NT - 08.12.1985, Blaðsíða 14

NT - 08.12.1985, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 7. desember NT HJÁLPARSTARFIÐ Spjallað við Guðmund hjá Hjálparstofnun kirkjunnar um Live-Aid, hjálparstarf og kristni ■ Nú hafa íslendingar slegist í hóp þeirra þjóða sem sent hafa frá sér svokall- aðar/Live-Aid plötur. Heill aragrúi af tónl- istarmönnum hefurtekið þátt í undirbún- ingi og framkvæmd tónlistar og Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur tekið að sér að sjá um útgáfu og ráðstöfun hugsanlegs hagnaðar. Þetta er í fyrsta skifti sem Guðmundur Einarsson er einn af starfsmönnum stofnunarinnar og blaða- maður tók hann tali um daginn til að for- vitnast um útgáfuna og það hjálparstarf sem hún á að fjármagna. En eins og oft vill verða þá leiddist talið út um víðan völl og Guðmundur hafði frá mörgu að segja. Fyrst var hann spurður um tildrög út- m enn hafa oft misskilið starf hjálparstofnunarinnar og talið það vera fyrst og fremst matvæladreif- ingu. Hún er einungis einn þáttur af fjölmörgum öðrum í uppbyggingu á svæðum eins og Eþíópíu. Þess vegna leggjum við megináherslu á að við megum ekki sleppa hendinni af því fólki sem treystir á okkur. Það er vitund sem hver hugsandi ein- staklingur á að bera. En hvað eruð þið að gera í Eþíóp- íu? Hversu mörgum eru þið að hjálpa? Við erum ekki stór þjóð íslending- ar og við sigrum aldrei heiminn. Hins vegar er alveg Ijóst að við get- um hjálpað ótrúlega mörgum og gefið þeim nýja von í þessu lífi. Og það er kannski það sem er mikil- vægast, að koma í veg fyrir það að þúsundir manna deyi án minnstu vonar um örlög barna sinna. Kannski er það mikilvægasta sem við gefum fólki; von og trú á að það geti staðið á eigin fótum, og það höf- um við séð í verki. Hjúkrunarfólkið sem hefur komið heim segir að það hafi séð með eigin augum að starfið bar árangur og það hafi orðið vitni að því að fólkið fékk nýja von. En getur ekki verið hættulegt fyrir trú þessa fólks á sjálft sig að það er alltaf hvíti maðurinn sem kemur og bjargarþví út úr klandrinu? Það er að vissu leyti rétt. Hinsveg- ar hefur orðið geysimikil breyting í þessu efni. Einu sinni sendu hjálp- arstofnanirnar einvörðungu hvítt fólk til allra starfa og það gerði alla hluti, en nú er stefnan sú að fyrir hvern hvitan mann verður menntun hans eftir hjá 50-100 manns. Þetta hefur verið þróunin þar sem starfið gerist best og þar eru innfæddir orðnir yfirmenn hjálparstarfsins og við þessir hvítu komum aðeins til þess að taka út verkin og afla pen- inga til þeirra hluta sem við höfum trí á. Við höfum menntun og við höfum peninga en við deilum því með þessu fólki. S vo við tölum meira um Live-Aid. Nú hefur verið bent á það að á með- an á tónleikunum stóð söfnuðust einungis nægir þeningar til þess að borga afborganir af lánum Afríku- ríkja hjá Vesturlöndum íjafn langan tíma og tónleikarnir stóðu. Þetta er alveg bláköld staðreynd. Strætisvagnarnir í New York eyða líka miklu meira í olíu á hverjum degi heldur en við erum að senda til hjálparstarfs. Það breytir ekki því að viö eigum að senda peninga til hjálparstarfs. En er það ekki hræsni að gefa með annarri hendinni og hrifsa með hinni? Vesturlönd eru í einni andrá að græða peninga af þessu fólki með vaxtatekjum, sem flest trúar- brögð fordæma nema kristnin, og í hinni andránni eru þau að láta pen- inga af hendi rakna með miklum glans og húllumhæi. Sælla er að gefa en þiggja. Það er alveg Ijóst að það kitlar suma að sjá myndir af sér í blöðun- um þar sem þeir eru að afhenda gjafir. Við þekkjum það þó við lítum okkur nær. KRISTNIBOÐ BESTA Hjálparstofnunin gefur út plötu. gáfunnar. Frumkvæðið kom frá strákunum í auglýsingastofunni Nýtt útlit og það má segja að þeir séu frumkvöðlar að þessu og hugmyndasmiðir. Þeir fengu Björgvin Halldórsson strax með sér og einnig Gunnar Þórðar- son og þeir hafa í sameiningu borið hitann og þungann af plötunni. Síð- an tóku ógrynni tónlistarmanna þátt í verkinu og ég get sagt að það var ákaflega góð stemmning í hljóðver- inu þegar upptakan fór fram. Ég held að það hafi enginn verið ó- snortinn af því að geta tekið hönd- um saman og séð fyrir verkefni sem möguleiki var að leysa. "Verkefnið liggur klárt fyrir. Við ætlum að reisa munaðarleysingja- hæli í Eþíópíu fyrir 250 börn og reka það í að minnsta kosti þrjú ár. Ef platan selst í tiu þús. eintökum þá eigum við fyrir hælinu og rekstri þess. En það hefur aldrei nokkurn tím- ann selst lítil plata á Islandi? Þetta er ekki litil plata. Þetta er stór plata 12 tommu. Og auðvitað vitum við að þessi plata er öðruvísi en aðrar plötur. Það er fyrst og fremst samstaða almennings á ís- landi við tónlistarmenn sem útgáfan stendur og fellur með. Þið eruð ekki í samkeppni við plötumarkaðinn? Nei, alls ekki. Maður lifandi. Þú sérð það að þeir sem þarna eru að syngja fremstir í flokki eru að gefa út sínar eigin plötur fyrir þessi jól og enginn þeirra óttast að þessi plata taki nokkuð frá þeim, því þessi plata hefur allt aðra skírskotun og allt önnur markmið heldur en venjuleg- ar plötur. Ilú hefur Live-Aid verið gagn- rýnt fyrir hræsni. Að það geri ekki annað en að gefa fólki falska trú á að það hefði gert sitt til að leysa vandamál. Þetta er sammerkt með öllu hjálp- arstarfi. Það er til úrtölufólk og það er enginn vafi á því að það á hvergi betur við en í hjálparstarfi, að sá sem sér eitt fallið lauf og fordæmir út frá því skóginn allan, hann sér nátt- úrlega ekki skóginn fyrir trjánum. Ef að allir hugsuðu á þennan hátt væri skelfilegt um að litast í heiminum. En sem betur fer er til hugsjónafólk, og ekki síst hér á íslandi sem að trú- ir því að þeirra dropi fylli mælinn. Og þannig tekst þetta. En af hverju munaðarleysingja- hæli? Við stöndum frammi fyrir því að hafa sent útum þrjátíu mannsásíð- asta ári, einkum lækna og hjúkrun- arfólk, sem unnu einkum á tveimur stöðum og á öðrum þessara staða eru um 250 munaðarleysingjar sem eru á lífi fyrir þeirra tilstilli og viö get- um ekki horfst í augu við þá ábyrgð að skilja börnin eftir. Við verðum að búa þeim framtíðarheimili, menntun og annað slíkt. Þau er á okkar ábyrgð og engra annarra og við erum sannfærðir um að það fólk sem gerði okkur kleift að hjúkra þessu fólki í fyrra það muni standa á bakvið okkur í því að búa því fram- tíðarheimili. Það er þróunarhjálp að mennta fólk, kenna því að bjarga sér en ekki bara það að gefa því mat í 2-3 daga. ^ín takmak hjálparstarfsins er einfalt; það er að hjálpa þar sem neyðin er mest. Og ég held að það sé alveg sama hversu margar álykt- anir við gerum hér, vitrænar eða ekki vitrænar, fólk borðar þær ekki. En gefendur eru hluti af hjálpar- starfinu og hugmyndir þeirra um þiggjendurna? Eg held að það sé með ríkustu skyldum alls hjálparstarfs að koma sem réttustum upplýsingum áfram- færi. Og í sambandi við Eþíópíu eru þær upplýsingar sem við verðum að koma á framfæri þær að þetta svæði er að breytast í eyðimörk og það hefur dunið yfir eyðu- merkurástand á tíu ára fresti. Og það er alveg sama hversu miklar pólitískar breytingar við myndum gera; þær breyttu ekki þessari staðreynd. En meginverkefni hjálparstofn-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.