NT - 08.12.1985, Blaðsíða 10

NT - 08.12.1985, Blaðsíða 10
Ný þyrla Landhelgisgæslunnar: ■ TF-SIFhefur sig til flugs. Flughæfni vél- arinnarvar sýnd. Vél- in var i öruggum höndum þeirra Páls Halldórssonarog Benonýs Ásgríms- MYNDAVÉLSEM GREINIR HITA ■ Pyrlur fljúga aftur á bak og geta numið Staðar f loftinu. Þessi er enginn eftirbaturá þvísviði. '. * ■ Glæsilegur gripur. - meðal þess sem gerir TF-SIF að mikilvirku björgunartæki N I ý og glæsileg þyrla hefur bæst í flota Landhelgisgæslunnar. Þyrlan ber einkennisstafina TF-SIF og er af gerðinni Dolphin. Vélin er búin full- komnum tækjum, og ber þar hæst innrauða myndavél sem skynjar hita. Svo mikil er nákvæmni myndavélar- innar að hún skynjar hitabreytingar upp á 0,2 gráður úr talsverðri hæð. Sigurður Steinar Ketilsson stýrimað- ur hjá Gæslunni sagði í samtali við NT að hægt væri að greina mann í köldum sjó úr fimmhundruð feta hæð. Sigurður Steinar sýndi blaðamönnum og fulltrúum hinna ýmsu björgunar- félaga hvernig myndavélinni er beitt, á fundi sem haldinn var til kynningar á þyrlu Landhelgisgæslunnar, í flug- skýlinu við Nauthólsvík. élin er hinn glæsilegasti gripur og var ekki laust við að flugmennirnir, Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, væru stoltir af henni. Tveir 700 hestafla hreyflar koma vélinni á 320 kílómetra hraða á klukkustund, hagkvæmasti hraði vélarinnar er hinsvegar 250 kíló- metrar á klukkustund. Flugþol á þeim hraða er fjórar klukkustundir og fimmtán mínútur. Flogið var með fréttamenn í sýningar- flug, eftir að Gunnar Bergsteinsson for- stjóri hafði flutt ræðu ásamt Jóni Helga- syni dómsmálaráðherra. Flughæfni þyrl- unnar var sýnd, og hvernig myndavélin virkar. Greinilegt er að með tæki þessu er öryggi sjómanna, og annarra sem í hættu gætu lent, aukið til muna. m yrlan sjálf er gerð, að stórum hluta, úr trefjaefnum sem gera hana léttari og sterkari og auðveldari í viðhaldi. Þrír til fjórir menn eru f áhöfn, eftiraðstæðum. í farþegaflutningum tekur þyrlan átta menn, eða fjórar sjúkrabörur með lækni. Eins og vélin er framleidd fyrir almennan markað er hægt að koma í hana tólf til þrettán mönnum. Fyrir utan innrauðu myndavélina eru í þyrlunni vörukrókur og neyðarflot. Sér- stakur búnaður gerir flugmönnum kleift að losa eldsneyti á ferð til þess að létta vélina. orsvarsmenn hinna ýmsu björgun- araðila óskuðu uandhelgisgæslunni til hamingju með nýja farkostinn. Við þetta tækifæri afhenti Haraldur Henrýsson forseti Slysavarnafélags fslands Land- helgisgæslunni súrefnistæki f tösku, sem munu fylgja vélinni. Þyrlan hefur þegar farið í eitt sjúkra- flug, þegar ekið var á dreng í Hvalfirði. Þá gekk allt eins og í sögu, og var sá slasaði kominn á sjúkrahús fimmtíu mínútum eftir flugtak. I lugmenn þeir sem NT ræddi við sögðu að nú stæðu yfir æfingar, og væru menn að venjast þyrlunni og fá „tiífinn- ingu“ fyrír henni. ■ •>. \ ■ ' ■ SigurðurSteinarsynir hvernig myndavelin virkar. Neðst á vélinni sesf hvar auga hennarerl,.' NT-myndir Arnl tíiarna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.