NT - 08.12.1985, Blaðsíða 20

NT - 08.12.1985, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur8. desember NT LIFSSAGA AÐALHEIÐAR ■ Bókaútgáfan Vaka/Helgafell sendir frá sér ævi- sögu Aðalheiðar Bjarnfreðsdótturfyrirþessi jól. Bók- in er rituð af Ingu Huld Hákonardóttur. Aðalheiður ætti að vera flestum landsmönnum vel kunn fyrir störf sín að verkalýðsmálum. Saga hennar er rakin í bókinni frá sárri fátækt í æsku og fram á okk- ar dag. Þeir kaflar sem við birtum hér eru framarlega í bókinni og fjalla um æsku Aðalheiðar og unglingsár. -st' Vt.S’U > Jj Fataleysi, lús, meramjólk og Anna í Króki Á Efri Steinsmýri voru fjórir eða fimm bæir, á Syðri-Steinsmýri tveir. Sé grannbærinn Krókur talinn með hafa búið þarna um 70 til 80 manns. Unglingsstrákar voru svo margir að nóg var í knattspyrnukeppni, ef tvær stelpur voru teknar með, venjulega við Hanna Guömunds; auk þess urmull af litlum krökkum. Húsakynnin hjá okkur voru ein sæmileg baðstofa þrjár rúmlengdir sem kallað var. Undir baðstofunni var fjósið með einu kúnni okkar. Innaf henni eldhús, sem aldrei komst þó svo langt að í það yrði sett timburgólf. Á eldhúsinu var gluggi sem kom mér að góðu gagni, þegar ég var að stel- ast út til að leika mér. Mamma var nefnilega dálítið ströng. Stelpur sem voru að hlaupa úti og ekkert að vinna voru að áliti hennar gálur. Um strák- ana giltu allt önnur sjónarmiö. Tólf ára var ég orðin svo sver um rassinn að ég komst ekki út um gluggann lengur. Við Bjarnfreðskrakkarnir vorum flest þrettán heima í einu. Eldri en ég voru fimm bræður: Björn Gísli, Sigur- bergur, Haraldur, Guðjón og Lárus, og svo systir mín Vilborg. Haraldur ólst upp í Seglbúðum frá fimm ára aldri, Guðjón í Hlíð í Skaftártungu frá því hann var þriggja ára, og Lárus fór níu ára að heiman að vinna fyrir sér sem snúningspiltur. Hinir voru heima þangað til þeir fóru að fara í verið um fimmtán ára gamlir, eins og þá tíðk- aðist. Vilborg, sem ævinlega var kölluð Bogga, var sex árum eldri en ég. Hún var mér til mikillar huggunar í einni mestu raun barnæsku minnar, en það var bardaginn við fjárans lúsina. Allt vatn varð að sækja í bæjarlæk- inn, og lúsin grasséraði á veturna þegar erfitt var um þvotta. Þegar ég fór að heiman sextán ára gömul hafði mamma ekki enn eignast þvotta- bretti. Þau fengust að visu í kaupfé- laginu, kostuðu tvær krónur, og vafa- lítið hefur verið keypt eitthvað óþarf- ara á heimilinu. En mamma gerði fjarska litlar kröfur. Eiginlega gat hún neitað sér um allt, varð bara veik ef hún átti ekki kaffi. Sem barn hafði ég mikið og þýkkt hár, freistandi bústað fyrir lúsina. Mamma leyfði mér þess vegna aldrei að fara að sofa fyrr en búið var að greiða það, flétta og bera í það stein- olíu til að fæla burt kvikindin. Gallinn var bara sá að ég var svo kvöldsvæf, að oft var ég dottin út af áður en þessi athöfn hafði farið fram. Þá var ég rifin upp, syfjuð, úrill og í ömurlegu skapi. Bogga systir huggaði mig með því að segja mér æsandi spennusögu. Hún bjó þær til jafnóðum og var sjálf aðalpersónan. Ovinirnir voru Boli og Grýla, sem eltu hana. Þegar þeim tókst að ná henni bundu þau hana fasta eða lokuðu hana inni í dimmum helli. En þegar öll von virtist úti kom úr- valspersónan Græja til hjálpar og fann ráð, sem dugðu. Það brást ekki, að Græja gaf Boggu eitthvað fallegt að skilnaði, þegar hún var búin aö bjarga henni frá óvættunum. Bogga var sjálf mjög gjafmild, svo þegar ég heyrði um gjöfina bað ég: „Bogga mín, gefðu mér.“ En alltaf haföi Bogga verið svo óheppin að týna gjöf- inni út í móa eða missa hana í lækinn og það varð ég að sætta mig viö. Mikið saknaði ég Boggu þegar hún fór alfarin að heiman tólf ára gömul til að vinna fyrir sér í vist hjá Elínu móð- ursystur. Þá var ég sex ára og eftir það elsta stúlkan á heimilinu. Það lenti því mikið á mér að hjálpa mömmu að passa yngri systkinin. Hvert sinn sem nýtt barn fæddist á heimilinu var það lagt í einu vögguna sem til var, en næstyngsta barnið kom í rúmið til mín. Eftir ár eða tvö ár fór það frá mér til næstu systur minnar, eða Bergs bróður væri hann heima, og ég fékk nýtt í staðinn. Ég kveið alltaf fyrir skiptunum, því mér þótti fjarska vænt um yngri syst- kinin mín, ekki minna en min eigin börn síðar. Fyrsta barnið, sem ég fóstraði, var Eygerður, kölluð Eyja. A milli mín og hennar í aldri voru systurnar Jó- hanna, Ólöf og Ingibjörg. Jóhönnu var komið fyrir á öðrum bæ í Steins- mýrartorfunni, svo nálægt að hún gat alltaf verið með okkur. Eyju þekkja margir, því hún vann árum saman á Hressingarskálanum. Alveg ágætis krakki, en hræðilega þver. Mamma sagði að ég yrði að gæta þess vel að sængin færi aldrei ofan af henni, því í baðstofunni var jökulkalt. Ég tók þetta mjög alvarlega og ríghélt sænginni fastri utan um hana alla nóttina. Á eftir Eyju fæddust Ármann, Aðal- steinn, Steindórog Valdimar, sem all- ir ólust upp heima. Ármann var þó lík- lega níu ára, þegar hann fór að Fljót- um sem snúningapiltur. Sextánda barnið var Magnús, sem allir þekkja úr sjónvarpinu. Þegar hann leit dags- ins Ijós var heimiliið óvenju bjargar- laust. Ljósmóðirin lét flytja hann að neimanþriggja nátta.og ólst hann síð- an upp sem einkabarn hjá nokkuð efnuðum hjónum í Efri-Vík í Land- broti. Þá var það Steinn Andrés sem dó fimm ára gamall, eina systkinið sem ekki komst á legg, og Ólafur, Vil- mundur Siggeir og Þóranna Halla, sem öll voru ung þegar mamma dó, Þóranna aðeins fjögurra ára. Þá var ekki furða þótt stundum væri þröngt í búi. Einn vetur lá ég mest af í rúminu með tvo minni bræður mína, því að ég átti bókstaflega engin föt að fara í. Ætli ég hafi ekki verið svona átta ára? Mér leið bærilega, þannig séð. Ýmsir urðu til að lána mér eitthvað að lesa. Ég var bókasjúklingur og alæta á bækur. Held það hafi verið þennan vetur sem ég las bæði Leyndardóma Parísarborgar og Péturs hugvekjur. Mig langaði þó stundum út, þegar ég heyrði í hinum krökkunum að leika sér. Það væri lygi ef ég neitaði því. Á næsta bæ var vinnukona um tvítugt, alltaf kölluð Björg, en hét fullu nafni Sveinbjörg Ingibergsdóttir. Hún var skyld okkur og kom stundum í heimsókn. Eitthvað var hún að gefa mér auga þar sem ég lá í rúminu. Undir vorið birtist hún með bút af efni, sem hún þóttist hafa fundiö í dóti hjá sér, og bað hæversklega um leyfi til að fá að sauma á mig úr því. Þaö var henni að þakka, að á sumardaginn fyrsta stóð ég úti á hlaði í nýjum kjól. Heilbrigðisþjónustan á Steinsmýri þætti lítilfjörleg nú á dögum. Þó kom- umst við öll systkinin nema Sveinn Andrés til fullorðinsára og enn eru fjórtán okkar á I ífi. Ólöf systir m í n hef- ur þó verið sjúklingur á Kleppsspítala frá því um tvítugt. Næsti læknir var á Breiðabólsstað á Síðu. Hann var ekki sóttur vegna smákvilla. Eitt sinn á hausti man ég að Hjalti, yngri bróðir einnar bestu vinkonu minnar, Hönnu Guðmunds- dóttur, veiktist heiftarlega af hlustar- verk. Heila nótt gat hann ekki sofið fyrir kvölum og hélt öðru fólki í bað- stofunni andvaka. Ekki þýddi að leita til læknis, því hann var í sjúkravitjun austur í Öræfum. Sú ferð gat tekið nokkra daga. Hjalta fór sífellt versnandi og góð ráð voru dýr. Gestur á bænum kvað upp úr með það, aö besta lækningin við eyrnabólgu væri meramjólk. Við Hanna vissum af grárri meri, eign hjóna, sem bjuggu á Hólminum, sem kallað var. Og ekki var að sökum að spyrja, viö af stað að leita að Grásu. Það gekk ekki þrautalaust, þvi myrkrið var eins svart og haust- myrkur getur verið, og við að drepast úr myrkfælni. Við heyrðum alls konar kynjahljóö, stirðnuðum upp af skelf- ingu, og gripum hvor í aðra. Eftir langa leit fundum við merina. Áreið- anlega hefur það verið Hanna, sem mjólkaði meðan ég hélt Grásu rólegri með því að tala við hana. Ég er skepnuvinur og hef þá náttúru að ég á gott með að tala við þær, hvort sem það eru grimmir hundar, fælnir kettir eða stygg hross. Þegar við höfðum náð mjólkinni héldum við af stað heim. Við hrösuð- um í öðru hverju spori, en til allrar gæfu var ílátið með loki, annars hefði illa farið. Við ruddumst askvaðandi inn í baðstofu, veltum Hjalta á hliðina svo veika eyrað sneri upp, helltum mjólkinni ofan í það og héldum hausnum á honum föstum góða stund, svo lyfið hefði tíma til að virka. Og þaö var eins og við manninn mælt. Stákur sofnaði vært, og vakn- aði albata. Hanna býr nú að Múla í Skaftár- tungu. Mér þótti fjarska vænt um hana, eins og reyndar alla krakkana á Steinsmýri og á nágrannabæjunum. Systkinin í Arnardrangi voru miklir vinir mínir, sömuleiðis systkinin á Bakkakotsbæjunum og í Langholti, að ógleymdri Valgerði í Hátúnum, sem flakkaði með mér um fjöll og firn- indi. Krókur var einn af fáum bæjum í sveitinni þar sem alltaf var meira en nóg að borða. Anna, ráðskona Há- varðs bónda þar, var sér á blaði hjá okkur Steinsmýrarkrökkum. (Hún var móðursystir Margrétar Auðunsdóttur, formanns í Sókn, sem síðar kemur við þessa sögu.) Anna lét aldrei frá sér fara svangan krakka né svangan hund. Hún var sögð dyntótt og hafði vafalaust sína galla, en við krakkarnir sáum þá ekki. Hún dó siðastliðið sumar, varð hundrað og þriggja ára gömul! Eitt sinn var ég send að Króki í brýnum erindagjörðum snemma vors. Þetta var einstakt sultarvor. Ég læddist til að taka hundinn með mér svo hann fengi líka að borða. Önnu hitti ég eina heima, skilaði erindinu fljótt og vel og hún sagði mér að bíða meðan hún tæki til bita handa mér. Þegar Anna tók til bita var það svo ríflega gert að ekki sá högg á vatni, hvað hraustlega sem maður boröaði. Við að sjá allan þennan mat um- turnaðist eitthvað innan í mér. Kokið skráþornaði, ég gat ekki komiö neinu niður og horfði angistaraugum á Onnu. Hún sneri sér snöggt að elda- vélinni, bölvaði skáninni, tók stóra taðtrogið og sagðist þurfa út í fjárhús á túninu aö sækja betra eldsneyti. Áður en hún fór bað hún mig að halda eldinum lifandi með skáninni, sem eftir var. Skrýtið var það, þegar ég var orðin ein og búin að fá verkefni runnu ein- kennilegheitin af mér og ég boröaði krásirnar af bestu lyst. Þegar Anna kom aftur eftir drykklanga stund sat ég sæl og mett og það bullaði á katlin- um á vélinni. Nú varð ég að fá kaffi og pönnukök- ur, sem enginn gat bakaö eins og Anna. Ennþá finnst mér það hafa ver- iö bestu pönnukökur í heimi. Svo liðu mörg ár. Ég var sextán sautján ára og orðin kaupakona í Króki. Við Anna voru að koma heim frá að snúa heyi og gengum framhjá fjár- húsunum, þangað sem hún hafði sótt skánina forðum daga. Mig langaði að gera eitthvað fyrir hana og spurði í grandaleysi: „Anna, áég ekki að bera heim fyrir þig skán í eldinn?" Hún leit á mig hissa og sagði: „Ertu vitlaus, krakki, heldurðu að það sé geymd skán hérna?“ I sama bili hefur hún víst munað löngu gleymt atvik. Hún tók á rás heim túnið og ég á eftir. Hún var sér- stök að því leyti, að hún var til í að tuskast við unglinga, það gerðu fáar konur yfir fimmtugt, svo ég réðst á hana, hélt henni fastri og neitaði að sleppa henni, fyrr en hún segði mér, hvert hún hefði þá sótt skánina. Þegar við höfðum flogist á um stund játaði hún að hafa ekki farið lengra en hin- um megin við þilið. Þar beið hún þangað til hún hélt ég væri búin að borða. „Ég vissi alveg hvernig þér leið,“ sagði hún. „Móðir mín varð ekkja með okkur systkinin sjö.“ Sársauki fátæktari nnar - Guð og Karl Marx Sárasta endurminning bernsku minnar er hreppagrislingsnafnið. Því var dengt framan í mann í tíma og ótíma, hvenær sem einhver þurfti að násér niðriámanni. Það var undarlegt, hvað fólk gat verið mikilir skíthælar gagnvart þeim, sem urðu að þiggja af sveit. Eins og mér finnst Skaftfellingar miklar ágætismanneskjur. Hjálpsemin var nokkuð sterk í byggðarlaginu. Ef okk- ur heima áskotnaðist óvæntur fengur, til dæmis ef pabbi hafði veitt mikiö af sjóbirtingi, þá var jafn sjálfsagt að senda öðrum í soðiö eins og að setja fiskinn í eigin pott. Þetta var nokkuð algengt, og oft þegar fólk miðlaði öðr- um bita tók það hann frá munninum á sjálfum sér. En skammaryrðið hreppagrislingur nísti inn í kviku. Ég verð að kveikja mér í sígarettu þegar ég reyni að rifja þetta upp. Læknarnir hafa annars harðbannað mér áð reykja, og ég hlýði því yfirleitt. Framkoman við þá, sem neyddust til að leita aðstoöar hjá sveitarsjóði, var ekkert betri í öðrum byggðarlög- um, sumstaðar jafnvel verri. Ég man aldrei til þess, að börn væru boðin upp í Meðallandinu, en ég hef talað SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.