NT - 24.12.1985, Blaðsíða 5

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 5
 Vatní Tónabíó ■ Jólamynd Tónabíós er nú bresk gamanmynd sem heitir Vatn, og þar hafa margir t'rægir kappar lagt hönd á plóginn. Framleiðandi er bítillinn fyrrverandi George Harrison. en með aðalhlutverkin fara Michael Caine, Valerie Perr- ine og Brenda Vaccaro. Myndin fjallar um pínulitla eyju. Cascara í Karibahafi. scm er bresk nýlenda. Á henni hefur enginn minnsta áhuga þar til í Ijós kemur að þar finnst sérkennileg tegund vatns og þá fer heldur betur að hitna í kolunum. Þriðjudagur 24. desember 1985 5 ■ Valerie Perrine og Michacl Cainc albúin í slaginn ásamt tveim aðstoð- armönnuni. ■ Hluti nefndar sem unnið hefur að sýningunni og dagskrá sem geFin verður út í tenglsum við hana. Frá vinstri: Knud Ödegárd for- stjóri,Guðrún Magnúsdóttir yfir- bókavörður, Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður, Þorgerður Ing- ólfsdóttir, Njáll Sigurðsson og Helga Jóhannsdóttir. NT-mynd: Sverrir Norræna húsið: Viðamikil tónlistar- sýning ■ Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra opnar eina viðamestu sýningu sem Norræna húsið hefur gengist fyrir til þessa, laugardaginn 28. desember. Sýningin nefnist Tón- list á íslandi og reynt hefur verið að safna saman flestu því sem tengist þessu efni. í sýningarsölununt niðri er stiklað á ýmsum helstu viðburðum tónlistar- sögu íslands með röð Ijósmynda. Þar má m.a. sjá elstu Ijósmynd sem til er á Norðurlöndum en hún erfrá 1848. Á myndinni sést fyrsti barnaskóli í Reykjavík, í gamla lóskurðarhús- inu, þar sent Pétur Guðjohnsen kenndi söng. í sýningarsölunum eru einnig sýndir ýmsir sögufrægir munir sem komið'hafaviðsögutón- listar. s.s. það sem eftir er af elsta orgeli Dómkirkjunnar, píanó úr eigu Péturs Guðjohnsen frá 1855, flauta Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, konett Helga Helgasonar, ferða- orgel Jóns Leifs og fl. í innri salnum niðri verður stiklað á stóru í útgáfu tónlistarefnis, þar verða m.a. handrit, prent og hljóðritanir. Uppi í anddyri og bókasafni verð- ur sýning á kennsluefni í tónlist, það elsta undir gleri en yngri gögn má fólk handfjatla og fletta að vild. Þar má sjá myndir úr starfi tónlistarskóla og vísast þekkja margir sjálfa sig á þeim. Ekki má gleyma því að gestir sýningarinnar geta hlustað á marg- vísleg tóndæmi í hljómflutningstækj- um, t.d. elstu stef sem dæmi eru um, grallarasöng, einsöngs- og kórlög, hljómsveitarverk, popptónlist, jazz og elektróníska tónlist. Ýmsir hafa lagt hönd á plóg til að koma þessari sýningu á laggirnar, nefnd hefur starfað á vegum Nor- ræna hússins, Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið hafa veitt styrki, mörg söfn, stofnanir og einkaaðilar hafa góðfúslega lánað myndir, handrit, bækur og muni og veitt aðstoð svo sýningin mætti tak- ast sem best. Norræna húsið hefur ráðið Þorkel Sigurbjörnsson til að skrifa kver um höfuðdrætti íslenskrar tónlistarsögu og kemur bókin út um leið og sýning- in verður opnuð. I tengslum við sýn- inguna verður fyrirlestrarhald um hverja helgi þar til sýningunni lýkur, þann 23. febrúar á næsta ári. Leiðrétting ■ Hér er beðist velvirðingar á misritun í forystugrein blaðsins í gær: Fjallað var um nýjungar í landbúnaði og meðal annars kennslu í móttöku ferðamanna. Sú kennsla fer fram á Bændaskólanum á Hvanneyri, en ekki á Hólum, eins og misritast hafði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.