NT - 08.12.1985, Blaðsíða 19
1 8 Sunnudagur 8. desember NT
ÆVISAGA MYNDHÖGGVARA
Þótt ég hafi stundum smitast af því
aö vera stór strákur, vera karlmaður
sem á aö sjá fyrir sér og sínum, geta
komið húsi yfir fjölskylduna og allt
slíkt þá hefur skynsemi mín ráöið á
endinum. Ég verö oft svo hissa á
þessum miklu karlmönnum sem
maöur ber sig stundum saman við
þrátt fyrir allt. Voöalega er ég lítill karl
samanborið viö hann! Hann stendur
sig djöfulli vel i þessu og hinu. Hann
hefur ekki gert fullt af fólki óhamingju-
samt út um allan bæ. En svo gerist
það kannski næsta dag aö þessi
maður lemur einhverja manneskju
gjörsamlega i klessu.
Þá kemur maöur aö siöferöismörk-
unum. Samviskubit hefur alltaf veriö
ógurlega mikill þáttur í lifi minu. Ég
hef ekki getaö haldiö mig innan lög-
legra siöferðismarka og þess vegna
hef ég fengið á mig slæmt orö. En ég
hef aftur á móti mín innri mörk sem
miöast ekki viö ytri siðferðismörk sem
aðrir hafa sett. Flestir miöa hegðun
sína viö þau en þegar þeir loksins
gefast upp á þeim gerist þaö oft meö
svo miklu offorsi aö tekur engu tali.
- /Wcv viröisi pú þa upplifa karl-
menn sem samkeppnisaðila?
- Örugglega. Þegar eg velti fyrir
mér hvaöa fólki ég treysti eru þaö
konur frekar en karlar. Þá er ég ekki
aö tala um trúnaö sem slíkan heldur
þaö aö treysta eftir aö trúnaöur hefur
myndast. Mér finnst svo algengt aö
milli karlmanna komi upp sperringur,
einn þarf alltaf að trompa annann,
hafa eitthvaö betra fram aö færa.
Konur eru ööruvísi. Mér finnst þær
lika þola og geta meira en karlmenn.
Okkar hlutskipti er einungis aö eiga
þessa stuttu stund og deyja svo.
- / hverju felst það samkomulag
sem þú og konan þín gerðuð í upp-
hafi?
- Þá sömdum viö um að viö skyld-
um reyna aö segja hvort öðru allt, fela
ekkert hvort fyrir ööru, vera trúnaöar-
vinir. Þaö höfum viö reynt i raun og
sannleika. Mér hefur fundist þaö
skipta mestu máli. Ég er alltaf aö
kynnast henni betur og betur sem
manneskju. En síöar hefur náttúru-
lega ýmislegt komiö upp á svo sem
samskipti mín viö aörar konur og þá
hefur orðiö nokkur trúnaöarbrestur
um tíma. Eg held þó aö þaö sé eng-
an veginn óyfirstíganlegt. En í áranna
rás hefur komið i Ijós að þaö er annað
varöandi trúnaö og hreinskilni sem
viröist skipta mig máli, þaö er aö viö
trúum hvort ööru fyrir heildarupplifun
okkar á lífinu.
- Hvað hafa „útundanhlaup“ þín
þýtt fyrir hana?
- Hún hefur komist yfir þau en
þetta hefur komið leiöinlega út vegna
þess að henni hefur stundum fundist
ég væri aö hafna henni. En þaö er alls
ekki málið fyrir mér. Eins og hún hefur
sagt: „Ég geri ráö fyrir aö þú leggir
jafnmiklar tilfinningar í önnur sam-
bönd eins og þegar viö erum saman.
Hvaö á ég aö halda?“ Þessu hef ég
enn ekki getað svaraö almennilega.
- Hefurður mætt fyrirlitningu þeg-
ar innri siðferðismörk þín stangast á
við ytri siðferðismörk annarra ?
- Já, það fer ekki hjá því. En mér
finnst verst þegar menn segja viö mig
eins og einn vinur minn: „Þú ert svo
helvíti graður. Ég vildi aö ég væri eins
graöur og þú!“ Þarna er verið aö gera
úr mér kvennabósa út frá einhverjum
gamaldags viöhorfum. Ég sætti mig
ekkert viö þaö.
Aö hafa átt börn með fleiri en einni
konu finnst sumum lika dálítiö ein-
kennilegt. En ég er alveg tilbúinn til aö
eiga börn meö öllum þeim konum
sem vilja eiga börn meö mér. Ég er al-
veg sannfæröur um aö ég sé góöur til
undaneldis. Ég er viss um aö viö viss-
ar aðstæður á ég alveg nóga ást fyrir
allan heiminn. Maöur á bara yfirleitt
að vera góöur. En því miður er heim-
urinn fullur af fíflum og vondu fólki
sem þarf að skamma og segja til
syndanna.
Þaö er vörn margra karlmanna að
konur séu svo vondar og æstar á
þessum síöustu árum. Þeir eru aö
vandræöast yfir hvernig þeir eigi aö
bregöast viö þvi og telja sig þurfa aö
verjast meö hörku. Samskipti hjóna
snúast mikið um þetta eins og Guö-
bergur hefur lýst svo vel í Hjartað býr
enn í helli sínum: Ég má fá svona
mikið af sleikipinnanum af því þú
fékkst þetta mikið. Fólk tekur miö af
einhverjum félagslegum kynhlutverk-
um án þess aö vita almennilega hvað
þau fela í sér.
En þegar fólk fær ekki útrás fyrir all-
ar tilfinningar sínar gagnvart maka
sínum eöa elskhuga þá er ekki von á
góöu. Segjum svo aö viö værum hjón,
þú hefðir farið í bæinn og værir ný-
komin heim og ég væri drullusvekktur
myndi ég segja sísvona: Þiö konurn-
ar. Þiö getið leyft ykkur aö vera alltaf
aö hittast. Konum leyfist víst allt á
þessum tímum. Og til aö hefna mín á
þér, klára ég úr glasinu, fer út á öskr-
andi fyllirí, ríö helst einhverjum kven-
manni í botn, kem svo heim og segi
þér frá því til aö særa þig verulega. Til
aö þú getir svo sagt á morgun: Þiö
karlmennirnir. Ykkur leyfist aö fara á
fyllerí til þess aö þiö getið riöiö hvaða
kvenmanni sem ykkur sýnist. Megum
viö konurnar þaö ha?
Þegar fólk getur aldrei talaö um til-
finningar sinar þá brjótast þær út meö
offorsi þegar minnst varir og kerfiö
klikkast. Svo sem þessir siöprúöu
menn sem öll þjóðin hefur svo mikiö
álit á og hafa alltaf staðið sína plikt á
hvaöa vígstöðvum sem er. Einn dag-
inn lemja þeir bara konuna í klessu,
drengir góðir. Hvaö er þaö sem
veldur?
- Getur þú fengið útrás við að
gráta?
- Oft hef ég getað þaö. Þegar ég
verö gamall maður mun ég sitja öllum
stundum og gráta. Síöustu tvö árin
hef ég þó saknað þess aö geta ekki
grátiö. En ég er meyr og fæ tár í aug-
un á réttu augnabliki í væmnu mynd-
unum og þegar ég hlusta á fallega
tóniist. Þegar ég er aö springa af grát-
leysi set ég fjóröa þáttinn í níundu
synfóniu Beethovens á fóninn og
grenja hann út í gegn.
- Hvaða áhrif hefur brauðstritið
haft á ritstörfþín?
- Fjölskyldulíf fylgir náttúrulega
ábyrgð: aö sjá fyrir sér og sínum.
Maöur er alltaf sá asni aö taka það
fram yfir það sem skiptir máli í raun og
veru. Þá slakar á einbeitninni og
maöur er meö hálfan hugann viö aö
skrifa og er aö þeytast út og suöur í
vinnunni.
Þaö erfiöasta í þessu sambandi er
aö búa í tiltölulega litilu og lokuðu
samfélagi þar sem hver miðar sig
óhjákvæmilega viö annan. Hér þarf
maöur aö taka þaö húsnæði sem
býöst og borga það sem sett er upp
fyrir þaö og matinn. Þá skiptir engu
máli hvort um einhleyping er aö ræöa,
barnlaust par eöa hjón með börn. En
þegar kemur aö lífsstílnum, sjón-
varpi, bil og ööru slíku, þá þarf maður
aö spyrja sjálfan sig: Á hverju þarf ég
aö halda? En í rauninni þarf maður
ekki aö hafa neitt annað en Ijóð Jón-
asar Hallgrimssonar til að komast af
og sitja siöan bara og yrkja, sinna list
sinni og hugsjón. Þetta er náttúrulega
draumurinn en af því að maður lætur
oft undan utanaökomandi þrýstingi
verður maöur tvískiptur og þjónar
tveimur herrum. Þar skynja ég fyrst
togstreituna, þar byrjar brauöstritiö.
En aö baki þessum skoöunum mín-
um eru allt aörar forsendur en hjá
þessum þrælum sem enga hugsjón
hafa.
- Hvað býr að baki hugsjón þinni i
ritstörfunum?
- Ég held að það gildi enn sem ég
sagði sem unglingur, eitthvað á þá
leiö að ég skyldi meö öllum ráðum
láta gott af mér leiöa með aðstoð list-
arinnar, reyna að gera heiminn betri
og friðsamari. Þaö er reyndar langt í
þaö, finnst mér, en samt er þetta
markmiðið.
„Gerður" er ævisaga
Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara. Gerður
komst svo langt á lista-
mannsbrautinni að hún
var talin í hópi þekktustu
samtíðarmyndhöggvara
í Evrópu, en lést aðeins
47ára árið 1975.
Hennar nánasta vin-
kona, Elín Pálmadóttir
blaðamaður ritar þessa
sögu. Kaflinn hér á eftir
er tekinn úr Ítalíuþættin-
um í bókinni. Gerður er á
3. ári í listaháskólanum í
Flórens, sem var fyrsti
skóli hennar erlendis.
Iria og Piero eru skóla-
sýstkini hennar og vinir.
Þá er Geröur aö koma úr jólafríi
heima hjá Iriu í Piambino. Kvöldið
áður en þær fara efnir kompaníiö til
dálítils jólahófs. Þær Iria skreyta lítiö
jólatré og Gerður færir tréstyttuna
sína í jólasveinabúning. Þessu taka
þær stöllurnar upp á vegna þess aö
Piero hefur sagt aö hann muni ekkert
eftir því hvernig jólin voru þegar hann
var lítill. Og þær hafa gaman af að sjá
viöbrögö hans þegar hann sér tréö
uppljómað. „Hann var eins og smá-
strákur," segir Geröur. Þau gefa hvert
öðru jólagjafir. Piero fær frá Gerði
Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar
Gunnarsson, en hún fær frá þeim
listaverkabækur. Síöan halda þær
Geröur og Iria til Piambino, lítils
fiskiþorps skammt frá Flórens. Jólin
eru þar nokkuð frábrugðin því sem er
heima á fslandi. Fólk fær sér í
staupinu á aöfangadagskvöld nema
meðan farið er i miðnæturmessuna.
Þær fara út meö vini Iriu og heim-
sækja barina. „Gaman var að sjá
karlana faömast og kyssast eina
stundina og hnakkrífast hina,“ segir
Gerður. Á mínútunni kl. 12 hringja
kirkjuklukkurnar. Þau standa niöri viö
sjóinn og syngja „Heims um ból“.
Þaö er ógleymanleg stund. Alstirndur
himinn, brimhljóð og daufur ómur frá
kirkjuklukkunum í bænum. Gerði
verður hugsaö til þess sem fjölskyld-
an er aö gera heima á þeirri stundu.
Síðan hlaupa ærsli í hópinn. Þau
ganga milli bakaranna og háma í sig
„castagniole“, sem eru nokkurs kon-
ar pönnukökur, og hringja í galsa á
nokkrar dyrabjöllur í leiðinni. Jóla-
dagurinn er líkur þvi sem er á íslandi
nema jólagjafir eru miklu minni. Mikið
borðað, drukkið, sungiö, hlegiö og
skemmt sér allan daginn. Á annan
jóladag er haldiö út í sveit á reiöhjól-
um því hlýtt er sem á vordegi. Siðan
haldiö aftur niöur að sjó til aö horfa á
sólarlagið. Þetta þóttu Geröi góö jól
og hún eyðir aftur jólum hjá Iriu og
Piero 1950.
Undir voriö er kominn hugur í
Geröi að fá fleira aö sjá og skoöa
betur. Hún fer aftur til Padova og
skoðar heilmikiö af bysantínskri list.
Líka til Mantega. Hún hefur aldrei
séö neitt sem jafnast á við myndir
Giottos í kapellunni hans. Getur ekki
skilið aö sextíu árum áöur þótti hann
ekkert sérlega góöur málari. Síðan er
haldið til Feneyja til aö skoða sýning-
ar: „Þegar ég var búin aö sjá Braque,
Picasso, Klee, Chagall, Míró, Mondri-
an, Léger, Laurens og Morre af
nútímalistamönnum þá var allt séö.
Hitt allt eru hreinar endurtekningar á
þeirra verkurn," segir hún. Hrifnust er
hún af Braque, Miró og Chagall af
listmálurunum en Morre og Laurens
af myndhöggvurum. Af impression-
istunum metur hún mest Gauguin,
Cézanne og Van Gogh. Gleypir í sig
þaö besta í listum fyrr og nú. Finnst
hún hafa svo gott af aö sjá þetta aftur.
„Skildi þaö svo miklu betur en í fyrra.
Þá fannst mér þetta allt svo undravert
aö það steig mér til höfuðs," skrifar
hún.
Hún tekur raunar sjálf þátt í sýn-
ingu í Feneyjum um sumarið, þegar
Ijóst er orðiö aö engin sýning veröur
i skólanum og útlendingar fá ekki
aðgang aö sýningunni í Róm. Lista-
skólinn í Feneyjum býöur öörum
listaskólum þátttöku í sýningu á Fen-
eyjahátíðinni í lokmaí. Geröursendir
þangaö styttuna af konunum tveim-
ur og er eini myndhöggvarinn frá
Flórens. Á kost á aö senda fleiri
myndir, en kostnaöurinn heföi orðið
of mikill. Hún er aö byrja að komast
aö raun um hve miklu meira umstang
þaö er og dýrara aö senda högg-
myndir á sýningar en málverk og
teikningar.
Líklega hafa íslensku listamenn-
irnir sem koma til Flórens nokkur
áhrif á næsta áfangastað ungu lista-
konunar. Þeir tala allir um París.
Hafa veriö í listnámi í Bandaríkjunum
og í þeim eru aö gerjast nýjar stefnur
í listum. „í klíkunni okkar hérna
mæna allra augu á París og Flórens
- en mikið fjári er langt þangað,"
skrifar Kjartan Guðjónsson listmálari
og fyrrverandi teiknikennari Gerðar
henni haustið 1948. Þetta verða
meira en frómar óskir. Um haustið
koma málararnir Kjartan Guðjóns-
son, Jóhannes Jóhannesson og Val-
týr Pétursson aö máli við Helga
Pálsson og hyggjast taka Flórens
meö áhlaupi, eins og hann orðar þaö.
Biöja Geröi um aö innrita sig í
einhvern listaskóla svo aö þeir fái
gjaldeyrisleyfi. Helst einhvern sem
ekki setur aö skilyröi að gengiö sé
undir próf. Lúövig Guömundsson hef-
ur reynst sannspár þegar hann á
sínum tíma fagnaöi því að Gerður
var komin inn í Listaakademíuna í
Flórens. Spáði því aö fleiri mundu
koma á eftir frá íslandi. Menningar-
samskiptin milli Flórens og Reykja-
víkur hafa lifnaö, eitthvert Flórensæöi
aö grípa um sig, eins og Helgi oröar
þaö. Ásmundur Sveinsson hafi hug á
að komast þangaö og Þorvaldur
Skúlason tali um Italíuför. Hörður
Ágústsson hefi veriö í Flórens í
mánaðartíma um sumariö og gert
eftirmynd af Fæöingu Venusar eftir
Botticelli í vinnustofunni hjá Gerði.
Einnig hafði Thor Vilhjálmsson komið
þangaö og Geröur notaö tækifærið til
að fá hann til aö sitja fyrir hjá sér.
Eftir talsvert japl, jaml og fuður
vegna farareyris, gjaldeyris og skip-
rúms leggja þremenningarnir af stað
í janúar meö Súðinni sem ætlar til
Genova og Napólí meö saltfiskfarm.
Auk þeirra tveir íslendingar á leiö í
söngnám, þeir Ketill Jensson og
Ólafur Jakobsson. Skipið er þó ekki
komið lengra en út fyrir Vestmanna-
eyjar þegar þaö fær á sig hnút sem
brýtur allt ofan þilja og siasar skip-
stjórann. Aftur verður aö snúa til
sama lands. En nokkru síöar kemur
skeyti frá piltunum þá stöddum í
Gíbraltar meö tilmælum um aö Gerð-
ur komi til móts viö þá í Genóva.
Er hún kemur þangað seint um
kvöld þorir hún ekki ein niður í
hafnarhverfið. Klukkan fimm næsta
morgun leggur hún í hann. Þaö
reynist hægara sagt en gert að finna
Súöina litlu í annarri eins stórhöfn og
Genova. Enda byrjar Gerður á öfug-
um enda. Varðmenn kannast ekkert
við íslenska skipið. Innan skamms
hefur Geröur safnað um sig hersingu
karla sem allir vilja hjálpa og hringja
út og suður. Loks fæst niðurstaða í
máliö. Tuttugu mínútna gangur aö
íslenska skipinu. Þá er klukkan farin
að ganga níu. Geröur gengur allt
hvaö af tekur. Um síöir fær hún
hafnarverkamann til aö fylgja sér.
„Loksins kom ég auga á íslenska
fánann. Ég varð svo glöð aö ég
ætlaði aö stökkva yfir járngrindina,"
skrifar hún. „Karlinn leit kankvís á
mig og spuröi hvort ekki væri betra aö
ganga gegnum hliðið. Þá ætlaði ég
aö hlaupa fram hjá varðmönnunum
en þeir stöövuöu mig. Dugöi þó aö
gefa þeim hýrt auga. Fyrsti maöurinn
sem ég sá var Pétur loftskeytamaður
og skólabróðir minn úr Ingimars-
skólanum. Ekki ætla ég aö lýsa því
hve gaman var aö sjá svo marga
ísiendinga." Geröur fékk aö sofa um
borö í tvær nætur, hjálpaði sjó-
mönnunum viö innkaupin og túlkaöi
fyrir þá. Þetta var kátur hópur. Ketill
veröur frægur í hafnarhverfi Genova.
„Þegar þessi beljaki stóð upp, þandi
brjóstkassann og tók lagiö úti eöa
inni þá dáleiddi hann ítalina svo að
þeir stundu Caruso eða Italiano!"
Ketill heldur áfram til Mílanó.
Listmálararnir þrír dveljast um sinn í
Flórens. Geröur hefur getað útvegað
þeim vinnustofu þar sem hún býr sjálf
í Via degli Artisti 6. Þeir eru mjög
ánægðir. Finnst Gerður létt og Ijúf
manneskja - skapstór þegar því er
aö skipta. Sjálfri finnst Gerði hress-
andi að fá þá því aö íslendingar hafi
alltannaðlundarfaren italir. Eru meiri
félagar - aö undanteknum Iriu og
Piero vitanlega. Oft er glatt á hjalla
hjá þeim. Strákarnir kalla Gerði Púkk
og það er mikiö spaugað. í maí eru
þeir Kjartan og Jóhannes svo farnir
áfram til Parísar eftir að hafa unnið
heilmikiö í Flórens. En Valtýr fer ekki
fyrr en um haustið. Þau Gerður hafa
verið aö gera því skóna að efna til
sýningar saman, en þaö reynist of
dýrt.
Fleiri íslenskir gestir eru á ferðinni.
Jónas Jónsson frá Hriflu og Siguröur
Þóröarson kaupfélagsstjóri og gjald-
eyrisnefndarmaöur. Gerður sýnir
þeim Flórens að beiöni fööur síns.
Fer með þá að borða í veitingahús
frægt fyrir aö Síamskonungur hafði
boröaö þar, í Dómkirkjuna, Skírnar-
kirkjuna, Uffizisafnið, Pittihöllina og
Giottoturninn og síðast upp á Paz-
zole. „Þeir fóru hraðferö yiir þetta allt
en þótti gaman aö smásögum um
staðina eins og aö Pitti lét byggja
höllina svo stóra að Pallazzo Strozzi
gæti staöið inni í hallargaröinum.
Þegar svo allir héldu aö nú væri hann
kominn á hausinn bauð hann aölinum
til dýrindis veislu, fyllti alla púða meö
gullpeningum og lét gestina sitja á
þeim." Gerður bendir Islendingunum
á að Lorenzo Ghiberti hafi aðeins
veriö tvítugur að aldri þegar hann
sannaði aö hægt væri að byggja
kúpul án þess að láta hann hvíla á
súlum. Og aö Donatello hafi ekki
verið nema 21 árs er hann byrjaði aö
skreyta dómkirkjuna. „Þeir hafa gott
af aö heyra þetta, svona afturhalds-
karlar,“ skrifar hún.
Geröi er sýnilega í mun aö sann-
færa þá um að ungir listamenn séu
færir í flestan sjó. Raunar aö gefnu
tilefni. Og mikilvægu fyrir hana sjálfa.
Hún er að vinna aö styttu af Jóhanni
Sigurjónssyni skáldi og Jónas er í
Þjóðleikhúsráði. Verkið á sér aðdrag-
anda. Þegar blaöamönnum er sýnt
nýtt þjóðleikhús kemurfram í blööum
aö e.t.v. veröi þar lágmyndir eftir
NT Sunnudagur8. desember 1 9
■ Gerður að höggva grjótkerlingu sína I vinnustofunni í Flórens.
■ „La compagma perfetta". Iria, Piero og Gerður á götu í Flórens.
ítalska listamenn. Helgi hendir það á
lofti og spyr Guðjón Samúelsson
húsameistara ríkisins hvort ekki sé í
ráöi að hafa þar íslensk listaverk.
Hann vilji láta dóttur sína á ftalíu vita
ef um samkeppni yrði að ræða.
Guöjón trúir honum þá fyrir því að til
mála komi að láta t.d. Guðmund frá
Miðdal og Ríkarð Jónsson gera
brjóstmyndir af brautryðjendum í
leikhúsmálum, þeim Indriða Einars-
syni höfundi Nýársnætur og Matthí-
asi Jochumssyni höfundi hins sívin-
sæla Skugga-Sveins. Vinna þær í
gifs og senda svo út til að fá þær
höggnar í marmara. Nú skrifar Helgi
Gerði og kveðst vita fyrir víst að
hvorki Sigurjóni né Ásmundi veröi
falið aö vinna þessar myndir, en þeir
einir höggvi listaverk í marmara.
Hvort hún hafi áhuga á verkinu.
Auðvitað hefur Geröur þaö. En nú sér
hún ekki fram á að hún geti verið
lengur erlendis viö nám. í lengsta lagi
til áramóta. Þaö blæs því ekki byrlega
fyrir þessari hugmynd. Gerður er
spurö hvort hún myndi hugsanlega
höggva myndirnar í marmara eftir
gifsmyndum hinna. Ekki líst henni á
það.
Nú skipast veður í lofti: „í dag
mætti ég Jónasi Jónssyni," skrifar
Helgi í desember 1948. „Hann var í
bíl og ók mér um bæinn í allangan
tíma. Lék viö hvern sinn fingur.
Byrjaði strax aö spyrja um þig. Að
lokum bað hann mig um aö skrifa þér
og spyrjast fyrir um þaö hvort þú
munir vilja taka að þér aö gera
marmaramynd af Jóhanni Sigurjóns-
syni fyrir Þjóðleikhúsið. Sá væri þó
gallinn aö ekki væru til nema Ijós-
myndir af skáldinu og yröi því aö
hluta til aö nota hugmyndaflugið.
Jónas taldi góöar líkur á að þú gætir
gert góöa mynd af Jóhanni. Hann
heföi verið mikiö kvennagull og kona
mundi hafa betri skilning en karlmenn
á því að ná eiginleikum hans.“ Tekur
Jónas fram aö Þjóðleikhúsiö muni
borga vel fyrir myndina, svo að þaö
gæti orðið alldrjúgur skildingur upp í
námskostnað Gerðar.
Nú líður og bíöur. Stendur aðeins
■ íslenskir Iistamenn á bökkum Arnofljótsins: Gerður Helgadóttir, Valtýr Pétursson, Jóhannes Jóhannesson og Kjartan Guö-
jónsson.
■ Jóhann Sigurjónsson. Gipsmynd eftir Gerði gerö í Flórens 1948.
á formlegri fundarsamþykkt í Þjóö-
leikhúsráöi. En Guöjón Samúelsson
hefur veikst og fellur frá. Feöginin eru
óþolinmóð. Þóttfjármálumsébjargað
í bili er alltaf yfirvogandi aö Geröur
missi vinnustofu sína í Flórens. Loks
segir Helgi henni aö byrja bara á
verkinu. Jóhann sé einn af okkar
ágætustu snillingnum og væri gaman
aö eiga af honum mynd hvort sem
Þjóðleikhúsið keypti hana eða ekki.
Hann sendir Geröi allt sem hann
getur fundiö um Jóhann. Fær lánaðar
myndir af skáldinu, tekur afrit af
lýsingu Gunnars Gunnarssonar á
honum til aö sýna hve mikinn pers-
ónuleika hann bar, tínir allt til sem
skrifað hefur veriö um Jóhann vegna
sýningar á Galdra-Lofti hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og segir frá sýningum á
Fjalla-Eyvindi víöa um heim viö frá-
bærar undirtektir. Erfiöast reynist aö
útvega heildarverk Jóhanns Sigur-
jónssonar. Þegar búið er aö fá þau
lánuð handa Geröi hjá Friöjóni Step-
hensen verkstjóra hjá SH fréttist af
eintaki til sölu úti i Skerjafiröi. Helgi
ræöir af sinni venjulegu innlifun um
Ijóð Jóhanns og telur aö af þeim megi
fá stemmninguna til að vinna verkiö.
Þar meö getur Geröur hafist handa í
febrúar 1949. Hún hefur lokið gifs-
myndinni í maí - áður en Jónas
kemur til Flórens. Á þá að fara úr
vinnustofunni. En gamli vinurinn
hann Gambagiani myndhöggvari
býöur henni aö vinna marmaramynd-
ina hjá sér. Hún lýkur því öllu fyrst og
lætur marmaramyndina bíða þar til
síðast.
„Jónasi leist vel á myndina af
Jóhanni nema aö ég veröi aö breyta
hárinu," sagöi Geröur. „Þarna kemur
enn eitt dæmiö um vit hans á högg-
myndalist. Hann vill hafa nokkra
hrokkna hárlokka út í loftið, sem
getur eyölagt heildarformiö. Þá vildi
hann aö ég geröi heilmikið brjóst og
heröar, en breytti nú samt um skoðun
eftir að ég haföi bent honum í Uffizi á
höggmynd af Neró sem er ekki annaö
en haus og háls.“ En í lýsingu
Gunnars Gunnarssonar segir:
„sveipur í hárinu yfir miðju enni,
andlitið aflangt, augun gráblá en
breytileg, stundum allt að því blá, en
áttu þaö til aö dökkna, nefiö hátt og
eilítiö bogiö."
Háriö á Jóhanni er oröiö stórmál.
Eftir að hafa haldiö fund í Þjóð-
leikhúsinu hringir Jónas til Helga.
Hafði sýnt meönefndarmönnum sín-
um Ijósmyndir. Niðurstaöan að lík-
lega muni þeir kaupa myndina af
Gerði ef hún breyti hárinu svo að þaö
veröi sem allra eðlilegast og líkast
því sem er á Ijósmyndum af Jóhanni.
Hið gáfulega og mikla enni Jóhanns
vilja þeir aö komi vel fram á myndinni.
Þó megi ekki ýkja þaö. Þeir fallast á
aö myndin sé aöeins höfuð og háls.
Herðar og axlir megi vanta. Jónas
biöur um aö benda Geröi á aö
algengt sé að listamenn taki tillit til
óska kaupandans þegar myndir séu
unnar eftir pöntun. Sjálfum finnst
Helga að hún eigi aö reyna aftur viö
myndina. En Geröur er hin þverasta.
Hún er búin aö senda myndirnar
sínar heim og þegar byrjuö aö
höggva Jóhann í marmara í garöin-
um hjá Gamba í júlihitunum, sem um
miðjan daginn eru óþolandi. „Ég sé
■ að Jónas heldur áfram aö tala um
háriö á Jóhanni Sigurjónssyni. Méc
finnst hálf-kjánalegt aö láta svona.
Ekki fer ég aö eyðileggja heildarform-
iö meö þvi aö láta þrjá lokka standa
út í loftið. Hitt er annaö mál aö hægt
er aö gera háriö meira lifandi þegar
þaö er höggviö í marmara. Ef þeir
vilja ekki hausinn þá þeir um þaö. En
þiö skuluö vera alveg róleg. Myndin
verður keypt. Ég veit ekki til þess aö
verið sé aö segja listamönnum til
verka þó þeir fái pöntun. Haldið þiö
kannski að Lorenzo il Magniíico hafi
sagt Michelangelo fyrir verkum. Nei,
takk!“
Þaö ferlíka svo. Geröurhefuroröiö
að fá lánað fyrir sendingarkostnaði á
myndinni til Genova hjá Piero og hjá
Hálfdáni Bjarnasyni til aö senda hana
heim með Kötlu. Þetta er hennar
síöasta verk í Flórens og fyrsta
verkiö sem hún vinnur fyrir íslenska
aðila. Og myndin fær góöar viðtökur.
Jónas Jónsson er ánægöur meö
hana. Guömundur Einarsson og Rík-
harður Jónsson sjá hana og lýsa
ánægju sinni. Þar er sýnilega engin
öfund þótt ung, óþekkt listakona hafi
hreppt verkið. Guðmundur kveðst
alveg undrandi yfir þeim framförum
sem Geröur hafi tekið. Myndin er á
skrifstofu Guölaugs Rósinkranz þjóð-
leikhússtjóra og bíður heimkomu
Haröar Bjarnasonar, sem nú er orö-
inn formaður nefndarinnar. En auk,
þeirra Jónasar er í nefndinni Ingimar
Jónsson skólastjóri, sem er velviljað-
ur og virðist metnaðarmál aö gamall
nemandi úr skóla hans geti sér gott
orö á listabrautinni. Um áramótin er
loks ákveðið að kaupa myndina og
henni ætlaður staöur í Kristalssal þar
sem gestir dvelja í leikhlé. Jónas
hefur mjög beitt sér í málinu og hinir
eru honum sammála. Greiöa 8-10
þúsund fyrir myndina. Hörður Bjarna-
son sendir heillaóskir og biður um
mynd í skrána um byggingarsögu
hússins. Það eru fyrstu samskipti
þeirra Gerðar, sem áttu eftir aö verða
mikil síöar. Þegar listakonan tregðast
við að senda af sér Ijósmynd byrstir
Jónas Jónsson sig. Þaö yrði hin
mesta smekkleysa ef Ijósmynd af
Gerði vantaði. Hún sé eina konan
sem lagt hafi til listaverk í húsið. Hún
verði að senda af sér góða mynd og
„Það verður aö vera listamanns-
mynd.“