Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 E fnið sem Helga Brekkan hef- ur fengið til úrvinnslu er mjög persónulegt en um leið heimssögulegt. Eins og fram kemur í eftirfarandi samtali við Guðberg Bergsson, hefur það líka verið eftirsóknarvert úti í heimi og áður borið fyrir manna sjónir – fyrst og fremst í listsögulegu samhengi. Hann segist hafa verið í Portúgal á tímum byltingarinnar, „en svo kom ég heim og sýndi efnið í SÚM árið 1975. Þetta var heilmikið efni – þrír eða fjórir tímar – sem ég sýndi á kvikmynda- vélum, en lagði síðan til hliðar“, útskýrir hann. „Ég hafði verið að gera kvikmyndir frá því 1969 eða ’70. Fyrst voru það myndir sem áttu að vera einhvers konar ljóð og svo voru líka myndir sem áttu að vera myndskreyting eða kvikmyndaskreyting á ljóðum sem ég læsi upp – þannig að ljóðin væru sýnileg. Til dæmis tók ég mynd af móður minni þar sem hún var að klemma upp þvott, en hún átti að vera í sambandi við ljóð um frostaveturinn mikla. En síðan varð aldrei neitt úr því að ég hljóðsetti myndirnar“. Hann segir þetta hafa verið gífurlega mikla vinnu og að hann hafi aflað sér tækja til að klippa efnið og vinna það, en síðan gefist upp á því. „Ég gerði líka stuttar súrrealístískar myndir,“ rifjar Guðbergur upp, „og lék í þeim sjálfur. Ég batt vélina þannig að hún tók sjálfkrafa og var svo sjálfur fyrir framan hana. Ég notaði líka vélina sem dagbók, tók hana með mér og kvikmyndaði það sem ég sá.“ Hann minnist þess að hafa tekið upp myndir af Málfríði Einarsdóttur rithöfundi, þó hann viti ekki hvar hún er niðurkomin núna – sumt hefur hann lánað en annað glat- ast. „Þó ég hafi haldið þessu efni til haga þá var sumt t.d. geymt úti á Spáni og vegna hit- anna þá eyðilagðist það að mestu. Ég tók líka heimildarmyndir í tengslum við dauða Francos – þetta voru svona smáatriði sem áttu að vera eins og pínulítil ljóð, eða litlir kaflar. Aðalvandinn var sá að reikna út hvað gjörðir manns myndu taka langan tíma, þannig að það kæmist á þessar filmur sem voru þrjár mínútur. Í þessu sem ég lét hana Helgu [Brekkan] fá, er þar af leiðandi mikið af stuttum köflum sem þurfa eiginlega enga klippingu, því ég klippti þetta bara sjálfur, um leið og ég tók það upp.“ Guðbergur segist síðar hafa farið að nota vídeóvél og að lokum stafræna vél, og er enn að taka myndir. „Þetta er eitthvað sem ég geri fyrir sjálfan mig. Það sem hún Helga fékk er auðvitað ekki allt sem ég hef gert, maður getur aldrei látið neinn hafa allt sem maður gerir. En efnið hefur legið í þrjátíu ár, án þess að ég hafi ætlað að gera neitt sérstakt við það.“ Enginn tilgangur annar en sá persónulegi En varst þú þá að skapa einhvers konar frá- sagnarmiðil í þessum myndum, þetta eru bæði minniskompur og sviðsettar myndir? „Já, þetta er eiginlega það sem ég myndi kalla dagbók, sumt er beinlínis um mitt dag- lega líf eða hlutina sem eru í kringum mig. Og svo eru það sem ég kalla andartaks- myndir, sem eru bara andartak, en verða þó að hafa upphaf, miðju og endi – þær eru byggðar á sígildan hátt. Sumar myndanna geta haft eitthvert hugsanlegt gildi, eða heimspekilegt gildi; eins og t.d. sokkar á gólfi sem komast ekki út úr þeim ramma sem myndavélin mótar. Þeir eru lokaðir inni í þessu fangelsi og komast ekki útfyrir nema maður hjálpi þeim til þess. Þannig eru þess- ar myndir sem ég hef gert, enda eru þær bara fyrir sjálfan mig. Í þeim er enginn ann- ar tilgangur en minn persónulegi tilgangur; mér til ánægju“. Nú varst þú með myndavélina á þessum sögulegu augnablikum, svo sem í byltingunni í Portúgal og á Spáni þegar einræðisherrann Franco lést, eru t.d. myndirnar frá Portúgal ekki skráning á síðustu byltingu af þessu tagi í Evrópu? „Jú, jú,“ svarar Guðbergur, „en þær eru eiginlega ekki af byltingunni sjálfri, heldur af því sem var að gerast á sama tíma í borg- inni fyrir utan byltinguna. Þær eru um líf fólks í borginni, því ég vissi að eftir bylting- una þá myndi lífið breytast algjörlega. En byltingin sjálf – það eru nú bara svona her- menn á götunni, og einhver stríðstól sem eru á hreyfingu, kröfugöngur og annað þvíum- líkt. Þetta er alltaf nokkurn veginn það sama. En ef maður tekur hins vegar myndir af lífinu í borginni þá varðveitir maður það. Þær eru heimildir um lífið í borginni, lífið í hverfunum.“ Guðbergur segist hafa farið í þessi sömu hverfi eftir að byltingin var gerð og þau hafi þá verið allt öðruvísi. „Það er hægt að segja að þessar myndir mínar séu heimildir um það sem var og það hefur eflaust gildi fyrir Portúgali ef þeir hafa áhuga á því.“ Nú spannar þessi tími, sem þú hefur verið að mynda, nærri fjörutíu ár og segja má að þín kynslóð hafi ekki einungis upplifað bylt- ingar í stjórnarfari, heldur líka mikla bylt- ingu hugmynda í Evrópu. Það má því velta því fyrir sér hvort þú sjáir í þessari „óform- legu ævisögu“ Helgu, einhvern útdrátt úr heimssögunni eða tilfinningu fyrir því hvern- Raunveru Á kvikmyndahátíð, sem standa mun dagana 14. til 27. nóvember, verður frumsýnd ný heimild- armynd um Guðberg Bergsson rithöfund. Leikstjóri myndarinnar er Helga Brekkan, en hún lýsir myndinni sem eins konar „óformlegri ævisögu“, sem hefur hlotið heitið „Rithöfundur með myndavél“. Stór hluti myndefnisins er raunar kvikmyndir sem Guðbergur hefur sjálfur tekið á tímabili sem spannar þrjá áratugi, en þar á meðal eru t.d. myndskeið frá Túlípanabyltingunni í Portúgal. Helga hefur bætt nýjum myndskeiðum við til að skapa úr heimildarmyndinni þá heild sem mótast af hennar eigin sýn á skáldið, verk hans og lífshlaup. Segja má að kvikmyndin, eða í það minnsta súper 8-filman, sem hann notaði til að byrja með, sé sem miðill, nánast andstæða bókmenntatextans sem Guðbergur er svo þekktur fyrir; hún er myndræn án orða, en textinn er auðvitað ekkert nema orðin er rata sem stafir á bók. Myndin gæti því gefið mjög forvitnilega mynd af þeim skynheimi sem Guðbergur hefur verið að skrá í gegnum tíðina. Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.isH elga Brekkan kvikmynda- gerðarmaður segist alltaf hafa verið hrifin af Guðbergi sem rithöfundi, en hug- myndina að heimildarmynd sinni um hann hafi hún fengið þegar hún las viðtalsbókina Guðbergur Bergsson, metsölubók, eftir Þóru Kristínu Ás- geirsdóttur. „Á einum stað segir frá því þegar Franco var að deyja og Guðbergur klifraði upp í tré til að taka myndir á súper 8-vélina sína. Það fyrsta sem mér datt í hug var hvort ekkert hefði verið gert við þetta efni.“ Helga hefur unnið við kvikmyndagerð í Sví- þjóð um árabil og hugmyndin að myndinni um Guðberg blundaði lengi í henni. Það var þó ekki fyrr en hún kom til Íslands árið 1999 til að gera mynd um Eyjabakka, ásamt Helga Felixsyni, að hún hitti Guðberg. „Ég hef haft mikinn áhuga á að fylgjast með þeim nátt- úruspjöllum sem íslenska ríkisstjórnin hefur staðið að undanfarin ár og í þessari ferð hitti ég Guðberg, við gerðum okkur ferð til Grinda- víkur og ræddum um Eyjabakka, nátt- úruspjöll og íslenska stjórnmálamenn. Ég spurði hann þó ekki um myndirnar. Heim- ildamyndin sem ég var að vinna um Eyja- bakka fékk síðan nafnið „Kóngar“ vegna þess að í byrjun hennar segir Guðbergur sögu um það þegar hann var barn í Grindavík. Þá braut hann hraunkóng og seinna þegar hann var að leita að honum gerði hann sér grein fyrir því að það sem einu sinni væri búið að eyðileggja í náttúrunni væri ekki hægt að laga aftur. Þegar myndin var svo loks sýnd var Guðbergur sá eini sem sýndi viðbrögð. Hann skrifaði mér bréf og þannig kynntumst við nú.“ Undrandi á því að enginn skuli hafa nýtt sér myndirnar En um myndirnar sem Guðbergur tók á Spáni hugsaði Helga í öll þessi ár og loks árið 2000 hringdi hún í hann og spurði um þær. Þau hittust aftur og hún fékk töluvert af myndefni til að hafa með sér til Stokkhólms að skoða. „Málin þróuðust síðan þannig að hann lét mig alltaf hafa meira og meira. Upphaflega ætlaði ég bara að gera mynd um byltinguna í Portú- gal, en þegar ég fór að fá meira efni frá hon- um víkkaði hugmyndin út.“ Og Helga segist hafa verið að fá efni frá honum fram á síðasta dag. „Hann hefur auðvitað mikinn áhuga á ein- ræði, og vildi sjá hvað gerist þegar fólk losnar úr álögum og verður frjálst. Svo fékk ég myndir til viðbótar sem eru persónulegri. En í öllu falli vildi ég ekki gera ævisögu hans, enda aðrir að gera það, og þess vegna hef ég kallað þetta óformlega ævisögu. Þetta er því í raun- inni bara mín mynd, byggð á hans myndum.“ Núna er hún búin að vinna að myndinni með hléum í fjögur ár. „Í rauninni var ég mest hissa á því þegar ég spurði Guðberg um myndirnar hans að enginn á Íslandi skyldi hafa látið sér detta í huga að nýta þær fyrr. Sjálfur var hann auðvitað bara svo upptekinn við að skrifa og þýða að þetta hefur bara legið óhreyft í þrjátíu ár.“ Spurð um meginhugsunina á bak við heim- ildarmynd sína segir Helga að verkefnið hafi verið svolítið snúið. „Ég þekki textana hans svo vel að mig langar til að miðla tilfinningu sem ég skynja í þessum myndum eftir að hafa verið að kynnast honum hægt og rólega í þessi fjögur ár. Við hittumst og fórum t.d. saman til Portúgals fyrir ári, á hans gömlu slóðir, og það var mjög gott að sjá staðina þar sem hann hafði myndað áður. Í janúar fór ég til Madríd að hitta hann og fylgdist með þegar Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar var að koma út á spænsku. Aðrir atburðir sem hafa gerst rata einnig inn í myndina, svo sem þeg- ar hann var gerður heiðursborgari Grindavík- ur, og þegar hann fékk verðlaun sænsku aka- demíunnar í Stokkhólmi. Öllu þessu vill maður auðvitað segja frá svo það hefur ekki verið auðvelt að koma þessu saman,“ segir Helga og brosir. Hvarflaði að henni að hætta við Hún segist sjá samsvörun í myndefninu frá Guðbergi og skrifum hans. „Hann er alltaf svo samkvæmur sjálfum sér að það skiptir ekki máli hvort hann er að skrifa, þýða, smyrja brauð, taka ljósmynd eða hvað. En ég hef þó ekki nálgast þetta á nokkurn hátt út frá bók- unum, við höfum ekki einu sinni rætt þær. Ég hef frekar reynt að nálgast viðfangsefni myndarinnar út frá myndunum og tekið mikið af viðtölum við hann undanfarin fjögur ár, auk þess sem ég nota textabrot og ferðalögin sem við höfum lagt í. Hann talar í raun sjálfur yfir myndunum sínum því viðtölin eru lögð yfir þær. Kannski var þetta kolvitlaus leið, því þetta eru svo mikil brot. Á tímabili hvarflaði að mér að hætta við, en þá kom Steinþór Birgisson klippari til hjálpar. Núna finnst mér eins og þetta smelli saman og kannski hafi bara verið gott að þetta tók langan tíma.“ Alltaf sjálfum sér samkvæmur Morgunblaðið/Árni Torfason Helga Brekkan segist hafa reynt að nálgast viðfangsefnið út frá myndum Guðbergs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.