NT - 16.11.1985, Page 28
HRINGDU ÞÁ f SÍIVIA 68-65-G2
Vid tökum við abendingum um fréttir allan solarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495___
Þing Verkamannasambandsins sett í gær:
Óánægja með
stjórn VMSÍ
■ Mjög mikil óánægja er með störf
framkvæmdastjórnar VMSÍ og spegl-
ar sú óánægja störf I2. þings Vcrka-
mannasambandsins, sem sett var í
gær á Hótel Loftleiðum og mun Ijúka
á sunnudag. Þessi óánægja kemur
fram í harðri gagnrýni á skipulag
sambandsins, í gagnrýni á frammi-
stöðu þess í bónussamningnum og þó
einkum í gagnrýni á drögum að
kjaramálaályktun, sem Guðmundur
J. Guðmundsson formaður VMSÍ
mælti fyrir á þinginu í gær og samin
var af honum og Karli Steinari Guð-
mundssyni varaformanni. Þá verður
óánægjunnar ekki síst vart á göngum
og í skúmaskotum, þar sem mcnn
safnast saman til að ráða ráðum
sínum og móta línurnar í væntanlegu
kjöri til stjórnar og í æðstu störf
framkvæmdastjórnar.
Kjaramálaályktunin gcrir ráð fyrir
að krafist vcrði um 5-8% kaupmáttar-
aukningu í komandi samningum og
gerist ríkið ábyrgðaraðili að samning-
unum.en engin krafa um gamla vísitölu-
kerfið er sett fram. Með þessari
kaupmáttaraukningu er talið að mcð-
alkaupmætti ársins 1983 verði náð.
Þá er talað um að launastiganum
verði brcytt þannig að mcstar liækk-
anir vcrði á lægstu töxtunum.
I ályktuninni eru einnig settar frani
margar af þeim hugmyndum, sem var
að finna í lífskjararæðu ÞrastarÓlafs-
sonar, vaxtalækkun, skattlagning
vaxta, stighækkandi eignaskatt, af-
nám gjaldtöku á sjúklinga og niður-
lagningu sjúkratryggingagjaldsins, og
síðast en ekki síst átak í húsnæöismál-
um ungs fólks mcð aukningu félags-
legra íbúðabygginga og ráðstöfunum
til að bjarga tekjulágu fólki, sem nú
er að missa íbúðir sínar undir hantar-
inn.
Guðmundur J. sagði að með þessu
væru settar fram kröfur um varanleg-
ar kjarabætur og að ríkisstjórnin sjálf
verði að skrifa upp á þann víxil, þetta
sé tilboð um lífskjarasamning sem
ríkisstjórnin beri ábyrgð á.
Töluverðrar gagnrýni gætti hjá
ræðumönnum í fyrri umræðunni um
kjaramálaályktunina. Mönnum
fannst óþarfi að gefa höggstað á sér
mcð því að bjóða upp á samninga án
vísitölutryggingar. Þá þötti ekki næg-
ur baráttuandi í ályktuninni auk þess
sem engin krafa er í henni um lág-
markslaun. Kom fram tillaga um að
lágmarkslaun yröu 22.000 kr.
í gærkvöldi fóru fram nefndarstörf
og verður önnur umræða um kjara-
málin í dag. Bjuggust þingfulltrúar
sem NT ræddi við í gær, að reynt yrði
að komast að einhverri málamiðlun,
sem byggði samt að verulegu leyti á
ályktun lörmanns og varaformahns
VMSÍ.
Bónusmálin voru þó nokkuð reifuð
í umræöunni í gær og bónussamning-
urinn sem framkvæmdastjórn VMSÍ
stóð fyrir mjög gagnrýndur. Töldu
flestir að mikilvægt væri að minnka
vægi bónussins og auka vægi fasta-
launa. Samningur sá sem VMSÍ
undirritaði fyrr í haust var að dómi
margra alvarlegt slys en þar hefði
vægi bónussins vaxið og laun hinna
lægstlaunuðu verið skert.
Skipulagsmál verkalýðshrcyfingar-
innar voru mjög gagnrýnd og drög að
ályktun um þau talin til þess cins að
svæfa umræðuna. Það er skoðun
þingfulltrúa að verkalýðshreyfingin
sé ofskipulögð og því nýtist ekki þeir
fjármunir sem félögin greiða til heild-
arsamtakanna sem skyldi, auk þess
sem alltof margir eru að vinna að
sömu málum á mismunandi stöðum
innan hreyfingarinnar.
„Það cr hlutverk þingsins að gera
VMSÍ fokhelt aftur. en það er hrip-
lekt eins og Kristalsalurinn. Spurn-
ingin er hvort það verður gert með
því að mála það í sömu litum og eru
fyrir, eða hvort skipt verði um klæðn-
ingu.“ sagði Hrafnkell Jónsson, frá
Eskifirði.
Þrátt fyrir þessa þungu undiröldu
er Guðmundur J. taíinn öruggur með
endurkjör og ekki búist við mót-
framboði á móti honum, hinsvegar
eru ýmsir aðrir ekki öruggir með sæti
sín í æðstu embættum framkvæmda-
stjórnar, auk þess sem búasl má við
átökum og mótframboðum við stjórn-
arkjörið.
Vaxtalækkun á verðbréfamarkaðinum:
Mikið pen-
ingaframboð
■ Vextir á verðbréfamarkaðinum
hafa stöðugt verið á niðurleið allt frá
síðustu áramótum, að því er fram
kom í samtali við forstjóra Kaup-
þings, Pétur Blöndal. Hann kvaðst
ekkert sjá sem mælti á móti því að
þeir lækki enn frekar. Vextir á þess-
um markaði séu háðir framboði og
eftirspurn og ennþá sé mikið framboð
á peningum en fremur lítið af bréfum.
Viðskiptin séu að færast meira yfir í
bréf sem bæði séu öruggari og með
lægri vöxtum.
Pétur sagði vexti á þessum markaði
hafa verið um 7-8% fyrir hálfu öðru
ári. Síðan hafi eitthvað undarlegt
gerst sumarið 1984 - allt í einu hafi
cngir peningar verið til. Vextirnir
hafi fyrst farið upp í 12% í júlí, síðan
14% í ágúst og septembcr og í
nokkrum áföngum allt upp í 20%
rétt fyrir áramót. Upp úr áramótun-
um hafi þeir farið að lækka niður í 19
og 18% og í janúar, febrúar og verið
á því bili fram í maí í vor. Þá hafi
orðið mikið framboð á peningum og
vextirnir þá lækkað, fyrst í 17% og
síðan 16% í júlí, ágúst og niður í um
15% fyrir svo sem mánuði. Vextir á
skuldabréfum einstaklinga séu nú á
bilinu 14-16%. T.d. geti einstaklingur
með gott veð selt bréf með 14%
vöxtum fljótt og vel. Spariskírteinaút-
salan urn daginn hafi jafnvel ekki haft
áhrif á þetta.
NT-mynd Róbert
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ ásamt stjórnarmönnum þingsins
ULPUR
SLOPPAR
SAMFESTINGAR
VETTUNGAR
...ogþú tekur hlutina föstum tökum.
VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS HF
Þverholti 17-105 Reykjavlk S. (91) 16666.