NT - 01.11.1985, Page 10

NT - 01.11.1985, Page 10
 nir Föstudagur 1. nóvember 1985 10 Lulí Umsögn Lipurlega skrifuð nóvella Guðmundur Daníelsson: Tólftónafuglinn, ísafoldarprentsmiðja, 1985. ■ Þetta er í sannleika sagt dálítið sérkennileg bók. Hún er stutt og skrifuð í þeim nokkuð þunglamalega stíl sem höfundur hefur lagt sérstaka rækt við seinni árin. Þessi stíll er ábúðarmikill og býður þeirri hættu heim að höfundur geti þótt hrokafullur. Guðmundi hefur hins vegar tekist að ná þeim tökum á þessum stíl sín- um að hann fer vel á þeim viðfangsefnum sem hann hefur valið í þetta form. Hann verð- ur kímilegur og eiginlega alúð- legur í höndum hans. Það fer ekki á milli mála að þessi nýja bók er það sem á bókmenntamáli er kallað lykil- verk. Sagan gerist í þorpunum Hlaðbæ og Skerveri. Ef menn eru kunnugir á Suðurlands- undirlendinu og hafa lesið fyrri bækur Guðmundar þá eru þeir ekki lengi að átta sig á að efniviðurinn í þessi þorp er Selfoss og Eyrarbakki. Eins og endranær í slíkum tilvikum verða menn þó að gæta sín á því að setja ekki umsvifalaust samasemmerki á milli fyrirmynda og skáldverks. Skáldsöguformið gefur höfundinum frjálsar hendur til að fara eigin hönd- um um sögusvið sitt og persón- ur. Það fer ekki á milli mála að þótt þessir tveir bæir hafi lagt mikið til þessarar sögu, þá er samt alls ekki leyfilegt að segja að hún gerist þar. Sama máli gegnir um sögu- persónurnar. Mér sýnist það til dæmis hafið yfir allan efa að þeir þjóðkunnu menn Ragnar Jónsson í Smára og Sigurjón Ólafsson myndhöggvari eigi stóran lilut í þeim Agga-Magga og Myndjóni í sögu Guðmund- ar, en ekki er þetta þó sagan um þá. Sama máli gegnir um sögumanninn Valdimar - þar sýnist ótvírætt að Guðmundur Daníelsson rithöfundur noti sjálfan sig sem efnivið í sögu- persónu. Viðfangsefni sögunnar er lýsing á Skerveri, og einkum þó togstreita, sem skapast þar á milli burtfluttra Skerverja og þeirra sem heima sátu. Hinir burtfluttu koma heim á tylli- dögum og hafa þá gjarnan uppi fögur orð og fyrirheit um stóra hluti sem þeir ætla að gera fyrir þorpið. En þótt þetta séu margir hverjir áberandi framá- menn í þjóðfélaginu og áhrifa- miklir, þá fer það samt ein- hvern veginn þannig að minna verður úr framkvæmdum en vonast var eftir. Þetta kemur til dæmis fram í sambandi við hundrað ára afmæli barnaskólans í Sker- veri. Annars hafði Valdimari tekist við það tækifæri að smokra því fram af sér að skrifa aldarsögu skólans og komið því í hendur annars manns. Því er í rauninni líkast að honum hafi fundist slík annálsritun óaðlaðandi, þótt ekki sé það sagt berum orðum. Raunar er það svo í þessari sögu að þar er kannski býsna margt látið ósagt sem lesa má á rnilli línanna. Hún er meira í ætt við nóvellu - langa smá- sögu - heldur en róman eða bóksögu, enda minnir margt í henni ásmásögutækni. Persón- ur eru einfaldar og hvorki lýst þróun þeirra né kafað niður í sálarlíf fólks. Sögufólkið er kannski öllu fremur týpur eða fulltrúar ákveðinna mann- gerða og þjóðfélagshópa en sjálfstæðir einstaklingar. Og í þessu Ijósi verður að skilja bókina. Það er helst svo að sjá að Valdimar sögumaður og rithöfúndur hafi á sínum tíma komið sér hjá að skrásetja hundrað ára annál Skervers- skóla vegna þess að honum hafi þótt annað viðfangsefni girnilegra. Hann hafi þá þegar undir niðri langað meir til að fást við það félagslega fyrirbæri sem Skerversþorp var, og tak- ast á við togstreituna sem þar var virk á milli burtfluttra og heimaverandi Skerverja. Það er kannski ekki auðvelt að skilgreina það í stuttu máli með hvorum hann stendur, og kannski er hann á hvorugs bandi. Hitt er þó annað mál að í lokin fer það ekki á milli mála að hann er á sinn fínlega hátt farinn að skopast að þeim félögunum Agga-Magga og Myndjóni. í lýsingunni á því þegar myndin af Hallsteini skólastjóra, sem átti að setja upp heima í þropinu, gleymist og fer til Grindavíkur, er strax fólgið örfínt háð af þessari tegund. Má vera að honum finnist nóg um allan bægsla- ganginn, og efndirnar lítlar sem út úr honum koma. Út yfir tekur þó þegar í staðinn er sett upp myndverkið sem bókin er heitin eftir, en það er minnis- merki um Agga-Magga sjálfan. Mér virðist ótvírætt að sam- úð höfundar sé meira með mönnum á borð við Geirjón skipstjóra, sem snéri heim og tók sér fyrir hendur að koma upp vísi að byggðasafni í Sker- veri, og hafði auk þess uppi raunhæfar áætlanir um að bæta höfnina þar. Niðurstaða bók- arinnar er þannig að því er mér sýnist sú að farsælla sé að láta verkin tala en að tala of rnikið sjálfur. Guðmundur Daníelsson hefur þarna sett saman lipur- lega skrifaða nóvellu, fulla af viðkunnanlegum persónum, þægilegri kímni og raunsæju mannlegu samfélagi. Þar að ■ Guðmundur Daníelsson. auki geta staðkunnugir vafa- laust haft af því drjúga skemmtan að leita uppi og finna fyrirmyndir að einstök- um persónum sögunnar. Slíkt er saklaus dægrastytting, enda bókin þannig skrifuð að engum þarf að þykja hneisa í að hitta þar fyrir sjálfan sig eða ein- hvern nákominn. En þetta mega menn þó ekki láta blinda sig fyrir því að í sögunni er jafnframt töluvert ntikið af sið- gæðisboðskap og samfélags- legri krufningu á sjávarþorp- inu Skerveri. Eysteinn Sigurðsson Kantötur ■ Amerískirkunningjarmínir ferðuðust kringum landið fyrir fáum árum og spurðu að ferð- inni lokinni hvar allt gamla og miðaldra fólkið væri, eða hvort allir væru ungir á íslandi. Því hvar sem þau komu sást ekki annað en ungt fólk. Ég laug einhverju í þau, sem ég hirði ekki að cndurtaka, en nú verð ég að viðurkenna, að ný kynslóð gerist æði áberandi í listalífi landsmanna, sem óg á öðrum sviðum þjóðlífsins, og a.m.k. í listunum er hún bæði fjölmenn- ari og líklega almennt betri en fyrirrennaramir. Langholts- kirkja og Hallgrímskirkja státa báðar af ungum og dugandi organistum og kórstjórum, sem æft hafa upp prýðilega konsert- kóra; flestir þeirsöngvarar, sem nú eru mest áberandi, eru til- tölulega nýkomnir til starfa, flestir hinna meiri háttar kóra eru nær eingöngu skipaðir ungu fólki, og ný kynslóð hljóðfæra- leikara sktpar sætin. Það er auðvitað gangur lífsins, að kyn- slóðir komi og kynslóðir fari, en hins vegar er það alls ekki gangur lífsins að unga kynslóðin sé betri en hin gamla - stundum- ;r því einmitt öfugt farið. En óumdeilanlega er því þannig farið í tónlist hér á landi og á því er skýringin sú, að staðið hefur verið skipulega að tónlistarupp- eldi í landinu. Að vísu hefur íæplega annað gerst hér en að óð erum að nálgast það að vera íafnokar nágrannaþjóða á sviði tónlistar - við vorum langt á eftir lengst af - en það verður þó að teljast vera dágóður árangur. Ekki síst þegar þess er gætt, að ljósvakinn er fullur af frumstæðu grenji, og að gítar- sláttur af lágri sort er hafður fyrir óhörnuðum smábörnum á barnaheimilum bæjarins. Sunnudaginn 27. október flutti Mótettukór Hallgríms- kirkju ásamt einsöngvurum og hljómsveit þrjár kantötur Bachs fyrir fullu húsi í Langholts- kirkju. Hörður Áskelsson stjórnaði. Hið mikla kirkjuskip Langholtskirkju var vígt fyrir svosem einu ári, og er dæma- laust vel til tónlistarflutnings fallið. Vonandi hentar það vel fyrir Orðið líka, þótt kunnugir segi að slfkt fari aldrei saman, að salur sé hljómandi tónlistar- salur og jafnframt heppilegur fvrir hið talaða orð. Nýjustu rannsóknir fræði- manna benda til þess, að Bach hafi samið á fjórða hundrað kantötur, kirkjulegarog verald- legar. Af hinum fyrrnefndu eru um 40% glataðar, að því að talið er, og enn stærri hluti hinna veraldlegu. Enda er meira en helmingur bindanna í Bach- útgáfunni kirkjuleg söngtónlist en þó má það lygilegra teljast, að meiri partur þeirra var sam- inn fyrstu 5-6 ár Bachs í Leipzig. Meðal helstu verkefna hans þar var að flytja kirkjukantötu á sunnudögum og öðrum helgi- dögum, u.þ.b. 60 á ári. Fyrsta árið í Leipzigsamdi hann a.m.k. 40 slíkar kantötur, en flutti í Langholtskirkju einnig eitthvað af eldra efni. Annað árið snéri hann sér að því að semja syrpu af kantötum sem endast mundu í fimm ár, þannig að að þeim tíma liðnum mætti byrja upp á nýtt og flytja sama efni aftur. Þessi aðferð var vel þekkt meðal kantora þess tíma, því tónskáldin Stulzel, Römhild og Fasch sömdu t.d. hver um sig 1150 kantötur, 12 ára hring, en Telemann samdi yfir 2000 kantötur. Engin þess- aria verka, þótt mörgséu, kom- ast samt í hálfícvisti við kantötur Bachs að listrænni stærð, enda getur vart háleitari tónlist en þær. Hinn fimm ára hring sinn samdi Bach semsagt á árunum 1723-28, en eftir það bætti hann ekki verulegu nýju efni við. Okkur, sem hlýddum á kant- ötu-tónleika Harðar Áskelsson- ar og Mótettukórs Hallgríms- kirkju þótti æði mikið til um þá vinnu, sem þarna hefur verið lögð af mörkum með svo ágæt- um árangri, sem raun bar vitni. Þó hlýtur hugurinn að hverfa til hins iðjusama kantors í Leipzig sem á sama ári samdi, æfði og flutti 40 slíkar, og æfði og flutti auk þess milli 20 og 30 eldri verk sín. Og var þó fyrsta árið í Leipzig ekki hið frjósamasta, því annað árið samdi hann ennþá fleiri kantötur en 40!. Fyrstu kantötur Bachs eru frá Múhlausen tímabilinu (1707) og kantatan „í dauðans böndum Drottinn lá“ (BWV 4), sem fyrst var flutt, er frá því tímabili, um samnefndan sálm Lúthers. ■ Mótettukór Hallgrímskirkju. Söngstjórinn, Hörður Áskelsson, er lengst til vinstri. Einsöngvarar, ásamt kórnum og hljómsveit, voru Margrét Bóas- dóttir (sópran), Þorgeir Andr- ésson (tenór) og Kristinn Sig- mundsson (bassi). Þorgeir hefi ég ekki heyrt áður. Hann hefur mjög góða og þétta tenórrödd, og ótrúlegan þýskan framburð á textanum. Kristin þekkjum vér af ágæti sínu og öryggi, en Margrét Bóasdóttir hlaut sína eldraun í næstu kantötu, „Lofið Drottin, allar þjóðir" (BWV 51) sem er „eins konar konsert fyrir sópranrödd, trompet og strengi" og er sú skipan einstæð í kantötum Bachs. „Verkið ger- ir óvægar kröfur til einsöngvar- ans og trompetleikarans, hraður flúrsöngur (kólóratúr) og há lega raddanna einkenna verkið", sem var sennilega frumflutt 17. september 1730 (segir skráin). Ásgeir Stein- grímsson lék á trompettinn af miklu öryggi, og sömuleiðis söng Margrét þetta erfiða verk mjög lagvisst og hreint, og blaðlaust. Margrét hefur mjög háa sópranrödd, en fremur mjóa. Hún er greinilega músík- ölsk, en samt hefði ég ennþá hedur viljað heyra þroskaðri söngkonu frumflytja þessa kant- ötu hér á landi. í síðustu kantötunni, „Vor Guð er borg á bjargi traust“ (BWV 80) bættist Elísabet Waage (alt) í einsöngvarahóp- inn, með frekar lítið hlutverk að vísu. Textinn er öll fjögur vers sálms Lúthers og vers eftir Salomon Franck, en Islendingar þekkja lagið betur undir textan- um „Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk“. Talið er að Lúther hafi samið bæði lag og Ijóð sálmsins, sem er baráttu- og sigursöngur siðbótarinnar, en þessi ein glæsilegasta krikjukantata Bachs hljómaði líklega í fyrsta skipti á íslandi þennan sama dag (27. okt. 1985) við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju, og var síðan endurflutt í Lang- holtskirkju seinna sama dag. Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson hafa áður hlotið hástemmmt lof tónlist- argagnrýnanda NT. Nú sem fyrr voru tónleikar kórs og stjórnanda afar vandaðir og ánægjulegir. Ef framfarir í tón- listarmálum halda áfram um hríð kann svo að fara, að kant- ötur verði fluttar við almennar guðsþjónustur í Hallgríms- kirkju, a.m.k. á stórhátíðum, og þannig mundu þær sóma sér ennþá betur en í konsertformi, eins og nú var. Loks ber að geta þess, að tónleika þessa bar upp á 311. ártíð Hallgríms Péturssonar, og 27. október er árlegur hátíðis- dagur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Aðstandendur voru, auk Mótettukórs Hall- grímskirkju, Hallgrímssöfnuð- ur og Listvinafélag Hallgríms- kirkju, sem hefur sitthvað á prjónum listræns eðlis, m.a. verður flutt í Hallgrímskirkju kantata Bachs „Ich habe genug“ kl. 18 á gamlárskvöld. Sig. St.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.