NT - 01.11.1985, Side 12
mr Föstudagur 1. nóvember 1985 12
Lub Sjávar síðan
Afurðalán
í fleiri
gjaldmiðlum
- breytingin tekur gildi í dag
■ í dag, 1. nóvember verður tekin
upp skráning afurða - og rekstrarlána
útflytjenda sjávarafurða í 3 gjald-
miðlum auk SDR. Gjaldmiðlar þessir
eru bandaríkjadollar, bresk pund og
vestur-þýsk mörk. Samkvæmt frétta-
tilkynningu sem Landsbankinn sendi
frá sér í gær verður fjallað um óskir
um myntbreytingar með eftirfarandi
hætti: Aðalreglan er að veðsetning
afurða sé í væntanlegri sölumynt
hennar, veðsetji framleiðandi í ann-
arri mynt en SDR. í öðru lagi fylgir
upphafleg veðsetningarmynt vörunni
alla leið frá veðsetningu til skila á
afurðaverði. í þriðja lagi geta þeir
sem þess óska, breytt um veðsetning-
armynt á eldri framleiðslu (fyrir 1.11
1985) innan þeirra marka sem áður
greinir.
Við veðsetningu afurða skal skila
einni framleiðsluskýrslu fyrir hverja
tegund gjaldeyris, sem láns er óskað í,
og skal gjaldeyris getið á skýrslu-
eyðublaðinu.
Sækja þarf um breytingar úr SDR
í annan gjaldmiðil og þarf að fylgja
með framleiðsluskýrsla yfir hlutað-
eigandi birgðir og magn. Lánum vegna
framleiðslu frá 1984 er ekki hægt að
breyta í aðrar myntir.
Framleiðslulánasamningar verða
endurnýjaðir um áramót og verður
núverandi texta í samningnum breytt.
Fyrir þær breytingar sem gerðar eru
nú 1. nóv. gildir umsóknareyðublaðið
sem bráðabirgðasamningur.
Akranes:
Nýstárleg
sjávarrétta
framleiðsla
- vinna trjónukrabba og beitukóng
■ Á Akranesi er starfandi fyrirtæki
Sjávarréttagerðin sf. sem er sérstætt
fyrir það, að þar er unninn sjávarafli
sem hingað til hcfurekki verið nýttur.
Fyrirtækið vinnur trjónukrabba og
beitukóng og er eina fyrirtækið sinnar
tegundar á landinu. Að sögn
Kristjáns Einarssonar framkvæmda-
stjóra fer þessi framleiðsla að mestu
leiti á erlendan markað, en lítið brot
hennar er þó selt innanlands.
Um þessi mánaðamót verður
nokkur vendipunktur í framleiðslu
fyrirtækisins þar sem að undanförnu
hefur verið unnið að því að ganga
cndanlega frá húsnæði og uppsetn-
ingu véla og tækja. Afköst munu þá
aukast og sagðist Kristján reikna með
að þegar fram í sækti yrðu um 8-12
bátar á beitukóngsveiðum en 5 á
krabbaveiðum.
Kuðungurinn og krabbinn eru
veiddir í gildrur á grunnsævi út af
Akranesi, og bátarnir sem veiða dýrin
eru innan við 10 tonn. Aðcins er
notaður karlkyns krabbinn, eti kveti-
krabbanum er hent aftur lifandi i'
sjóinn. Að jafnaði er krabbafjöldinn
í hverri gildru á bilinu 150-250 stk-
Beitukóngurinn er líka veiddur í
gildrur, en þær eru þó öðruvísi en
krabbagildrurnar, með sterklyktandi
agni scm kuðungurinn laðast að.
Vinnsla kuðunganna og krabbanna
er flókin og erfið, og dýrin þurfa að
vera lifandi þegar þau koma að landi.
Hingað til hefur mest verið frani-
leitt af kryddsoðnum beitukóngi og
hefur afkastagetan verið breytileg,
frá nokkur hundruð kílóum upp í 2
tonn á dag.
Kryddsoðni beitukóngurinn hefur
að hluta til farið á innanlandsmarkað
og eru það fyrst og fremst vcitinga-
húsin sern kaupa hann. Beitukóngur-
inn kemur tilbúinn til neyslu frá
Sjávarréttagerðinni en veitingastaðirn-
ir hafa framreitt hann hver með sínu
lagi. Kristján sagði að undirtektirnar
hefðu verið mjög góðar, þrátt fyrir að
nafnið gæti virst nokkuð óaðlaðandi
„beitukóngur eða sæsnigill".
Kuðungurinn er framreiddur sem
forréttur eða milliréttur og sem slíkur
þykir hann hið mcsta lostæti. Erlendis
hefur beitukóngurinn verið etinn um
langt skeið og á ensku kallast hann
„whelk“.
Krabbakjötið hcfur hins vegar allt
farið á markað í Evrópu, en þó hafa
krabbaklær nýlega verið settar á
innanlandsmarkað. Klærnar sem
seldar hafa verið hérlendis er búið að
opna að hluta, þannig að hægara er
að komast að kjötinu og þannig hefur
varan verið nefnd „kokteilklær".
Kristján sagðí að lokum að þeir
hefðu átt mjög gott samstarf við
Sjávarútvegsráðuneytið meðan verið
var að korna fyrirtækinu á fót. Frani-
undan væri að athuga frekari þróun í
vörutegundum, jafnvel að bjóða upp
á lifandi krabba, en allt yrði það að
bíða síns tíma.
■ Er Ijósmyndari NT í Vestmannaeyjum, Ingveldur Gísladóttir kom við í Hraðfrystistöðinni í gærmorgun, var
Elín Hróbjartsdóttir, eins og reyndar síldarsöltunarstúlkur um land allt, á „kafi í sfld“.
Feikna góð síldveiði
■ Mikil og góð síldveiði hefur verið
síðasta sólarhring. í fyrradag voru
flestir bátarnir á Hvalbakssvæðinu og
fengu gífurlega stór og mikil köst,
það svo að sumir bátanna sprengdu
næturnar. Aðrir fengu svo mikið að
þeir urðu að gefa frá sér hluta af
köstunum. í gær lönduðu um tuttugu
bátar 1500 tonnum á Austfjarðahafn-
ir og á annan tug báta sigldi á hafnir
af suður-og suðvesturlandi. í gær fór
veður að ókyrrast á Hvalbakssvæðinu
en uppúr hádegi bárust fréttir af
mikilli síld í Fáskrúðsfirðinum. Par
voru fjölmargir bát.ar að kasta í gær
og fcngu allir mjöggóð köst, en undir
kvöld fóru þeir að tínast burt með
fullfermi.
Síðustu þrjá daga hafa verið saltað-
arum50 þústunnurafsíldálandinu,
en alls var búið að salta í 184 þús.
tunnur í gærmorgun. Saltað er á
■ Loðnuveiðin var treg á síðasta
sólarhring og í fyrradag voru sjö
bátar búnir að tilkynna samtals 4.700
tonn. Bátarnir hafa haldið sig norð-
austur af Horni cn þar var orðið lítið
svæðinu frá Ólafsfirði til Grindavík-
ur. og hefur víðast verið mikiö ann-
ríki.
og bátar farnir að leita í allar áttir út
frá því svæði. en ekki fundið neitt
bitastætt. í gær var komin bræla á
miðunum. Heildarloðnuaflinn er þá
orðinn rúmlega 300 þús. tonn.
Tregt á loðnunni
Hraðfrystihús
Fáskrúds-
fjardar hf.
rekur:
Hraðfrystihús
Saltfiskverkun
Skreiðarverkun
b/v Ljósafell SU 70
b/v Hoffell SU 80
Fiskimjölsverksmiðju
Vélaverkstæði
Hraðfrystihús
Fáskrúðsfjarðar hf.
Samband frá skiptiborði kl. 8-17. Sími 5240