NT - 08.12.1985, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 8. desember NT
NALGAST
og því er ekki seinna vænna
aö fara aö huga að jóiaundirbun-
ingnum. Viö erum reiöubúin til
aðstoðar. <
Víljum aöeins minna á að þaö er
óþarft aö þeytast um allt þegar
hægt er að fá alit til jólanna i einni
ferö í Vöruhús Vesturlands.
*
MATVÖRUDEILD
Þaö er löngu orðinn þjóðlegur
siður að gera vel við sig og sína í mat
um hátíðarnar. Við höfum á boð-
stólum alla matvöru, hátíðarmat
sem meðlæti. Og vitaskuld alla
hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til
þarf.
VEFNAÐARVÖRUDEILD
Jólakötturinn gengur ekki laus
lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn
að lenda í honum því við eigum
fjölbreytt úrval fatnaðar á alla fjöl-
skylduna. Til dæmis buxur og
skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla
fjölskylduna. í stuttu máli sagt: Allan
fatnað, frá toppi til táar, yst sem
innst.
GJAFAVÖRUDEILD
Láttu ekki tal um gjafaaustur jól-
anna slá þig út af laginu. Það er
góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í
gjafavörudeildina hjá okkur og þm
sannfærist um að jólagjafir eiga
fullan rétt á sér. Við eigum ávallt
smekklegt úrval gjafavöru, s.s..
bækur, leikföng, búsáhöld o.fl.
RAFTÆKJA-
OG SPORTVÖRUDEILD
Hafi einhver haldið að gjafavara
fengist aðeins í gjafavörudeildinni
leiðréttist það hér með. í sportvöru-
og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval
raftækja og tómstundavöru. Nyt-
samar jólagjafir, smáarog stórar. Og
hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór-
gjöfina.
BYGGINGAVÖRUDEILD
Það eru ekki bara húsbyggjend-
ur sem eiga erindi við okkur. í
byggingavörudeild Vöruhúss Vest-
urlands sást sjálfur jólasveinninn
velja sér 1. flokks áhöld til leik-
fangasmíðinnar. Þannig tekur bygg-
ingavörudeildin ekki hvað minnstan
þátt í jólaundirbúningnum.
Góð áhöld gleðja alla.
Það er óneitanlega kostur að fá allt sem
þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands
sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár.
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200
Þannig byrjaði þessi dagur okk-
ar í Færeyjum með kvíða og skelf-
ingu sem breyttist í orðlausan
fögnuð. Við vorum satt að segja dá-
litla stund að jafna okkur eftir
óttann. En að stundu liðinni lögð-
um við aftur á brattann upp úr
bænum. Eins og sannir íslending-
ar fýsti okkur að sjá hvað væri hin-
um megin við fjallið að baki
bænum. Reyndar hefði það tæp:
ast verið kallað fjall á íslandi. í
mesta lagi háls. Skyldi annars ekki
forvitnin verða meiri, útþráin sterk-
ari hjá þeim sem býr í návígi við
fjöll. Þau leyna svo miklu, fela,
laða, jafnvel ögra. Hvað er hinum
megin. Komdu bara ef þú þorir.
í þetta skipti komumstvið upp að
Norðurlandahúsinu, sem þá varað
verða fullbyggt. Enginn maður var
þar sjáanlegur svo við komumst
ekki inn en hringgengum húsið og
lögðumst á glugga. Ekki verður
það talin kurteisi, en við gerðum
ekki ráð fyrir að verða hér á ferð
næstu árin svo.... Ekki var húsið
háreist en ótrúlega vel féll það að
landslagi með grærítorfþök sín.
Ég verð að játa að ég er búin að
gleyma hvert leið okkar lá er yfir
fjallið kom. Þar var auðvitað annar
fjörður eða öllu heldur sund og út-
sýn yfir til næstu eyja var stórkost-
leg. En hvort við ókum til hægri eða
vinstri þegar niður að sjónum kom
það man ég ekki og skiptir varla
máli. Það var komið fram yfir há-
degi og allir orðnir svangir. Okkur
kom saman um að fá okkur snarl ef
við rækjumst á sjoppu eða mat-
sölustað. Við reiknuðum þó ekki
með að slíkt væri að finna í
grenndinni. Þetta var fremur
strjálbyggð sveit. Bændabýli með
snotrum byggingum, kýr á beit, en
ekki voru túnin stór. Greinilega var
erfitt um ræktun, jarðvegur grunn-
ur og grjótið óð alls staðar upp úr.
.Sums staðar sáum við jafnvel fólk
vera að rífa grjót upp út túnblett-
um.
En viti menn. Handan við lága
hæð blasti við bygging sem sann-
arlega leit út eins og veitingastað-
ur. Við ókum irín á planið. Þar voru
margir bílar, bæði fólksbílar og
einnig vinnuvélar. Líklega voru
þeir að gera bílastæði hér. Ég tók
eftir þrem jeppum sem voru mál-
aðir skræpóttir í brúnum og græn-
um litum. Hvílík smekkleysa,
hugsaði ég.
Við komum inn í dálítinn matsal
þar sem fólk sat að snæðingi. Mat-
arilmurinn ærði upp í okkur sultinn
og við þóttumst heppin að hafa
rekist á staðinn. Sirrý gekk fyrst að
afgreiðsluborðinu og spurði á
syngjandi sænsku hvort við gæt-
um fengið mat.
ÍSLENSK
ALMANÖK
Afgreiðsludaman starði á hana
stórum augum.
„Spise?“ sagði Þröstur, benti á
matinn og okkur. Þá Ijómaði konan
í framan. Alveg sjálfsagt, gjörið
svo vel. Á matseðlinum var girni-
legur pottréttur með grænmeti. Og
verðið var hlægilega lágt. Nú höfð-
um við sannarlega dottið í lukku-
pottinn. Við tókum bakka og Sirrý
og Þröstur fengu skammtað á disk-
ana eins og á þeim tolldi. Hér var
maturinn greinilega ekki skorinn
við nögl. Sem þau eru að leggja af
stað til að horfa eftir lausu borði og
við Haukur að færa okkur að af-
greiðsluborðinu vindur sér að okk-
ur maður í hvítri skyrtu með undar-
legum borðum og hefur upp raust
sína og mælir á dönsku að því er
okkur skildist en svo óðamála var
hann að við náðum ekki að greina
eitt einasta orð. Þó kom þar að við
þóttumst skilja að hann væri að
spyrja hvað við værum þar að
gera. Okkur fannst þetta í meira
lagið skrítið ef ekki hreinlega
dónalegt. Svöruðum þó af fyllstu
kurteisi að við værum að fá okkur
að borða, hvað maðurinn hlaut
reyndar að sjá. Ekki virtist þetta
vera nægilegt svar því enn heldur
hann langa tölu, bendirog patar. í
þessum orðaflaumi greindum við
brátt eitt orð sem hann staglaðist
á. Militær. Við litum hvert á annað.
Her. Og sannleikurinn rann upp
fyrir okkur þegar sá borðalagði fór
að róast. Við vorum stödd á
herstöð. Við höfðum álpast inn á
danska herstöð. Við sáum að fólk
við næstu borð var farið að glotta
og allir gláptu á okkur. Hver hefði
boðið okkur, spurði sá danski.
Enginn. Við hefðum bara haldið
að þetta væri veitingastaður og
komið hér til að borða. Hann þrum-
aði að við yrðum að fara strax. Hér
væri óviðkomandi bannaður að-
gangur. Hér færi enginn inn fyrir
dyr nema í boði einhvers í stöð-
inni.
Vönduð íslensk almanök til vina
og viöskiptamanna um jól
og áraniót.
Útsölustaöir: Rammagerðin
og bókaverslanirnar.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Pósthólf 20 - 270 Varmá -
Simi 91-666620 -
Haukur benti á Sirrý og Þröst‘
sem enn stóðu þarna méð hrok-
aða diskana.
„En þau eru búin að fá mat. Kon-
an sagði að það væri allt í lagi.“
Danskurinn hristi höfuðið, sýni-
lega stórhneykslaður á þessum
blessuðum fávitum en þó greini-
lega búinn að átta sig á að hér voru
að minnsta kosti ekki á ferðinni
njósnarar frá KGB heldur blásak-
lausir græningjar á ferðalagi. En á
látbragði hans mátti skilja að ann-
að eins og þetta hafði aldrei borið
við á þeim stað. Hann fór að skýra
fyrir okkur eins og við værum smá-
börn að hingað mætti enginn óvið-
komandi stíga færi og þyrfti til þess
sérstakan passa.
„Þið verðið mínir gestir," sagði
hann loks í uppgjafatón. „Og þið
komið á skrifstofu mína áður en
þið farið.“
Liðan okkar var vægast sagt