NT - 24.12.1985, Blaðsíða 11

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. desember 1985 15 Hann tók um hönd hennar. - En hvaö þér eruð góöar. Hefði ég átt systur, eins og yöur, hefði ég orðið betri maður. - Þér getið orðið það ennþá. - Ég vona að svo verði. Verið þér systir min, ráðleggið mérog leiðbeinið.ég ersvo ístöðulítill og veikurfyrir. - Ég skal reyna að vera það. - Þakka yður fyrir. Hann laut niður að henni og kyssti hana á ennið. Hun fölnaði og studdi sig við borðið. - Svona, farið þér nú, flýtið yður, annars verður bankanum lokað. Því fyrr, sem þér hafið komið þessu í lag, því betra. - Það er satt. Nú fer ég. í Guðs friði. Hann þrýsti hönd hennar og flýtti sér út. Hún horfði á eftir honum. - Systir! Aðeins systir. Hún beygði höfuð, en lyfti því strax aftur. Andlitið Ijómaði og bros lék um varirnar. - Hann er mér þakklátur og stund- um getur þakklæti orðið að ást, með tímanum. Daginn eftir kom Hrafn í heimsókn. Hann var flunkunýr frá toppi til táar. í hárfínum fötum og frakka, með hvíta hanska og rósótt slifsi. I stað- inn fyrir gamla hattinn með páfuglsfjöðrinni, var hann með nýmóðins silkihatt. Hildur virti hann fyrirsérmeð aðdáun. - Hvað þér eruð fallegir. - Það er yður að þakka, sagði hann fjörlega og hló. Hann stoð stutt við, hjá Hildi. Hann fór niðurtil md. Sólveigar. Emilía, Annaog kærast- inn sátu í stofunni. í stóru herbergi þar inn af sást hópur af straukonum - og maddaman sjálf. - Ný aðdáun! Maddaman kom þjótandi fram í stofuna og skellti aftur hurðinni, rétt við nefið á forvitnum straukonunum. Emilíu svelgdist álin- sterkjunni og fékk ákafan hósta. - Ó, ég varð svo - mér brá svo. - Ég þekkti yður ekki. - Gættu þin, barnið mitt, mundu eftir hjart- veikinni. Hansen tautaði eitthvað um krampa. •- En hvað þér eruð breyttur, sagði Emilía vandræðalega. - Svo dæmalaust flott, sagði maddaman. - Hefir stúdentinum hlotnast arfur? - Það væri ekki óhugsandi. En nú skuluð þér hætta að kalla mig stúdent. Ég er búinn að leggja bækurnar á hilluna. Það er seintekinn gróði í bóknáminu. Ég er farinn að versla. Það er að segja: ég er orðinn meðeigandi í verslun- arfyrirtæki. - Tómas og Hrafn hf. heitir það. - Óska til hamingju, þetta er verulega skemmtilegt. Það var ákveðið, að Hrafn skyldi búa áfram hjá maddömu Sólveigu, - vera þar að öllu leyti. Kvisturinn var endurbættur, aö miklum mun og prýddur nýjum húsgögnum. Svo sótti maddam- an portvín til þessað skála við nýja kaupmann- inn - og það var drukkið og hlegið og daðrað, en enginn mundi eftir Hildi, sem sat uppi á kvistin- um sínum og saumaði - alein. Saumavélarhjólið snerist með venjulegum hraða - en hugur Hildar var ekki við saumana. Hana dreymdi áfram fagra drauma. - Mánuður leið, fullur gleði og gamans. Það leit út fyrir að verslun Hrafns gengi prýðilega. Hann lifði í vellystingum, borgaði húsaleiguna og allt annað skilvíslega, gaf dýrar gjafir, hélt smáveislur, bauð í sleðaferðir, leikhús o.s.frv. En hann gleymdi ekki vinum maddömu Sól- veigar. Maddama Þóra, Anna, Hansen og Hild- ur voru alltaf boðin með, og allir voru í sjöunda himni. Og maddama Þóra sagði: - Já, þessi Hrafn! Hann er mesti indælis maður, svo alúðlegur og hugulsamur, meira að segja viö Hildi, sem þó er bara bláfátæk saumastúlka, sem aldrei getur endurgoldið honum í neinu. Það sýnir best, hvað hann hefir göfugan hugsunarhátt. Tómas, félagi Hrafns, sást hins vegar aldrei. Hann var svo sérvitur og ómannblendinn, sagði Hrafn. Dag nokkurn kom Emilía á harðaspretti upp lil Hildar. Hún hélt stífuðum pilsunum upp með báðum höndum og gægðist inn. - Má ég koma inn? - Gjörið þér svo vel. Hún hneig niöur á stól. - Ó, góða Hildur! Ég er svo hamingjusöm. Hjartað í mér ætlar alveg að springa. - Það væri hræðilegt. - Ég er trúlofið. í fjórða sinn? - Já, og það er áreiðanlega í síðasta sinn. Ég hefi verið í svo mikilli geðshræringu í dag. Ég hefi ekki bragðað línsterkju. - Hver er sá hamingjusami? - Hvernig spyrjið þér? Auðvitað er það Hrafn! Ó, hann er svo sætur. Ég sagði yður það, að ég yrði áreiðanlega ástfangin af honum. Ó, þessi hjartveiki! Hildur færði líka hendi til hjartans ósjálfrátt. - Ég óska til hamingju! - Hjartans þökk! Við ætlum að opinbera í kvöld. Þór gjörið svo vel að koma niður og drekka með okkur kaffi. - Þakka yður fyrir, en ég er ekki vel frísk og - - Ó, það verður batnað þá. Verið þér sælar! Velkomnar í kvöld. Það dimmdi óðum. Saumavélin stóð óhreyfð. Iðna höndin hennar Hildar lá máttvana i kjöltu hennar. Hún sat þarna þögul og niðurlút. Hun gat ekki grátið nú. Það heyrðist fótatak í stigan- um. Hún þekkti það vel, þó það væri óvenju þungt og reikult. Það var drepið á dyr, hikandi, næstum biðjandi, „kom“. Hrafn kom inn. Það var óviðfelldinn glampi í augunum og hann reik- aði. - Þér hafið sjálfsagt fengið fréttina. Ég er bú- inn að veiða gullfiskinn. Ætlið þér ekki að óska mértil hamingju? - Þér eruð kátur í kvöld? - Já, alveg hryllilega kátur. Mér liggur við að segja: drukkinn. Ekki mikið. Má ég hvíla mig hér örlitla stund. - Þér þurfið þess víst með. - Já, ég þarf að hvíla - á mínum rósum. - Þetta eru ágætar tengdir. - Vitið þér til hvers ég kom til yðar í kvöld? - Nei. - Viljið þér lána mér 20 krónur? - Ég á þær ekki til. - Þér megið til með að útvega mér þær. - Þurfið þér að taka lán, þér sem eigið þessa ágætu verslun? - Hafið þér nokkurn tíma verið á grímuballi, Hildur? - Nei, aldrei. - Þá vitið þér ekki hvað það er kæfandi að hafa hlýja flauelsgrimu fyrir andlitinu, og hvað það er mikill léttir, að laumast út i horn og taka af sérgrímuna, eitt augnablik, og ná andanum. - Ég skil ekki. - Gríman ætlar að kæfa mig. Ég verð að losa mig við hana eitt augnablik. Ég er enginn kaup- maður. Ég er uppskafningur, lygari, óþokki. Svona er ég grímulaus. - Guð hjálpi mér! - Já, það er von að þér segið það. Hann færði sig nær henni. - Nú skal ég segja yður eins og er. Ég ákvað strax að giftast Emilíu, eða réttara sagt heimilinu, en til þess að fá hana, varð ég að koma dálítið ríklátlega fram. Svo þegar ég komst að því hjá maddömu Sólveigu, að þér ættuð peninga, gerði ég svohljóðandi áætlun: Ég fæ peningana hjá Hildi, svo ég geti litið út og komið fram eins og snyrtimenni. Svo giftist ég litlu gæsinni þarna niöri og get þá bráðlega borgað ungfrúnni peningana aftur. Var þetta ekki skrambi smellin hugmynd? Hildur svaraði engu, en sneri sér frá honum með viðbjóði. - Nú er ég búinn að eyða öllum peningunum, hefi ekki grænan eyri til þess að borga trúlofun- arhringinn handa Émilíu. Þér megið til með að lána mér 20 krónur. Hiidur svaraði ekki. Hann stökk á fætur. - Heyrið þér ekki hvað ég segi. Ég verð að fá þessa peninga-strax. Komi ég ekki með hringinn í kvöld, verður allt vitlaust. Giftingin fer út um þúfur og þér fáið aldrei pen- ingana .yðar aftur. Þér megið til að lána mér þessar 20 krónur, þá skuluð þér fá alla pening- ana yðar með vöxtum. - Þér fáið ekki einn eyri. - Ég skil! Þú vilt ekki að ég trúlofist Emilíu. Þú vilt eiga mig sjálf, dúfan mín. Ég erfyrirlöngu bú- inn að sjá, að þú ert bálskotinn í mér. Það eru allar stelpur vitlausar í mér. Hann laut ofan að henni, svo hún fann áfengisþefinn fram úr honum. - Geturðu imyndað þér að ég elski þennan línsterkjuböggul, þarna niðri? Nei, því ferfjarri. En sjáðu nú til. Viðerum bæði allt of fá- tæk til þess að giftast. En þegar ég er giftur Emi- líu - þá - Hann vafði handleggjunum utan um hana og þrýsti henni að sér. Hún sleit sig af honum í ofboði. - Varmenni!- Hún þreif sjal, sveipaði því um sig, þaut ofan stigann og út á götuna. Hann stóð kyrr, utan við sig og starði á saumavélina. Eldurinn í ofninum varpaði flögr- andi bjarma um herbergið og þaö glampaði á maskínuhjólið í skímunni. Þá heyrðist rödd Emilíu neðan við stigann. - Hrafn! Ertu þarna uppi? Hann opnaði dyrnar. - Ertu búinn að sækja hringinn? - Nei ekki ennþá. - Það er skammarlegt af þér að vera svona kærulaus. Gestirnir geta komið á hverri stundu, bg ég hefi engan hring og verð svo að athlægi. Hún fór inn í stofuna og skellti hurðinni. Litlu síðar fór Hrafn út og hélt þá á einhverju þungu undir hendinni. Hildur rölti fram og aftur um göturnar. Hún vissi varla hvert hún fór. Hugsaði aðeins um að komast sem lengst burtu frá Hrafni. Titrandi af kulda laumaðist hún loksins heim. Inni hjá maddömuni var allt uppljómað og þaðan barst söngur, hlátur og glasaglam. Hildur læddist hægt upp stigann. Þaö var dimmt og kalt í her- berginu. Eldurinn í ofninum var kulnaður. Hún kveiktfá lampanum. Svo litaðist hún um. Henni fannst svo undarlega tómlegt í herberginu. Eitthvað vantaði. Henni varð litið á borðið. Það var autt. Saumavélin var horfin. Hildur rak upp lágt hljóð, svo hneig hún niður yfirkomin af geðshræringu, þreytu og kulda. Hjá maddömunni var gleðskapurinn á hæsta stigi. Þau nýtrúlofuðu sátu í sófanum og sver gullhringur glóði á hönd Emilíu og augu hennar Ijómuðu þegar hún leit á Hrafn. Hans augu voru aftur á móti óvenjulega sljó, glaðværð hans var óeðlileg og ástaratlotin frekjuleg. Hansen mælti fyrir minni þeirra og allir sungu hástöfum: „Nú drekkum við ungra elskenda skál.“ Lampinn á kvistinum hennar Hildar reykti og varpaði daufrj glætu á hana, þar sem hún lá á gólfinu, meðvitundarlaus. Blóð rann úr skurði á hnakkanum, dökka hárið féll laust niður um axl- irnar og andlitið var náfölt, eins og dauðinn væri þegar búinn að setja merki sitt á það. Þarna var kalt, dimmt og ömurlegt. Hrafni varórótt. Hildur varekki ennþá komin. Hún var auðvitað bálreið og svo kæmi hún á morgun og segði frá öllu. Hann varð að tala við hana og grátbæna hana um að þegja. Hann fór upp. Honum dvaldist undarlega lengi. Emilía varð óróleg og bað Hansen að fara og sækja hann. Hansen fór upp. Hann staðnæmdist í ganginum, óttasleginn og undrandi. Herbergi Hildar stóð opið. Hrafn lá á hnjánum á gólfinu, með Hildi meðvitundarlausa í fanginu. Húner dáin. dáinkveinaði hann. Eg hefði drepið hana. Hansen heyrði eKki meira. Hann þaut niður stigann og stamaði eitthvað um morð og hljóp svo upp aftur, með alla gestina í halarófu á eftir sér. Emilía þaut til Hrafns: - Ó, hefir Hildur verði myrt? Hver getur hafa gert þetta? æpti hún. - Ég! hrópaði Hrafn. Ég drap hana, bestu og göfugustu stúlkuna, sem sem ég nokkurn tíma hefi þekkt. Emilía greip um handlegg hans. - Þú ert ekki með sjálfum þér. - Snertu mig ekki, hrópaði hann. Forðastu mig eins og næmustu drepsótt. Ég er auðviröi- legasta kvikindið á guðsgrænni jörðu. Til þess að geta leikið snyrtimenni, gagnvart ykkur, eyddi ég sparipeningunum hennar, sem hún var buin að þræla fyrir, og til þess að kaupa hringinn handa þér, stal ég saumavélinni hennar. Með þessari djöfullegu framkomu, hefi ég drepið hana. Nú vitið þið hvernið ég er. Sláið mig, hendið mér út - út um gluggann svo ég drepist; það væri best fyrir mig og aðra. Hann stóð þarna náfölur, beit tönnunum fast saman og tárin hrundu niður andlitið. - Emilíu lá við yfirliði. Móðir hennar leiddi hana burtu og gestirnir fylgdust með þeim. Maddama Þóra, Anna og Hansen urðu eftir ásamt Hrafni. Madd- aman tók Hildi í fangið og lagði hana i rúmiö. - Hún er ekki dáin. Þaö hefir liðið yfir hana. Hansen, náðu í lækni meðan við komum henni i rúmið. Farið þér líka Hrafn, þér hafið ekkert að gera, við Anna sjáum um Hildi. - Ég fer inn í herbergið mitt. Látiö mig vita ef nokkur lífsvon er. - Já, það skal ég gera. Hildur fékk meðvitundina aftur, en var fárveik og talaði óráð. Læknirinn kom og rannsakaöi hana. Þegar hann fór sat Hrafn í stiganum. - Er hún lifandi? - Já. - Haldið þér að hún lifi? - Það er ekki gott að segja. Hér getur hún ekki legið. Hún verður að fá góða hjúkrun. Hrafn vakti yfir Hildi um nóttina. Hann sat þarna yfirkominn af iðrun og sjálfsásökun. Hann vætti varir Hildar með vatni og reyndi á all- an hátt að hjálpa henni og róa hana, en hún hafði afarmikið óráð og háan hita. Morguninn eftir kom maddama Þóra. Þá fór hann út, seldi trúlofunarhringinn og fínu fötin og allt annaðfrá dýrðardögunum. Svo sótti hann saumavélina, sem hann hafði veösett, kvöldinu áður, og setti hana á sinn stað. Svo yfirgaf hann húsið. Önnu bað hann fyrir kveðjubréf til Emilíu. - Nú stóð hann aftur úti á götunni, í gömlu fataræflunum og með hattkúfinn með páfuglsfjöðrinni. Hann sá fallegan vagn við húsdyrnar. Hildur átti i fyrsta og - líklega síðasta - sinni að aka í fínum vagni. Hún varflutt í honum á sjúkrahúsiö. Með hitaveikisroða í kinnunum lá hún þarna, vafin teppum og í óráðinu fannst henni hún vera að aka til kirkjunnar, sem brúður. „Ódýr hjúkrun," nefndist það á sjúkrahús- máli. Stór, björt og loftgóð stofa. Borð þakið meðalaglösum og ýmsum áhöldum og sterk meðalal ykt. Meðfram veggjunum, háfætt rúm, með hvítum lökum. í hverju þeirra sjúk kona. Sumar fárveikar, aðrar í afturbata. Hjúkrunar- kona útbýtir meðölum og svaladrykk. Gengur milli sjúklinganna, blíð eins og engill, hug- hreystirog hjálpar, eftirföngum. Það er heimsóknartími. Við hvert rúm situr einn eða fleiri, ættingjarog vinir, með hluttekn- ingu og uppörfun. Upp úr vösum og töskum gægjast ávextir, sælgæti o.fl. sem tekist hefir að fela fyrir hjúkrunarkonunni. í einu rúminu liggur Hildur. A stólnum við rúmið hennar situr Hrafn og horfir með ánægju á grönnu fingurna hennar, sem eru að skræla appelsínu. Hann hefir ekki bragðað mat allan daginn til þess að geta fært henni þessa einu appelsínu. Hildur er búin að liggja þarna í mánuð. Síðustu 14 dag- ana hefir hún haft ráð og rænu og það eru gleði- legustu dagarnir, sem hún enn hefir lifað. Á hverjum degi kemur Hrafn og situr við rúmið hennar og færir henni ávexti eða eitthvað ann- að til að gleðja hana. Hann er löngu búinn að biðja um og fá fyrirgefningu hennar. Þarna ligg- ur hún föl og falleg, kryppan sést ekki, og augun Ijóma af hamingju. - Finnur þú mikið til? spyr hann áhyggjufullur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.