NT


NT - 01.11.1985, Side 13

NT - 01.11.1985, Side 13
 í Föstudagur 1. nóvember i 985 13 Fréttir Engin elliglöp hja jaxlinum ■ Prizzis Honor (Heiður Prizzi- anna) ★★★★ Bíóhöllin, Bandarísk 1985 Leikstjóri: John Huston Kvikmyndataka: Andrzej Bartkow- iak Handrit: R. Condon og J. Roach Framleiðandi: John Foreman Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Kath- leen Turner, Robert Loggia, VVilliam Hickey o.fl. Nýjasta mynd hins tæplega áttræða leikstjóra John Huston sem Bíóhöllin sýnir um þessar mundir, Prizzis Honor, þjáist ekki af neinum elliglöp- um. Þvert á móti er hér um frísklega frásögn að ræða, byggða á efni, sem okkur íslendingum ætti að vera hugstætt, því það gæti verið sprottið beint úr Islendingasögunum. Sama má segja um efnistökin, þau eru ekki ósvipuð þeim sem afkomendum Snorra og Sturlu hefur verið kennt að væri aðall góðrar frásagnarlistar, hvergi er senu ofaukið og hvergi van og sérhverju smáatriði sýnd fyllsta alúð þannig að heildarútkoman verð- ur hunang fyrir öll skynfæri áhorfand- ans. John Huston er einn af þessum gömlu jöxlum, sem ólst upp í drauma- smiðjunni á mestu velgengnistímum Hollywood. Hann hafði lagt ýmislegt fyrir sig áður en hann tók til við að skrifa handrit fyrir Warner Brothers og Universal, m.a. verið boxari og einnig reyndi hann fyrir sér sem listmálari. Árið 1941 leikstýrir Huston fyrstu kvikmynd sinni, Möltu fálkanum, með Humprey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum. Á þeirri mynd var enginn byrjendabragur enda telst húii í hópi sígildra kvik- myndaverka og varð stefnumótandi fyrir sæg af glæpamyndum á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Margar eftirmynnilegar kvikmynd- ir hafa komið síðan frá Huston, þó tæpast hafi nein þeirra slegið við frumrauninni. í flestum kvikmyndun- um leitaði hann á sömu mið og höfðu reynst honum svo gjöful við gerð Möltu fálkans, í heim glæpa, svika og pretta, þar sem mannlega reisn er ekki síður að finna en meðal þeirra, sem skarta geislabaug heilagleikans í skjóli laga settum af líkum fyrir líka. Svo fór þó að Huston leiddist út í gerð stórmynda, þar sem engar krón- ur voru sparaðar við framleiðsluna og endaði það ævintýri í því að hann gerði kvikmynd byggða á hinni heilögu bók Biblíunni. í Prizzi’s Honor er Huston aftur á heimaslóðum, harðgerð veröld Mafíunnar í stórborgum Bandaríkj- anna. Viðfangsefnið er heiðurinn, söguefni sem íbúum sögueyjarinnar er velkunnugt um úr sögunum sem gjarnan er vitnað til á tyllidögum. Slíkt þarf ekki að koma á óvart að frásögn af Mafíunni minni á íslend- ingasögurnar. Sikileyingarnir eru landnámsmenn í nýja heiminum eins og Ingólfur og þeir hinir hér á landi og Charley Partanna, sem Jack Nic- holson leikur, er af öðrum eða þriðja ættlið innflytjenda eins og Gunnar á Hlíðarenda. Vopnfimur maður sem kippir sér ekki upp við smámuni eins og að vega mann og annan. Heiður fjölskyldunnar er í veði og fyrir hann verður öllu að fórna, jafnvel því sem mönnum erkærast því fjölskyldan er kjölfestan í lífinu. Og konurnar eru örlagavaldar og má segja um þær eins og sagt var forðum hér á skerinu kalda, að köld eru kvennaráð. Engin ástæða er til að rekja sögu- þráðinn hérá þessum vettvangi, held- ur skulu þeir sem ekki hafa þegar lagt leið sína upp í Breiðholt til að horfa á Prizzis Honor, hvattir til að gera það hið snarasta og kynnast þannig hinni flóknu atburðarás af eigin raun. Þó allt hjálpist að við að gera söguefninu jafn glæsileg skil og hér er gert verður þó sérstaklega að geta framlags Jack Nicholson í hlut- verki Partanna. Það er langt síðan hann sannaði að hann er í hópi bestu leikara vestan hafs og lofið sem á hann hefur verið borið þvílíkt að óþarfi er að smyrja enn meiru á. Samt verður að telja sköpun hans á Part- anna enn einn leiksigurinn því þar er hann mjög ólíkur því sem áhorfendur eiga að venjast Nicholson. Ekki laust við að hann sé farinn að minna á Brando á efri árum. Þó allir leikararnir eigi hrós skilið fyrir frammistöðu sína vil ég þó sér- staklega geta William Hickey sem Doninn gamla, guðföður fjölskyld- unnar, er hann hreint óborganlegur í hlutverkinu. Að öllu samanlögðu þá er hér á ferðinni kvikmyndaupplifun af bestu gerð, sem minnir á þá gömlu góðu tíma þegar Huston var upp á sitt besta og hvers rneira geta menn krafist. Sáf Einleikssvíturnar ■ Erling Blöndal Bengtsson er nú að flytja samstæðurnar sex fyrir ein- samla knéfiðiu eftir Bach í fjórða sinn hér á landi. Hvergi segist hann hafa meira gaman að því að spila þær en hér, vegna þess hve vel íslendingar kunna að meta þessi öndvegisverk. Og hvergi segir hann að sér sé boðið upp á að flytja þær allar í einu annars staðar en í Kammermúsíkklúbbnum - allar aðrar þekktar menningarstofn- anir telja nóg, eða fjárhagslega skynsamlegt, að leika eina svítu eða tvær í senn. En Kammermúsíkklúbb- urinn hefur aldrei gefið eftir eina tommu þegar menningin er annars vegar, og í tilefni Bach-ársins flutti hann félögum sínum Kunst der Fuge í vor, og nú knéfiðlusamstæðurnar sex. Erling Blöndal flutti hinar fyrri þrjár í Bústaðakirkju þriðjudagskvöldið 29. október, að viðstöddum fjölda ■ Erling Blöndal Bengtsson. áheyrenda og við mikla hrifningu. Hinar þrjár síðari verða á sama stað á laugardaginn 2. nóvember kl. 20.30, og ættu allir þeir, sem ekki vilja missa af einstæðum tónlistarviðburði að freista þess að fá miða. Erling Blöndal Bengtsson hefur spilað þessi dæmalausu verk Bachs ótal sinnum og sífcllt kafað dýpra, enda má hann núorðið teljast sjald- gæfur sérfræðingur í flutningi þeirra. Að dómi undirritaðs hefur hann aldrei fyrr flutt þær (hér á Iandi) með slíkum glæsibrag, léttleik, dýpt og skilningi og nú; þótt okkur þætti hann góður í fyrri skiptin, ber hann þó af sjálfum sér núna. Það sem einkum var ábcrandi var nýr léttleiki - sem Thorvaldsen hefði líkt við svif marmaramyndar miðað við þunga gipsmyndar. Það er ekkert annað um þennan flutning að segja að sinni: betur verður þetta tæpast gcrt. Sig. St. HJA NÆSTA UMBOÐSMANNI Kópavogsbúar - Vesturbseingar og Þingholsskóla fæddir ‘58, ‘59 ‘60 Mætum öll á stórdansleik í veitinga hús- inu Rio i Kopavogi föstudaginn 1. nó- vember. Húsið verður opnað kl. 9.00 9ó8a s“,askai"8' «■* "a-ríjsr Hver býður betri kaup? Úrbeinað hangilæri...... kr. 455,- pr.kg. Úrbeinaður hangiframpartur . kr. 355,- pr.kg. Hreinsuð svið........... kr. 118,-pr.kg. Nýegg................... kr. 128,-pr.kg. Lambaskrokkar, sagaðir .... kr. 188,-pr.kg. Hálfir nautaskrokkar.... kr. 198,-pr.kg. Nýtt kindahakk.............kr. 159,-pr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk 2 Sími: 686511 KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 686511 Kostakaup Hafnarfirði Sími: 53100

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.