NT - 08.12.1985, Blaðsíða 17

NT - 08.12.1985, Blaðsíða 17
BARÁTTUGLAÐAR KONUR OG TILFINNINGAKREPPTIR KARLAR Ævisagnaritun er útbreidd íþrótt meðal íslend- inga. Margar merkustu bækur íslendinga flokkast undir ævisögur þó svo innan um leynist misjafn sauður í mörgu fé. Ævisaga Árna prófasts Þórarins- son, Eldeyjar- Hjalta, Saga hugsana minna eftir Matthías, íverumeftirTheodór, minningarTryggva Emilssonar o.fl. dæmi eru til um ódauðlegar ævi- sögur. Þegar það kom til tals að birta úr ævisögum hér í helgarblaðinu þótti við hæfi í tilefni áratugsins sem nú er að renna sitt skeið að birta úr ævisögum kvenna. Og sem skrifaðar eru af konum ( og fyrir konur???). Fyrir valinu urðu bækurnar Gerður og Lífshlaup Aðalheiðar. Brot úr þeim fylgir hér á eftir. Við höfum spyrt annars konar bók aftan við ævisögurnar og það er ein af hinum ört fjölgandi við- talsbókum. Og aftur í tilefni títtnefnds áratugar varð viðtaisbók Jóhönnu Sveinsdóttur íslenskir elskhug- arfyrir valinu. Við óskum lesendum góðrar skemmtunar við lesninguna. VILDI GJARNAN VERA STÓÐHESTUR í STÓRRI GIRÐINGU MEÐ MARGAR MERAR AÐ FYLJA Eftirfarandi kafli er úr bók Jóhönnu Sveins- dóttur íslenskirelskhug- ar sem bókaforlagið For- lagið gefur út. Jóhanna skýrir hann sjálf í stutt- um inngangi. Þritugt skáld og altmuligmand; giftur, tvö börn í hjónabandi, tvö fyrir hjónaband. Sonur einstæörar móður og þvert ofan í ætlun sína bjó hann til tvær slíkar. Þaö hefur kostað hann miklar samviskukvalir. Mikill áhuga- maður um konur og mér er ekki grunlaust um að sá áhugi sé endur- goldinn enda hefur maðurinn sterka útgeislun. Hann hefur geysigaman af að segja frá og viðmælandinn gleymir sér auðveldlega. Hispurslaust og án þess að hlífa sjálfum sér rekur hann stormasama ævi og verður tíörætt um togstreituna milli brjálæðislegra holdlegra fýsna og dýpra sambands á æðra plani þar sem kynlíf kemur líka við sögu. Hefur býsna gaman af að ögra fólki eins og yfirskriftin gefur í skyn... - Hefurðursloppiö við vangaveltur margra karlmanna um hvort þú værir nógu góður, „stæðirþig nógu vel“? - Nei, ég hef ekki sloppið við þær. Stundum finnst mér ég hafi þurft að spyrja konuna hvort hún hafi fengið fullnægingu. en hvað er svo þessi full- næging? Ekki get ég lýst í einni setn- ingu hverig ég upplifi hana. Eitt sinn heyrði ég á tal tveggja kvenna sem höfðu sofið hjá sama manninum og sögðu; Djöfull er hann góöur í rúminu! Það sló mig dálítið og mér var hugsað til þess sem sagt yrði um mig. Er ég góður elskhugi eða hvað? Eg geri mér ekki grein fyrir því og veit ekki hvort það skiptir mig máli. Og allt þetta tal um bólfarir. Vissulega hefur maður lent í tæknilega full- komnum bólförum þar sem vantaði aftur á móti tilfinninguna. Svo hef ég líka lent í bólförum sem hafa algjör- lega mislukkast og ekki gengið upp en samt gefið eitthvað. Það sem ég á við er að kynlíf er ekki spurning um leik, misheppast það ekki oftast út frá þvi séð? Það er nándin sem í rauninni skiptir máli. - Erþað eitthvað öðru fremur sem dregurþig að konum? - Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem hrífur mig og það er erfitt að átta sig á því. En hvað frumstæð- ustu viðbrögö snertir held ég að það sé lyktarskynið sem stjórni þessu. Ilmvatnið gerir til dæmis ekki annað en að magna upp lykt viðkomandi einstaklings, það vekur á honum at- hygli og maður kemur nær. Eg er mikill áhugamaður um kven- fólk og kvenlega fegurð. ímyndin af glæsikonunni í netsokkunum hefurtil dæmis áhrif á mig. Ég veit oft ekki hvað mér á að finnast um það. Svo hef ég tekið eftir því aö ungir, stinnir kroppar og stælt brjóst hrífa mig. Þetta er svo frísklegt og flott. En það örvar mig ekki endilega. Einu sinni kom það mér á óvart að mig langaði til að leggjast með konu sem ég vann með. Hún var með slappan maga og breitt mitti, feitar mjaðmir og slapandi brjóst. En ég virti þessa konu mikils. Svo hitti ég á hinn bóginn unga og stælta kroppa sem maður veit frá byrjun að eru tilkippilegir en þá er maður sjálfur ekkert endilega til í tuskið. Svo hefur náið andlegt sam- band við konu oft leitt út á kynferðis- legar brautir vegna þess að þá finnst mér að það þurfi einmitt að vera með í spekinni. Svo er þaö hin sígilda spurning: Hvað ætlar maður sér með hjóna- bandinu? Hvað mig varðar þá vil ég elska og vera elskaður og læra að elska vegna þess að mig langar til þess að trúa á lifið og elska þaö hvað sem hjónabandinu líður sem stofnun. Væri ég aftur á móti einhver landsfað- ir þá liti ég á það sem praktíska stofn- un til að viðhalda stofninum. - Hefurðu oft fundið til sektar- kenndar gagnvart þeim konum sem þú hefur búið með og átt barn með fyrir að hafa ekki mætt væntingum þeirra og jafnvel ekki viðteknum væntingum samfélagsins? - Fyrstu árin eftir að ég sleit sam- bandinu við aðra barnsmóður mína var ég ofboðslega þjakaður af sektar- kennd. Þar hefur sjálfsagt skipt máli að ég hafði alist upp hjá einstæðri móður. En ég þekkti föður minn frá því að ég var lítill og hann kom í heim- sókn öðru hvoru. Hann er afskaplega Ijúfur maður og góður, mikill kavalér en ofsalega feiminn og við höfum aldrei haft almennilegt lag á að um- gangast hvor annan. Einhvern tíma á unglingsárunum fór ég til hans og skammaði hann fyrir að hafa ekki haft meira samband. Eg hef síðar velt fyrir mér hvort þetta hafi orðið til að hann lokaðist enn meira gagnvart mér. Ég hefði gjarnan viljað að við tengdumst verulegum tilfinningaböndum. Þessi samskipti mín við föður minn rifjuöust upp fyrir mér og ég vildi fyrir allan mun forðast að vera mínum börnum jafn- fjarlægur faðir og hann hafði verið mér. En sektarkennd mín tengist ekki bara börnunum. Þegar ég var sjö ára sagði ég við móður mína að ég ætlaði að verða smiður og smíða handa henni hús þegar ég væri oröinn stór. Þetta gerði ég auðvitað aldrei. Ég bjó lengi með henni og reyndi að hugsa eins vel um hana og ég gat og eftir að ég flutti að heiman tók systir mín við. Það varð náttúrulega ógurlegt áfall fyrir mig að búa til tvær einstæðar mæður. Slíkar aðstæður hafði ég aldrei ætlað mér aö skapa. En samt get ég sagt í fullri einlægni að ég hef alltaf ætlað mér að vera góður strákur. Það geta vissulega allir sagt. Og þótt ég hafi brugðist konunni minni með því að sofa hjá öðrum kon- um þá finnst mér ég samt vera góður strákur og betri en margir af hinum strákunum sem þykjast vera stórir og sterkir. Þaö sem ég finn mér til gildis er að hafi ég ekki verið einlægur og sagt satt hef ég brotnað saman. Þess vegna hef ég alltaf reynt að vera hreinn og beinn og ærlegur í öllum ástum mínum hvort sem þær hafa enst lengur eöa skemur. SJA NÆSTU SIÐU

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.