NT - 24.12.1985, Síða 2

NT - 24.12.1985, Síða 2
Þriðjudagur 24. desember 1985 2 ■ Þótt Eiríkur Fjalar sé svo- lítið feiminn þá elur hann þann draum með sér að verða mikil poppstjarna. Og það hefur honum svo sannarlega tekist því lagið hans „Tóti tölvukall“ er þaulsætið í öðru sæti vin- sældarlista Rásar 2. Eiríkur Fjalar hefur líka nóg að gera þessa dagana, því platan hans Ladda selst og selst. A mynd- inni sjáum við stjörnuna halda á tveimur gullplötum fyrir tvær plötur sein selst hafa í 5000 ein- tökum. Annars vegar plata vin- ar hans Ladda og hins vegar platan „Strumpajól“. Eiríkur Fjalar hefur ástæðu til að vera í skýjunum enda hylltu áhorf- endur hann óspart á Lækjar- torgi á laugardag NT-mynd: Árni Bjarna Gleðile Metsala í Act og Puffins skóm ■ Á árinu hafa selst 64 þúsund pör af ACT og PUFFINS skóm frá skó- deild Sambandsins á Akureyri og er Vernd: JÓLA- FAGN- AÐUR ÍDAG ■ Jólafagnaður Verndar vcrður eins og venjulcga í Slysavarnahúsinu á Grandagarði og hcfst hann kl. 15.00 í dag. Allir eru velkomnir. Á boðstólum verða kaffi og kökur og hátíðamatur um kvöldið. söluverömæti þeirra um 58 milljónir, en það er um 50% söluaukning á milli ára að sögn Úlfars Gunnarsson- ar deildarstjóra í skódeildinni. Hann sagði að eftirspurnin væri slík að kalla þurfti út aukavakt á sunnudaginn 22. desember í verk- smiðjuna svo hægt væri að anna eftir- spurninni. Þann dag voru framleidd eitt þúsund pör og er það algjört met því venjulega er framleitt um 300 pör á dag. Úlfar sagði að þessi framleiðsla væri þegar komin í verslanir og tals- vert selt afhenni því margarpantanir lágu fyrir. Aðspurður um hvað ylli þessari miklu sölu svaraði Úlfar að þeir hefðu afbragðs starfsfólk í skódeild- inni og mjög stöðugt og líka það að þeir reyndu sífellt að fylgjast vel með því sem væri að gerast í skófram- leiðslunni almcnnt og að þeir væru með úrvalshráefni til að vinna úr. Úlfar sagði að flestar tegundir af skóm væru framleiddar hjá skódeild- inni og má þar nefna spariskó fyrir dömur og herra, kuldaskó, öryggis- skó, barnaskó, inniskó og fleiri, og væru þessir skór seldir um land allt. Úlfar sagði að lokum að Islending- ar væru kröfuharðir og vildu aðeins það besta og það reyndu þeir ævin- lega að framleiða. starfsmanna Sambandsins verður háídið föstudaginn27.des. kl. 15.00-18.00 áHótelSögu. Miðaverð kr. 200 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Jólasveinar á staönum og fjörug dagskrá.. MIÐAR VERÐA SELDIR HJA AUGLÝSINGADEILD SAMBANDSINS, LINDARGÖTU 9A, S. 28200, INNANHÚSS 106,^ FYRIR HÁDEGI FÖSTUDAG 27. DES. OG VIÐ INNGANGINN (SÚLNASAL). \n/ Frítt fyrir fulloröna og gestír velkomnir. Bankastjórar: Bílamálin óafgreidd - bankáráðin funda milli jóla og nýárs ■ Bílafríðindi bankastjóra ríkis- bankanna eru enn ekki endanlega af- greidd, en gert er ráð fyrir að þau verði á dagskrá bankaráðsfunda milli jóla og nýárs. í lok apríl var gefin út reglugerð um bílamál ríkisstarfsmanna, en þar er meðal annars kveðið á um bíla- fríðindi ráðherra. Um svipað leyti og þessi reglugerð var gefin út komu fyrirntæli til bankaráðanna frá þá- verandi viðskiptaráðherra um að fresta greiðslu á svokölluðum launa- auka upp á 450 þúsund krónur, en hann hafði verið samþykktur af bankaráðum í desember á síðasta ári. Jafnframt mæltist ráðherra til að bílafríðindi bankastjóra yrðu þau sömu og bílafríðindi ráðherra eins og þau voru ákveðin samkvæmt fyrr- nefndri reglugerð. Svo sem áður segir hafa bankaráð- in ekki cndanlega ákveðið með hvaða hætti bílafríðindi bankastjór- anna verða afgreidd, en bankastjór- arnir fá hvorki greiddan 450 þús. króna launaaukann né firningarféð samkvæmt reglugerðinni fyrr en það hefur verið gert. Sum bankaráðanna hafa tekið þann valkost í millitíðinni að leggja bankastjórunum til bíl sem bankarn- ir eiga og reka, en önnur hafa ein- ungis greitt rekstrarkostnað einka- bíla bankastjóranna. Jónas Rafnar formaður bankaráðs Seðlabankans sagði í samtali við NT að hann bygg- ist fastlega við að þetta mál yrði endanlega afgreitt á bankaráðsfundi milli jóla og nýárs, og á þann hátt að farið yrði eftir 10. gr. reglugerðar- innanSagði hann að afgreiðsla þessa máls hefði dregist nokkuð á langinn en ríkisbankarnir hygðust hafa sam- ræmt kerfi á þessum greiðslum. Stef- án Válgeirsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans sagði að þeir hefðu enn ekki formlega afgreitt þetta mál og svo virtist sem bankarnir væru hver að bíða eftir öðrum um lausn. Hann sagði bankaráðið hafa sam- þykkt í vor að bankinn legði til bíl- ana fyrir bankastjóra og gerði ekki ráð fyrir að því yrði breytt.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.