NT - 01.11.1985, Page 7

NT - 01.11.1985, Page 7
 Föstudagur 1. nóvember 1985 7 Útl önd Þýskur bóndi: Ræktaði kannabis fyrir hænsni Dusseldorf-Reutcr ■ Vesturþýskur maður, sem var liandtekinn fyrir að rækta kannabis, sagði lögreglumönn- um að .hann hefði ræktað það vegna fræjanna sem hann notaði sem hænsnafóður. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á öðrum eiginleikum jurtanna fyrr en ungmenni hefðu farið að stela úrgarðinum. I Vestur-Þýskalandi er löglegt að kaupa blöndu af sólblóma- fræjum og kannabisfræjum sem fuglafóður en það er ólöglegt að rækta kannabis. Lögreglan segir að kannabis- plönturnar í garði mannsins hefðu vegið tæp sex tonn en það nægir til að búa til 58 kíló af kannabisefnum sem lögbrjótar reykja til að komast í vímu. ■ Bandaríski leikarinn Rock Hudson, sem lést fyrir nokkrum vikum, kyssti Lindu Evans í sjónvarpsþáttunum „Dynasty" jafnvel eftir að hann vissi að hann var með ónæmistæringu. Margir hafa gagnrýnt þetta kossaatriði þar sem þeir telja að með því hafi Linda Evans verið látin taka á sig þá hættu að smitast af ónæmistæringu. ■ Þrátt fyrir miklar vinsældir á Rajiv Gandhi samt ófáa óvini. Hér sést hann halda ræðu í skotheldu búri á fjöldafundi. Ár liðið frá morðinu á Indiru Gandhi: Indverjar ánægðir með Rajiv Gandhi Nýja Delhi-Reuter ■ Indverjar eru almennt mjög ánægðir með stjórn Rajivs Gandhis forsætisráðherra ef marka má skoðanakönnun sem dagblað í Kalkútta hefur látið gera í tilefni af því að nú er liðið eitt ár frá því að Rajiv Gandhi tók við stjórnartauminum. Skoðanakönnunin náði til 1.050 kjósenda, sem valdir voru úr öllum stéttum þjóðfélagsins í nokkrum stærstu borgunr Indlands. Af þeim sögðu 77% að Rajiv Gandhi hefði staðið sig jafnvel eða betur en þeir höfðu búist við. Um það bil 55% sögðust álíta að samningur Gandhis við hófsama leiðtoga sikha í júlí síðastliðnum væri mikilvægasti árangur stjórnar hans. Tæpur helmingur taldi Rajiv Gandhi betri forsætisráð- herra en móðir hans, Indira Gandhiyhefði verið. Indverjar minntust þess með minningarathöfnum víðsvegar um Indland að nú er liðið eitt ár frá morðinu á Indiru Gandhi. Mörg hundruð þúsund menn söfnuðust saman á minningar- fundi í Nýju Delhi og mikill mannfjöldi var einnig saman- kominn á minningarathöfnum í öðrum borgum. En óvinir Indiru Gandhi héldu hins vegar fagnaðarhátíð í Gullna hofinu í Amritsar sem er helsti helgistaður sikha. Þar söfnuðust um fimm þúsund rót- tækir sikhar saman og héldu lofræður um morðingja Indiru. Ættingjar morðingjanna voru klæddir í hátíðarskikkjur og þeir fengu peninga og heiðurs- peninga úr gulli. Leikarar óttast ónæmistæringu: Kossa- samningar íUSA Los Angeles-Reuter ■ Samband bandarískra kvik- mynda- og sjónvarpsleikara hef- ur krafist þess að leikarar fái aðæ vita fyrirfram hvort hlut- verk sem þeir taka aðæ sér feli í sér kossa með opnum munni þar sem ónæmistæring getur smitast með slíkum kossum. Mark Locher talsmaður leik- arasambandsins segir að leikar- ar hafi ekki kvartað yfir kossa- flensi heldur sé hér fyrst og fremst um varúðarráðstöfun að ræða. Sambandið hefur sent bréf til sjö þúsund kvikmynda- framleiðenda og umboðsmanna þeirra þar sem skýrt er frá því að framvegis verði að skýra leikurum frá því hvort þeir verði látnir kyssast áður en þeir skrifi undir samninga. Engin lækning er til við ónæmistæringu sem brýtur nið- ur ónæmiskerfi líkamans. Sér- stök hætta er sögð á því að hommar fái þennan sjúkdóm en það er áætlað um það bil tíundi hver félagi í Sambandi banda- rískra kvikmynda- og sjón- varpsleikara hafi samkynja ást- hneigð en félagar í sambandinu eru alls 58.000. Suður-Afríka: ■ Hvítir lögreglumenn í Suður-Afríku eru vel vopnaðir enda halda hvítir íbúar ríkisins fast í forréttindi sín. Hvítir kjósa aðeins hvítt Jóhannesarhor^-Reuter ■ Harölínumenn, sem eru á móti öllum umbótum sem skerða vald og forréttindi hvítra, juku mjög fylgi sitt í aukakosningum sem haldnar voru í Suður-Afríku nú í vik- unni. Stjórnarflokkurinn, sem að- hyllist hægfara umbætur á að- skilnaðarstefnunni, tapaði einu þingsæti og meirihlutafylgi í fjórum öðrum einmennings- kjördæmum minnkaði mikið. Kosningarnar eru sagðar sýna að stór hluti hvítra íbúa Suður- Afríku er á móti því að nokkrar breytingar séu gerðar á aðskiln- aðarstefnunni. P.W. Botha forsætisráðherra segist samt ætla að halda áfram að minnka kynþáttamisréttið smám saman. Leiðtogar blökkumanna segja umbætur stjórnarinnar á aðskilnaðarstefnunni yfirborðs- kenndar og algjörlcga ófull- nægjandi. En úrslit kosning- anna benda til þess að hvítir menn telji jafnvel þær smávægi- legu umbætur sem þegar hafa verið gerðar of miklar. Umbæturnar hafa m.a. verið fólgnar í því að nú er ekki lengur ólöglegt fyrir fólk af mismunandi litarhætti að eiga kynmök saman og stofnað hefur verið sérstakt kynblendinga- þing. Stjórnmálaskýrendur segja að stjórnin, sem þarf ekki að boða til almennra þingkosninga fyrr en árið 1989, muni nú lík- lega grípa til harkalegri aðgerða gegn andstæðingum aðskilnað- arstefnunnar en hingað til. ~NEWS IN BRIEF October 31,-Reuter WASHINGTON President Reagan said he would make an announce- ment on East-West arms _ control later today. The ly presidential statement g 50 b s 36 Uj s Ul follows a proposal by Sovi- et leader Mikhail Gorbac- hev earlier this month that the superpowers reduce their arsenals of strategic missiles by half. • MOSCOW-The offici- al Soviet news agency TASS said that President Reagan’s interview with the British Broadcasting Corporation (BBC) pro- ved the United States was bent on winning military superiority over the Soviet Union. • SASOLBURG, South Africa - Hard-line advocates of apartheid defeated the ruling Nat- ional Party in a key by-el- ection result by proclaim- ing to voters: „The white nation is the kingpin of the South African order.“ • THE HAGUE - The Netherlands rejected a So- viet offer of direct arms talks if the Dutch put off a decision due tomorrow in favour of deploying Cruise missiles. • LONDON - At least six rival groups formally bid to build a multi-bil- lion-dollar fixed Channel link between Britain and France and realize a dre- am dating back nearly 200 years. • WASHINGTON - The United States reported a record overseas trade def- icit of 15.S5 billion dollars in September, outstripp- ing the previous biggest shortfall of 13.8 billion in July last year. • VIENNA - The vigil for Soviet dissident And- rei Sakharov’s wife Yel- ena Bonner, who has been given permission to leave the Soviet Union, went on for a third day with no definite sign of her where- abouts. • ALGIERS - Polisario guerríllas fighting Mor- occo for control of West- ern Sahara have set new conditions for peace in the desert territory, the offici- al Algerian news agency APS said. • LONDON - The London Metal Exchange, the world’s premier metals trading forum, said it ill open for business despite failure to resolve the week-old crísis in the int- ernational tin industry. • BEIRUT - Three Sovi- et kidnap victims released exhausted, barefoot and bearded last night after a month’s captivity in Le- banon were under close I medical surveillance at the heavily fortified Soviet Embassy. • PARIS - French Nazi- hunter Serge Klarsfeld said that Syria was prepar- ing the way for the expuls- ion of Alois Brunner, a former SS officer held responsible for sending over 100.000 Jews to Nazi death camps. • , NEWSINBRIEFl

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.