NT - 16.11.1985, Side 4

NT - 16.11.1985, Side 4
Laugardagur 16. nóvember 1985 4 ■ íslenska hljómsveitin og stjórnandi hennar á þessum tónleikum Jean-Pierre Jacquillat. Fremst á myndinni má svo sjá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, Karólínu Eiríksdóttur tónskáld, Mist Þorkelsdóttur tónskáld og Anders Josephsson baritónsöngvara. íslenska hljómsveitin: Konur í íslensku tónlistarlífi - er yfirskrift annarrar efnisskrár hljómsveitarinnar Sambandsstjórnarfundur ASI: Útvarp verkalýðsins - Tillögum fjölmiðlanefndar tekið vel og vísað til miðstjórnar ■ „Konur í íslensku tónlistar- lífi “ er yfirskrift annarrar cfnis- skrár íslensku hljómsveitarinnar sem frumflutt vcröur í Safnað- arheimilinu á Akranesi sunnu- daginn 27. nóvcmber kl. 15.30. Efnisskráin verður síðan endurflutt í Selfosskirkju mánu- daginn 18. nóvember k. 20.30, í Félagsbíói í Keflavík miðviku- daginn 20. nóvember kl. 20.30 og loks í Langholtskirkju fimmtudaginn 21. nóvcmbcrkl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir til hciðurs íslenskum tónlistarkon- um í lok áratugs kvenna. Á fyrri hluta tónleikanna leikur Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- konsert eftir Mozart, einn þeirra píanókonserta sem Moz- art helgaði konu. Anders Josephsson baritón- söngvari syngur þrjú sönglög eftir Jórunni Viðar við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur. Hljómsveitin lcikur Finim lög fyrir kammerhljóm- sveit eftir Karólínu Eiríksdóttur og Davíð 116 eftir Misti Þor- kelsdóttur. Anders Josephsson syngur einsöng í síðara verkinu. Karólína og Mist munu kynna verk sín í upphafi tónleikanna. Á síðari hluta tónleikanna ■ Leikfélag Ólafsvíkur hefur uú hafið sýningar á Saumastof- unni etir Kjartan Ragnarsson. Verkið var frumsýnt í Félags- hcimili Ólafsvíkur fyrir skömmu fyrir troðfullu húsi ánægðra áhorfenda, og uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. leikur Anna Guðný Guðmunds- dóttirpíanókonsert í C-dúreftir W.A. Mozart. Saumastofan verður sýnd áfram í nokkur skipti í Ólafsvík en síðan verður farið með sýn- inguna í nágrannabyggöirnar. Saumastofan er fyrsta vcrk- efni Leikfélags Ólafsvíkur um nokkurt árabil og hljóta þær frábæru móttökur sem sýningin hefur fengið að blása byr í Stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni er Jean-Pierre Jacquillat. vængi leikfélagsins. Leikstjóri sýningarinnar er Carnren Bonitch en undirleik annast Stephen Watkins. ■ Úr sýningu Leikfélags Ólafsvíkur á Saumastofu Kjart- ans Ragnarssonar. ■ í tillögum fjölmiðlanefndar ASÍ, sem lagðar voru fyrir sam- bandsstjórnarfund sambands- ins, er lagt til að stofnað verði útvarpsfélag með aðild þeirra sambanda og félaga, sem hafa átt aðild að viðræðum um útvarpsfé- lag við SÍS. Er lagt til að útvarpað sé 12-16 tíma á dag og það talið skilyrði fyrir rekstrar- grundvelli stöðvarinnar, ef hún ætli sér að ná marktækri hlustun. í skýrslu með tillögunum er bent á að hægt sé að koma upp útvarpsstöð fyrir höfuðborgar- svæðið, sem útvarpaði allan sól- arhringinn á FM-bylgju í steríó, fyrir u.þ.b. 5-10 milljónir króna. Stofnkostnaðinn er hægt að fá lánaðan erlendis til fimm ára. Við útvarpsstöðina þarf 7 fastráðna starfsmenn, dag- skrárgerðarmenn sem eru laus- ráðnir og auk þess áhugamenn, sem veitt verður tækifæri til að spreyta sig í dagskrárgerð. í fylgiskjali um dagskrárgerð útvarpsstöðvarinnar er ráðgert að sameina hugmyndir um grenndarútvarp, þar sem fjallað yrði um nánasta umhverfi stöðv- arinnar, í þessu tilfelli höfuð- borgarsvæðið, og það að koma á framfæri sjónarmiðum verka- lýðshreyfingarinnar. Dagskrána á að byggja upp á fréttaþáttum með tónlistarívafi og fjölluðu fréttirnar fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið. Fjalla á sérstaklega um málefni hverfa og sveitarfélaga á svæð- inu, „Bein lína í Breiðholtið", „Kallast á við Kópavog“. í morgunútvarpi yrði blandað saman fréttum, samtölum, tón- list og fleiru. Þá er gert ráð fyrir þáttum og samtölum tengdum störfum fólks, upplýsingaþáttum um margvísleg efni, m.a. frá verka- lýðshreyfingunni, barnaútvarpi með þátttöku barna, unglingaút- varpi og samsettum dagskrám unnum af fólki utan stofnunar- innar og eru framhaldsskólarnir þá einkum hafði í huga. Þá er ráðgert að halda nám- skeið á hverju hausti um þátta- gerð og vinnslu útvarpsefnis og það efni sem unnið verður á námskeiðunum á síðan að flytja í útvarpinu. Þá kemur til greina að taka upp samvinnu við Bréfa- skólann þar sem námsefni skól- ans yrði tengt við útvarpsþætti. Næturútvarpið yrði byggt upp með tónlist, spjalli ogfréttainn- skotum. Ætlunin er að útvarpið hafi sérstöðu og nái til fólksins á öðrum forsendum en aðrir. Fréttir eiga einnig að hafa sér- stöðu og byggja á öðru frétta- mati en ríkisútvarpið. Grund- vallaratriðið er að boðið sé upp á útvarp sem er nánd við hlust- andann, þá er brýnt að forðast trúboðastarf fyrir verkalýðs- hreyfinguna, tilvist útvarpsins veki nægilegan áhuga á hreyf- ingunni. Á sambandsstjórnarfundin- um var tekið vel í þessar tillögur og var þeim vísað til miðstjórnar ÁSf. Er allt útlit fyrir að útvarp verkalýðshreyfingarinnar líti dagsins ljós á næsta ári, þegar nýju útvarpslögin ganga í gildi. Leikfélag Ólafsvíkur: Saumastofa Kjartans á fjölunum - Ætlunin er að fara með sýninguna innan skamms I nágrannabyggðirnar Brcautcarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Sýning á nýjum INVTTA innréttingum laugardaginn 16. nóv. kl. 10—17 og sunnudaginn 17. nóv. kl. 13-17. ELDASKÁLINN BRAUTARHOLTI 3 • NÝTT SÍMANÚMER: 621420

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.