NT


NT - 01.11.1985, Side 2

NT - 01.11.1985, Side 2
UM ÞESSA HELGI Hverjir fá að lifa af kjarnorkuárás? Fjörutíu manns meö öruggt skjól fyrir áhrifum bombunnar. Hverjir eru þeir og hvaö ætla þeir að gera í kjarnorkubyrginu á Hverfisgötu ef af kjarnorkuárás verður? Er Jón Helgason aö tæta fylgið af Framsókn? Spilar hann sóló eöa hefur hann einhverja já-bræður í áfengis- málunum? Hvaö finnst SÁÁ um áfengisvarnir Jóns? Vitfirring og geöveiki Hvaö er geðveiki og hver er geðveikur? Ferðast um söguna í leit aö svörum viö þessum spurningum Leo Smith á íslandi Einkaviðtal NT-helgarblaðs viö tónskáldið, trompettieikarann og rastafarann Leo Smith sem heldur tónleika hér um helgina Auk þessa: Spáöu í spíralinn • Svarti hatturinn • ...á meðan hjartaö þykist slá • Myndir Karls Kvaran • Tveir táningar o.fi. o.fl. ■ Fyrsta konan sem klæðist búningnum við hátíðleet tækifæri, en það var .17. júní sl. og heitir hún lngileif Ástvaldsdóttir. Föstudagur 1. nóventber 1985 2 Isafjarðarkaupstaður: Færður skaut- búningur að gjöf ■ Fulltrúar frá kvenfélaginu Hlíf og skátafélögunum á fsa- firði mættu á fund bæjarráðs ísafjarðar þann 14. okt. sl. Af- hentu þeir kaupstaðnum að gjöf, skautbúning ásamt fylgi- búnaði. Skrautritað gjafabréf fylgdi gjöfinni með eftirfarandi áletrun. „Kvenfélagið Hlíf og skátafé- lögin á ísafirði færa hér með ísafjarðarkaupstað að gjöf, skautbúning, bláan kyrtil ásamt blúndusaumuðu millipilsi, faldi og gullkoffur, er smíðaður var í Gullhöllinni í Reykjavík. Munstur er málað af Erlu Sigurðardóttur Kópavogi, saumaskap önnuðust Hlífar- konurnar, Helga Sigurðardóttir og Margrét Jónsdóttir. Um árabil hafa fyrrgreind félög staðið fyrir þrettánda- brennu og .álfadansi sem bæjar- búar hafa stutt með frjálsum fjárframlögum. Tekjuafgangur hefur stundum orðið í gegnum árin og hefur þá verið lagður í sameiginlegan sjóð og var á- kveðið að verja honum til að fjármagna að hluta kapp á skautbúningi. Skautbúninginn skal nota 17. júní og við önnur hátíðleg tæki- færi á vegum kaupstaðarins. Farið er fram á að skautbún- ingnum verði valinn geymslu- staður við hæfi í samráði við félögin." A fundi bæjarstjórnar 17. október sl. samþykkti bæjar- stjórn, að búningunum ásamt gjafabréfi félaganna verði val- inn staður í væntatilegu stjórn- sýsluhúsi á ísafirði, almenningi til sýnis og ánægju. og þakkar jafnframtgefendum þessa höfð- inglegu gjöf. Meiri framlög til Námsgagnastofnunar - segja kennarar á Norðurlandi eystra ■ Kennarar á Norðurlandi eystra héldu aðalfund sinn ný- lega og samþykktu þar að beina þeim tilmælum til stjórnvalda aö stórauka framlög til Nánts- gagnastofnunar svo hægt verði að standa af myndarskap við þau ákvæði laga að allir skyldu- námsnemar fái námsgögn ókeypis. Kennararnir eru mjögóhress- ir meö þann seinagang sem verið hefur á afgreiðslu náms- gagna og telja að vegna hans þurfi kennarar í æ ríkara mæli að útbúa námsgögn sjálfir. Peir vilja benda á að þaö sé ekki í verkahring kcnnara að standa í námsgagnagerð og þar að auki kemur sá kostnaður niður á sveitarfélögunum í stað ríkisins. Þar sem margir skólar eru nú að taka upp tölvukennslu og útbúnaðurinn er dýr vilja kenn- arar á Norðurlandi eystra beina þeim tilmælum til fjármálaráð- herra að hverfa frá þeirri ætlun sinni að leggja 25% söluskatt á tölvur og tölvubúnað. Þeir telja að með því verði það mjög erfitt fyrir marga skóla að standa undir þessum kostnaði og geta þar með ekki veitt þessa nauð- synlegu þjónustu.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.