NT - 08.12.1985, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur8. desember NT
N
I ^iú leggjum viö kristilega þraut fyrir lesendur í tilefni
aðventunnar og þeirra kristilegu þanka sem henni fylgja.
Séra Kolbeinn Þorleifsson hefur tekiö aö sér að semja
spurningarnar og eru þær úr kirkjusögu, Gamla testa-
mentinu svo og því nýja. Geta nú lesendur dustað rykið af
barnalærdóminum og þreytt prófið en svörin er að finna á
blaðsíðu 11.
Þrautin er í gamalkunnu formi sem síðast var kallað
kollgáta í sjónvarpinu. Hún er eins og menn muna fólgin í
því að fyrst er gefin ein vísbending, síðan önnur léttari og
svo að lokum ein enn léttari fyrir þá sem ekki hafa hitt á
rétt svar þá þegar. Svörin er svo að finna eins og áður
sagði á blaðsíðu 11.
Góða skemmtun!
I a) Postulinn er talinn fæddur í fiskiþorpinu Betsaída, sem á íslensku merkir „Veiðihús“. b) Um skeið lá leið hans um bæ- inn Lýdda, sem merkir „Sjáv- arborg". c) Hann fékk einu sinni fyrirmæli um að gerast mannaveiðari og er þekktastur undir nafni sem merkir „Steinn".
II a) Þessi þjóðfrægi maður í kristnisögu íslands er einn af afkomendum mannsins, sem fyrstur lagði leið sína um Von- arskarð. b) Ásíðariöldumvarðsúsagatil um hann, að hann hefði varp- að goðum sínum í foss einn. c) Það er fyrir löngu orðið að orðtaki, að maður þessi lagð- ist undir feld.
III a) Kvenskörungurþessiertalinn hafa verið á dögum um 1150 fyrir Kristsburð. b) Hún er kölluð „dómari í ísra- el“,og er höfundur frægs sig- ursöngs, sem nefndur er „Lof- söngur“ hennar. c) Hún er oft nefnd í sömu andrá hershöfðinginn Barak.
IV a) Séra Páll í Selárdal vitnaði í þetta Ijóð með nafninu „Viki- vaki“, en Grímur meðhjálpari með nafninu „Lofkvæðið“ b) Þettaljóðvar ífimmtán hundr- uð ár notað til að lýsa ástar- sambandi Guðs og kirkjunnar eða Maríu meyjar. c) Ljóð þetta er víxlsöngur karls og konu um ástina, og er kennt við frægan konung.
V a) Séra Bjarni Þorsteinsson út- setti tvísöngslag um þetta mikilvæga hugtak eftir hand- riti frá Munkaþverá. b) Franska tónskáldið Bizet út- setti franskt þjóðlag um sama hugtak. c) Jóhannes skírari hafði þetta hugtak yfir, þegar hann sá Jesúm frá Nasaret.
VI a) Páfinn, sem gerði ísleif Gizur- arson að biskupi í Skálholti, orti um manninn, sem spurt er um. b) Félagsskapur, sem sá um matardreifingu í Reykjavík á árum fyrri heimsstyrjaldarinn- ar, hét í höfuðið á þessum manni. c) Lúkas guðspjallamaður sagði sögu hans.
VII a) Maður þessi eignaðist tvo syni, sem af Páli postula voru notaðir sem efni í líkingamál um tvo sáttmála. b) Honum var lofað fjölda af- komenda eins og stjörnum himinsins. c) Sagter, aðhannhafikomiðfrá Úr í Kaldeu, sem grafið var úr jörðu fyrir 60 árum.
VIII a) Vinsælt máisháttasafn er kennt við mann sem bar þetta nafn í grískri mynd. b) Þetta nafn bar einnig maður, sem felldi múra Jeríkóborgar með lúðrablæstri. c) Loks fékk kona nokkur fyrir- mæli frá erkiengli um að gefa syni sínum þetta nafn.
IX a) Messudagurinn 29. júní var til forna aðalhátíð kristinna manna í Rómaborg. b) Dagurinn er í almanakinu kenndur við tvo menn, sem báðir koma við sögu Róma- borgar. c) Árið 1985 áttu íslendingar kost á því að sjá í sjónvarpi messuhald á þessum degi í beinni sendingu frá Vatíkan- inu. Hvað heitir þessi dagur?
X a) Hugtak þetta er stofninn í nafni Salómons konungs. b) Fyrsti kristniboðinn á íslandi er kenndur við þetta hugtak. c) Söngur englanna á Betle- hemsvöllum og ræða Ljós- vetningagoðans á Þingvöllum tóku þetta efni til meðferðar.