NT - 24.12.1985, Blaðsíða 10

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 24. desember 1985 10 - En hvað hér er viðkunnanlegt og hlýtt. Svona hafði ég það einu sinni - en nú er langt síðan. - Langt síðan? - Já, þá vann ég í nýlenduvörubúð, í einum smábænum. Það var áður en ég varð „geni“. - „Geni?“ - Já, ég var svo skemmtilegur og vel gefinn. Hafið þér nokkurn tíma verið það ungfrú? - Nei, ekki held ég það. - Þér eigið gott. Það er ekkert sorglegra til, en að vera vel gefinn og skemmtilegur. Hann stóð upp viö þiliö með hendurnar í vösunum og teiknaði myndir á gólfið, með tánni. Hildur fór að leggja á borðið. - Teiö er tilbúið. Viljið þér ekki borða kvöld- verð með mér? - Þakka yður fyrir! Þér eruð allt of góðar. Hann settist. Hún hellti í bollana. Hann borðaði þegjandi. Hún reyndi að fitja upp á umræðunum aftur. - Hvað gerið þér núna? - Ég held áfram að vera skemmtilegur og vel gefinn. - Þér gerið að gamni yðar. - Nei, þvi miður er mér alvara. Það hefir alltaf verið mín óhamingja að vera skemmtilegur og vel gefinn. Þegar ég var í búðinni var ég svo skemmtilegur að ég var ómissandi í öllum fín- um boðum og svo vel gefinn að þaö var skotið saman handa mér, svo ég gæti komist til höfuð- borgarinnar. - Og hvað áttuð þér að gera hér? - Það vissi víst enginn. Hugmyndin varsjálf- sagt sú, að ég ætti að læra eitt eöa annað. - En hvað gerðuð þér þá? - Ég skemmti mér meðan peningarnir entust og svo hélt ég um tíma áfram að vera skemmti- legur, var boðinn í fín samkvæmi og lifði á því. Svo varð félagsskapurinn sífellt verri og verri og allt endaði með því, að ég varð það, sem ég er nú, ofdrykkju ræfill. - En á hverju lifið þér? - O-o- það getur nú varla heitiö að ég lifi. NC sem stendur gef ég mig helst að trúmálum, sel smápésa - og drekk upp peningana, sem inn koma. - Ja-svei! - Það er von þér segið það. - En ég trúi þvi ekki, að þér séuð svona vondur. Þér segðuð ekki frá þvi sjálfur, ef það væri satt. - Súkemurtíðin.aðþértrúiðþví. Enþérhafið sýnt mér góðvild og í staðinn aðvara ég yður. Þér eruð of heiðarlegar til þess að umgangast annan eins óþokka og ég er. Þakka yður fyrir . matinn. Hann stóð upp. - Góða nótt, ungfrú og þakka yður fyrir kvöldið. Hann fór. Hann var aðeins kominn inn til sín, þegar Emilía rak höfuðið inn til Hildar. Það var lítið rjóðleitt brúðuhöfuð, með Ijósa lokka. - Hafið þér séð hann, Hildur? - Já, hann var hór inni, til þess að hlýja sér. Svo drakk hann með mértesopa. - Ó, er hann ekki sætur? - Hann er mjög viðfelldinn. - Ó! Hann er svo voðalega hrífandi. Ég er al- veg viss um, að ég verð ástfanginn af honum. Hildur andvarpaði. - Já, yður finnst það sjálfsagt barnalegt, en ég get ekki gert að því, hvað ég er fljót að verða ástfangin. Það er eflaust vegna hjartveikinnar. - Eflaust. - Ó, ég hefi svo oft orðið ástfangin. - Emilía varð mjög hugsandi - og tuggði línsterkju af mesta móði. - Þér hafið víst lika oft verið trúlofaðar, sagði Hildur. -Nei-ekki eiginlega-nemaþrisvarsinnum. - Það er nú allt nokkuð. - Seinasti kærastinn minn var ágætur náungi. Hann var i herrabúð og á sunnudögum var hann með Ijósgráa hanska og breiðar man- settur. En mér var ómögulegt að halda áfram með hann. Hann var svo hræðilega fyndinn. Ég hló allt of mikið, meðan ég var trúlofuð honum, en það þoli ég ekki vegna hjartveikinnar. Hefð- um við gift okkur, hefði ég áreiðanlega dáið úr hlátri. Þér ætlið yður þó ekki að trúlofast nýja leigj- andanum, sem þér þekkið ekki hið minnsta? - Nei, góða Hildur. Svo léttúðug er ég ekki. En við ætlum að bjóða honum að borða með okkur á sunnudaginn og yður líka, ef þér viljið gera svo vel. - Þakka yður fyrir, en það er nú allt of mikið. - Nú er ég farin að tefja yður. Góða nótt og sofið vel. En Hildur svaf ekki vel um nóttina. Hún lá andvaka og hugsaði um söguna af ríka manninum, sem tók lamb hins fátæka. hvers vegna gat Emilía, sem átti svo marga kærasta, ekki látið þennan eina í friði. Hildur vissi vel um líkamslýti sín og hún vissi að Emilía gat orðið hættulegur keppinautur. Sunnudagurinn kom, bjartur og fagur. - Maddama Sólveig var búin að ræsta allt húsið, hátt og lágt. Stofan var uppdubbuð og allt var strokið og stífað, sem auðið var-jafnvel Emilía - og maddaman sjálf. Á borðið var breiddur .jallhvítur dúkur, þakinn skínandi postulíni og utan úr eldhúsinu streymdi ilmandi steikarlykt. Emilía sat á ruggustólnum, með krosslagða fætur. Hún var í dökkum, nærskornum kjól, svo netti vöxturinn hennar naut sin vel. Hún bar Ijósrauða slaufu í hárinu og aðra á brjóstinu og fór það vel í Ijósu hárinu og við mjúka og fín- gerða hörundið og andlitið. Hildur sat við gluggann. Litla greindarlega andlitið hennar var með fölara móti og í hvert skipti er hún heyrði fótatak í stiganum, titraði hún. - Loksins kom hann, - hetjan í draumheimi Hildar, hann, sem hafði einn fyllt huga hennar síðustu sólarhring- ana. Nú leit hann mjög vel út. Framkoman var frjálsleg og bar þess vott, að hann var vanur að umgangast fínt fólk. Hárið fór vel og svarta hrokkna skeggið féll niður á mjallhvítt skyrtu- brjóstið. Svörtu slitnu fötin fóru vel og voru vel burstuð. Emilía kynnti þau. - Hrafn stúdent - ungfrú Hildur. Reyndar þekkist þið víst, bætti hún við. - Já, ég hafði þá ánægju, að kynnast ung- frúnni, daginn sem ég kom hingað. Hann tók í hönd hennar og settist svo hjá Emilíu og fór að spjalla við hana. - Borðhaldið fórvelfram. Emilíavareldfjörug, hlóogskrafaði - og kóketteraði við Hrafn. Um kvöldið kom besta vinkona maddömu Sólveigar, maddama Þóra, ásamt dóttur sinni og unnusta hennar, Hansen skrifstofumanni. - Maddömurnar voru gamlar vinkonur og keppinautar, eins og flestar vinkonur eru. Þær giftust um líkt leyti. Þegar maddama Þóra eignaðist dóttur, eignaðist maddama Sólveig Emilíu. Menn sína misstu þær um líkt leyti. Maddama Þóra varð þá mat- selja, en maddama Sólveig þvottahúseigandi. Báðar voru vel efnaðar og nú kepptust þær um að ala dæturnar sem best upp. Þegar Anna, dóttir Þóru, fór að læra hljóðfæraslátt, keypti maddama Sólveig pianó handa Emilíu. Þegar Anna eignaðist sinn kærasta, eignaðist Emilía þrjá. En enginn þeirra var sá rétti, að henni fannst. Hún mátaði þáeins og flíkeða skartgrip, en kastaði þeim svo frá sér, þegar henni líkaði ekki við þá. Svo varð Emilía hjartveik og þá var alveg sjálfsagt að Anna yrði krampaveik. Hún var fyrst að hugsa um að fá hálskirtlabólgu, en þá frétti hún að krampi væri fínni, svo hún valdi hann. Maddama Þóra var stór kona og sver í víðum kjól með gilda gullfesti um hálsinn og stórar, sterkar hendur. Dóttirin var litið eitt endurbætt útgáfa af móðurinni, í örlítið minna broti. Kær- astinn var ungur maöur, tilkomulítill, talaði óskýrt, hafði litlaust hárog ósjálegan skegghýj- ung á efri vörinni. Maddama Sólveig var upp með sér þegar hún kynnti Hrafn. Hann hafði ekki verið eins hreinskilinn niöri í stofunni, eins og uppi á kvist- inum, hjá Hildi. Maddömunni hafði hann gefið í skyn, að hann læsi. Þess vegna var hann líka boðinn. Maddömu Sólveigu fannst það ósköp eðlilegt, að hann væri fátækur. Það voru flestir stúdentar, og af eigin reynslu vissi hún að þeim hætti við að gleyma að borga, svo oft hafði hún þvegið föt fyrir jáá. Þegar búið var að drekka kaffið, lagði hver og einn sitt til gleðskaparins. Maddama Sólveig bað Emilíu að spila á píanóið. Emilía fór hjá sér, tuggði línsterkju og sendi Hrafni ástleitið tillit. - Ó, ég þori það ekki. - Ég erenginn listdómari, sagði Hrafn. Hans- en tautaði eitthvað, sem ekki skildist. Emilía settist við píanóið og spilaði fjörugan polka. Móðirin var hrifin og upp með sér, en sig- urgleðin varð skammvinn. Maddama Þóra vildi ekki vera minni. Hún átti líka dóttur. - Nú verður þú að spila Anna mín, sagði hún. Og Anna spilaði tvö lög, af dæmalausu fjöri. Fingurnir dönsuðu á nótunum, eftir öllum kúnst- arinnar reglum. Því næst las Hansen ógreini- lega kvæði, um elskendur í grænum skógi og bláan himin. Hrafn hrópaði hvað eftir annað „hærra,“ og Emilía sagði, að Hansen læsi allt of ógreinilega og það ergði Önnu greinilega. - Syngur ekki stúdentinn? - Lítið eitt - og hann settist við pianóið, og spilaði og söng. Hann hafði fallega rödd og spilaði vel. Hildur hlustaði hrifin og horfði aðdáunaraugum á Hrafn. Aldrei hafði henni fundist hún jafn lítil né kryppan eins stór og nú. - Eins og hann var uppi hjá henni um kvöldið - kaldur, svangurog sorg- bitinn gat hún gert sér von um að vinna ást hans. En nú! Nú var hann miðdepillinn, sem allt snerist um. Framkoma hans var því líkust, sem hann væri hátt yfir þau öll hafin. Eins og hann væri kóngur, sem af náð sinni veitti þegnum sínum þann heiður að samneyta þeim um stund. Nú sá Hildur enga von til þess, að sér tækist að vinna hann. - Þetta er ágætt píanó, sagði hann og stóð upp. - Hér er yfirleitt mjög ánægjulegt og við- felldið hjá ykkur. - Já, sagði maddama Þóra, þeir sem eru eins efnaðir og Sólveig eiga hægt með að veita sér öll hugsanleg þægindi. - Já, Guði sé lof! Ég þarf ekki að kvarta. Ég á þetta hús með öllu tilheyrandi og þar að auki eitthvað af peningum. En ég hefi mikið amstur og áhyggjur í sambandi við þvotthúsið og fleira. Það væri mikill munur, ef Emilía giftist dugleg- um manni, sem gæti svo tekið við stjórninni á öllu saman. - Ég ætla aldrei að giftast, sagði Emilíaog leit kankvís á Hrafn. - Býst ég viö - áttirðu að segja, sagði Anna og hló dálítið ónotalega. Hansen tautaði eitt- hvað ógreinilega. Hildi fannst sjálfsagt að leggja sinn skerf til gleðskaparins og flutti eitt af kvæðum sínum, en.það virtist ekki vekja neina hrifningu. Hrafn sagði reyndar þurrlega: - Það erfallegt. Emilía tuggði línsterkju, Anna og kærastinn geispuðu og maddama Þóra sagði að það væri allt of „melankoliskt". Litlu síðar fóru gestirnir, Hildur og Hrafn urðu samferða upp stigann. - Góða nótt og þökk fyrir kvöldið, sagði hann, þegar þau komu að dyrum hennar. Þetta hefir verið mjög skemmtilegurdagur. - Mjög skemmtilegur sagði hún. - Maddama Sólveig er víst mjög vel efnuð kona, sagði hann. - Já, mjög vel efnuð. - Og dóttirin er fremur falleg. - Já mjög falleg. Hildur stóð þarna vandræðaleg og studdi sig við hurðarhúninn. Það er orðið framorðið.. - Já, það er satt. Góða nótt ungfrú, sagði hann, viðutan. Þegar Hildur kom inn í herbergið sitt, hneig hún niður á stól, studdist fram á saumavélina sína og grét. - - Alein! allaf alein. Hildur sat og saumaði. Það var barið. - Kom. Hrafn kom inn. - Fyrirgefið! Ég geri víst ónæði. - Mikil ósköp nei. - Þér eruð sívinnandi. Það hlýtur að vera ánægjulegt að vinna. - Hvers vegna vinnið þér þá ekki? Dettur yður í hug, að nokkur þori að trúa mér fyrir vinnu? - Hvers vegna gerið þér svona lítið úr yður, þegar þér talið við mig. Niðri hjá maddömunni voruð þér fínn stúdent? - Það er af því að ég virði yður of mikils, til þess að vilja hræsna fyrir yður. - Eða virðið mig of lítils til þess að geta verið að hafa fyrir því að hræsna gagnvart mér. - Þér getið þá líka verið beiskyrtar, ungfrú. - Það lærist manni í skóla lífsins. Hann sat um stund og fitlaði við skærin hennar. - Haldið þér að nokkur von sé um það, að ég verði að manni? - Hvers vegna spyrjið þér? - Ég hefi hugsað svo mikið um það upp á síð- kastið. Það vöknuðu minningar hjá mér þarna niðri á sunnudaginn. Þar var svo rólegt og við- felldið. Ég fór að hugsa um þá tíð, þegar ég var meðal heiöursmanna. - Er þá svo langt síöan? - Æ, já. Og nú i seinni tíð hefi ég lifað hunda- lífi. Það hefir I ítið vantað á, að ég færi að stela til þess að halda í mér lífinu. Svona er ég mikill ræfill. - Enn þá er ekki ómögulegt, að þér gætuð rétt við aftur. - Ég veit um eina leið til þess nú - en - - En? - Það er óframkvæmanlegt. - Hvers vegna? - Til þess þarf peninga. - Mikla peninga? - Eitthvað i kringum 500 krónur. - Hvernig yrði þeim varið? - Góður kunningi minn, frá betri dögum, á hér stóra verslun. Hann vantar, nú sem stendur, dá- litla fjárhæð. Geti ég lagt hana fram, verð ég meðeigandi í versluninni. - Þar fengjuð þér fasta stöðu? - Já, efalaust. En hvar ætti ég að taka pen- ingana? - Heima, í fæðingarbæ yðar, gætuð þér reynt. - Nei, ég ér nú orðinn of vel þekktur þar, til þess. - En hér í borginni? - Nei, hér er ég of ókunnugur. Hildur sat þögul um stund. Svo sagði hún ákveðin: - Þér skuluð fá peningana. - Hvar í veröldinni? - Hjá mér. Ég hefi smánurlað saman dálítilli upphæð, sem ég gæti gripið til, ef ég yrði veik og gæti ekki unnið. - Og þessa peninga, sem þór hafið unnið inn með súrum sveita, ætlið þér að gefa mér? Ekki gefa, en lána. - Hvernig hef ég unnið til slíkrar góðsemi? Gott og vel. Þá sjaldan að englarnir stiga niður til vor vesælla manna, er það ekki af því, að vér verðskuldum það, segir kverið. - Ég er því miður, enginn engill, bara venju- leg, vesöl manneskja. En hverjum og einum ber skylda til að rétta nauðstöddum meðbróður hjálparhönd. Hún gekk að kommóðunni og sótti spari- sjóðsbókina. - Hérna ITakiðþérvið. Hún rétti honum bók- ina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.