NT - 16.11.1985, Side 1
Grundartangi:
Urriðafoss slitnaði upp
og rak undan fárviðrinu
Göt rifnuðu á olíutanka og olía lak út en sjór inn
■ „Þetta gerðist eins og hendi
væri veifað, skipið slitnaði laust
að framan og á örfáum mínútum
hafði það rekið undan fárviðr-
inu upp í fjöru, hundrað til
tvöhundruð metra frá viðlegu-
kantinum," sögðu félagar í
björgunarsveit Slysavarnafé-
lagsins á Akranesi á strandstað
við Grundartanga en Urriða-
foss, skip Eimskipafélagsins
slitnaði frá viðlegukantinum á
Grundartanga laust fyrir klukk-
an fimm á föstudagsmorgun
og þrátt fyrir að bógskrúfa
skipsins væri keyrð til hins ýtr-
asta náðist ekki að halda skipinu
við bryggju.
Fljótlega eftir að skipið tók
niðri rifnuðu göt á olíutanka
þess, bæði á stjórnborða og
bakborða, og gasolía og svart-
olía tók að leka út en í tönkum
skipsins er á annað hundrað
tonn af olíu. Áhöfn skipsins
mun ekki hafa verið í hættu en
við birtingu voru skipstjóri og
yfirvélstjóri mættir á strandstað
en þeir höfðu báðir verið í fríi í
Reykjavík þegar óhappið varð.
Strax og ljóst var hvað átt
hafði sér stað lagði skip Land-
helgisgæslunnar og dráttarbát-
urinn Magni af stað frá Reykja-
víkurhöfn til að freista þess að
draga skipið út. Einnig var haf-
ist handa að leggja veg að
strandstað með það fyrir augum
að aka möl að skipinu til að
forða því frá frekari
skemmdum. Fulltrúi Eimskipa-
félagsins á staðnum sagði í sam-
tali við NT að Ijóst væri að botn
skipsins væri mikið laskaður en
erfitt væri á þessu stigi að meta
frekari skemmdir. Pétur Bald-
ursson hafnarstjóri á Grundar-
tanga taldi að skipið hcfði verið
óvanalega vel bundið en áhöfn-
in mun hafa bætt við landfestum
skömmu áður en veðurofsinn
sleit það frá viðlegukantinum.
Stefni þess sneri upp í vindinn
þannig að það var að því leytinu
til betur undir áföll búið. Það er
þó ekki ljóst af hverju skipinu
var ekki siglt úr höfn til að halda
sjó á meðan veðrið gengi yfir en
eins og áður segir voru skipstjóri
og yfirvélstjóri í Reykjavík þeg-
ar óhappið átti sér stað.
Urriðafoss var nýkominn
frá Noregi og beið þess að lesta
járngrýtisfarm sem flytja átti til
Evrópu og átti vinna við það að
hefjast á föstudag.
Sjá nánar frétt af
ofviðrinu bls. 14
Eimskip varð af þrotabúi Hafskips:
Nýtt skipafélag stofnað í
samvinnu við Sambandið
■ Á stjórnarfundi hjá Hafskip
hf. sem haldinn var um hádegisbil í
gær var ákveðið að kanna mögu-
leika á stofnun nýs íslensks skipa-
félags í samvinnu við SÍS og nokk-
ur önnur fyrirtæki. Ef forráða-
menn Útvegsbanka íslands fetta
ekki fingur út í þessa fyrirætlan
þykir líklegt að ekki komi til
frekari afskipta Eimskipafélags ís-
lands hf. af hinu svokallaða „Haf-
skipsmáli".
„Það hafa verið í gangi könnun-
arviðræður og ef að líkum lætur
standa til formlegar viðræður um
stofnun þessa nýja félags," sagði
Ragnar Kjartansson fram-
kvæmdastjóri Hafskips hf. „Við
teljum að með stofnun félags af
þessari stærðargráðu þá skapist
eðlilegra jafnvægi á markaðnum.
Samkeppnin verður tryggð og auk-
ið frjálsræði verður í siglingun-
um.“
„Ákvörðun okkar markast ekki
síst af því að hjá Hafskip starfa
hátt á fjórða hundrað manns og ef
aðstandendur cru taldir með má
fullyrða að sá hópur sem treystir á
framfæri starfsmanna okkar
sé á við meðalstórt þorp hérlend-
is,“ sagði Ragnar. „Við höfum
vissulega haft áhyggjur af þessari
staðreynd og því miður er viðbúið
að það komi til einhverrar starfs-
mannafækkunar eftir að nýtt fé-
lag verður stofnað.“
Ragnar Kjartansson ítrekaði að
sú leið sem valin yrði gæti einungis
orðið sú sent verndar hagsmuni
Útvegsbankans best. Hann sagðist
gera ráð fyrir að ef af félagsstofnun
yrði myndi það þýða að eignir
Hafskips fylgdu einhverjunt hluta
af skuldunum í hinn nýja félags-
skap.
„Þetta verður tekið fyrir á
stjórnarfundi Santbandsins á
mánudaginn og upp úr því ætti að
verða ljóst hvort að menn munu
spjalla saman á formlegum grund-
velli,“ sagði Ómar H. Jóhannsson
framkvæmdastjóri Skipadeildar
Sambandsins í samtali við NT.
„En meðan engar frekari viðræður
hafa farið fram cr ekkert hægt að
segja um tilhögun á nýju félagi
Ómar kvaðst telja sennilegt að
ef af félagsstofnun yrði þá mætti
vænta þess að hagkvæmnissjón-
armið réðu því að um einhverja
fækkun starfsmanna yrði að ræða.
Annars yrði það að koma í ljós.
„Ég get ekki sagt fyrir unt það
hvaða stefna verður tekin varð-
andi formið á þessu hugsanlega
fyrirtæki," sagði Ómar en hann
var spurður um það hvort að
Skipadeildin yrði formlega lögð
niður. „Það kemur í Ijós að lokn-
unt stjórnarfundinum."
Hólmfríður
Karlsdóttir
í NT-viðtali:
„Eins
ogí
Ijúfum
draumi“
sjá bls. 3