NT - 24.12.1985, Blaðsíða 12

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 24. desember 1985 16 -rm - Nei - nei. Ég er næst um því of frísk. Hér líður mér svo vel og þarf engar áhyggjur að hafa. Ég ligg baraog byggi skýjaborgir. Þú kem- ur líka á hverjum degi. Þegar ég kem heim á kvistinn, fer ég að sauma aftur og þá hættir þú að heimsækja mig og gleymir mér. - Gleymi þér! Hvað á ég að segja þér það oft að þegar þér er batnað giftum við okkur og þú hjálpar mér til að verða heiðarlegur maður og kennir mér að vinna. - Þú misskilur sjálfan þig, Hrafn. Þú elskar mig ekki, kennir bara í brjósti um mig. Þú yrðir aldrei hamingjusamur með mér. - Hildur.ég lofa því að -- - Lofaðu engu, vinur minn. Ég lofaði því einu sinni að vera systir þín. Það loforð skal ég efna. - En nú skulum við tala um eitthvað annað. - Hvernig líður Emilíu? Hún er alveg hætt að koma til mín. Kannske hún sé hrædd um að hitta þig hér? - Emilía er trúlofuð aftur og ætlar að giftast eftirmánuð. - Hverjum? - Ég veit það ekki. Hansen sagði mér þetta, en nefndi nafn mannsins svo óskýrt, að ég heyrði það ekki. Hildur virti hann fyrir sér um stund: - Hrafn! Þú ert fallegur. - Já, og uppstrokinn, sagði hann brosandi og leit á gauðslitna fataræflana, sem enn höfðu lát- ið á sjá, þennan mánuð. - Það er eitthvað, sem fer þér svo vel. Settu á þig hattinn, hann klæðir þig. Fjöðrin varpar Ijóma á hann. Það gleymist hvað hann er gam- all og slitinn. Hrafn! Þið eruð líkir — þú og hattur- inn. - Já, við erum mestu ræflar. - Það er eitthvað við þig. Eitthvað, sem glóir á eins og fjöðrina í hattinum. Eitthvað gott og fagurt. Það er þín páfuglsfjöður. Snúðu höfðinu dálítið. Já, svona, nú glóir hún og tindrar eins og hún sé samansett af ótal gimsteinum. - Það eru ástúðlegu augun þín, sem varpa á hana Ijóma. Cia'PPLE ivMb THE — . - Ég held að við séum að verða nokkuð skáldleg, bæði. - Það er vorið. Þetta liggur í loftinu. - Æi, já. Nú kemur vorið, með fuglasöng og blómailm. Hrafn! Á vorin sat ég og saumaði all- ar stundir, samt var ég heila daga úti i skógi. - Úti í skógi? - Já, það var ósköp auðvelt. Ég fékk mér bara dálítinn vönd af vorblómum og sígrænu laufi, setti þau í glas og - svo dreymdi mig út í skóg. - Gott og vel. Á morgun skaltu koma út i skóg. Ég skal ná i blómin. - Ennþá eru engin blóm komin. Snjóinn er ekki enn tekinn upp, það er ekki nógu áliðið enn. - Það eru víða auðir blettir, þar sem vorblóm- in eru farin að gægjast upp úr moldinni og ég er nokkuð fundvís. - Þú dekrar allt of mikið við mig. Hrafn stóð upp. Hann tók innilega í hönd Hildar og horfði ástúðlega í augu hennar. - Vertu nú sæl, Hildur. Á morgun göngum við í skóginn saman. - Vertu sæll Hrafn! Já á morgun göngum við saman í skóginum - við tvö. Það var kalt og dimmt í skóginum. Sólin var hætt að aera tilraun til að brjótast í gegn um þokuna. Iskaldur stormurinn þaut ömurlega í blaðlausum trjánum. Hrafn kafaði í snjónum. Hann skalf af kulda. Andlit hans var nærri því eins hvítt og snjórinn. í hálfopnum höndunum hélt hann á ofurlitlum vendi af sígrænu laufi og nokkrum veiklulegum vorblómum. Hann riðaði é fótunum, en hélt þó áfram að leita. Veiðimann bar þarna að. Hann var með fuglakippu og byssu um öxl. - Hvað eruð þér að gera hér? spurði hann. - Ég er að tina blóm, sagði Hrafn og brosti dauflega. - Er það nú atvinna, fyrir fullorðinn mann? - Það er handa sjúklingi. - Þér lítið nú út fyrir að vera sjúklingur sjálfir. Þér hríðskjálfið. Hér er veiðipelinn minn. Fáið — t3tetzsajÍNE>lAHss>il9fó~ þér yður brennivínssopa, það hressir yður og hitar. Hrafn tók við flöskunni og drakk með áfergju. - Fáið yður meira svo yður hlýni almennilega. Hrafn drakk annan vænan teig. Vínið smaug eins og eldur út í hverja æð og taug. Veiðimað- urinn kvaddi vingjarnlega og hélt leiðar sinnar. Hrafn svimaði. Hann fálmaði eins og hann væri að leita að einhverjum stuðning. Hann hafði engan mat bragðað í tvo sólarhringa. Hann skjögraði áfram, nokkur fet, svo hneig hann nið- ur við eitt tréð. Fönnin var mjúk og nú fann hann ekki til kuldans. Augun luktust aftur en opnuðst á ný og hann sá gegn um þokuna ofurlítinn heiðan - bláan blett. Svo beygði hann höfuðið og sofnaði. [ vinstri hendinni hélt hann enn fast á litla blómvendinum. Himininn sortnaði á ný og veturinn stráði, með kaldri hönd, síðustu snjó- kornunum sínum á jörðina. Hrafn vissi ekki af því og fann ekki snjókornin, sem flögruðu um andlit hans og földu sig í dökku skegginu. Hann svaf og hann dreymdi. - Dreymdi að sólin skeiri á skrúðgræna skóginn, þar sem hann gekk við hlið Hildar. Hún var svo ung og fögur, gleðin skein úr augunum og hún söng svo yndislega: Það er indælt að ganga í skóginum með þér - yndislegt að vera tvö saman. Og sólin skein, fuglarnir sungu og blómin brostu. Aftur var heimsóknartími, Nú sat enginn við rúm Hildar. Hjúkrunarkonan gekk um. - Hrafn er ekki kominn ennþá, sagði Hildur. Hann lofaði að færa mér vorblóm. Hann hefir líklega ekkert fundið. Hjúkrunarkonan strauk blíðlega um vanga Hildar og fór. Hún kom rétt strax aftur. Hún hélt á ofurlitlum vendi af grænu laufi og vorblómum. - Þessi blóm eru til þín, Hildur. Þau eru frá Hrafni. - Kemur hann ekki sjálfur? - Hann getur það ekki. - Hvers vegna? Þvi horfið þér svona á mig? Æ, hefir honum nú orðið eitthvað á aftur? - Er hætt við þvi, að honum verði eitthvað á? - Nei, nei! En hann er dálítið ógætinn. Hann er ekki slæmur. - Þætti yður ekki vænt um, ef þér gætuð verið vissar um, að honum yrði aldrei neitt á framar? - Ég skil yður ekki. Hvar er hann? - Hann er úti í líkhúsinu. Hann fannst í skóginum - dáinn, og var fluttur hingað. - Dáinn! Ó, hanndófyrirmig. Hannfórþang- að til þess að tína blóm, handa mér. - Já, og við skulum vona, að hann hafi nú fundið blóm, sem aldrei fölna. - Æ-já! Þetta hefir sjálfsagt verið best fyrir hann, og Hildur hallaði höfðinu að brjósti hjúkr- unarkonunnar og grét. En gráturinn var hægur og beiskjulaus. Aftur sat Hildur á kistlinum sínum og saum- aði. En nú dreymdi hana ekki lengur dag- drauma, né byggði skýjaborgir. Hún lifir í minn- ingunum. Hjarta hennar er musteri ástar hennar. Þar geymir hún mynd ástvinar sína fegraða og ummyndaða, eins og hún sá hann seinast á sjúkrahúsinu, þar sem sólin skein á páfuglsfjöðrina í hattinum hans, svo hún glóði í öllum litum regnbogans. Þannig sér hún hann i anda. Hún sér ekki andlitið afmyndað af drykkjuskap og allskonar eymd. Hún sér ekki fataræflana sem hanga utan á þessum skinhor- aða vesaling. Hún sér bara dökku augun hans og glitrandi fjöðrina; hún sér aðeins það fagra og góða, sem hulið var undir tötrunum og eymdinni - af því hún sér það með augum kær- leikans. Og augu kærleikans sjá í gegn um hjúp lasta og glæpa, hvað þykkur sem hann er inn í innstu fylgsni sálarinnar, þar sem guðsneistinn liggur falinn. Og enginn er svo djúpt sokkinn í fen lasta og eymdar, að kærleikurinn nái ekki aö bjarga honum, sá kærleikur, sem alltaf leitar að pá- fuglsfjöðrinni í hattinum - og finnur hana. Og þegar öll kurl koma til grafar, er áreiðan- lega enginn svo aumur, að hann eigi ekki ein- hverja páfuglsfjöður í hattinum. Kristjana Ó. Benediktsdóttir, frá Bakka þýddi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.