NT - 24.12.1985, Blaðsíða 4

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 24. desember 1985 4 ■ í veislu Orlofskís fursta er jjlatt á hjalla og mikið sungið, eins og vera ber. Leðurblakan í Islensku óperunni: Kristján Jóhannsson gestur um hátíðarnar ■ íslenska óperan frumsýndi Leð- urblökuna, hina si'gildu óperu cftir Jóhann Slrauss síðastliðið vor við fá- dæma góðar viðtökur. Nú er lyrir- hugað aö taka þráðinn upp aítur og það með pompi og pragt; kampavíni og konfekti. Sérstakur gestur á sýn- ingum milli jóla og nýjárs verður Kristján Jóltannsson sem syngur lög að eigin vali. Gestir á Nýjársgleði verða Kristinn Sigmundsson og Ólafur frá Mosfelli. I óperuhúsum vt'ða um heim er það gamall og góður siður að flytja Leð- urblökuna unt áramót. f*að er ekki að ósckju, því söguþráður óperett- unnar sþinnst um stórkostlega veislu í höll Orlofskís, lursta nokkurs. Vcisluglaumur Leðurblökunnar er vel til þess fallinn að koma fólki í há- tíðarskap, tónlistin er smitandi fjörug, söguefnið glettið og grátbros- legt. búningar og annar umbúnaður glæsilegur. Óperan veitir kampavín í báðum hléum á öllum sýningum. Sumum kann að þykja þetta ærið, en auk þess bauö Óperan til sín sér- stökum gesti, Kristjáni Jóhannssyni ópcrusöngvara sem kemur Iram og syngur á öllum sýningum milli jóla og nýjárs. Kristján tók boðinu, cins og hans var von og vísa og inun syngja endurgjaldslaust, Óperunni til stuðnings. Á nýjársdag og laugardaginn 4. jan. verða gestir Óperunnar Kristinn Sigmundsson og Ólafur frá Mosfelli. Kóngarnir fjörir, allt valinkunnir söngvarar verða leynigestir á nokkr- um sýningum. Hljómsveitarstjóri Leðurblökunnar er Garðar Cortes, leikstjóri cr Þórhildur. Þorleifsdóttir og leikmynd og búninga gerði Una Collins en hún er fcngin hingað sér- staklega til að færa sýninguna í há- tíðarbúning. Lýsingu annast Ás- mundur Karlsson. Með helstu lilut- vcrk fara: Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Sigurður Björnsson, Ásrún Dav- íðsdóttir, Siguröur Gröndal, Guð- mundur Jónsson, Halldór Vilhclms- son, John Speight, Júlíus Vífill Ingv- arsson, Elísabet Waage, Hrönn Hafliðadóttir, Sverrir Guðjónsson, Eggert Þorlcifsson, ásamt kór og hljómsveit. Alls koma 8ð manns fram á sýningunni. Miðasala er opin alla daga frá kl. 15-19, sími 11475. Viö óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. IBRunminiF&nc fsumos LÍFTRYGGING GAGNKWEMT TRYGGINGAFELAG Hana-nú í hörkustuði - félagar skrái sig í áramótafagnað 3. jan. ■ Félagar í frístundahópnum Hana-nú hafa haft mikið fyrir stafni en skráðir félagar eru nú hátt á fjórða hundrað. Fjórir frístunda- klúbbar starfa sj-álfstsætt innan Hana-nú, en það cru bókmennta- klúbbur, hljómplötuklúbbur, nátt- úruskoðunarklúbbur og göngu- klúbbur. Heimir Pálsson bókmennta- fræðingur hefur leitt starf bók- menntaklúbbsins og hópurinn fór m.a. að sjá sýningu á Reykjavíkur- sögum Ástu Sigurðardóttur, og tóku þátt í umræðum á eftir með leik- stjóranum Helgu Bachmann og leik- urunum í sýningunni. Þorsteinn Hannesson óperusöngvari kom á lundi með félögum í hljómplötu- klúbbnum í haust, valdi plötur og rabbaði um íslenska söngvara. Klúbbfélagar hafa þegar haldið jóla- fund með öllu tilheyrandi og spilað jólalög. Náttúru skoðunarklúbbur- inn sem starfar undir leiðsögn Arna Waag fór í grasaferð í haust og tíndi fjallagrös sértil heilsubótar. Göngu- klúbburinn hittist alla laugardags- morgna kl. 10 að Digranesvegi 12 og trimma um bæinn. Nýlega er lokið myndlistarnámskeiði og eftir áramót hefst námskeið í framsögn og túlkun. En næsti stórviðburður hjá frístundaklúbbnum er að fagna sam- eiginlega nýju ári, þann 3. janúar 1986 í Félagsheimilinu, Fannborg 2. Á fagnaðinn verður boðið gestgjöf- um Hana-nú frá Höfnum á Suður- nesjum sem tóku rausnarlega á móti honum í sumar. Vegna mikillar þátttöku á síðasta ári eru félagar alvarlega minntir á að láta vita um þátttöku sína í símatíma Hana-nú. Síminn er 46863. Það er mjög áríðandi að láta skrá sig á ára- mótafagnaðinn því takmarkaður fjöldi kemst fyrir í húsnæðinu. ■ Nefnd sú sem skipuð hefur verið í tilefni af því að næsta ár 1986 mun verða ár bindindis og heilbrigðis, t.v. Páll Daníelsson, Helgi Seljan, Hilmar Jónsson, María Pétursdóttir, Ólafur Ólafsson og Jón Bjarman. NT-mynd: Ámí Bjarna Árið 1986: Ár bindindis og heilbrigðis ■ Nefnd skipuð biskupi íslands, landlækni, íulltrúum frá Átaki gegn áfengi, Landsambandi gegn áfengis- bölinu, Áfengisvarnaráði, Stórstúku íslands, ÍSÍ. UMFÍ og Kvenfélaga- sambandi íslands hefur ákveðið að næsta ár, árið 1986 skuli verða ár heilbrigðis og bindindis. Höfuðtilgangur slíks árs mun vera að vekja athygli á áfengis- og eitur- lyfjabölinu og hvetja landsmenn til heilbrigðra lífshátta. í tilefni ársins munu verða haldnar þrjár ráðstefnur á árinu undir forystu landlæknis í Reykjavík, Akureyri og á Egilsstöðum. Þá er í bígerð að halda samkomur í þessu sambandi á Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörð- um og á Suðurnesjum. Nefndin mun leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um aukna fræðslu um vímuefni og baráttu gegn þeim í skólum landsins og öllum sveitarstjórnum munu verða send bréf þess efnis að skipa þriggja manna nefndir til að vinna að mál- inu. Þá mun ncfndin beita sér fyrir skrifum í dagblöð og erindaflutningi í öðrum fjölmiðlum og upp hefur komið hugmynd um að halda vímu- lausa viku en ekkert ákveðið hvenær. Gert verður plakat með merki ársins en ekki er enn búið að ákveða hvernig það verður. Desemberuppboð: Verðlækkun á skinnum ■ Lækkunj gengi dollarans hefur haft í för með sér verðlækkun á loð- dýraskinnum miðað við Evrópu- myntir á skinnauppboðum í Finn- landi og Danmörku nú í desember. Þannig var verð á minkaskinnum nú 26% lægra í dönskum krónum talið en á desemberuppboðinu í fyrra að því er fram kemur í frétt frá SÍS. Alls voru 1.3 milljónir danskra minka- skinna til sölu á uppboðinu, auk skinna frá Svíþjóð og víðar. Meðal- verð á selt skinn var 243 kr. danskár eða 1.112 íslenskar. Frá desember í fyrra hefur dollar- inn lækkað um 17-18% miðað við danskar krónur. Sú lækkun sem þar var umfram er talin vegna mikils framboðs og er ekki sögð koma á óvart, þar sem síðasta sölutíniabil hafi verið óvenjulega gott og skilað metverði fyrir minkaskinn. Rúmlega 300 þús. íslensk refa- skinn voru seld á uppboði í Finnlandi í desember. Blárefur seldist á svip- uðu verði í dollurum og á desember- uppboðinu í fyrra. en 10% verð- hækkun varð á Shadow.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.