NT

Ulloq

NT - 13.12.1985, Qupperneq 3

NT - 13.12.1985, Qupperneq 3
 f1T Föstudagur 13. desember 1985 3 lii Fréttir Norðurland eystra: Fjórði hver vinnufær maður atvinnulaus ■ Atvinnuástand á Norðurlandi eystra er nú með því versta sem gerist á landinu öllu, samkvæmt ný- legri skýrslu frá Félagsmálaráðu- neytinu, en í fjórðungnum er ástandið einkum slæmt á Húsavík og Ólafsfirði. „Ætli það láti ekki nærri að um fjórði hver vinnufær maður hér á staðnum sé atvinnulaus," sagði Kári Kárason hjá Verkalýðsfélag- inu á Húsavík í samtali við NT í gær. Kvótalaust er nú orðið með öllu á staðnum, og ekki er fyrirsjá- anlegt að atvinnuástand batni þar fyriráramót. Húsvíkingarbinda nú vonir við að geta keypt Kolbeinsey aftur, en tilboðsfrestur rennur út á fimmtudaginn í næstu viku. Að sögn Kára Kárasonar er talsverður „titringur “ í heimamönnum og margar sögur í gangi um tilboð sem komið hafi í skipið annars staðar frá. Pví má reikna með að Húsvík- ingar haldi áfram að sperra eyrun þegar Kolbeinsey ber á góma allt þar til tilboðin verða gerð opinber. Á Húsavík eru nú á þriðja hundrað manns á atvinnuleysisskrá og er það mun verra en tíðkast hefur á þessum árstíma. Raunar er það ekki óalgengt að tímabundið at- vinnuleysi geri vart við sig í des- ember, en í ár hefur þetta komið mun fyrr og verið víðtækara en venjulega. Á Ólafsfirði er ástandið ekki eins dökkt þó að í heildina sé það ekki gott. Mikið atvinnuleysi er hjá fisk- vinnslufólki, og að sögn Valtýs Sig- urbjörnssonar bæjarstjóra er þetta mesta atvinnuleysi þar um langt árabil. Horfurnar eru heldur ekki góðar það sem eftir er mánaðarins og það verður ekki fyrr en eftir áramótin að ástandið fer að lagast. Pá má reikna með afla frá tveim togurum í frystihúsin, en kvótaleysi hrjáir nú Ólafsfirðinga. Einn togarinn þeirra, Sigurbjörg, er frystitogari og hefur því ekki nýst sem hráefn- isgjafi fyrir frystihúsin. Valtýr sagði að þó atvinnuleysi hrjáði nú fiskvinnslufólk væri þó síðan í haust unnið við loðnubræðslu á staðnum, og að meira en nóg væri að gera hjá iðnaðarmönnum. Annarsstaðar í fjórðungnum var hljóðið ekki eins slæmt í mönnum hvað atvinnuástand varðar. í Hrís- ey til dæmis var meira en nóg vinna og útlit fyrir að svo yrði áfram. Á Akureyri er ástandið svipað og undanfarin ár, um áttatíu manns á skrá hjá vinnumiðluninni. Þar reiknuðu ntenn ekki með stórvægi- legum breytingum fram yfir hátíð- arnar, og að þau störf sem bættust við hjá verslunum myndu skóla- krakkar taka. Á Raufarhöfn verð- ur vinna í frystihúsinu frant að jól- um ef að líkum lætur en siðan mun vinna leggjast niður yfir hátíðarnar. Síldarverksmiðjan lokar rétt fyrir jólin og vöktum slitið fram yfir ára- mót. Er það svipað því sem verið hefur undanfarin ár. ■ Öll skipafélögin sem staðið hafa í fiskimjölsflutningum, hafa tilkynnt mjölframleiðendum um hækkun flutningsgjalda. Ekki eru menn á eitt sáttir um hversu mikil þessi hækkun er en farmgjöldin hafa verið mjög mis- munandi eftir eðli flutninganna, árstímum og svæðum. Mjölframleiðendur hafa sagt að þessi hækkun nemi allt að 50% en Ákall um hjálp ■ Hjálparstofnun kirkjunnar fer fram á aðstoð landsmanna við starf sitt nú á jólaföstunni eins og stofn- unin hefur gert síðan árið 1976. Söfnunin heitir eins og áður „Brauð handa hungruðum heimi" og að sögn Guðmundar Einarsson- ar framkvæmdastjóra hjálpar- stofnunarinnar eru það einkum tvö verkefni, sem mesta athyglin bein- ist að í þetta skiptið. Annars vegar er það aðstoð við börn í Eþíópíu, sem eru nú mun- aðarlaus og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Hins vegar er það fólk sem flúð hefur Afghanistan vegna styrjald- arinnar þar og býr nú við mjög þröngan kost í Pakistan. Auk þessa verður haldið áfram þeim verkefnum sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur tekið að sér innanlands sem utan. Nú eru um 250 munaðarlaus börn í tengslum við íslensku hjálp- arliðana í Eþíópíu en börnum þessum tókst að bjarga undan hungursneyðinni sem geisað hefur í landinu. Lífsvon þeirra og fram- tíð er nú í höndum hjálparstofnun- arinnar og því er farið fram á við landsmenn að þeir láti eitthvað af hendi rakna til byggingu heimila og skóla fyrir þessi börn, en fyrirhug- að er að reyna að aðstoða þau næstu þrjú árin. Aðstoðin beinist að því að hjálpa því flóttafólki sem nýkomið er frá Afghanistan og styðja sjúkranámskeið á vegum afgh- anskra lækna sem skipuleggja ferð- ir inn í land sitt til starfa þar. Auk þessa er ætlunin að reyna að aðstoða við flutning á sáðkorni frá Pakistan inn í Afghanistan þar sem á því er mikil þörf og verður að aðstoða við menntun afghanskra flóttabarna. Ómar Jóhannsson forstjóri Skipa- deildar Sambandsins sagði í sam- tali við NT í gærkvöld að hún væri á bilinu 20-25%. Ómar sagði enn fremur að ljóst hafi verið um nokk- urt skeið að flutningsgjöldin hafi verið allt of lág, og þessi hækkun því nauðsynleg til að flutningarnir svöruðu kostnaði. Aðspurður um það, hvort hækk- unin kæmi nú í kjölfar gjaldþrots Hafskips, samkeppnisaðila skipafé- laganna, sagði Ömar: „Pað skil ég ekki hvernig gæti verið. Peir voru með fjögur skip, eingöngu í áætl- unarsiglingum og við flytjum yfir- leitt ekki mjöl frá Reykjavík til þessara áætlunarhafna. Það er sitt hvað mjölflutningur í lausu formi til dæmis og gámaflutningur.“ ■ Maeðrastyrksnefnd þiggur hér giöfina frá Plastprent hf. en hún nam 36.800 krónum. Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar hafin Starfsmenn Plastprents hf. gáfu 36.800 ■ Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar er nú hafin og nýlega komu starfsmenn Plastprents hf. í heimsókn til nefndarinnar og færðu henni peningagjöf. Nemur upphæðin 36.800 krón- um og þar af söfnuðu starfsmenn- irnirnir 18.400 en fyrirtækið borg- aði sömu upphæð á móti. Að sögn Guðlaugar Runólfs- dóttur starfsmanns Mæðrastyrks- nefndar er þetta fjórða árið í röð sem starfsmenn Plastprents hf. gefa slíka peningagjöf og sagði hún að það væri virðingarvert hjá fyrir- tækjum að þau muni eftir þeim sem minna mega sín. Mæðrastyrksnefnd er til húsa að Njálsgötu 2 og þar er opið milli 2 og 6 daglega. Þangað getur fólk kom- ið framlögum eða lagt þau inná póstgíróreikning 36600-5. Guðlaug sagði þörfina á aðstoð svipaða nú og undanfarin ár e.t.v. heldur meiri og sagði hún að auð- vitað væri ekki hægt að hjálpa öll- um en nefndin reyndi að hjálpa þeim sem mest þyrftu á því að halda t.d. vegna veikinda eða ann- arra erfiðra ástæðna. Þá nefndi Guðlaug að á móti fatnaði yrði tekiö í Garðastræti 21 milli 2 og 6 alla daga og þangað geta allir leitað, burtséð hvort þeir þiggja aðstoð Mæðrastyrksnefndar eða ekki. Að lokum nefndi Guölaug að á vegum Mæðrastyrksnefndar er ókeypis lögfræðiaðstoð á mánu- dagsmorgnum milli klukkan 9 og 12 og benti hún sérstaklega ein- stæðum mæðrum sem væru í ein- hverjum vandræðum að leita sér aðstoðar þar. I Nýbreytnin hefur þegar vakið mikla ánægju meðal yngstu farþeganna. Ff § M JkaLM 1' %. f» t j Flugleiðir: Sérmáltíðir fyrir yngstu farþegana Flugleiðir bjóða nú börnum sérmáltíðir þegar þau ferðast með félaginu á millilandaleiðum. Þessi nýbreytni var tekin upp fyrir skömmu og hefur þegar vakið mikla ánægju meðal yngstu farþeg- ína. I morgunverð er börnununt boð- ið upp á kókómjólk og kornflögur með nýmjólk, heita samloku með skinku og osti, fcrskan ávöxt, súkkulaði og ávaxtasafa og sæl- gætisbita. Athygli skal vakin á því að nauð- synlegt er að biðja um sérrétti fyrir börn með nokkrum fyrirvara áöur en lagt er upp í ferð, helst þarf að gera það um leið og farpöntun er gerð. Jólasýning í Gallerí Borg ■ Gallerí Borg hefur opnað jóla- sýningu í salarkynnum sínum viö Áusturvöll. Þar eru sýndar grafík- myndir, vatnslitamyndir, krítar- myndir, olíumálverk, gler og kera- mik. í Gallerí Borg er að finna verk allra helstu og þekktustu núlifandi listamanna okkar og á verði sem fæstum ætti að vera ofviða. Verkin eru til sýnis og sölu, jafnt í sýn- ingarsal á jaröhæð sem og í kjallara og skipta hundruðum. Þar sem mjög hefur færst í vöxt að listmunir og myndir séu keyptar til gjafa hefur verið ákveðið að sýn- ingin í Gallerí Borg verði að þessu sinni ekki formlegri en svo að fólk getur haft á brott með sér þá list- muni og myndir sent það kýs að kaupa en þarf ekki að bíða sýning- arloka. Einnig eru seldar listaverka- bækur í Gallerí Borg svo og lista- verkakort. Einnig eru fáanlegar í Galleríinu myndir gönilu meistar- anna, Ásgríms, Þórarins B. Þor- lákssonar, Kjarvals, Engilberts, Kristínar Jónsdóttur, Jóns Stefáns- sonar, Schevings og fleiri. Gallerí Borg er opið á venjuleg- um verslunartíma í desember og á öðrum tíma eftir símapöntunum og viðtölum. Verðjöfnunargjald á raforku: Davíð spyr iðn- aðarráðherra ■ Drepið var á málefni Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar í unt- ræðu í efri deild Alþingis um frum- varp til laga um verðjöfnunargjald á raforku, en hitaveitan er einhver sú dýrasta á landinu. Davíð Aðal- steinsson 5. þm. Vesturlandskjör- dæmis bar þá spurningu fyrir iðn- aðarráðherra hvað stjórnvöld ætl- uðu sér að gera til þess að komið væri til móts við hugmyndir heima- manna um ráðstafanir vegna hita- veitunnar og fjárhagsvanda hennar. Davíð taldi að loforð hefði verið gefið af hálfu fyrrverandi iðnaðar- ráðherra um ákveðnar ráðstafanir m.a. að sex milljónum dollara yrði létt af skuldabyrði hitaveitunnar. Iðnaðarráðherra gaf þau svör að málið væri til meðferðar hjá stjórn- völdum en ákvarðanir hefðu ekki verið teknar enn.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.