NT - 24.12.1985, Blaðsíða 8

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 24. desember 1985 8 Uáltvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Núlíminn h.f. Rilstj.: Helgi Pélursson Ritstjómarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðssf].: Oddur Ólafsson Skrilstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritst|órn 686392 og 686495, tækmdeild 686538 Setning og umbrot: Tæknirtoild NT. Prentun: Bla&aprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Veri í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. r JÓl ■ Jólahátíð er hafin. Hugir mannanna leita saman, menn nálgast Guð sinn í anda og freista þess, að njóta hins góöa í sjálfum sér. Hvort það tekst fer eftir ýmsu. Þrátt fyrir gleðihátíöina miklu, sem jólin eru, megum við ekki gleyma þeim miklu skyldum sem á herðar okkar eru lagðar, ekki hvað síst á jólum. Við megum ekki gleyma börnunum. Öll munum viö að einhverjar fyrstu minningar okkar eru oft tengdar jólum og jólahaldi. Börn í hraðasamfélagi nútímans fara oft á mis við hlýju og umhyggju, þótt ekki sé það vilji foreldranna. Jólin eru því tími sam- veru með börnunum. Við megum ekki gleyma því, aö eitt faðmlag kann að lifa í minningu barnsins alla æfi. Við megum heldur ekki gleyma ættingjum og vinum. Jól eru fyrir flesta orðin ein allsherjar fjöl- skylduhátíð og það er vel. Nóg er samt, sem glepur hugann og teymir menn til einveru, þrátt fyrir marg- nefnda fjölmiðlabyltingu. Trúlega hefur ekkert eitt aukið á einveru íslendinga hin síðari ár meir en myndbandið og aukin notkun þess. Menn tala ekki saman á meðan. Jólin eru því söngur og gleði með fjölskyldunni sem alltof sjaldan gefur sér tíma til að hittast. Við megum ekki gleyma þeim, sem bágt eiga á jólum. Reyndar þarf kannski ekki að taka þetta fram íslendingar hafa rækilega látið af hendi rakna til bágstaddra hér á landi og víða um heim undanfarin ár. Það er umhugsunarefni og fyllir alla gleði, að þegar illa hefur árað hjá okkur, eins og verið hefur undanfarin ár, höfum við gefið meira til hjálpar- starfs á hungursvæðum heims en nokkru sinni fyrr og ekkert lát virðist ætla að verða á því. Þarna birt- ist sannur jólaandi kristinna manna. Við megum ekki gleyma trúarhátíðinni miklu, jólunum. Ekki er fráleitt að ætla, að ekki í annan tíma reyni meir á trúartilfinningu og trúarþröf mannanna en á jólum. Jólin og kristin trú birtast í svari þínu við spurn- ingu barnsins sem spyr: Af hverju fæddist jólabarn- ið? Spurningin er flókin og svarió getur svo sannar- lega vafist fyrir þér, en þar reynir á trú þína,- því þarna hefst trúboðið. íslendingar koma til kirkju á jólum þótt þeir geri ekki mikið af því á öðrum tíma ársins.Þetta er löngu viðurkennd staðreynd og ekkert til þess að hafa í flimtingum. Ekki er vitað til, að menn verði'neitt betur kristnir þótt þeir stundi reglulega kirkjusam- komur. Koma tugþúsunda íslendinga til kirkju á jólum er þögull vottur um trúarþörf þjóðarinnar. NT óskar lesendum sínum og landsmönnum öll- um gleðilegra jóla í faðmi fjölskyldu og vina. Hvað var gert á Ári æskunnar? ■ Undir kjörorðunum: Þátttaka- þróun - friöur, ákváðu Sameinuðu þjóðirnar, að árið 1985 skyldi til- einkað æskulýðnum. Margt hefur verið gert bæði af æskunni og þeirri nefnd sem skipuð var til að hafa umsjón með æskulýðsárinu. Sem dæmi má nefna svokallaðan borg- arstjórnarfund æskunnar, þar sem 18 fulltrúar reykvískrar æsku tóku til máls. Var aðallega talað um mis- notkun fíknicfna meðal unglinga og sinnuleysi ráðamanna á sjálfu ári æskunnar. í NT í okt. segir að unglingarnir hal'i staðið sig glæsi- lega, og í lok fundarins gaf borgar- stjórn æskunnar þeim allt of fáum kjörnu fulltrúum sem mættu á íundinn miða á unglingaskemmtun í Broadway mcð þeim orðum að nú gætu þeir sjálfir séð hvernig ungl- ingar skemmtu sér. Einnig var haldin friðarvika sem unglingar í félagsmiðstöðvum borgarinnar efndu til. Haldnir voru umræðu- fundir um frið og gerð voru veggspjöld. Síðan var farið með skcmmtiatriði milli félagsmið- stöðva. Unglingar úti á landi hafa ekki setið aðgerðarlausir allan tímann. Á Selfossi héldu t.d. unglingar bæjarstjórnarfund og einnig var starfrækt útvarpsstöð sem þeir sáu um . Á Akureyri var í nóv. haldin ráðstefna sem sótt var af nemend- um framhaldsskóla á Norðurlandi. Þar voru samþykktar ályktanir um menntamál, húsnæðismál, sam- göngumál og atvinnumál og sendar til fjórðungssambandsins. Þetta sem hér hefur verið nefnt er aðeins hluti af öllum þeim upp- ákomum sem efnt hefur verið til á ■ Soffía Eiríksdóttir er 15 ára. Hún vann á NT í starfskynningu í tæpa viku. NT-mynd: Róbert. árinu. Hinar ýmsu stofnanir hafa lagt sitt af mörkum, t.d. sýndi Stúd- entaleikhúsið unglingasöngleikinn EKKÓ, verslanir hafa veitt ungu fólki afslátt á hinum ýmsu vörum og ferðaskrifstofur hafa verið með sérstaka unglingsafslætti. Það má því segja að ár æskunnar hafi allstaðar fengið mjög góðar viðtökur, og verðskuldaða umfjöll- un. Soffía Eiríksdóttir tók saman Af samskiptum manna og hesta Erlingur Davíðsson skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg 1985 288 bls. ■ 1 formála þessa fimmta bindis rit- raðarinnar „Með reistan makka,“ kemst skrásetjarinn, Erlingur Dav- íðsson, svo að orði: „Allar fjalla frá-- sagnir þessara bóka um hesta og samskipti manna og hesta. Með frá- sögnunum cru mcnn öðrum þræði að gjalda reiðskjótum sínum þakkar- skuld fyrir liðnar unaðsstundir." Þessi orð væru ef til vill nægjanleg kynningá ritröðinni. Hún ersafn frá- sagna hestamanna af fákum sínum og samskiptum við þá. í þessu bindi eru fjórtán frásagnir, flestar eftir fólk úr Eyjafirði og næsta nágrenni, en þó nokkrar ættaðar lengra að. í frásögnum sögumanna kennir margra grasa. Hér segir frá góðhest- um, tamningum, kappreiðum og ferðalögum á hestum og hafa ntörg þeirra orðið minnisstæð. Allar eru frásagnirnar skemmtilega persónu- legar, ntálfar höfunda er ólíkt og hef- ur skrásetjarinn sýnilega lagt sig f líma við að hver frásögn héldi ^'num einkennum. Hér verður ekki álpast til þess að reyna að meta hverja frásögn, þær eru allar skemmtilegar aflestrar, hver á sinn hátt og allir geta sögu- mennirnir sagt frá ólíkri reynslu í ■ Erlingur Davíðsson samskiptum sínum við þarfasta þjóninn. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum, hún er prentuð á vand- aðan pappír og prýdd mörgum skemmtilegum myndum. Jón Þ. Þór ER NOKKRU LOKIÐ? Konur hvað nú? Staða íslenskra kvenna í kjölfar kvennaárs og kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna 1975-1985. Ritstjóri: Jónína Margrét Guðna- dóttir. Útgefandi: ’85 nefndin, samstarfs- nefnd í lok kvennaáratugar S.Þ. og Jafnréttisráðs. Reykjavík 1985. ■ Þegar flett er titilblaði með þeim upplýsingum sem hér eru greindar blasir við augum upptalning þeirra félaga sem aðild eiga að samstarfs- nefndinni og cru þar flest eða öll landssamtök kvenna og margt fleira. Jafnréttisráð á hér mikinn hlut því að j það er þátttakandi í samstarfsnefnd- ! inni auk þess að vera annar aðili útgáfunnar á móti samstarfsnefnd- inni. Þetta er mikið fræðirit enda á hér j að vera samkvæmt því sem áður er sagt úttekt á stöðu ísl. kvenna. Mun ýmsum finnast að sumir kaflarnir séu nokkuð þurrir og þungir aflestrar svo sem skýrslur um setu kvenna í sveit- arstjórnum og nefndum ýmiskonar og töflur og línurit um laun og tekjur og skoðanir á hinu og þessu. Samt er í þessu mikil tölfræði og víst eru þetta upplýsingar sem mikill fróð- leikur er í fyrir þá sem nenna að kryfja til mergjar. I bókinni eru 14 ritgerðir, allar eft- ir konur, sín eftir hverja. Þar er m.a. rætt um listsköpun kvenna í bók- menntum, tónlist, myndlist, leiklist, byggingarlist, ballett og kvikmynda- gerð. Og þar er frá talsverðu að segja. Enginn mun draga í efa eftir að hafa lesið þessa bók að konur kunna að gera fræðilega grein fyrir sínu máli og sýna töflur og línurit rétt eins og karlar. Og fyrir þá sem vilja kyn- greina þjóðfélagið er þetta rit hrein og bein náma. Mikil vina liggur að baki þessari bók. Töflur hennar verða framvegis bornar saman við nýjar töflur sem framtíðin efnir til. H.Kr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.