NT - 12.12.1985, Page 10
■ Sigurður Sigurjúnsson vcrður kynnir á tónleikunum en hann lék
Mozart með eftirminnilegum liætti í uppfærslu Þjóðlcikhússins á
leikritinu Amadeus eftir Peter Schaffer. i.jósmynd Jóhannn óiafsdótiír
Stjörnutónleikar Sinfóníunnar:
Amadeustónlei kar
í Háskólabíói
- einsöngur, einleikur og kórsöngur á tónleikunum
■ Næsta fimmtudag, 12. des-
ember verða þriðju Stjörnutón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands haldnir í Háskólabíói. Á
tónleikunum verða eingöngu
flutt verk eftir Wolfgang Amade-
us Mozart. Stjórnandi verður
Jean-Pierre Jacquillat en kynnir
verður Sigurður Sigurjónsson í
hlutverki Amadeuss sem hann
fór eftirminnilega með á fjölum
Þjóðleikhússins.
Tónleikarnir hefjast með sin-
fóníu nr. 1 sem Mozart samdi að-
eins 7 ára gamall. Að loknum for-
leik að óperunni „Brúðkaup Fíg-
arós“ syngur Katrín Sigurðar-
dóttir aríur Cherubinos. Gísli
Magnússon píanóleikari leikur
síðan einleik í 2. þætti píanó-
konserts nr. 21. Þá syngur Katrín
aríu Zerlínu úr óperunni „Don
Goivanni". Hljómsveitin leikur
1. þátt úr sinfóníu nr. 39 og Lang-
holtskórinn syngur „Ave
verum“. Þá leikur Einar Jóhann-
esson einleik í þriðja þætti klarin-
ettukonserts Mozarts en Einar
vakti mikla athygli er hann flutti
þetta verk í Frakklandsferð Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í sumar.
Tónleikunum lýkur með „Lacr-
ymosa“ úr Requiem, það var síð-
asta verkið sem Mozart samdi og
hann lést árið 1791, áður en verk-
ið var fullgert.
Mozart fæddist árið 1756 og var
skírður Johannes Chrystomos
Wolfgang Theophilus Mozart.
Amadeus nafnið er þýðing á The-
ophilur „sá sem guðirnir elska".
Hann var undrabarn og ólst upp á
sífelldum ferðalögum um Evr-
ópu. Auk þess að vera tónlistar-
snillingur hafði hann óvenju-
mikla hæfileika á sviði stærð-
fræði. Hann var félagslyndur,
mikið fyrir skemmtanir og kúlu-
spil af öllu tagi, en hafði ekkert
viðskiptavit og var í sífelldum
fjárkröggum. Þegar hann Iést,
aðeins 35 ára gamall hafði hann
samið nær 700 tónverk. Wagner
sagði um Mozart: „Ég trúi á Guð,1
Mozart og Beethoven, en næst
Guði kemur Mozart."
í tilefni tónleikanna hefur
Fálkinn gefið út 5 hljómplötur
með verkum Mozarts. Þessar
plötur verða merktar ákveðnum
sætum í Háskólabíói og hinir
heppnu fá því eina plötu að gjöf.
______________________ Fimmtudagur 12. desember 1985 10
Fréttir
Háskólakennsla ut-
an Reykjavíkur?
BHM efnir til opins fundar á laugardag kl. 13.30 í Odda
■ Bandalag háskólamanna efnir
til opins fundar um háskólakennslu
utan Reykjavíkur laugardaginn
14. desember kl. 13.30 í stofu 101 í
Odda, húsi félagsvísindadeildar
Háskóla Islands.
Framsöguerindi flytja Sigmund-
ur Guðbjarnason háskólarektor,
Tryggvi Gíslason, skólameistari
M.A. og Valdimar K. Jónsson
prófessor. Að loknum framsöguer-
indum verða frjálsar umræður og
fyrirspurnir.
Gunnar G. Schram formaður
BHM sagði á blaðamannafundi í
vikunni að mál þetta væri mjög
umdeilt og allt benti til þess að það
yrði tekið til umræðu á Alþingi í
vetur. BHM tæki hins vegar enga
afstöðu í þessu máli en gengist fyrir
þessum fundi þar eð eitt af hlut-
verkum BHM væri að standa fyrir
umræðu um mennta- og menning-
armál. Á fundinum yrðu allar hlið-
ar þessa máls til umræðu og búast
mætti við að umræðan tengdist
spurningunni um opinn háskóla,
sem Háskóli íslands stæði fyrir í
samvinnu við hljóðvarp og
sjónvarp. Háskóli íslands væri nú
sem stæði í miklum fjársvelti
og sumir væru þeirrar skoðunar að
íslendingar hefðu ekki efni á að
deila kröftum og fjármagni í að
stofna nýjan háskóla utan höfuð-
borgarinnar en beina þess í stað
kröftunum að Háskóla fslands.
Launakjör kennara væru líka slæm
og takmarkaður fjöldi manna gætu
auk þess sinnt háskólakennslu.
Ennfremur væru skiptar skoðanir á
nauðsyn annars háskóla en í tillög-
um nefndar sem fyrrverandi
menntamálaráðherra, Ingvar
Gíslason, skipaði árið 1982 er gert
ráð fyrir að í háskóla sem staðsett-
ur yrði á Akureyri yrðu kenndar
tónmenntir, listir, auk annars
náms sem er að sumu leyti frá-
brugðið því sem gerist í Háskóla
íslands s.s. frjálst háskólanám með
aðstoð sjónvarps og hljóðvarps frá
Reykjavík og Akureyri er nýtast
myndi öllumlandsmönnum.
Áhugamenn um háskólamálefni
eru eindregið hvattir til að koma á
fundinn.
■ Framsögumenn á fundinum í Odda verða Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor, Tryggi Gíslason skólameistari
M.A. og Valdimar K. Jónsson prófessor. Búast má við að umræðurnar verði mjög líflegar því skiptar skoðanir eru um
nauðsyn og staðsetningu háskóla utan höfuðborgarsvæðisins.
Lúsíuháfíð
í Naustinu
- margt nýstárlegt til skemmtunar
■ íslensk-sænska félagið efnir til
Lúsíuhátíðar á föstudaginn 13.
desember nk. Sú gamlasiðvenja að
fagna Lúsíu þennan dag hefur leg-
ið niðri hjá félaginu í nokkur ár,
en nú hefur verið ákveðið að taka
upp merkið að nýju. Lúsía hefur
enda verið önnur aðalhátíð félags-
ins, sem hélt mjög fjölsótta Val-
borgarmessu í vor og minntist síð-
an aldarafmælis skáldsins og vísna-
söngvarans Birger Sjöbers í haust.
Lúsíuhátíðin verður haldin í
veitingahúsinu Nausti og til
skemmtunar verður sitthvað bæði
nýstárlegt og hefðbundið.
Húsið verður opnað kl. 18 fyrir
matargesti, en um kl. 21 kemursvo
Lúsía með þernum sínum og Lúsfa
er Katrín Sigurðardóttir óperu-
söngkona. Henni fylgja einnig
stjörnustrákar og þar verða á ferð-
inni nokkrir þjóðkunnir menn.
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
sér um tónlistina og Steinunn Sig-
urðardóttir spjallar um gildi
Ijóssins. Boðið verður upp á jóla-
glögg og piparkökur og að lokum
stiginn dans.
Nýr for-,
maður FIR
■ Félag íslenskra rithöf-
unda hélt aðalfund sinn 23.
nóvember og var Sveinn
Sæmundsson kosinn for-
maður félagsins, Baldur
Óskarsson varaformaður,
Indriði Indriðason ritari,
Gunnar Dal, Ingimar Er-
lendur Sigurðsson og Indr-
iði G. Þorsteinsson voru
kjörnir meðstjórnendur.
Áður en gengið var til
dagskrár var látinna félaga
minnst, en það voru þeir
Axel Throsteinsson, Guð-
mundur G. Hagalín, Har-
aldur Á. Sigurðsson og Jón-
as Guðmundsson, sem var
formaður félagsins.
Á fundinum voru máiefni
félagsins og rithöfunda
rædd. Nú eru rúmlega 80
starfandi rithöfundar í fé-
laginu.
í vetur mun Félag ís-
lenskra rithöfunda halda
uppi öflugu félagsstarfi og
verður fyrsta bókmennta-
kynning félagsins 12. des-
ember að Hótel Esju.
Nýr sýningarsalur:
Gallerý Lækjarfit í Garðabæ
■ Splunkunýr sýningarsalur var
opnaður fyrir skömmu, Gallerý
■ Helga Ármannsdóttir, Einar
M. Magnússon, Magnús Þór Jóns-
son og Guðrún Elín Ólafsdóttir
sýna nú í nýja sýningarsalnum -
Gallerý Lækjarfit - sýningin stend-
ur til 5. janúar. Þar má finna ol-
íumálverk, dúkristur, sáldþrykk,
akrílmálverk blýantsteikningar og
verk unnin at blandaðri tækni.
Lækjarfit,sem er til húsa að Lækj-
arfiti 7 í Garðabæ. Salurinn var
opnaður með málverkasýningu
fjögurra ungra Iistamanna, þeirra
Guðrúnar Elínar Ólafsdóttur, Ein-
ars M. Magnússonar, Magnúsar
Þórs Jónssonar og Helgu Ár-
mannsdóttur. Allir eru þessir lista-
menn af Stór-Reykjavíkursvæð-
inu.
Gallerý Lækjarfit er glæsilegur
120nr og fyrirhugað er að opna
franska kaffistofu til hliðar við
salinn, síðar í vetur.
Sýningin sem nú stendur yfir er
sölusýning og stendur til 5. janúar.
Hún er opin alla virka daga vik-
unnar frá kl. 10-21 en á laugardög-
um og sunnudögum frá kl. 13-23.
Forsvarsfólk gallerísins ætlar að
leigja salinn út til fundahalda fyrir
félagasamtök og fleira. Þeir sem
áhuga hafa á að nota salinn hafi
samband við skrifstofuna í síma
651633 eða komi í salinn í Lækjar-
fit 7 á skrifstofutíma.