mikill og verðmætur afli að
landi til vinnslu, þá er brýnt
að starfsfólk frystihúsanna
leggi sitt af ntörkum svo hið
góða hráefni lendi í hæsta
gæðaflokki og sem mestur
gjaldeyrir fáist í þjóðarbú-
ið. Menn hafa kvartað og
barmað sér yfir því í fjöl-
miðlum að nýting þessa
góða hráefnis sé ekki sem
skyldi því að megin starfs-
kraftur frystihúsanna á
sumrin sé skólafólk sem
kunni misjafnlega til verka
og því sé nýting hráefnisins
slæm.
- Oft hefur skólafólk
hlaupið undir bagga í sjáv-
arplássum ef vantað hefur
starfskraft til vinnslu
sjávarafla þegar aflahrotur
ber að landi. Þá eru menn
fegnir að grípa til krakk-
anna. Þeim er gefið skóla-
leyfi og enginn nefnir að
þau kunni ekki til verka.
Forráðamenn frystihús-
anna ættu að sjá sóma sinn
í því að veita unga fólkinu
þá fræðslu, vinnuaðstöðu
og umönnun sem þau þurfa
svo að allir megi vel við
una. Þá yrði nýting aflans
betri, fólk fengi hærri laun
og vara frystihúsanna kæm-
ist í hærri gæðaflokk.
- Pað er klárt mál að
„bónusdrottningar“ frysti-
húsanna bera hag fisk-
vinnslunnar fyrir brjósti og
að það skiptir þær máli
hvort hráefnið er gott eða
bæta?
vont. f>að verður að innræta
skólafólkinu sama hugsun-
arhátt svo það beri virðingu
fyrir því sem það er að
gera, en finnist það ekki
vera eins og tannhjól í verk-
smiðju, heldur sé meðvitað
um allan framleiðsluferil-
inn og skynji mikilvægi þess
sem það er að gera.
- Það verður að breyta
ímynd alls fiskiðnaðarins.
Á meðan launin eru lág og
álitið er þannig útá við að
fólk segir „Ég vinn nú bara
í frystihúsinu í sumar“;,
breytist ekkert.
- Kennsla (nýliða) í
frystihúsum verður að vera
samræmd. Fyrirkontulagið
má ekki vera þannig að
nýliðinn konri, fái hníf í
hönd og sé kennt hvernig
hann eigi nú að fara með
þetta flak og svo ekki sög-
una meir þangað til að
næsta lið er komið. Það
verður að útskýra allt í
samhengi. Hver var með
fiskinn áður en maður fær
hann í hendurnar og (hver
tekur við honum). Fólk á
ekki að þurfa að spyrja um
þetta eða frétta þessa hluti
á kaffistofunni.
- Til að starfsmenn fái
virðingu fyrir hráefninú'
verður að útskýra fyrir þeim
verðmæti hverrar fiskteg-
undar og verðgildi pakkn-
inganna þegar út á markað-
inn er komið.
- Bónusútreikningurinn
og launakerfið þarf að vera
þannig að það borgi sig að
vanda sig fremur en að flýta
sér um of.
Með góðri fræðslu í upp-
hafi starfsferils skólafólks-
ins geta verkstjórar og fisk-
eftirlitsmenn sparað sér
sporin og skammirnar.
- Það hlýtur að borga sig
að taka á vandanum í
sntærri einingum. Kíkja inn
í fiskvinnslusalina og vita
hvað er að gerast. Athuga I
hvernig gæði framleiðsl-
unnar hafa verið undan-
farna rnánuði og hvað hefur
verið gert til að bæta þau.
Lokaorð
Að lokum vil ég taka það
fram að ég vann um skeið í
frystihúsi í sumar, og hafði
gaman af. Af tilviljun rakst
ég þar á bækling nokkurn,
mjög vandaðan •, gefinn út
af sjávarútvegsráðuneyt-
inu, handa starfsfólki frysti-
húsa. Hann gaf mér svör
við flestum mínum spurn-
ingunt og þyrfti að athuga
betur hvernig dreifingu
hans er háttað.
Keldnakoti 19. okt. 1985
Hlín Pétursdóttir Behrens
Aftur á móti er skörin heldur farin
að færast upp á bekkinn þegar
skammirnar eru komnar inn á síður
fjöllesins dagblaðs og þar vegið að
samvinnuhreyfingunni. Þá er mál til
andsvara.
Forráðamenn frystihúsanna ættu að
sjá sóma sinn í því að veita unga
fólkinu þá fræðslu, vinnuaðstöðu og
umönnun sem þau þurfa svo að allir
megi vel við una. Þá yrði nýting
aflans betri, fólk fengi hærri laun og
vara frystihúsanna kæmist í hærri
gæðaflokk.
um tímamótum að ungum list-
fræðingum hefði verið fengið
það verkefni að rannsaka lista-
mannsferi) Jóhannesar Kjarv-
als og meta æviverk hans á
mælistiku nýrrar kynslóðar,
sem líklegt er að standi á þeirri
sjónarhæð og með þá fjarvídd
fyrir augum, sem eitt gerir það
fært að mæla stærðir í mann-
kynssögunni og meta afrek
einstakra manna og bera verk
þeirra saman við það sem aðrir
voru að gera á sama tíma.
Skrif um Kjarval þurfa að
komast af því stigi að vera
minningaglefsur um einkenni-
legan mann upp á það að vera
sagnfræði, helguð miklum
listamanni og hugsuði.
Nóg komið af tröllasögum
Jóhannes Kjarval var að vísu
sérstæður maður, og svo skrýt-
inn og tiltektasamur, að hann
varð að þjóðsagnapersónu í
lifanda lífi. En íslendingareiga
slíkt afbragðssafn af kynlegum
kvistum, æru-tobbum, drykk-
felldum prestum, áflogagjörn-
um sýslumönnum, útilegu-
mönnum og hálf-tröllum, að
ekki sæi högg á vatni þótt
orðstír Kjarvals fengi að lifa í
listaverkum hans og spakleg-
um ritsmíðum en ekki trölla-
sögum, sem tengjast viðskipt-
um hans við embættis-
mannaaðal og kaupsýslustétt
Reykjavíkur og aðra „vildar-
vini" hans gegnum árin.
1000 ár
Jóhannes Sveinsson Kjarval
var ósvikinn forn-íslendingur í
.eðli, útliti, hugsun og háttum,
íslenskur sveitamaður, sem að
vísu sigldi út í hcim, og svo
óreykvískur sem nokkur hvít-
ur maður getur orðið. Síst af
öllu var hann reykvískur lista-
maður. Það var hrein hending
ef hann lagði það á sig að mála
svo mikið sem húsgafl í höfuð-
borginni og veigraði sér yfir-
leitt við því að draga upp
myndir af andlitum reykvískra
góðborgara, sem gert hafa sér
svo títt um manninn. Hann var
málari íslenskrarsveitanáttúru
og fann sér myndefni í ásjónu
og svip sveitafólksins eins og
það var á fyrri hluta þessarar
aldar og hafði verið í svo sem
eitt þúsund ár, og geta menn
reynt að skynja hvað það er
langur tími. í augum Kjarvals
höfðu 1000 ár áreiðanlega
djúpstæða merkingu.
Síðasti sveitamaðurinn
Afmælishátíð Kjarvals er
einkafyrirtæki Reykvíkinga og
allt sem um hann er sagt á
þessum tímamótum. Engin til-
raun er gerð til þess að gefa
aiþýðu landsbyggðarinnar
tækifæri til þess að taka þátt í
þeirri viðhöfn, sem nú er sett á
svið í minningu eins hins magn-
aðasta sveitamanns, sem uppi
hefur verið á íslandi, reyndar
síðasta sveitamannsins í viss-
um skilningi - því síðan hann
leið hafa íslenskir listamenn
sagt skilið við sveitina, hún er
drungaleg fortíð, fátækt, fá-
sinna, merkingarlaus þúsund
ár og „saga blot“.
Gestur í Vík