NT - 16.11.1985, Side 10
ÍTF Laugardagur 16. nóvember 1985 10
ItU Skák
Aukakeppnin um Norðurlandameistaratitilinn:
Agdestein meistari á stigum
■ Úrslitakeppni Norður-
landamótsins í skák reyndist
hcldur flóknara og erfiðara
fyrirbæri en mér hafði órað
fyrir. Eins og kunnugt er þá
lauk hinu eiginlega Norður-
landamóti þ.e. kcppni í úrvals-
flokki með því að þrír skák-
menn stóðu uppi sem sigurveg-
arar. Þetta voru auk mín þeir
Simen Agdestcin, hin skæra
stjarna Norðmanna, og Jóhann
Hjartarson. Aukakeppni með
hraðskákmótafyrirkomulagi
átti að fara fram strax eftir
mótið en að því var ekki gengið.
Aukakeppni um titilinn var á-
kveöin síðar um haustið á sama
stað.
Tímann á milli þessara móta
notuðu keppendur vitaskuld til
undirbúnings, en um leið var
háð annarskonar barátta. Þó
engar reglur væru til í bókum
Norræna skáksambandsins
varðandi úrslitakeppni af þess-
ari tegund settu Norðmenn þeg-
ar í stað fram kröfu um, aö ef
keppendur yrðu jafnir í cfsta
sæti í aukakeppni, skyldu Son-
ebqrg-Bcrger stig úr aðalmótinu
ráða útslitum. Þessi rcgla hefur
verið notuð áður t.d. í auka-
keppni um sæti í áskorenda-
kcppni sem haldin var að af-
loknum millisvæöamótinu í Biel
í sumar. Hún gafst illa, því sá
scm komst áfram tapaði örugg-
lega fyrir manni með jafnmarga
vinninga ii:2Vi og komst áfram
á stórsigri yfir þriðja manni.
Stóð í stappi milli Skáksam-
bands Norömanna og Skák-
sambands Islands um þetta mál,
en niðurstaðan að aflokinni at-
kvæðagreiðslu aöildarþjóða
Norræna Skáksambandsins
varð sú að Simen Agdestein
yrði Norðurlandameistari yrði
hann jafn í efsta sæti.
Mótið hófst svo í Gjövik 2.
nóvembcr sl. Við komu þangað
urðum við Jóhann þess áskynja
að þessi regla var ekki sú eina
sem Norömenn hugðust
þröngva upp á okkur. Drætti
um töfluröð hafði vcriö hagrætt
þannig að öruggt var að Simen
skyldi tefla í síðustu umferð en
slíkt er auövitað gífurlegt hag-
ræði. Þegar við bættist að skipu-
leggjcndur mótsins höfðu valið
okkur Jóhanni koidimmar og
ískaidar vistarverur á annars
því ágæta hótcli Rica ásamt því
sem matar- og vasapeningar
voru skornir nijög við nögl brast
á mikið óveður á samkomu
kcppcnda kvöldið fyrir mótið.
Að afloknu miklu þrefi þar sem
við lá að við Jóhann tækjum staf
vorn og hatt og yfirgæfum stað-
inn akváðum við að ganga til
leiks. Fyrsta umferðin var tefld
snemma laugardag og þar sett-
ust við aö tafli Jóhann Hjartar-
son og höfundur þessarar grein-
ar.
Úrslit aukakeppninnar eru
flestum skákunnendum kunn.
Eftir tvöfalda umferð, samtals
sex skákir, urðum við Simen
Agdestein efstir, hlutum 3 vinn-
inga. Jóhann Hjartarson rak
lestina hlaut ekki vinning. Sam-
kvæmt áðurnefndum reglum var
Agdestein síðan úrskurðaður
„Skákmeistari Norðurlanda
1985“. Það er vilaskuld afar
ánægjulegt að Norðmenn skuli
hafa loks eignast skákmann sem
er farinn að gera sig verulega
gildan á alþjóðlegum vettvangi.
Simen er aðeins 18 ára gamall
og jafnframt yngsti stórmeistari
heims og eini Norðmaöurinn
sem öðlast hefur þann titil.
■ Það áttu eftir að skipast veður í lofti eftir að þessi mynd var tekin undir lok Norðurlandamótsins í júlí sl. Aðalmótið fór
aukaúrslitakeppninni var margt ábótavant. Frá vinstri: Jóhann Hjartarson, Simen Agdestein og Helgi Ólafsson.
á óaðfinnanlegan hátt fram, en
Hinu er ckki að leyna að öll
aðstaða hans ámótinu var til
muna betri á mótinú og í raun
byrjaði hann það með '/: vinn-
ings forskot.
Ég tefldi nokkuð vel og skákir
rnínar við Agdestein voru báðar
æsispcnnandi.
Frammistaða Jóhanns hlýtur
að valda vonbrigðum ekki síst
honum sjálfunt. í einstaka til-
fellum teygöi hann sig of langt
einhvernveginn vjrtist hann
aldrei komast í takt við mótið.
Það kann að vera að dcilur
okkar við Norðmennina hafa
haft nteiri áhrif á hann en mig.
Hann byrjaði illa er hann tapaöi
jafnteflisstöðu gegn mér og eitt
tap í svo stuttu moti hefur
ævinlega úrslitaáhrif.
Skák okkar Jóhanns úr 4.
umferö er hér til umræðu. Petr-
ovs vörnin scm varð uppá ten-
gingum þykir oft jaðra við jafn-
teflistilboð en hinar einfaldari
stöður geta oft reynst mjög
flóknar. Byrjunin varð sú sama
og í nokkrum einvígisskákum
Kasparovs og Karpovs. í liinu
nýlokna einvígi lék Kasparov
10. Rc3 í 10. leik en komst
ekkert álciðis eftir 10. - Bxf3!
11. Dxf3 Rxd4 12. Ddl Re6 13.
cxd5 Rxd5 14. Bb5 t c6. Jóhann
kaus því leið sem tefldist í einni
skákinni úr fyrra einvíginu.
Hann áræddi þó ekki að endur-
taka peðsfórn Kasparovs í 12.
leik, Dh3 (12. Dg3 er algengasti
leikurinn) og kaus að fara í
drottningaruppskiptin.
14. leikur svarts, - Bb4 er
geysisterkur en hann kom fyrst
fram í skákinni Ljubojevic -
Tal, Bugonjo '84 þó mér hafi
ekki verið það kunnugt.
Eftir 18 lciki er Ijóst að svart-
ur hefur a.m.k. jafnað taflið en
með 19. leikstnum leggurhvítur
gildru fyrir andstæðinginn.
Meginafbrigðiö er: 19. - c5 20.
Rxd5! Hxd5 ( ekki 20. - Bxel
21. Hxc5 og hvítur má vel við
una) 21. He2! cxd4 22. Bf4!
Hxc2 23. Hxc7 t Kd8 24. Kxe2
d3 t 25. Kdl og nú er engin leið
til að notfæra sér hæpna stöðu
hvítu mannanna, t.d. 25. - Hd4
26. Hxf7 eða 25. — g5 26. Bg3 f5
27. Hc4 o.s.frv.
19. - Bxc3 er því besti leikur-
inn sem tryggir svör um lítið en
þægilegt frumkvæði. Frum-
kvæðið eykst jafnt og þétt ekki
síst eftir glappaskot Jóhanns í
23. leik, - Hbl. Eftir 25 leiki (sjá
stööumynd) er komin upp staða
sem Jóhann taldi eina þá verstu
með hvítu í háa herrans tíð.
Úrvinnslan krefst þó nákvæmi
og svartur tekur skakkan pól í
hæðina nieð peðaframsókn
sinni, því honum yfirsést 33.
Ieikurhvíts,-Kg3! Frumkvæðið
er auðvitað enn í höndum
svarts. Jóhann gerir mistök í 39.
leik - Bxc5. Betra var 39. Kf4
með óljósri stöðu. Eftir 41. leik
svarts fer skákin í bið. Biðleikur
Jóhanns er ekki sá besti og eftir
það verður skákinni ekki
bjargað. Best var 42. f4! með
jafnteflismöguleikum, þó af-
brigðin séu mörg ótrúlega flókin
og voru enganvegin tæmanleg á
þeim takmarkaða tíma, 2 klst.,
sem var til aflögu fyrir biðstöðu-
rannsóknir. Eftir biðleikinn ger-
ir svartur engin mistök og eftir
57 leiki gefst Jóhann upp.
4. umferð:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Helgi Ólafsson
Petrovs- vörn
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 dfi
4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6
7. 0-0 Bg4 8. Hel Be7 9. c4 Rf6
10. cxd5 Bxf3 11. Dxf3 Dxd5
12. Dxd5 Rxd5 13. Be4 0-0-0
14. Rc3 Bb4 15. Bd2 Rf6 16.
Bxc6 bxc617. Be3 Rd518. Hacl
Hhe8 19. Kfl Bxc3 20. bxc3 c5
21. Bd2 c4 22. h4 Kd7 23. Hbl
Hb8 24. Hecl Hb6 25. Hxb6
axb6
26. Hc2 h5 27. f3 b5 28. Kf2 f5
29. g3 c5 30. dxc5 Kc6 31. Bel
f4 32. gxf4 Rxf4 33. Kg3 Rd3 34.
Bf2 g6 35. Bd4 Kd5 36. a3 Hel
37. Hd2 He6 38. Hg2 Rxc5 39.
Bxc5 Kxc5 40. Kf4 Kb6 41. Kg5
Ka5.
II 011
11111 iiiii
■liifl 1111 IBi
11 i(| 1
0 B 111IIIA1111
1 111111!
1110 llillllll
42. Hgl Ka4 43. Hbl He3 44.
Hcl Kxa3 45. Hbl Ka4 46. Hcl
Kb3 47. Hbl t Kxc3 48. Hxb5
He6 49. f4 Kd4 50. Hb8 Hc6 51.
f5 gxf5 52. Kxh5 c3 53. Hbl c2
54. Hcl Ke3 55. Kg5 f4 56. h5
f357. h6 Kd2 - Hvítur gafst upp.
Bikarmót TR
Bikarmót Taflfélags Reykja-
víkur hefst á morgun, sunnudag
kl. 14. Teflt er eftir útsláttar-
fyrirkomulagi og falla keppend-
ur út eftir fimm töp, jafntefli
talin með. Umhugsunartími er
'A klst. á keppenda hver
umferð. Teflt er á sunnudögum
kl. 14 og á miðvikudögum kl.
20. Öllum er heimil þátttaka.
Úrslit Norðurlandamótsins 1985
Gjðvik2/11 —7/11_______1 2 3 Vinn. R6ð
1. SimenAgdestein ViVi 11 3 1-2
2. HelgiÓlafsson 'k'kt 11 3 1-2
3. JóhannHjarlarson 00 00 0 3
. Helgi
Olafsson
4 w stórmeistari
skrifar
rMr um skák