NT - 24.12.1985, Blaðsíða 17

NT - 24.12.1985, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. desember 1985 21 Krossgáta 4750.krossgáta. Lárétt: I) Atvinnuvegur. 5) Sjávarfæða. 7) Farða. 9) Niður. 11) Bor. I2) 1050. 13) Sjó. 15) Mýri. 16) Rimlakassi. 18) Ávöxt. Lóðrétt: 1) Grettir. 2) Aðgæsla. 3) Snæði. ,4) Fall. 6) Bráðlynda. 8) Slæm. 10) Muldur. 14) Spýja. 15) Andamál. 17) Utan. Ráðning á gátu no. 4749. Lárétt: 1) Umbuna. 5) Óma. 7) Dæl. 9) Mót. II) RS. 12) Læ. 13) Uin. 15) Hik. 16) ÁÁÁ. l8)Smáðra. Lóðrétt: 1) Undrun. 2) Ból. 3) Um. 4) Nam. 6) Stækka. 8) Æsi. 10) Óli. 14) Nám. 15) Háð. 17) ÁÁ. Dagbok Jólakveðja Marjoric og Ted Árnason. bæjar- um og vandamönnum gleðilegra jól stórahjónin á Gimli, óska öllum vin- og larsæls nýs árs. Nýjasti Lúxusinn í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Lúxus eru allmörg viðtöl. Ellý Vil- hjálmsdóttir spyr fimm þjóðkunnar persónuraðþví-hvað sé lúxus. Við- mælendur hennar eru: Nína Björk Árnadóttir skáldkona. sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur, Bára Magnúsdóttir jassballetkenn- ari, Jón Ragnarsson lorstjóri og Ragnar Björnsson tónlistarmaður. Einnig er viðtal við Jónas Kristjáns- son, ritstjóra DV, skrifað af Fra- nziscu Gunnarsdóttur. Lorsteinn Eggertsson ræðir um Gunnar Örn listmálara við tvo erlenda listmálara og Páll Pálsson rithöfundur ræðir við píanóleikarann Martin Berkofski. Ennfremur eru í blaðinu viðtöl við Sif Sigfúsdóttur nýkjörna Ungfrú Skandinavía og margt fleira fólk, Greinar um bíla eru í blaðinu, sagt er frá megrunarvafningum. vetrartísk- unni o.n. Lúxus er gefinn út af SAM-útgáf- unni. Ritstjórn annast Pórarinn Jón Magnússon og Unnur Steinsson. Áramótaferð F.f. í Þórsmörk Áramótaferð Ferðafélags íslands í Þórsmörk verður 29. des.-l. jan. (4 dagar). Brottför er kl. 07 á sunnu- dagsmorgun 29. des. Fararstjórar Höskuldur Jónsson, ArnaBrynjólfs- dóttir og Haukur Finnsson. Farið verður í gönguferðir, kvöld- vökur haldnar, flugeldar og ára- mótabrenna. Takmarkaður sæta- fjöldi. Farmiða þarf að sækja ekki seinna en 20. des. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Öldu- götu 3. Ath. Ferðafélagið notar allt gisti- rými í Skagfjörðsskála um áramótin fyrir sína farþega. Frá kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæmis Starfsfólk kirkjugarðanna mun, eins og undanfarin jól, aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina. Kl. 11 -15 á sunnudag 22. des og á sama tíma á aðfangadag verða starfs- menn kirkjugarðanna með tal- stöðvabíla í Fossvogsgarði og munu í samvinnu við skrifstofuna leiðbeina fólki eftir bestu getu. í Gufunesgarði verða einnig starfsmenn til aðstoðar. Messur í Mosfells- prestakalli Aðfangadagur - Aftansöngur á Reykjalundi kl. 16.30. Aftansöngur í Lágafellskirkju kl. 18.00. Jóladagur - Hátíðarmessa á Mos- felli kl. 14.00. Annar í jólum - Skírnarmessa í Lágafellskirkju kl. 14.00. Forseti islands heiðursformaður „Norden i dag“ Foueti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur fallist á að vera heiðursformaður í stjórn norrænu menningarkynningarinnar „Norden í dag“, sem haldin vcrður í Gaulborg 1989. Markmiðið er að kynna menningu á Norðurlöndum eins og hún cr í lok 20. aldar. Að þcssari kynningu á norrænu þjóðunum standa járn- brautafélög á Norðurlöndum. en af íslands hálfu Flugleiðir. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti rikisins: Bráðabirgðalausnir Hafið því alltaf rétta stærð af bræðivörum við hendina. Prófið lek-, astraumsrofann öðru hverju, ef töflubúnaðurinn er af þeirri gerð, því bráðabirgðalausn er aðeins frest- un á óhappi. Kannast ekki einhver við að hafa aðeins átt 20 ampera öryggi eða bræðivara þegar 10 ampera öryggi bráðnaði - og sett það í til bráða- birgða? Svona bráðabirgðalausnir geta verið hættulegar, vegna þess að þær vilja gleymast, og rifjast oft ekki upp fyrr en þær minna á sig með bruna eða slysi. Sérstök ferð veröur í Gufunesgarð með strætisvagni frá Lækjartorgi (stæði leiðar 15) kl. 10.30 á aðfanga- dag með viðkomu á Hlemmi, ekið inn Suðurlandsbraut, Grensásveg að Miklubraut. Tckur farþega á við- komandi stöðum. Vagninn bíður í Gufunesi og fer til baka kl. 12.00. Jólagleði Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur jólagleði í félagsheimilinu Skeifunni 17 laugardaginn 28. des. kl. 21.00. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Nefndin Guðsþjónustur í Höfðakaupstaða- prestakalli um hátíðirnar Messuhald um hátíðirnar verður með hcfðbundnum tíætti. Á jóladag kl. 14.00 verður hátíðarguösþjón- usta í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Viö messugjörðina vcrður frumflutt scm stólvers jólasálmur cftir Krist- ján A. Hjaltason, fyrrv. organista kirkjunnar viö lag eftir Sigurð G. Daníelsson, organista og kórstjóra. Á annan í jólum kl. 14.00 vcröur hátíðarguðsþjónusta í Höskulds- staðakirkju og sunnudaginn 29. des- cmber kl. 14.00 vcröur hátíðarguðs- þjónusta í Hofskirkju á Skaga. Venju samkvæmt lýkur guös- þjónustuhaldi ársins síðan á aftan- söng í Hólaneskirkju á gamlársdag kl. 16.00. Sr. Oddur Einarsson. Sunnud. ferð F.Í.: Kerhólakambur ávetrarsólstöðum Sunnud. 22. des. kl. 10.30 fer Ferðafélag fslands í dagsferð á Esju - Kerhólakamb. Fararstjórar: Jó- hannes I. Jónsson og Jón Viðar Sig- urðsson. Munið að koma hlýlega klædd. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. { Sunnudaginn 29. des. kl. 13.00 verður farin létt gönguferð á Vala- hnjúka (v/Helgafell) og í Valaból. Ferðafélag íslands. Friðarljós á jólum í kvöld kl. 21.00 er mynduð ljósa- keðja um allan heim með bæn um frið á jörðu. Einföld athöfn, látlaus ogöllum fær. Tendrum Friðarljósið! Tónleikar Halldórs Haraldssoanr í Loga- landi Laugardaginn 28. dcsember mun Halldór Haraldsson píanólcikari halda tónleika í Logalandi, Reyk- holtsdal og hcfjast þeir kl. 15.00. A efnisskránni er Appassionata cltir Bccthoven, 2 Scherzo eftir Chopin, 4 píanóvcrk cftir Liszt og Sónata cftir Béla Bartók. Hafnarfjarðarkirkja Aöfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Félgar úr Lúörasveit Hafnar- fjarðar aðstoða. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 í umsjón Víöistaðasóknar. Annar jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14.00 (skírnir) Barnakór Mýrar- húsaskóla syngur undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur. Kór Flcnsborg- arskóla syngur, stjórnandi Hrafn- hildur Blomstcrberg. Börn sýna helgilcik og löunn Jónsdóttir leikur einleik á trompett. Organisti er Hclgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Jólagleði Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Rcykjavík hcldur jólaglcði í félagsheimilinu Skeifunni 17 laugardaginn 28. des. kl. 21.00. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Nefndin Kirkjuklukkur vígðar í Bústaðakirkju Bústaðakirkja cr nú 14 ára gömul. cn nú vcrður klukkum hringt í fyrsta sinn á aöfangadag frá klukknaturni sem risinn er við kirkjuna. I'órður Kristjánsson bygginga- mcistari og kona hans Unnur Run- ólfsdóttir færöu kirkjunni klukkna- turninn aö gjöf, og sá Þórður um byggingu hans. Klukkurnar 8 talsins að mcðtöldu klukknaspili, scm hægl cr að lcika á frá orgeli kirkjunnar, cru nú komnar á sinn stað í turninum. Ein klukkan er langstærst og cr hún gjöf lngvars Hclgasonar stórkaupmanns og fjiðj- skyldu hans til minningar um forcld- ra Ingurs, frú Guðrún-Lárusdóttirog Helga Ingvarsson, lækni. Kvenfélag Bústaðasóknar gaf klukku í tilefni af ári aldraöra og foreldrar Stcinars Skúlasonar, ungs efnismanns sem fórst í bílslysi 25. nóv. sl. 21 árs, gáfu stóra kirkjuklukku. Forcldrar Stein- ars eru hjónin F.rla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson kaupm. Marg- ar aðrar minningargjafir og fagrir munir hafa kirkjunni borist. Kirkjuklukkurnar vcrða vígðar við upphaf messunnar á aðfangadag. Útivistarferðir Föstudagur 27. des. kl. 20.00 Tunglskinsganga, fjörubál. Létt ganga f. alla. Hafið blys með. Geng- ið um Ásfjall yfir á Gjögrin. Verð 250. kr. frítt f. börn meðfullorðnum. Seltjarnarnes-Grótta. Létt ganga í næsta nágr. okkar. Verð 200 kr. frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.