NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 01.11.1985, Qupperneq 9

NT - 01.11.1985, Qupperneq 9
Föstudagur 1. nóvember 1985 9 Vettvangur Þórarinn Þórarinsson skrifar: Höldum merki okkar hátt og látum ekki bera of langt af leið Það myndi flokkurinn ekki þola og málstaður okkar á það ekki skilið ■ Hermann Jónasson flutti oft eftirminnilegar ræður. Eina eftirminnilegustu ræðuna, sem ég man eftir, flutti hann á fundi miðstjórnar Framsókn- arflokksins í febrúar 1948. Pá stóðu yfir nokkrar deilur í flokknum um þátttökuna í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns, ásamt því hvort Sósíalista- flokkurinn yrði nokkurn tíma hæfur tii stjórnarþátttöku vegna utanríkisstefnu sinnar. Þrátt fyrir nokkuð mismunandi sjónarmið um þessi efni var samkomulag um meginstefn- una. Hermann Jónasson vék að þessu, þegar hann sleit fundin- um. Útdrátt úr þeirri ræðu er að finna í fundargerð mið- stjórnarinnar og hefur Guð- brandi Magnússyni tekist furðu vel að ná kjarnanum úr ræðunni og koma honum fyrir í fáum orðum. Þaðan eru fengnar fyrirsagnir þessarar greinar. Útdráttur Guðbrands Magnússonar á niðurlagi ræðunnar hljóðar á þessa leið: „Ég sagði, að ekki væri hægt að vinna með kommúnistum meðan stefna þeirra í utanrík- ismálum væri slík sem hún er. En þetta getur breyst. Við eigum aldrei að segja aldrei. Við sögðum: Allt er betra en íhaldið, en þrisvar höfum við orðið að telja það skást af því, sem um var að velja. Við höfum líka á sínum tíma reynt að semja við kommúnista. Miðflokkur á ekki að vera með svardaga, síst þegar við í nútíð erum sammála. Höldum merki okkar hátt og látum ekki bera of langt af leið. Það mundi flokkurinn ekki þola og málstaður okkar á það ekki skilið. Það má deila um leiðarkafla, en ekki leiðarmark.“ Að svo mæltu sleit Hermann Jónasson fundinum, þakkaði fulltrúum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Stjórn Stefáns Jóhanns sat einu og hálfu ári lengur og stóðu innan hennar verulegar deilur um, hvernig afstýra skyldi niðurtalningu verðbólgu og hruni atvinnuveganna. Sumarið 1949 krafðist Fram- sóknarflokkurinn ákveðinna aðgerða, en þegar þær fengust ekki fram, rauf hann stjórnar- samstarfið og knúði fram kosn- ingar. Eftir þær var gripið til raunhæfari aðgerða. Vandrötuð leið Framsóknarflokkurinn hef- ur vegna stöðu sinnar og stefnu þurft að taka þátt í mismunandi ríkisstjórnum til að koma í veg fyrir upplausn og stjórnleysi. Hann hefur haft stefnu sína að leiðarljósi í þessu samstarfi, en hjá því hefur að sjálfsögðu ekki verið komist að hann hefur stunduð orðið að víkja frá vissum þáttu* hennar um stundarsakir vegna tillits til samstarfsmanna. Þrátt fyrir það hefur yfirleitt verið fylgt því heilræði Hermanns Jónas- ■ Hermann Jónasson. sonar að halda merkinu hátt og umfram allt að láta ekki berast of langt af leið. Þá hefur frekar verið kosið að skjóta málum til þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn hef- ur sjaldan lent í erfiðari pólitískri stöðu en eftir síðustu kosningar. Möguleiki til svo- nefnds vinstra samstarfs var ekki fyrir hendi. Hann var tæknilega fullkomlega útilok- aður. Ekki var annars kostur en að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða að vera utanstjórnar, sem vafa- laust hefði leitt til þess að engin tilraun hafði verið gerð til viðnáms gegn verðbólgunni. Framsóknarflokkurinn kaus fyrri kostinn. Það kostaði að vísu, að hann varð í bili að víkja til hliðar um stund ýms- um stefnumálúm sínum. Vandinn hefur verið fólginn í því að gæta nógu vel þess heilræðis Hermanns Jónasson- ar að láta ckki bera of langt af leið. Scnnilega vegna þess, að ég er orðinn gamall maður, finnst mér þessa ekki hafa alltaf verið nógu vel gætt. Ég vil aðeins nefna eitt mál. Þaö hefur jafn- an veriö sjónarmið Framsókn- arflokksins að erlend lán yrðu ekki tekin til framkvæmda nema þeirra, sem væru annað hvort gjaldeýrisaflandi eða gjaldeyrissparandi. Illu heilli hefur verið svo gersamlega vik- ið frá þessari stefnu, að síðari ár hefur fallið stríður straumur erlends lánsfjár til að auka verslunarhúsnæði í Reykjavík, enda þótt kaupmannasamtök- in álykti, að óþarft sé að bæta við það að sinni. Ekkert bendir til, að þennan óhcillastraum, sem ýtir undir fólksflótta til höfuðborgarinnar, eigi að stöðva. Vandinn framundan Það hefur aukið vanda Framsóknarflokksins í núver- andi stjórnarsamstarfi, að inn- an Sjálfstæðisflokksins hefur eflst hreyfing þeirra, sem vilja velferðarrt'kið feigt og fylgja ómenguðum Thatcherisma. Þessi hreyfing hefur eflst vegna þess, að ekki ólík öfugþróun hefur verið að gerast innan Alþýðuflokksins. Þessi öfl hyggja á samstarf eftir næstu þingkosningar. Þess er hinsvegar að gæta, að innan Sjálfstæöisflokksins er einnig að finna áhrifamikil ötl, sem eru rciðubúin til að standa vörð urn velferðarríkið að verulegu leyti og hafa svip- uð sjónarmið og framsókn- armenn í ýmsum málaflokk- um. I raun er Sjálfstæðisflokk- urinn ekki llokkur, heldur bandalag margra ólíkra flokka. Auðvelt á að vera að hafa samstarf við hin umbóta- sinnuðu öll innan Sjálfstæðis- flokksins, cn því niiöur hafa þau veriö á undanhaldi innan flokksins að undanförnu og Thatcheristar verið að vinna á. Enn er ekki fullljóst hvar liinn ungi formaður tlokksins stendur. Undir þeim erfiðu kringum- stæðum, sem nú ríkja í íslensk- um stjórnmálum og efnahags- málum, má Framsóknarflokk- urinn hafa ekkert meira hugfast en heilræði Hermanns Jónas- sonar, að halda nterkinu hátt og láta ekki bera of langt af leið. að vinna fyrir slíkri upphæð - ef þeir yfirleitt höfðu vinnu. Lifandi persónur En um það bil sem Halldór fékk Nóbelsverðlaunin (1955) var svo komið að íslendingar voru komnir í álnir og áttu vel fyrir bókum eftir hann, þegar þær komu út hver af annarri og hver annarri betri. Og sögif- persónur Laxness úr helstu skáldverkum hans voru orðnar að nánum kunningjum fólks og svo lifandi í tali og töktum að það hefði sem best mátt setja þær á manntal með öðru lifandi fólki og láta þær kjósa og borga útsvar og hvað eina. Pólitískir offarar Hvers vegna er þá verið að rifja upp atburði ársins 1955, að því er tekur til Nóbelsverð- launa handa Halldóri Laxness, eins og andrúmsloftið kringum hann hafi verið mengað af andstöðu og vanmati? Laxness var þá og löngu áður dáður höfundur í landi sínu, meðal sinnar eigin þjóðar. Hafi ein- hverjir pólitískir offarar verið á kreiki og reynt að spilla fyrir honum hjá Sænsku akademí- unni, þá var það eins og hvert annað vandræðauppátæki sem fólk yfirleitt hafði ömun af, en fékk annars ekki við gert. Það er ekki í fyrsta skipti sem heil þjóð verður að þola önn fyrir framferði manna í áhrifastöð- um. En fólk sem hefur lifað af stórar hörmungar í 11 aldir hefur ekki mikið fyrir því að gleyma tímabundnu pexi um - pólitík. Ogeinsog almenning- ur tók ekkert mark á blaða- þrefi kaldastríðsáranna og létu sig litlu varða hvað Laxness og aðrir höfðu til mála að leggja um heimsástandið, þá er það mönnum enn síður minnisstætt þrjátíu árurn síðar og engin þörf á að gera úr því eitthvert númer í sambandi við upprifj- un á því þegar skáldið hlaut Nóbelsverðlaunin. Þeim við- burði fagnaði hver ærlegur ís- lendingur. Gestur í Vík

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.