NT - 26.10.1985, Síða 10
nr Laugardagur 26. október 1985 10
ul jl Bridge
Bridgesambandið fær stórgjöf:
Guðmundur Kr. Sigurðsson
gefur sambandinu íbúð
- Bridgesambandið er um það bil að kaupa húsnæði
Guðmundur Sv. Hermannsson
■ Á ársþingi Bridgesambands
íslands, sem haldið verður á Selfossi
í dag, mun Guðmundur Kr. Sigurðs-
son afhenda Bridgesambandi íslands
íbúð og stuðla þannig að því að
Bridgesambandinu verði kleyft að
kaupa hús undir bridgestarfsem-
ina í Reykjavík. Og einnig var búist
við því að forseti Bridgesambandsins
bæri upp tillögu um að sambandið
keypti húsnæði sem því stendur til
boða við Sigtún.
Það er svo sem líkt Guðmundi Kr.
að gefa Bridgesambandinu gjöf af
. þessu tagi, og það er ekki í fyrsta
skipti sem hann stuðlar að framgangi
bridgeíþróttarinnar á íslandi. Hann
hefur svo áratugum skiptir sinnt þeim
lítt öfundsverða slarfa að stjórna
bridgemótum og unnið ýmis sjálf-
boðastörf enda er hann heiðursfélagi
í Bridgesambandi íslands og a.m.k.
einum þrem bridgefélögum til viðbót-
ar og Guðmundur hefur sérstaklega
barist fyrir því málefni að Bridge-
sambandið eignist húsnæði.
Bridgesambandið stendur traust-
um fótum þessa stundina, og hagnað-
ur varð af rekstrinum í ár. Enn bætast
bridgefélög við og félagar í Bridge-
sambandinu eru nú orðnir um 2500.
En, eins og Björn Theodórsson
forseti BSÍ, sagði við NT, kemur nú
fyrst skriður á málin þegar Bridge-
sambandið eignast sitt eigið húsnæði,
og bridgeáhugamenn geta því séð
fram á bjarta daga.
í lokin má geta þess að stjórn BSÍ
verður óbreytt næsta kjörtímabil,
utan að Björn Eysteinsson kemur inn
fyrir Guðbrand Sigurbergsson. Aðrir
stjórnarmenn eru Örn Arnþórsson
Jón Baldursson, Esther Jakobsdóttir
Júlíus Thorarinsen, og Guðmudur
Eiríksson.Forseti er Björn Theódórs-
son og framkvæmdastjóri Ólafur Lár-
usson.
Brasilía vinnur og vinnur
Brasilíumenn hafa verið óstöðv-
andi það sem af er undankeppninni
á heimsmeistarmótinu í Sao Paulo og
eftir 9 umferðir voru þeir í efs;ta sæti
með 183 stig, 28 stigum yfir ísraels-
mönnum sem voru í 2. sæti með 155
stig. Argentína og Indónesía voru í
3-4. sæti með 45 stig, Kanada í 5.sæti
meö 131 !ó stig, Venezuela í 6. sæti
með 109 stig og Nýja Sjáland rak
lestina með 93 stig.
í kvennaflokki var keppnin mjög
jöfn og spennandi því aðeins 16 stie
skildu að efstu og sjöttu sveit. Þar var
sveit Bandaríkjanna efst með 155 stig.
Argentína og Taiwan voru í 2-3. sæti
með 148 stig, Ástralía var í 4. sæti
með 145 stig, Brasilía í 5. sæti með
140 stig og Bretland í 6. sæti með 139
stig.
I áttundu umferð urðu úrslit þau að
ísrael vann Venezuela 23-7. Kanada
vann Argentínu 18-12 og Brasilía
vann Nýja Sjáland 25-5. 1 kvenna-
flokki vann Bretland Bandaríkin, 17-
13 Taiwan vann Indland 20-10. Brasi-
lía vann Ástralíu 20-10 og Argentína
vann Venezuela 10-11.
I 9. umferð vann Brasilía Venezu-
ela 23-7, Idónesía vann Kanada,
1911, og Nýja Sjáland vann ísrael
16-14. í kvennaflokki vann Bretland
Argentínu 18-12, Taiwan vann Brasilíu
18-12. Ástralía vann Indland 25-0 og
Bandaríkin unnu Venezuela 25-2.
Þrátt fyrir að liðin í undankeppni
karlaflokksins séu varla þau sterkustu
í heimi, hefur velgengni Brasilíu-
manna og hrakfarir Nýsjálendinga
komið mest á óvart. Eins og komið
hefur fram í NS er sterkasta par Brasi-
líumanna, Chagas og Assumpco ekki
með, en í stað þeirra komu tveir
bræður, sem báðir eru háskóla-
stúdentar og aðeins 20 og 21 árs,
yngsta par sem tekið hefur þátt í
heimsmeistarakeppni. Og ef marka
má fréttaskeyti Reuterfréttastofunn-
ar hafa bræðurnir borið hitann og
þungann af mótinu til þessa.
í kvennaflokki getur allt gerst enn,
cn þó vekur nokkra athygli hvað
brcsku heimsmeisturunum gengur illa
að innbyrða stigin. Þó á ég von á því
að þær nái öðru sæti og komist í
undanúrslitin.
I karlaflokki gæti síðan dregið til
tíðinda um helgina því nú er viðbúið
að Indónesum verði bannað að spila
við ísraelsmenn. Eftir fyrri leik þess-
ara þjóða var forseti indónesfska
bridgesambandsis kallaður á teppið
hjá stjórn landsins og krafinn skýring-
ar. Ef Indónesía mætir ekki til leiks
gegn ísrael eiga bridgemenn þar í
landi von á nokkurra ár keppnisbanni
og sektum. Og það væri til lítils
framdráttar fyrir bridgeíþróttina að
slík staða kæmi upp, sérstaklega þar
sem öldurnar í kringum fsrael virtust
vera að lægja. Atburðir undanfarinna
vikna hafa þó greinilega hleypt illu
blóði í múhameðstrúarmenn, sem
kannski raunar er von, og því skýtur
þessi gamli draugur upp kollinum
aftur.
Undankeppni heimsmeistaramóts-
ins lýkur um miðja næstu viku og þá
Bandaríkjamönnum og Austurrík-
ismönnum í undanúrslitum í karla-
flokki og A-sveit Bandaríkjanna og
Frökkum í kvennaflokki.
Esther og Sigurður
íslandsmeistarar:
■ Esther Jakobsdóttir og Sigurður
Sverrisson Reykjavík, urðu íslands-
meistarar í parakeppni (blönduðum
Hestur tapaðist
úr girðingu á Kjalarnesi 8. okt. sl., sennilega
leitað austur, hann er 6 vetra sótrauður,
tvístjörnóttur, sú neðri á flipa, ójárnaður. Þeir
sem kynnu að hafa orðið varir við hann,
vinsamlegast látið vita í síma 91-66-70-65.
Kópavogsbúar - Vesturbæingar^
Fyrrverandi nemendur úr Kársnesskóla
og Þinghólsskóla fæddir ‘58, ‘59, ‘60.
Mætum öll á stórdansleik í veitinga hús-
inu Rio i Kópavogi föstudaginn 1. nó-
vember. Húsið verður opnað kl. 9.00.
Takið með ykkur gamla góða skólaskapið, makar
°g kennarar velkomnir.
SkSs6 467o8leS,Ír‘Í,kynnÍ ÞátttÖkU ' Síma:
HarDaS-noKA Jana S.54670
‘59. Óla BJarna S: 78653 “ ^
flokki), eftir keppni 30 para um
síðustu helgi. Þau sigruðu einnig í
fyrra.
Úrslit urðu þessi:
Esther Jakobsdóttir -
Sigurður Sverrisson.......... 146
Soffía Guðmundsdóttir -
Stefán Ragnarsson ........... 123
Kristín Þórðardóttir -
Gunnar Þorkelsson.......... 107
Dísa Pétursdóttir -
Pétur Guðjónsson............. 103
Ragna Ólafsdóttir-
Ölafur Valgeirsson........... 101
Kristín Karlsdóttir-
Magnús Oddsson ............... 99
Spiíað var í Gerðubergi, og reiknað
var út í barometer-fyrirkomulagi,
með aðstoð tölvu. Þátttaka var mjög
góð í mótinu, 30 pör. Er Ijóst að þetta
mót á mikla framtíð fyrir sér, og hefði
þátttakan getað verið meiri. Einnig
má benda á, að fyrirhugað er að slíta
sundur í framtíðinni þetta mót og
íslandsmót kvenna í tvímenning, sem
haldin hafa verið með viku millibili.
Um árangur annarra para er það
helst að segja, að þær Soffía og Dísa
ná prýðisárangri, Dísa á móti syni
sínum Pétri og Soffía á móti Stefáni
Ragn.,gamlafélaganum hans Péturs.
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Delta ........................ 62
Úrval ........................ 61
Stefán Pálsson ............... 59
Ólafur Lárusson .............. 55
Jón St. Gunnlaugss............ 52
Bridgedeild Breiðfirðinga
Eftir sex umferðir af 19 er staða
efstu sveita í aðalsveitakeppninni
þannig:
Ólafur Valgeirsson............. 126
Alison Dorosh ................. 119
Örn Scheving................... 118
Jóhann Jóhannsson ............. 117
Hans Nielsen .................. 111
Daníel Jónsson................. 105
Stjórnandi er ísak Örn Sigurðsson
og er spilað í húsi Hreyfils við Grens-
ásveg.
Opið hús
20 pör mættu til leiks sl. laugardag
í opnu húsi að Borgartúni 18 (hefst
kl. 13.30) Spilað var að venju eftir
Mitchell-fyrirkomulagi. Úrslit urðu
þessi (efstu pör):
N/S:
Björn Halldórsson -
Hrólfur Hjaltason........... 260
Albert Þorsteinsson -
Sigurður Emilsson .......... 247
Björn Árnason -
Daníel Jónsson ............. 237
Grímur Thorarensen -
Þórður Sigfússon ........... 223
A/V:
Hermann Þ. Erlingsson -
Eymundur Sigurðsson .... 264
Friðrik Jónsson -
Guðjón Jónsson.............. 263
Baldur Árnason -
Sveinn Sigurgeirsson........ 243
Ásthildur Sigurgísladóttir -
Lárus Arnórsson................ 233
Meðalþátttaka í opnu húsi er nú
komin yfir 20 pör á dag, sem má
teljast gott í viðleitni umsjónar-
manna, til að létta á bridgelífinu á
höfuðborgarsvæðinu, í komandi
skammdegi, dags og sálar.
Bridgefélag Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag hófst Swiss
sveitakeppni með þátttöku tíu sveita.
Að loknum þremur átta spila leikjum
er röð efstu sveita þessi:
Björn Jósefsson............... 61
Bergur Ingimundarson.......... 59
Anton R. Gunnarsson ........... 55
Gústaf Vífilsson .............. 54
Baldur Bjartmarsson ........... 47
Næsta þriðjudag heldur keppnin
áfram.
Frá Skagfirðingum
Reykjavík:
Aðalsveitakeppni Bridgedeildar
Skagfirðinga hófst sl. þriðjudag, með
þátttöku 14 sveita. Spilaðir eru 2x 16
spila leikir á kvöldi.
Eftir 2 fyrstu umferðirnar, er staða
efstu sveita þessi:
Björn Hermannsson.............. 50
Sigmar Jónsson................. 50
Leifur Jóhannesson ............ 34
Bernódus Kristinsson......... 32
Guðrún Hinriksdóttir......... 32
Hjálmar S. Pálsson ............ 32
Opið mót á Hólmavík
Arnar Geir Hinriksson og Guð-
mundur M. Jónsson, urðu öruggir
sigurvegarar á opnu móti á Hólma-
vík, sem 22 pör tóku þátt í sl.
laugardag.
Röð efstu para varð þessi:
Arnar Geir Hinriksson -
Guðmundur M. Jónsson . . 160
Jakob Kristinsson -
Julíus Sigurjónsson........ 128
Gunnar Þ. Gunnarsson -
lngibergur Guðmundsson ... 81
Óli Björn Gunnarsson -
Ragnar Haraldsson.............. 74
Mótið fór vel fram, undir stjórn
Ólafs Lárussonar, Formaður Bridge-
félags Hólmavíkur er Friðrik Run-
ólfsson.
Opnu Samvinnuferða/
Landsýnar-mótin á
Húsavík:
Mikill áhugi er ríkjandi varðandi
Opnu Samvinnuferða/Landsýnar-
mótin, sem verða á Húsavík. Fyrsta
mótið verður helgina 9.-10. nóv.
n.k., annað mótið helgina 7.-9 des-
emberog úrslitamótið helgina 15.-16.
febrúar.
Veitt verða sérstök verðlaun fyrir
tvö fyrri mótin (sjá vinningaskrá), en
í þríðja mótinu verða veitt heildar-
verðalun fyrir áunninn árangur í öll-
um þremur mótunum, samkv. sérs-
takri stigatöflu sem verður kynnt á
fyrsta mótinu.
Heildarverðlaun vinninga er kr.
350.000, sem gerir þetta að glæsileg-
asta bridgemóti sem haldið hefur
verið hér á landi til þessa. Skráning í
fyrsta mótið stendur nú yfir hjá flest-
um félögum á norð/austur svæðinu,
auk þess sem skráð er hjá Bridge-
sambandinu og Akureyri sérstaklega.
Eins og áður hefur komið fram, er
boðinn sérstakur pakki fyrir kepp-
endur, sem koma langan veg. Þátt-
tökugjaldi er skipt í þrennt. Fyrir þá
sem koma að sunnan (flug, gisting 2
nætur m/morgunverði, keppnisgj.)
kostar pakkinn 4.200 kr. pr. spilara
(3.600 kr. án spilamennsku), fyrir þá
sem koma á eigin vegum (gisting 2
nætur m/morgunverði, keppnisgj.) er
gjaldið 2.400 kr. pr. spilara og fyrir
þá sem aðeins spila á mótinu án alls,
er gjaldið kr. 1.000 pr. spilara.
Keppnisstjóri fyrsta mótsins er
Ólafur Lárusson, en Vigfús Pálsson
mun annast reiknishliðina með að-
stoð tölvu.
Bridgefélag Selfoss og
nágrennis
Fimmtudaginn 17. október lauk
hraðsveitarkeppni félagsins. Níu
sveitir spiluðu 14 spila leiki allir við
alla. Röð efstu sveita varð þessi:
Kristján Blöndal .............. 200
Vilhjálmur Pálsson ............. 160
Brynjólfur Gestsson............ 158