NT - 16.11.1985, Blaðsíða 7
■ Kólombiski herinn ræðst til inngöngu í dómhöllina í Bogota. Harmleikurinn í dómhöllinni, þar sem fjöldi dómara og óbreyttra borgara
létust, var af mannavöldum og margir telja að hægt hefði verið að komast hjá honum. En átökin við dómhöllina hafa nú hér um bil
gleymst vegna eldgossins sem hófst í Kólombíu fyrir tveimur dögum og leiddi til dauða rúmlega tuttugu þúsund manna.
Dómhallartakan í Kólombíu:
Skæruliðaráttuekki
von á miklu blóðbaði
Sameinuðu þjódirnar-Reuter.
■ Kólombísku skæruliða-
samtökin M-19 segjast aldrei
hefðu tekið dómhöllina í Bog-
ota á sitt vald ef þau hefu vitað
að herinn myndi ráðast á hana
með ofurefli liðs með þeirri
afleiðingu að næstum hundrað
menn létu lífið, þar á meðal tólf
hæstaréttardómarar.
í opnu bréfi frá skæruliða-
samtökunum segir m.a. að
skæruliðarnir viðurkenni hern-
aðarleg mistök sín. Markmið
þeirra með því að taka dómhöll-
ina á sitt vald hafi verið að fá
birta friðaryfirlýsingu í fjölmiðl-
um.
Skæruliðarnir segjast hafa
viljað fá stjórnvöld til að birta
opinberlega skýrslu eftirlits-
nefndar, sem fylgdist með fram-
kvæmd vopnahléssamkomu-
lagsins, sem þeir gerðu við
stjórn Kólombíu á seinasta ári.
Þeir segja að skýrsla nefndar-
Eldgosið í Kólombíu:
Leitað að
lifandi
fólki við
eldfjallið
Bogola-Reutcr
■ Hjálparsveitir í Kólombíu
leituðu í gær að fólki sem komst
lifandi úr sprengigosinu í eld-
fjallinu Nevado Del Ruiz í Kól-
ombíu en óttast er að rúmlega
tuttugu þúsund menn hafi farist
í gosinu.
Hjálparstarfið gekk hægt þar
sem eldgosið bræddi jökulhettu,
sem var á fjallinu, og hlíðar þess
eru þaktar vikurleðju. Margir
voru nær dauða en lífi þegar
hjálparsveitir drógu þá upp úr
leðjunni og óttast er um líf
fjölda fólks sem hjálparmenn
hafa ekki enn náð til.
Sumir voru á kafi upp að háls
í leðjunni þegar björgunarmenn
komu að jreim. Margir eru með
beinbrot sem þeir fengu þegar
leðjuflaumurinn slengdi þeim á
tré og einnig er algengt að fólki
hafi farið úr lið.
Öll umferð einkafarartækja
hefur verið bönnuð í nágrenni
við gossvæðið og hjálparstöðv-
um hefur verið komið upp til að
hjúkra hinum særðu í bæjum
sem eru í minna en hundrað
kílómetra fjarlægð frá gosstöðv-
unum.
Talið er að flestir íbúar fjalla-
bæjarins Armero, sem var í
hlíðum eldfjallsins, hafi farist á
örfáum sekúndum þegar jökul-
flóð og vikurleðja steyptist yfir
bæinn.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
lofað Kólombíustjórn allri
mögulegri aðstoð til hjálpar-
starfsins og fjöldi ríkja hefur
þegar sent hjálpargögn af stað
til Kólombíu.
innar sýni greinilega að það sé
stjórnin sem hafi rofið sam-
komulagið og neytt þá til að
taka aftur upp vopn.
Að iokum ætluðu skærulið-
arnir að þvinga stjórnina til að
birta innihald samkomulags rík-
isins við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn.
En kólombíska stjórnin neit-
aði að ræða við skæruliða og
fyrirskipaði hernum þess í stað
að yfirbuga þá með þeirri afleið-
ingu að á fjórða tug skæruliða
féllu og margir tugir dómara og
annarra óbreyttra borgra létu
lífið.
Stjórn Kólombíu hefur nú lát-
ið undan þrýstingi frá dómurum
og dómgæslumönnum og fyrir-
skipað rannsókn á því hvernig
staðið var að árás hersins á
skæruliðana á dómshöllina og
hvort hægt hefði verið að kom-
ast hjá öllu þessu mannfalli.
Skírlífismaður
vinnur kosninga-
sigur í Bangkok
Bangkok-Rcuter:
■ Fyrrverandi herfor-
ingi, sem hefur unnið
skírlífisheit og er græn-
metisæta, vann stórsigur í
borgarstjórakosningum í
Bangkok nú í vikunni.
Chamlong Srimuang,
sem er fimmtugur að aldri,
segist ekki muni neyða
skírlífishugmyndum sín-
um upp á aðra borgarbúa
í Bangkok, sem er þekkt
út um víða veröld sem ein
helsta míðstöð holdlegra
nautna, þeir fá því að
halda áfram óheftu nætur-
lífi sínu.
Chamlond sagði sig úr
hernum í seinasta mánuði
1
Umsjón Ragnar Baldursson
aðeins nokkrum dögum
áður en hann átti að
hækka í tign úr herforingja
íhershöfðingja. Hannseg-
ist muni leggja höfuð-
áherslu á að leysa úr
umferðarhnútum, bæta
ástandið í fátækrahverfum
og efla flóðavarnir í Bang-
kok sem er smám saman
að sökkva svipað og Fen-
eyjar á Ítalíu.
Chamlong er m.a.
þekktur fyrir ötula fram-
göngu sína gegn nætur-
klúbbum og nuddstofum
þegar hann var aöstoðar-
maður Tinsulanonda for-
sætisráðherra fyrir fjórum
árum.
■ Bhagwan Shree Rajneesh
hefur viðurkennt að hafa brotið
veraldleg lög í Bandaríkjunum.
Skyldi honum takast að halda í
andlega fylgismenn sína?
Laugardagur 16. nóvember 1985 7
Bandarikin:
130 bankar
verða gjald-
þrota á ári
- aldrei fleiri bankagjald-
þrot frá því árið 1933
Wa.shinj>ton-Rcutcr.
■ William Seidman forma.ður
Innlánatryggingastofnunar
bandaríska ríkisins segist búast
við því að um það bil 130
bankar verði gjaldþrota í
Bandaríkjunúm á þessu ári og
álíka margir fari á hausinn á
næsta ári.
Innlánatryggingastofnunin,
FDIC trvggir sparifjáreigendur
fyrir allt'að I()().()()() dollara (4
milljón ísl. kr) tapi. Það sem af
er þessu ári hefur stofnunin
greitt tryggingar vegna gjald-
þrota um hundrað banka.
Bankagjaldþrot hafa aldrei
verið fleiri í Bandaríkjunum á
einu ári frá því 1933 þegar 4000
bönkum var lokað vegna
gjaldþrots.
Seidman skýrði frá því að um
helmingur þeirra banka, sem
hefðu orðið gjaldþrota, tengdust
landbúnaðinum. Landbúnaðar-
bankar hefðu tapað stórfé vegna
lána til bænda sem ættu við
mikla efnahagsörðugleika að
stríða.
Líbería:
Hermenn ræna frá
óbreyttum borgurum
Refsing fyrir uppreisnartilraun
Ahidjan-Rcutcr:
■ Hermenn úr stjórnarher Lí-
beríu fóru ránshendi um hýbýli
þekklra og grunaðra stjórnar-
andstæðinga í gær og fyrradag í
rcfsingarskyni fyrir uppreisnar-
tilraun minnihlutahóps innan
hersins gegn stjórn Samuels
Doe forseta.
Herinn brenndi m.a. höfuð-
stöðvar Athafnaflokksins í
Monroviu sem er höfuðborg
Líberíu. Athafnaflokkurinn er
sagður hinn raunverulegi sigur-
vegari í kosningum sem haldnar
voru í Líberíu í seinasta mán-
uði. Þá lýsti Doe því yfir að
hann hefði sjálfur fengið meiri-
hluta atkvæða en erlendir frétta-
menn og sendifulltrúar uröu
vitni að stórfclldum kosninga-
svikum.
Thomas Quiwonkpa , sem
var leiðtogi upprcisnarmanna,
er fyrrverandi herforingi. Al-
menningur í Monroviu fagnaði
mjög uppreisninni enda lofaði
Quiwonkpa að boða til heiöar-
legra kosninga og binda enda á
spillinu ráðamanna.
Quiowonkpa virðist ' hafa
sloppið þótt uppreisnartilraun
hans liafi mistekist. Herinn hef-
ur handtekið fjölda stjórnar-
andstæðinga sem eru ásakaöir
um aðstoð við upprcisnarmenn.
Bhagwan sleppur billega:
Gúrú auðmannanna
viðurkennir glæpi
Portland-Reuter
■ Indverski gúrúinn Bhagwan
Shree, sem á undanförnum
árum hefur búið í Bandaríkjun-
um og safnað auði í nafni trúar-
bragða sem hann er höfundur
að, játaði nú í vikunni á sig tvo
glæpi og lofaði að hypja sig úr
landi.
Bhagwan, sem hefur sjálfur
kallað sig „gúrú ríka mannsins"
(trúarleiðtoga ríka mannsins),
var handtekinn 28. október síð-
astliðinn á flugvelli í Norður-
Karólínu. Skömmu áður hafði
hann verið formlega ákærður
fyrir margfalt brot á innflytj-
endalögum og fleiri glæpi.
Bandaríska lögreglan telur að
hann hafi ætlað að flýja land
þegar hann var handtekinn á
flugvellinum.
Bhagwan viðurkenndi aðeins
tvö lögbrot en í staðinn felldi
saksóknari niður 33 ákæruatriði
á hendur honum sem flest sner-
ust um brot á innflytjendaregl-
um og samsæri um að blekkja
innflytjendaeftirlitið.
Túarleiðtoginn verður nú að
greiða 300.000 dollara sekt (12
milljónir ísl.kr.) auk dóms-
kostnaðar. Hann verður sjálf-
sagt ekki í neinum vandræðum
með það þar sem hann er vell-
auðugur og á meðal annars 90
Rolls Royce bíla.
Bhagwan segist ætla að fara
aftur til heimalands síns,
Indlands, þar sem hann mun
væntanlega halda áfram trúar-
iðkunum sínum en hann telur
sig eiga um hálfa milljón fylgj-
endur um víða veröld.