NT - 08.12.1985, Blaðsíða 23
NT Sunnudagur8. desember 2 3
ÁRIÐ 1984
gervir og er menn komu fram sáu
þeir aö selshöfuð kom upp úr eld-
grófinni. Heimakona ein kom fyrst
fram og sá þessi tíðindi. Hún tók
lurk einn er lá í dyrunum og laust í
höfuð selnum. Hann gekk upp við
höggið og gægðist upp á ársalinn
Þórgunnu. Þá gekk til húskarl og
barði selinn. Gekk hann upp við
hvert högg þar til að hann kom upp
við hreifana, þá féll húskarl í óvit.
Urðu þá allir óttafullir þeir er við
voru.
Þá hljóp til sveinninn Kjartan og
tók upp mikla járndrepsleggju og
laust í höfuð selnum og varð það
högg mikið en hann skók höfuðið
og litaðist um. Lét Kjartan þá fara
hvert að öðru en selurinn gekk þá
niður við sem hann ræki hæl. Hann
barði þar til selurinn gekk svo niður
að hann lamdi saman gólfið fyrir
ofan höfuð honum og svo fór jafn-
an um veturinn að allir fyrirburðir
óttuðust mest Kjartan.
Um morguninn, er þeir
Þóroddur fóru utan af
Nesi með skreiðina,
týndust þeir allir út fyrir Enni. Rak
þar upp skipið og skreiðina undir
Ennið en líkin fundust eigi.
En er þessi tíðindi spurðust til
Fróðár buðu þau Kjartan og Þuríð-
ur nábúum sínum þangað til erfis.
Var þá tekið jólaöl þeirra og snúið
til erfisins.
En hið fyrsta kveld er menn voru
að erfinu og menn voru í sæti
komnir, þá gengur Þóroddur bóndi
í skálann og förunautar hans allir
alvotir. Menn fögnuðu vel Þóroddi
því að þetta þótti góður fyrirburður
því að þá höfðu menn það fyrirsatt
að þá væri mönnum vel fagnað að
Ránar ef sædauðir menn vitjuðu
erfis síns. En þá var enn lítt af
numin forneskjan þó að menn
væru skírðir og kristnir að kalla.
Þeir Þóroddur gengu eftir endi-
löngum setaskálanum en hann var
tvídyrður. Þeir gengu til eldaskála
og tóku einskis manns kveðju.
Settust þeir við eldinn en heima-
menn stukku úr eldaskálanum en
þeir Þóroddur sátu þar eftir þar til
eldurinn var fölskaður. Þá hurfu
þeir á brott. Fór þetta svo hvert
kveld, meðan erfið stóð, að þeir
komu til eldanna. Hér var mart um
rætt að erfinu. Gátu sumir að þetta
mundi af taka er lokið væri erfinu.
Fóru boðsmenn heimeftirveisluna
en þar voru híbýli heldur daufleg
eftir.
Það kveld er boösmenn voru
brottu voru gervir máleldar að
vanda. En er eldar brunnu kom
Þóroddur inn með sveit sína og
voru allir votir. Settust þeir niður
við eldinn og tóku að vinda sig. Og
er þeir höfðu niður sest kom inn
Þórir viðleggur og hans sveitungar
sex. Voru þeir allir moldugir. Þeir
skóku klæðin og hreyttu moldinni á
þá Þórodd. Heimamenn stukku úr
eldhúsinu sem von var að og höfðu
hvorki á því kveldi Ijós né steina og
enga þá hluti að þeir hefðu neina
veru af eldinum.
Annað kveld eftir var máleldur
ger í öðru húsi. Var þá ætlað að
þeir mundu síður þangað koma.
En það fór eigi svo því að allt gekk
með sama hætti og hið fyrra
kveldið. Komu þeir hvorirtveggju til
eldanna.
Hið þriðja kveld gaf Kjartan það
ráð til að gera skyldi langeld mikinn
í eldaskála en máleld skyldi gera í
öðru húsi. Og svo var gert. Og þá
endist með því móti að þeir Þór-
oddur sátu við langeld en heima-
menn við hinn litla eld og svo fór
fram um öll jólin.
Þá var svo komið að meir og
meir lét í skreiðarhlaðanum. Var þá
svo að heyra nætur sem daga að
skreiðin væri rifin. Eftir það voru
þær stundir að skreiðina þurfti að
hafa. Var þá leitað til hlaðans og sá
maður er upp kom á hlaðann sá
þau tíðindi að upp úr hlaðanum
kom rófa, vaxin sem nautsrófa
sviðin. Hún var snögg og selhár. Sá
maður er upp fór á hlaðann tók í
rófuna og togaði og bað aðra
menn til fara með sér. Fóru menn
þá upp á hlaðann, bæði karlar og
konur, og toguðu rófuna og fengu
eigi að gert. Skildu menn eigi ann-
að en rófan væri dauð. Og er þeir
toguðu sem mest strauk rófan úr
höndum þeim svo að skinnið fylgdi
úr lófum þeirra er mest höfðu á tek-
iö en varð eigi síðan vart við róf-
una. Var þá skreiðin upp borin og
var þar hver fiskur úr roði rifinn svo
að þar beið engan fisk i þegar nið-
ur sótti í hlaðann en þar fannst
engi hlutur kvikur i hlaðanum.
Næst þessum tíðindum tók sótt
Þorgríma galdrakinn, kona Þóris
viðleggs. Hún lá litla hríð áður hún
andaðist og hið sama kveld sem
hún var jörðuð sást hún í liði með
Þóri bónda sínum. Þá endurnýjaði
sóttina í annað sinn þá er rófan
hafði sýnst og önduðust þá meir
konur en karlar. Létust þá enn sex
menn í hríöinni. En sumt fólk flýði
fyrir reimleikum og afturgöngum.
Um haustið höfðu þar verið þrir
tigir hjóna en átján önduðust en
fimm stukku í brott en sjö voru eftir
að gói.
En þá er svo var komið
undrum þeim var það
einn dag að Kjartan fór
inn til Helgafells að finna Snorra
goða móðurbróður sinn og leitaði
ráðs við hann, hvað að skyldi gera
undrum þeim er yfir voru komin. Þá
var kominn prestur sá til Helgafells
er Gissur hvíti hafði sent Snorra
goða. Sendi Snorri prestinn út til
Fróðár með Kjartani og Þórð
kausa son sinn og sex menn aðra.
Hann gaf þau ráð til að brenna
skyldi ársal Þórgunnu en sækja þá
menn alla í dyradómi er aftur
gengu, bað prest veita þar tiðir,
vígja vatn og skrifta mönnum.
Síðan riðu þeir út til Fróðár og
kvöddu menn af næstum bæjum
með sér um leið og komu til Fróðár
um kveldið fyrir kyndilmessu í
þann tíma er máleldar voru gervir.
Þá hafði Þuríður húsfreyja tekið
sótt með þeim hætti sem þeir er
látist höfðu.
Kjartan gekk inn jDegar og sá að
þeir Þóroddur sátu við eld sem þeir
voru vanir. Kjartan tók ofan ársal-
inn Þórgunnu, gekk síðan í elda-
skála, tók glóð af eldi og gekk út
með. Var þá brenndur allur rekkju-
búnaðurinn er Þórgunna hafði átt.
Eftir það stefndi Kjartan Þóri við-
legg en Þórður kausi Þóroddi
bónda um það að þeir gengju þar
um híbýli ólofað og firrðu menn
bæði lífi og heilsu. Ollum var þeim
stefnt er við eldinn sátu.
Síðan var nefndur dyradómur
og sagðar fram sakir og farið aö
öllum málum sem á þingadómum.
Voru þar kviðir bornir, reifð mál og
dæmd.
En síðan er dómsorði var á lokið
um Þóri viðlegg stóð hann upp og
mælti: „Setið er nú meðan sætt
er.“ Eftir það gekk hann út þær dyr
sem dómurinn var eigi fyrir settur.
Þá var lokið dómsorði á sauða-
mann. En er hann heyrði það stóð
hann upp og mælti: „Fara skal nú
og hygg eg að þó væri fyrr
sæmra.“
En er Þorgríma galdrakinn
heyrði að dómsorði var á hana lok-
ið stóð hún upp og mælti: „Verið er
nú meðan vært er.“
Siðan var sóttur hver að öðrum
og stóð svo hver upp sem dómur
féll á og mæltu allir nokkuð er út
gengu og fannst það á hvers orð-
um að nauðigur losnaði.
Síðan var sókn felld á Þórodd
bónda. Og er hann heyrði það stóð
hann upp og mælti: „Fátt hygg eg
hér friða enda flýjum nú allir.“
Gekk hann þá út eftir það.
Síðan gengu þeir Kjartan inn.
Bar prestur þá vígt vatn og helga
dóma um öll hús. Eftir um daginn
syngur prestur tíðir allar og messu
hátiðlega og eftir þaö tókust af all-
ar afturgöngur að Fróðá og reim-
leikaren Þuríði batnaði sóttarinnar
svo að hún varð heil.
Um vorið eftir undur þessi tók
Kjartan sér hjón og bjó að Fróðá
lengi síðan og varð hinn mesti
garpur.
Stórvíðburðír í mYndum og málí með íslenskum sérkafla
Hefur nú komíð út í tuttugu ár
Þetta frábæra bókmenntaverk
er samsett af 480 fréttagrein-
um og eru þær áréttaðar með
jafnmörgum atburðamyndum
og er helmingur þeirra prentað-
ur í Iitum í heilsíðustærðum á
köflum.
Artnáll ársins skiptist í 12
aðalkafla. Auk þess Qallar
verkið um einstök sérsvið, syo
sem alþjóðamál - efhahags-
mál - víslndl og tsekní
Þessi bókaflokkur er orðinn
ómissandi öllum þeim er láta
sig samtíðina einhveiju skipta
og vilja eiga möguleiká á því
að geta flett upp í óyggjandi
heimildum um atburði hér á
landi og um heim allan.
Eldri árgangar eru á þrotum.
Frábaert bókmenntaverk fyrir
alla fjölskylduna.
Öll bókakauD hfð
pófeaútgáíanjlóööaga
Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Símar 13510—617059. Pósthólf 147.
ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI
ELECTRIC
SSSSiáí""1™'
WS4
EunocAna
HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD