NT - 24.12.1985, Blaðsíða 7

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 7
 ffp LlI Útlönd ■ Ronald Reagan Bandaríkjafor seti og Daniel Ortega forseti Nicar agua. Hvor ætli sé lygnari? Ortega skorar á Reagan í lygapróf Managua-Rcuter ■ Daniel Ortega forseti Nicaragua hefur skorað á Ronald Reagan for- seta Bandaríkjanna að gangast undir lygapróf unt málefni Mið-Ameríku. Ortega segir að áætlun Reagans um að láta bandaríska embættis- menn gangast undir lygapróf með aðstoð lygamælis til að uppræta njósnara minni einna helst á aðferöir nasista í heimsstyrjöldinni síðari. „En úr því að Reagan trúir á þetta próf set ég fram þá áskorun að við göngumst báðir undir það til að heimurinn viti hvor okkar er lygari," sagði Ortega. Reagan hefur ásakað Sandinista- stjórnina í Nicaragua um að flytja byltingu út til nágrannaríkja Miö- Ameríku og auka harðstjórn og cin- ræði heimafyrir. Sandinistar harð- neita þessu og ásaka Bandaríkja- menn um að reyna að steypa íöglegri stjórn í Nicaragua meö stuðningi við hægriskæruliða og innrásarundir- búningi. Lygamælir er bandarísk uppfinn- íng senr sagt er að geti greint lygar með tiltölulega miklu öryggi. Lyga- mæling eða lygapróf fer m.a. þannig fram að blóðþrýstingur, hjartsláttur og sviti er mældur á fneðan viðkom- andi svarar spurningum. Franskt happ: Tugmilljónir í jóíavinning París-Reuter ■ Parfsarbúi nokkur fckk óvænta jólagjöf urn helgina þegar stærsti vinningur, sem dreginn hefur verið í ríkishappdrætti Frakka, kom í hans hlut. Jólavinningurinn var hvorki meira né minna en 17 milljónir franka sem er um 90 milljónir ísl. kr. Ekki hefúr enn verið skýrt frá því hvað hinn ný- ríki milljónamæringur heitiren hann gctur nú keypt veglegar jólagjafir handa ættingjunum án þess að grípa til krítarkorta. Sviss: Kornabarni stolið úr siúkrahúsi St. Galen, Sviss-Reuter ■ Sjö vikna gömlu stúlkubarni var Alþjóðlegt korn fyrir afganska flóttamenn Róm-Reuter ■ Matvæla og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að greiða fyrir 160.000 tonn af hveiti fyrir afganska flótta- menn í Pakistan á næsta ári. Hveitið mun kosta 29,8 milljónir dollara sem verður tekið úr sjóðum Alþjóðlegra matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum greitt rúmlega 360 milljónir dollara fyrir kornsendingar til afg- anskra flóttamanna sem hafa neyðst til að flýja til Pakistan vegna stríðsins í Afganistan. stolið frá svissnesku sjúkrahúsi í St Gallen í seinustu viku á ineðan starfsfólk sjúkrahússins var upptekið vegna neyðaraðgeröar á öðrum sjúklingi. Telpan hvarf af sjúkrahúsinu ein- um degi áður cn foreldrar hennar áttu að sækja hana eftir aðgerð sem hún varð að gangast undir. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem kornabarni er rænt frá þcssu sjúkrahúsi. l/BjícitipurUÉmoi Afbitinn vísifingur vísar á ræningja Hon jjkong- Reuter ■ Vísifingur kínversks götu- ræningja vísaði lögreglunni í Hongkong á ræningjann eftir misheppnaða tilraun til að ræna peningum af 49 ára göml- um manni í fyrradag. Fórnarlamb ránstilraunar- innar gekk inn í lögreglustöð og tilkynnti að tveir göturæn- ingjar hefðu reynt að féflctta sig. Hann lét lögreglunafá fing- urbrodd af vísifingri sem hann sagöi að tilheyrði öðrum ræn- ingjanum. Ræninginn reyndi að þagga niöur í honum með því að halda fyrir munninn á honum en þá komst vísifingur- inn í tennurnar á fórnarlamb- inu. Lögreglan sendi strax lýs- ingu á ræningjanum til sjúkra- húsa og lækna og nokkru síðar handtóku þeir tvítugan mann sem vildi fá lækna til að laga styttan víslfingur. Sá vísaði svo skömmu síðar á samverka- mann sinn. Slæm frétt í „Góðum fréttum“ l.ondon-Kculer ■ Breska blaðið „Good News“ (Góðar fréttir), sem hef- ur lagt metnað sinn í að birta eingöngu góðar fréttir og skemmtilegar, hefur birt fyrstu slæmu fréttina sína: Það mun hætta að koma út. „Good News“ er mánaðarrit sem var dreift ókeypis í breska bænum Heanor. Astæðan fyrir þessum slæmu fréttum er sögð vera stöðugt meiri prentunar- kostnaður. Þriðjudagur 24. desember 1985 7 flokksstarf Grímuball - grímuball Framsóknarfólki á öllum aldri er boðið að mæta á grímu- ball á nýársnótt að Hamraborg 5 í Kópavogi. Allir eru hvattir til að mæta. Húsið opnar kl. 1 og verða veitingar seldarástaðnum. FUF í Kópavogi Frá Vísindasjóði Vísindasjóður auglýsir styrki ársins 1986 lausa til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum, fást hjá deild- arriturum, menntamálaráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildarritarar eru: Sveinn Ingvarsson konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir Raunvísindadeild og Þorleifur Jónsson bókavörður á Landsbókasafni fyrir Hugvísindadeild. Vísindasjóður Styrkur til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram styrk handa íslenskum stúd- ent eða kandidattil háskólanáms í Noregi háskólaárið 1986-87. Styrktímabil- ið er níu mánuðir frá 1. september 1986 að telja. Til greina kemur að skipta styrknum, ef henta þykir. Styrkurinn nemur 3.900,- n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum prófskírteina og meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 1. febrúar n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 19. desember 1985 Jólaball starfsmanna Sambandsins verður haldið föstudaginn2: kl, 15.00-18.00 áHótelSögu. Miðaverð Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Jólasveinar á staðnum og fjörug dagskrá.. MIÐAR VERÐA SELDIR HJA AUGLÝSINGADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A, S. 28200, INNANHÚSS 106,' FYRIR HÁDEGI FÖSTUDAG 27. DES. OG VIÐ INNGANGINN (SÚLNASAL). /msr Frítt fyiir fulloröna og gestir velkomnir. %

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.