NT

Ulloq

NT - 16.11.1985, Qupperneq 12

NT - 16.11.1985, Qupperneq 12
 r Laugardagur 16. nóvember 1985 12 M ing Umsögn 100 áraminning w Jón Arnason ■ í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar fram- kvæmdastjóra útflutningsdeild- ar SÍS og síðar bankastjóra við Landsbankann. Hann var um margra áratuga skeið einn á- hrifamesti og ötulasti forustu- maður samvinnuhreyfingarinn- ar og Framsóknarflokksins. Um langt skeið var hann einn af bestu stuðningsmönnum Tímans, en hann átti sæti í Tímaklíkunni svonefndu frá upphafi og síðar í blaðstjórn Tímans eftir að hún kom til sögunnar. Jón Árnason var Skagfirðing- ur að ætt og uppruna, fæddur að Syðra-Vallholti 17. nóvember 1885. Hannlauk námiviðGagn- fræðaskólann á Akureyri 1905, og stundaði síðan barnakennslu og fleiri störf, uns hann fór til verslunarnáms í Danmörku vet- urinn 1916-1917. Þar lágu sam- an leiðir þeirra Hallgríms Krist- inssonar, en báðir voru þeir að kynna sér starfsemi dönsku kaupfélaganna. Hallgrímur var þá að undirbúa heildverslun á vegum Sambands íslenskra samvinnufélaga og réðst Jón sem aðstoðarmaður hans á skrifstofu Sambandsins í Reykjavík, sem tók til starfa 1917. Árið 1920 var Jón ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðrar úttlutningsdeildar Sambandsins og gegndi því starfi samfleytt til 1945, er hann varð bankastjóri Landsbankans. Milli Hallgríms Kristinssonar og Jóns var alltaf mjög náið samstarf og það hélst áfram við Sigurð Kristinsson eftir að hann tók við forstjórastarfinu af Hall- grími bróður sínum látnum 1923. Allan þann tíma, sem þeir Sig- urður og Jón unnu saman, eða í meira en tuttugu ár, mun engin meiriháttar ákvörðun hafa verið tekin hjá SÍS nema þeir Sigurð- ur og Jón væru búnir að bera saman ráð sín og hefðu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Jón Árnason reyndist íslensk- um landbúnaði mikill heilla- ntaður sem forstjóri útflutnings- deildarinnar. Hann fylgdist vel með og hafði forustu um margar nýjungar, m.a. um kaup á kæli- skipi á vegum Eimskipafélags fslands, en hann átti sæti í stjórn þess, og eflingu frysti- húsa. Bændur voru því undir það búnir að selja fryst kjöt til Bretlands þegar saltkjötsmark- aðurinn dróst saman. Þessi for- usta Jóns átti eftir að verða sjávarútveginum til fyrirmyndar og reynast honum mikil lyfti- stöng. Jón Árnason átti lengi sæti í stjórn Framsóknarflokksins, fyrst sem þátttakandi í Tíma- klíkunni og síðar sem mið- stjórnarmaður. í miðstjórn flokksins var jafnan tekið mikið tillit til þess, sem hann lagði til mála, og hann hafði þar for- göngu um mörg mál, m.a. um afurðasölulögin 1934. Hann átti rnikinn þátt í því að koma Sölusambandi íslenskra fisk- framleiðenda á laggirnar og sat þar í stjórn. Jón Árnason átti lengi sæti í bankaráði Landsbankans, oft- ast sem formaður. Hann mun hafa átt flestum öðrum meiri þátt í lausn Kveldúlfsmálsins svonefnda 1937, en hún reyndist heppileg, eins og á stóð. Þegar Jón lét af störfum hjá SÍS í ársbyrjun 1945 varð hann bankastjóri Landsbankans og gegndi þv; starfi til 1954. Þá varð hann fulltrúi Norðurland- anna í stjórn Alþjóðabankans í nokkuri ár. Vegna starfa sinna stm framkvæmdastjóri út- flutningsdeildar SÍS. bankaráðsformaður og banka- stjóri, átti hann sæti í flestum eða öllum nefndum, sem önnuðust samninga við erlenda aðila um viðskiptamál og pen- ingamál á þessum tíma. Jón Árnason lést 1. janúar 1977, þá 91 árs. Kona hans var Sigríður Björnsdóttir frá Kornsá. Jón Árnason var frábærlega glöggur maður, ráðhollur og einbeittur og mikill dreng- skaparmaður. Það er ekki of- mælt að hann hafi verið einn af bestu sonum (slands á þessari öld. Á þessu ári verða einnig liðin 100 ár frá fæðingardegi tveggja annarra forustumanna sam- vinnuhreyfingrinnar, sem hún á miklar þakkir að gjalda, Aðal- steins Kristinssonar og Odds Rafnar. Það mun ætlun blaðsins að þessara þremenninga verði síðar rækilega minnst. Þ.Þ. BLAÐBERA VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI: Laugaveg, Hverfisgötu, Blönduhlíð, Seltjarnarnes og Ofanleiti og Hús verzlunarinnar. EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA I ÖLL HVERFI !; s ^jr.TinrvrrThvrr,fTvi‘ ■ .!fr.ri ifrTr ■ ■...., • ■ • • i r•> .. n j !J|í2uJ|jia'v' v'* SíðumúlM 5. Sími 686300 NT umsögn Óperutónleikar ■ Sinfóníuhljómsveit íslands er með þrjár tónleikaraðir í vetur, og er hægt að kaupa miða á hverja þeirra sér- staklega. Stærsta röðin eru hinir hálfsmánaðarlegu fimmtu- dagstónleikar, önnur röðin er úrval sex tónleika úr aðalsyrp- unni, og heitir „stjörnutónleik- ar“, og loks eru fernir „helgar- tónleikar“. Á fyrstu helgartón- leikunum, sem haldnir voru í Háskólabíói 9. nóvember, söng Kristinn Sigmundsson tvær arí- ur úr óperum Verdis (Machbeth og Don Carlos), einn úr Ástar- drykknum eftir Donizetti og aðra úr Andrea Chénier eftir Gordano. Að auki flutti hljóm- sveitin forleikinn Draumur á Jónsmessunótt eftir Mendels- son, Sigurmarsinn úr Aidu- Verdis, og Fjórar sjávarmyndir úr Peter Grimes eftir Britten. Jaquillat stjórnaði. Áf einhverri ástæðu fóru auglýsingar fyrir þessa tónleika í handaskolum - ég komst að því fyrir tilviljun fyrr um daginn, að Sinfónían væri með tónleika í Háskólabíói kl. 5 þar sem Kristinn mundi syngja - og áheyrendur voru sárafáir. Vegna fyrmefndrar reynslu minnar vil ég kenna þetta fyrst og fremst ónógri auglýsinga- starfsemi, þótt hinu verði ekki neitað, að tónlistarmarkaðurinn er að nálgast mettun, og að 450 kr. fyrir miðann er æði dýrt nú í kreppunni. Því sá hópur fólks, sem sækir tónleika hér í bænum, telur ekki nema fáein þúsund, tvö eða þrjú. Að þessu leyti misheppnaðist því þessi mjög svo lofsverða tilraun Sinfóníu- hljómsveitarinnar til að auka fjölbereytni og sveigjanleik í framboði tónleika. Hins vegar fer því fjarri, að enn sé fullreynt með Helgartónleika: svona við- burði þarf að slá upp í blöðun- um og öðrum fjölmiðlum svo hann fari ekki framhjá neinum sem á annað borð hefur áhuga. Að öllu öðru leyti voru tón- leikarnir mjög ánægjulegir. Kristinn söng af miklum krafti og öryggi, enda halda miklar vonir áfram að vera bundnar við hann. Því hann hefur ekki náð hálfum þroska ennþá sem söngvari miðað við það, sem hann getur náð ef hann heldur áfram að læra hjá heppilegum kennara. Ég hefi þá trú, að Kristinn geti nú valið um það að verða eins og hann er, vinsæll og virtur söngvari, eða að sveifla sér upp í fremstu röð bariton- söngvara. Því hann hefur mjög fallega rödd, sérstaklega á mið- og efra sviði, og góða hæfileika til að túlka og flytja efni söngsins, og á þessum tónleik- um skorti ekki raddstyrk eða voldugan flutning. Um önnur atriði tónleikanna er þess að geta, lesendum til fróðleiks, að óperan Peter Grimes eftir Britten er óvenju- leg (segir í tónleikaskrá) m.a. að því leyti að sögusviðið er breskt sjávarþorp og aðalsögu- hetjan fiskimaður. Styrkur óp- erunnar liggur ekki síst í því sérkennilega dulmagnaða and- rúmslofti sem tónskáldinu tekst að skapa og umhverfislýsingum sem tónlistin feiur í sér, en gott sýnishorn af þeim eru þær „Fjórar sjávarmyndir“ sem þarna voru fluttar - og voru orð að sönnu. Hér á landi var því til skamms tíma haldið fram, og almennt trúað, að engin tónlist næði máli nema þýsk, fyrir utan fáein vinsæl verk frá Italíu og Rússlandi, og alveg sérstaklega að Bretar hefðu aldrei gert neitt bitastætt á þessu sviði, enda Hándel í rauninni Þjóðverji. Nú vita auðvitað allir að þetta er alrangt, og að Bretar hafa, eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir, átt mörgum glæsilegum tónskáldum á að skipa allt frá Purcell til Brittens. Sinfóníu- hljómsveitin hefur áður flutt góð verk eftir Britten, og einnig eftir Holst og Vaughan Willi- ams, en þessar „Fjórar sjávar- myndir“ voru semsagt mjög skemmtilegar að heyra. Að lokum ber að geta þess, að lúðraþeytarar úr Svaninum þeyttu horn sín baksviðs í sig- urmarsinum úr Aidu, og fóru raunar með stærra hlutverk en brassið í Sinfóníunni, og að þeim tókst furðu vel upp. Því er stundum haldið fram að lúðra- sveitirgeti ekki spilað hreint, en þetta er rangt: hvorki lúðrasveit né nokkurt annað hljóðfæri get- ur spilað hreint í kulda og trekki 17. júní undir berum himni, en við tempraðar aðstæður innan- húss eru hljómarnir hreinir og tærir, enda mál biblíufróðra manna að lúðrar séu upp- áhaldshljóðfæri í himnaríki þar sem sagt er að sé alltaf gott NT umsögn Söng- gleði ■ Steinn Steinarr segir víst einhvers staðar, að hann hafi ekki heyrt ódrukkinn mann fara með ljóð síðan haustið 1943. Og varla hefur vegur ljóðlistar- innar vaxið með þjóðinni síðan þá. Önnur þjóðleg listgrein sem dó var rímnakveðandi, en fyrir 35 árum fréttist til gamals manns vestur í Stykkishólmi sem var að laumast til að kveða í einrúmi þegar aðrir heyrðu ekki til - nýja tónlistin sem hingað barst fyrir aldamótin gekk af kveð- andinni dauðri. En þá tók líka við nýtt gróskutímabil, með Sig- valda Kaldalóns, Inga T. og öllum hinum, sem sömdu söng- lög við kvæði skáldanna, og það var mikið um söng og harmón- íumspil. En Sigvaldi sat einmitt lengstum í nágrenni við Hólminn, úti í Flatey, og orti sína söngva á pínaó. Þessi vin- sæla listgrein sem komin var frá Þýskalandi um Danmörku, er nú einnig að fara sömu leið og rímurnar, þótt ekki vanti vin- sældirnar hjá eldri kynslóðinni, eins og óskalagaþættir sjúklinga o.fl. þættir bera með sér. Og í staðinn kom ný bylgja, frá Eng- ilsöxum í þetta sinn, poppið, sem kommakjáni nokkur hæld- ist um í Þjóðviljanum nýverið að væri tónlist alþýðunnar sem.sem betur fer hefði ekki látið véla sig yfir í klassíkina. Því nefndi ég Stykkishólm tvívegis. að fyrir skemmstu kom út hljómplata með söngdúettum Bjarna Lárenstínussonar og Njáls Þorgeirssonar, en Jó- hanna Guðmundsdóttir spilar með á pínaó, og þau eru öll búsett í Stykkishólmi. ÞeirNjáll og Bjarni „hafa sungið saman í áraraðir við ýmis tækifæri, á tónleikum og skemmtunum víða um land. Það er þó fyrst nú að út kemur hljómplata með söng þeirra félaga, þrátt fyrir margar áskoranir frá unnendum þessarar tónlistar“, eins og segir á plötukápu. Hér eru 17 þessara vinsælu laga, eitt eftir Kalda- lóns, annað eftir Inga T., tvö eftir Eyþór Stefánsson og þrjú eftir Sigfús Halldórsson, eitt eftir Emil Thoroddsen og eitt eftir Hólmarann Hinrik Finns- son við texta Árna Helgasonar í Stykkishólmi. Hitt eru þýsk þjóðlög og hinir og aðrir söngvar, sem hingað bárust eftir ýmsum leiðum og urðu íslenskir þegar skáldin ortu við þá texta. Þetta er mjög þekkileg plata, sem rifjar upp týnda æsku og gleymda bjartsýni. Þeir Bjarni og Njáll eru ágætir söngmenn, „góðar náttúruraddir“, og pía- nóleikur Jóhönnu smekklegur - hún er tónlistarkennari og kór- stjóri þar vestra. Sannarlega er full ástæða til að gefa út plötur af þessu tagi, enda er svo komið, að mest af svona söng er á 78 snúninga plötum, sem fáir geta spilað núorðið - dásamlegar plötur með Einari Kristjáns- syni, Stefáni íslandi, að maður tali ekki um Eggert Stefánsson. Allir hafa vandað sig við þessa plötu. Hún heitir Söngdúettar, útgefandi er Fermata (FM 001) en Fálkinn annast dreifingu. Sigurður Steinþórsson.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.