NT - 08.12.1985, Blaðsíða 13
NT Sunnudagur 8. desember 1 3
orðin lítt bærileg, og matarlystin
rokin út í veður og vind. Samt sner-
um við okkur að því að fá skammt*
inn okkar. En nú brá svo við að
konan blessuð sem áður var svo
alúðleg var orðin eins og steingerv-
ingur í framan og skellti á diskana
okkar smáslettu af kássunni, rétt
nægilegt til að óhreinka þá. Það
var ekki hátt á okkur risið þar sem
við sátum og átum hina dönsku
herglás. Við heyrðum pískrið allt í
kringum okkur og vissum engan
veginn hvernig við áttum að vera. Á
skrifstofu offiserans urðum við að
gefa upp nöfn og heimilisföng.
Gera grein fyrir hvaðan við
kæmum, hvert við værum að fara
og hvað við værum hér að gera.
Við urðum að sýna ökuskírteini og
farmiðana með skipinu. Foringinn
virtist loks sannfærður um að
danska hernum stafaði engin
hætta af furðufuglum þessum. Við
vorum jafnvel ekki grunlaus um að
hann væri farinn að hafa gaman af.
Fegin höfðum við verið er við kom-
um inn á „hótelið". Hálfu fegnari
gengum við þaðan út. Þá varð mér
líka Ijóst hvers vegna jepparnir voru
málaðir svo ósmekklega. Það voru
felulitir herbíla. Nú, við höfðum þó
fengið að borða. Sirrý og Þröstur
þrefaldan skammt, við Haukur
einn þriðja úr skammti. Það er einn'
skammtur á mann ef jafnt er deilt.
Við komum niður að höfn í þann
mund er Norröna var að leggjast
að. Það var ekki fyrr en um.borð að
við gátum farið að hlæja að ævin-
týrinu. Það mátti með sanni segja
að dagurinn okkar í Færeyjum
hafði orðið viðburðaríkur. Ennþá
getum við velst um af hlátri þe'gar
við minnumst inngöngu okkar í
danska herinn. Við erum enn að
útmála hvert fyrir öðru hve við vor-
um hamingjusöm yfir þessum
ódýra, góða mat í byrjun. Hvað
danski yfirforinginn var óðamála
og hneykslaður yfir „innrásinni" og
hve lúpuleg við svældum í okkur
kássuna þá hina dönsku.
Siqrún Biörgvinsdóttir
'frU
gejum gooar vœiuir
og menning