NT - 08.12.1985, Blaðsíða 7
Þú virðist hafa mörg járn í
eldinum, þú hefur staðið að
tveimur þremur myndum á ári
undanfarið.
Ég var duglegur í fyrra,
í ár kem ég sennilega ekki til
meö aö leika í nema einni mynd,
hugsanlega leikstýra annarri.
Honkytonk man hlaut dræma
aðsókn, kanntu nokkra skýringu
áþví?
Nei, ég gerði mér að
vísu aldrei vonir um aö hún hlyti
mjög mikla aösókn, Honkytonk
man er ekki þannig mynd.
Staða þín innan bandaríska
kvikmyndaiðnaðarins er með
nokkuð sérstökum hætti...
Já að vissu leyti, ég
hef engan áhuga á stóru Holly-
wood myndunum, þó ég hafi
unnið þar annaö slagiö. Nýjasta
mynd mín Pale Rider er klassísk
kúrekamynd en hún á ekkert er-
indi til Hollywood.
Hversvegna snýrðu þér aftur
að vestranum?
Innsæið ræður ferð-
inni, ég er búinn aö velta þessari
sögu fyrir mér í fjögur ár og núna
er rétti tíminn til aö hrinda henni í
framkvæmd.
Rætur bandarísku kvikmynd-
arinnar er kúrekamyndin. Er þér
kannski nauðsynlegt að gera
kúrekamynd annað slagið?
Það er rétt, ég á rætur
mínar aö rekja til kúreka mynd-
arinnar. Hins vegar er ég ekki
bundinn henni einum óleysan-
legum böndum og þaö er fátt
sem fer meir í taugarnar á mér
en sífelldar spurningar um
hvenær ég ætli aö gera næst
vestra. Ég tek eitt verkefni fyrir í
einu, svo ræöur löngun mín
feröinni um hvað ég geri næst.
Ertu með eitthvað fleira á
prjónunum?
Já, ég er með sögu um
tvær systur í New York, í henni
verö ég bakvið myndavélina.
teíSlii