NT

Ulloq

NT - 16.11.1985, Qupperneq 3

NT - 16.11.1985, Qupperneq 3
íslenskar stúlkur ein- oka fegurðartitlana ■ „Ungfrú Skandinavía, Ungfrú Evrópa, Ungfrú heimur. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenskum stúlkum, sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum erlendis. Nú síðast féllu tveir síðastnefndu titlarnir íslenskri stúlku í skaut Hólmfríði Ungfrú heimur: ■ „Þetta er búið að vera eitt óslitið ævintýri, að vísu er dagurinn í dag búinn að vera strembinn en hefur samt liðið eins og í draumi," sagði Hólmfríður Karlsdóttir eða „Hófí“, eins og hún er alltaf kölluð, þegar NT náði tali af henni seinni partinn í gærdag. „Ég vaknaði strax í morgun kl. 6 og undirbjó mig fyrir sjónvarpsupptöku í beinni útsendingu kl. 8.30 um morg- uninn. Strax að því loknu fór ég í myndatökur hjá stórversluninni Top Shop í London, sem hefur stutt þessa keppni mikið. Þar beið mín mann- fjöldi sem hélt á myndum af mér og bað um eiginhandaráskrift sem ég veitti þeim hálf ringluð yfir þessu öllu. Síðan var haldinn fjölmennur blaða- mannafundur þar sem allir kepptust við að spyrja og taka myndir, ég verð ■ „Við náðum sambandi við Hólm- fríði í síma, skömmu eftir að úrslitin voru tilkynnt, hún var óskaplega hamingjusöm kannski dálítið ringl- uð enn,“ sögðu foreldrar Hólmfríðar Karlsdóttur, þau Ásta Hannesdóttir og Karl Guðmundsson eftir að úrslit í keppninni um Ungfrú heim voru ráðin. „Hún sagði „þetta er skrýtið, bros- ið er alveg límt á mig, en allir í kringum mig eru grátandi af gleði,“ síðan bætti hún við „ég býst við að heimkomunni seinki,“ en hún ætlaði ■ Hólmfríður átta mánaða gömul í vagninum heima hjá sér og framtíðin eins og lokuð bók. Karlsdóttur, 22 ára fóstru úr Garða- bænum, fimmtudagskvöld s.l. í Royal Albert Hall, London. Hólmfríður hlaut að sjálfsögðu vegleg verðlaun, fyrst um 290 þúsund- ir reiknað í íslenskum krónum auk tryggingu um eina og hálfa milljón að segja að maður er óvanur svona blaðamennsku eins og tíðkast hér, strax eru farnar á kreik undarlegnstu sögur, þeir segja t.d. að Rod Stewart liafi verið dómari í Ungfrú ísland keppninni sem er auðvitað alrangt, og svo er verið að grafast fyrir hvort ekki finnist eitthvað vafasamt í fortíð- inni o.s.frv." Hólmfríður sagðist samt ekki láta þetta á sig fá, og hlakkaði til kvöldsins en þá átti að halda heljar mikið hóf henni til heiðurs. Þegar hún var spurð að því hvenær hún kæmi heim virtist hún vera í óvissu því áður en keppnin fór fram undirrituðu allar stúlkurnar samning upp á ársvinnu við fyrirsætustörf o.fl. erlendis sem gilti fyrir sigurvegarann. „Mig langar mest að koma heim í 2-3 daga til að átta mig á þessu öllu að koma heim daginn eftir keppnina. Síminn hérna var alveg rauðgló- andi kvöldið sem úrslit lágu fyrir, og alveg langt fram á nótt, allir voru að óska okkur til hamingju og við sjálf vorum utanvið okkur af gleði, þetta virtist allt svo ótrúlegt. Forráðamenn Flugleiða hafa verið svo elskulegir að bjóða okkur hjónun- um ásamt Elvari, unnusta Hólmfríðar út til London strax á morgun, við erum að undirbúa för okkar og til- hlökkunin er alveg að fara með okkur.“ ■ 12 ára og meira farín að líkjast sjálfrí sér. 10 árum seinna átti hún eftir að komast í heimsfréttirnar. reiknað í íslenskum krónum, fyrir fyrirsætustörf næsta árið. NT hafði samband við nokkra að- standendur fegurðardrottningarinnar nýkjörnu, og ekki síst hana sjálfa til að spyrja hver viðbrögðin voru og hvað taki nú við. áður en ég byrja á fullu að sinna skyldunum sem fylgja þessum titli. Ég veit ekki hvort af því verður á næst- unni, en foreldrar mínir og kærastinn minn koma til London á morgun, ég hlakka óskaplega til að sjá þau." Fylgir þessu öllu ekki mikið álag? „Jú, að vissu leyti, samt er ég búin að vera miklu afslappaðri en ég hefði trúað að ég yrði undir svona kringum- stæðum. Ég fæ aöeins að slappa af yfir helgina, síðan byrjar allt á fullu aftur, en ég hlakka til takast á við verkefnin sem bíða mín. Ég vona bara að mér takist að leysa þau vel af hendi og þau verði jafn ánægjuleg og öll þessi keppni er búin að vera," sagði Hólmfríður að lokum. ■ „Ég hélt að hjartað í mér ætlaði að stoppa þegar úrslitin voru kynnt, þetta var stærsta stund í lífí mínu,“ sagði Hólmfríður í samtali í gær. „Stoltur og yfir mig hrifinn“ - segir Eivar Gunnarsson unnusti Hólmfríðar Karls- dóttur, Ungfrú heimur ■ „Ég er auðvitað yfir mig hrifinn, þetta kom líka svo óvænt, þótt bjart- sýnustu menn væru búnir að spá þessu,“ sagði Elvar Gunnarsson unn- usti Hólmfríðar Karlsdóttur nýkjör- innar Ungfrú heimur í samtali við NT í gær. Elvar er laganemi við háskól- ann. „Raunar er ég ekki alveg búinn að ná þessu enn, þetta er svo ótrúlegt að mér hefur varla komið dúr á auga í nótt fyrir spenningi." „Býstu ekki við að framtíðarplön ykkar breytist við þetta?“ „Eflaust gera þau það, annars er engar ákvarðanir búið að taka enn. Henni bjóðast núna ótal tækifæri þarna úti, fyrirsætustörf næsta árið og fleira, hvað hún gerir veit ég ekki, er ekki búinn að tala við hana enn. Hún er vön að sakna barnanna á barnaheimilinu þegar hún fer í ferða- lög, því hún hefur svo gaman af börnum og lifir fyrir fóstrustarfið. Ég er nú að fara út til hennar á morgun, hún kemur til með að vera nokkurn veginn í fríi um helgina, við eigum þá eflaust eftir að spá eitthvað í framtíðina saman,“ sagði Elvar að lokum. „Mín bíða ótelj- andi skyldur,“ - en hlakka til að takast á við þær, sagði Hólmfríður Karlsdóttir í samtali við NT „Býst við að mér seinki heim“ - sagði nýkjörin Ungfrú heimur í sím- tali við foreldra sína skömmu eftir úrslitin COn GRIP ■ GÓÐ ENDINC rnin ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OC SENDIBÍLA GOOD$YEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ IhIH EKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 * Fastara gríp * öruggari hemlun $ Hljódlátari akstur * r/ieiri ending DRAUMA dansdúkkan sem dansar þrjá dansa. Verð aðeins kr. 1.295.- Ódýrustu snjóþoturnar: Litlar kr. 369.- Stórar kr. 570.- m/bremsum kr. 699.- Stýrisþotur kr. 2.295.- Enn eru til leikföng á gömlu verði Sparið þúsundir og kaupið jólagjafirnar tímanlega Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10 s. 14806 NJÓTUM LANDS -NÍÐUM El FerðamálaráðJslands

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.