NT - 12.12.1985, Qupperneq 18
LlL Umsögn/Bókmenntir
Annað bindi Gests
■ Gils Guðmundsson.
Gestur. íslenskur fróðleikur
gamali og nýr II.
Gils Guðm'undsson safnaði efninu.
Iðunn 1985.
223 bis.
■ í þessu bindi Gests kcnnir niargra•
grasa, ekki síðuren í fyrsta bindi, sem
út kom í fyrra. Hér er safnað saman
efni, sem telja má til þjóðlegs fróð-
leiks og hefur nrest af því birst áður á
prenti. Er þess ávallt getið í Gesti
hvort ritsmíð, sem í honum birtist,
liafi verið prentuö áður og þá hvar og
hvenær.
Hið elsta af efni sem Gestur tlytur
nú er frá 18. öld, en mest af því er frá
19. og20. öld. Efniöeraf margvísleg-
um toga og má þar nefna grein eftir
Klemenz Jónsson um lífið í Reykja-
vík á 19öld, grein eftir Þórð Jónsson á
Eyrarbakka, sem nefnist Fcrö í verið
1896, grein eftir Gils Guðmundsson
um deilurnar vegna sálmabókarinar
Leirgerðar, grein cftir Svein Guð-
mundsson um hákarlaveiðar á
Ströndum, þá er grein, sem ekki er
Ijóst unt hötund að og fjallar um íslensk
matvæli. Er það elsta ritsmíðin í bók-
inni. Enn má nefna „sjálfsævisögu“
Brynjulfs Jónssonar frá Minna-
Núpi, frásögn sr. Sveinbjarnar Hall-
grímssonar um vígslu dómkirkjunnar
í Reykjavík og þannig mætti áfram
telja. I bókarlok eru svo „Smá-
munir", þ.e.a.s. stuttarsögur, margar
í gamansömum tón.
Ekki er því að ncita, að gaman var
að lesa Gest þennan ekki síður en
hinn fyrri. Þjóðlegur fróðleikur hvers
konar nýtur enn mikillar hylli ís-
Ienskra lesenda og meðan svo er, er
sjálfsagt að gefa slík rit út. Efniðerog
vel valið og þótt mest af því hafi áður
birst á prenti er því ekki að neita, að
oftast er þaö í ritum, sem ekki eru al-
menningi tiltæk nema á söfnum.
Þannig efni er sjálfsagt að prcnta upp,
en hins vegar finnst mér að stöku sinn-
um seilist Gils fullnærri samtímanum,
þegar hann prentar upp á nýtt efni
sem birtist fyrir svo sem tveim áratug-
um. Slíkt er þó ávallt matsatriði og
því er ekki að neita, að það efni, sem
hér er um rætt og birtist svo nýlega,
stendur vel fyrir sínu, svo ekki sé
meira sagt.
Allur frágangur ritsins er með ágæt-
um og vonandi verður Gestur þessi
árlegur viðburður á bókamarkaðnuni
næstu árin.
Jón Þ. Þór
NOKKRIR ÞÆTTIR
Emil Björnsson: IVlinni og kynni.
Frásagnir og viðtöl.
Örn og Örlygur 1985.
144 bls.
■ Þessi bók Emils Björnssonar,
Minni og kynni, hefur að geyma átta
frásagnir og fjögur viðtöl. Frásagnirn-
ar eru af fójki, sem höfundur hefur
kynnst á lífsleiðinni og hefur a.m.k.
flest af því orðið vcl þekkt, þótt með
misjöfnum hætti væri. Hér cr sagt frá
Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Halldóri
Laxness, Maríu Maack, Hcndrik
Ottóssyni, Aöalbjörgu Sigurðardótt-
ur, Jóhönnu Egilsdóttur, sr. Vigfúsi
Þórðarsyni í Eydölum, Guðlaugu H.
Þorgrímsdóttur. og viðtöl cru við Sig-
urð Nordal prófessor, Brynjólf
Bjarnason fyrrvcrandi menntamála-
ráðherra. Gylfa Þ. Gíslason prófessor
og Óniar Ragnarsson fréttamann.
Frásagnirnar átta eru mjög misjafn-
ar að lengd, grcinarnar um Jónas og
Halldór eru vænar ritgerðir, en liinar
■ Sr. Emil Björnsson,
frásagnirnar miklurn mun styttri, en
að ýmsu leyti hnitmiðaðri. Viðtölin
eru hins vegar öll viðlíka löng og
a.m.k. þrjú þeirra, við Sigurð, Bryn-
jólf og Gylfa, munu vera byggð að
mestu, ef ekki öllu leyti á viðtalsþátt-
um höfundar við þessa menn í sjón-
varpinu, sem báru heitið „Maður er
nefndur". Er flestum sjálfsagt enn í
fersku minni viðtalið við Gylfa, sem
var flutt fyrir skömmu og vakti verð-
skuldaða athygli.
Ekki ætla ég mér þá dul að fara að
draga þættina í þessari bók í dilka eft-
ir efni eða „gæðum". Þeir eru allir at-
hyglisverðir aflestrar, vel samdir og
uppbyggðir og í frásögnunum tekst
höfundi vel að draga fram þá þætti í
fari þeirra sem hann fjallar um, er
honum þykja mikilsverðir. Um við-
töldin gegnir sama máli, þótt viðmæl-
endur hafi þar vitaskuld mikið að
segja.
Þetta er skemmtileg bók aflestrar
og fróðleg fyrir margra hluta sakir,
þótt því skuli ekki neitað að sá sem
þessar línur ritar kunni best að meta
viðtalið við Brynjólf Bjarnason.
Jón Þ. Þór
Reykjavík á fyrri
hluta aldarinnar
Guðjón Friðriksson: Reykjavík
bernsku ininnar. Nítján Reykvíkingar
segja frá.
Setberg 1985.
212 bls.
■ Margir þeirra, sem enn gefa sé
tíma til að hlusta stöku sinnum á
útvarp, muna vafalaust eftir viðtals-
þáttum, sem Guðjón Friðriksson
blaðamaður átti sumarið 1984 við
nokkra borna og barnfædda Reykvík-
inga og nefndust Reykjavík bernsku
minnar. Nú eru þessir þættir komnir út
á bók og gefst þeim, sem vilja geyma
þá betur en í minninu einu, færi á að
lesa og rifja upp
Þeir, sem hér segja frá, eru nítján
Reykvíkingar, við skulum ekki segja
gamlir Reykvíkingar því margir
þeirra eru enn á besta aldri. Þeir eru
allir fæddir á árunum 1900-1930 og
þekktu því í bernsku sinni allt aðra
Reykjavík, en þá sem við höfum nú
fyrir augum. Og einmitt þess vegna er
mikill fengur að frásögn þeirra, þeir
■Guðjón Friðriksson.
kunna að greina frá umhverfi, at-
vinnu- og heimilisháttum, lífsmáta og
lífsviðhorfum, sem eru á margan hátt
gjörólík þeim, sem nú eru algengust.
Guðjón Friðriksson er þekktur af
blaðamennsku sinni og þá ekki síst
fyrir skemmtilega þætti um Reykja-
vík og Reykvíkinga. Hann hefur haft
lag á að velja sér að viðmælendum
fólk úr ýmsum stéttum og úr flestum
hverfum borgarinnar, eins og hún var þá
Þetta fólk kann frá mörgu skemmti-
legu og fróðlegu að segja og þótt vita-
skuld megi ekki líta á þessa bók sem
neins konar sögu Reykjavíkur á þeim
árum, sem hér er fjallað um, fer það
ekki á milli mála, að hún er gagnlegt
innlegg í Reykjavíkursögu. Hér er
safnað saman munnlegum heimild-
um, sem allar eiga það sameiginlegt
að greina frá daglegu lífi í bænum og
segja því oft meira í stuttu máli langar
ritgerðir, unnar eftir rituðum heimild-
um.
Þetta er fróðleg bók aflestrar, ágæt-
lega frá gengin af höfundarins hálfu
og allur frágangur er með ágætum. Er
þess að vænta, að fólk sem man
Reykjavík á fyrri hluta þessarar aldar
hafi bæði gagn oggaman af lestrinum,
ekki síður en þeir sem yngri eru.
Jón Þ. Þór
Fimmtudagur 12. desember 1985 18
Amnesty International
Fangar desem-
bermánaðar
■ Mannréttindasamtökin
Amnesty International vilja
vekja athygli almennings á máli
eftirfarandi samviskufanga í des-
ember. Jafnframt vonast samtök-
in til að fólk sjái sér fært að skrifa
bréf til hjálpar þessum föngum og
sýna þannig í verki andstöðu sína
við að slík mannréttindabrot eru
framin.
íslandsdeild Amnesty hefur nú
byrjað útgáfu póstkorta vegna
fanga mánaðarins. A kortunum
er prentuð áskorun til stuðnings
fanganum, og heimilisfang hlut-
aðeigandi stjórnvalda. Kortin
verða seld í áskrift, og það eina
sem áskrifendur þurfa að gera er
að undirrita kortin og koma þeim
í póst. Þeir sem hafa áhuga á
áskrift eða nánari upplýsingum
hafi samband við skrifstofu sam-
takanna.
Túnis. Beshir Essid er 42 ára
gamall lögfræðingur sem er í
haldi vegna tveggja greina sem
hann ritaði og sendi dagblöðum í
Túnis í janúar 1984. Tilefni grein-
anna voru óeirðir sem brotist
höfðu út í kjölfar verðhækkana,
en stjórnvöld höfðu þá nýverið
lækkað niðurgreiðslur á brauði
og öðrum brýnum nauðsynjavör-
um. í greinum sínum gagnrýnir
Essid stjórnvöld fyrir það með
hvaða hætti tekið var á óeirðun-
um, og einnig gagnrýnir hann
stjórnarstefnuna sem hann telur
orsök uppþotanna. Essid var gert
að mæta fyrir dómi 22. mars sama
árs, og var þar borinn margvísleg-
um sökum, s.s. að hafa talað illa
um forsetann og aðra úr ríkis-
stjórn, og hvatt til ofbeldis. Þrátt
fyrir það var Essid dæmdur
sekur, og hlaut tveggja ára fang-
elsisvist, en dómnum var breytt í
eitt ár við áfrýjun til Hæstaréttar.
Kína. Xu Wenli ritstýrði til
skamms tíma vinsælasta óháða
dagblaðinu sem gefið var út í
norðurhluta Kína, April Fifth
Tribune, en það hætti útgáfu vor-
ið 1980 vegna þrýstings frá stjórn-
völdum. Xu Wenli hélt þó áfram
ritstjórn tveggja lítilla blaða, og
aðstoðaði við dreifingu frétta-
bréfs, Study Bullettin. Hann var
dæmdur í 15 ára fangelsi í júní
1982 fyrir „andbyltingarsinnuð"
lögbrot sem tengjast starfsemi
hans við útgáfu og sambandi hans
við ritstjóra annarra óháðra tíma-
rita. Xu Wenli var um marga
mánaða skeið haldið langdvölum
í klefa sínum, og sá dagsljós að-
eins einu sinni til tvisvar á mán-
uði. Eftir að hann var dæmdur er
hann einn í klefa sem er aðeins
2m2. Að eigin sögn er hann vel
hraustur, en óttast að bíða and-
legt tjón af langvarandi einangr-
un. Xu Wenli er meðlimur í
„lýðræðishreyfingunni“, og
undirstrikaði í viðtölum sem er-
lendir fréttamenn áttu við hann
árið 1980 þörfina á lýðræði og
umbótum undir stjórn Kommún-
istaflokksins.
S-Afríka. Mbulelo Goniwe er
framamaður í hverfissamtökum
svertingja í austurhluta Höfða-
borgar (Cradock Resident’s Ass-
ociation, Cradora). Hann hefur
verið í haldi án dóms eða ákæru
síðan 25. júlí, með skírskotun til
neyðarlaga frá 20. júlí. Þau gefa
öryggislögreglunni frjálsar hend-
ur við fangelsun og yfirheyrslur,
og leysir hana undan þeirri kvöð
að þurfa að svara til saka fyrir
mistök sem hana gætu hent við
embættisverkin. Talið er að Gon-
iwe hafi hlotið illa meðferð í
fangavistinni, og er m.a. sagður
hafa gat á hljóðhimnu. Mbulelo
Goniwe sat einnig inni án ákæru
eða dóms í 6 mámuði á síðasta
ári, ásamt þremur öðrum framá-
mönnum hverfissamtakanna,
þ.á m. formanninum, Matthew
Goniwe, frænda Mbulelo. 28.
júní í ár voru Matthew Goniwe og
3 aðrir framámenn í Cradora
(sem hefur samvinnu við ýmis
samtök andstæð apartheid stefn-
unni) numdir brott og myrtir.
Sterkur orðrómur er á kreiki um
að „dauðasveit" sú sem ber
ábyrgð á glæpnum sé runnin und-
an rifjum stjórnarinnar, en hún
afneitar allri hlutdeild að málinu.
Þeir sem vilja leggja málum
þessara fanga lið með bréfaskrift-
um eða áskrift póstkorta, eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við skrifstofu íslandsdeildar
Amnesty, Hafnarstærti 15,
Reykjavík, sími 16940. Skrifstof-
an er opin frá 16.00 til 18.00 alla
virka daga. Þar fást nánari upp-
lýsingar sem og heimilisföng
þeirra aðila sem skrifa skal til.
Einnig er veitt aðstoð við bréfa-
skriftir ef óskað er.