Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 S indri Freysson hefur sent frá sér skáldsöguna Flóttinn þar sem byggt er á atburðum er áttu sér stað hérlendis á árum heimsstyrj- aldarinnar síðari. Þegar Bretar hernámu landið í maí 1940 lagði þýskur maður, Thomas Lehrmann, sem hér hafði dvalið um nokkurra mánaða skeið á flótta og tókst að leynast fyrir hernámsliðinu um tals- vert langt skeið en var um síðir handtekinn og fluttur til Bretlands. Sumarbústaður á floti „Þetta söguefni svo að segja hrundi yfir mig. Og það má segja að bókin sé Mogganum að kenna eða þakka, eftir því hvernig á það er litið. Og það er heill áratugur síðan; meðgöngutími Flóttans hefur því verið skemmtilega langur. Ég var að vinna á Morgun- blaðinu á þeim tíma og fór vestur ásamt ljós- myndara seinni hluta desembermánaðar 1994 til að skrifa um snjóflóð sem hafði fallið á hús einbúa þar í útjaðri Súðavíkur, flóð sem var nokkurs konar undanfari flóðanna er féllu mán- uði seinna og urðu 16 manns að bana. Við vorum á einhverjum þvælingi á eftir og fórum m.a. til Suðureyrar. Á leiðinni til baka kom ég auga á þak á sumarbústað sem maraði í hálfu kafi í klakahröngli í Súgandafirðinum. Um hundrað metra breitt snjóflóð hafði fallið á hann og haft með sér út í fjörðinn. Ég þóttist finna einhverja fréttalykt og hafði samband við lögregluna á Ísafirði þegar ég kom til baka þangað og spurð- ist fyrir um hvað væri á reki í firðinum? Menn höfðu engar fregnir fengið af skemmdum á eignum eða öðru slíku á þessum stað og komu af fjöllum. Þeir lofuðu hins vegar að spyrjast fyrir. Klukkutíma seinna fékk ég símtal frá einum af eiganda bústaðarins, sem spurði mig hvað ég hefði nákvæmlega séð. Hann nefndi að bústað- urinn hefði verið byggður 1918 og aldrei orðið fyrir neinu hnjaski, og í framhjáhlaupi sagði hann einnig að í bústaðnum hefði dvalist þýskur flóttamaður í seinni heimsstyrjöld. Áhugi minn vaknaði strax.“ Ótal spurningar en fátt um svör Að lokinni nánari eftirgrennslan sem teygði sig yfir næstu mánuði, fékk ég upplýsingar um að íslenskur maður hefði verið flóttamanninum til samlætis í bústaðnum og að hann væri lifandi og sprækur. Ég tók síðan ítarlegt viðtal við þennan mann og sá í hendi mér að ákveðnir grunnþættir í þessari sögu gætu verið kveikja að bók; flóttinn, fólkið sem veitti flóttamann- inum aðstoð, leit Bretanna og síðar refsiaðgerð- ir þeirra. Hægt og rólega söfnuðust brotin sam- an í heillega mynd; ég tók fleiri viðtöl og hlustaði á útvarpsupptökur, lagðist í gamlar bækur, þar á meðal dómabækur, dagblöð og pappíra og byrjaði þannig að sanka að mér meiri og meiri upplýsingum. Eftir því sem á leið varð ég enn sannfærðari um að þarna hefði komið upp í hendurnar á mér efniviður í bók, ekki sögurit, heldur skáldverk sem sækti sér innblástur í ákveðna sannsögulega þætti og túlkun á þeim. Ótal spennandi spurningar vökn- uðu hjá mér; hver var forsaga þessa manns? Kom hann hingað í sakleysislegum erindagjörð- um eða var hann útsendari nasista? Af hverju lagði hann á flótta? Af hverju rétti fólk honum hjálparhönd? Hvernig leið honum – flóttamanni á Íslandi. Hvernig tókst honum að fara svona lengi huldu höfði? o.s.frv. Mig langaði til að skilja manninn og þá atburðarás sem ákvörðun hans, hugsanlega andartaks hugdetta, hratt af stað. Þessar vangaveltur sóttu stöðugt meira á mig og í hausnum tók að mótast þráður sem gildnaði stöðugt. Ég vildi leita skilnings á þess- um manni, sögu hans og athöfnum, á þeim tíma í Íslandssögunni sem er sennilega eitt mik- ilvægasta skeið fyrir þetta land og þessa þjóð sem um getur frá siðaskiptum. Ísland hafði staðið alltof lengi tvístígandi við gilið sem að- skildi fortíð og nútíð og stríðið breytti því öllu; byggði brú fyrir Ísland inn í nútímann. Ég vildi kafa ofan í þetta tímabil og varpa kannski á það öðru ljósi en algengast er og koma þeirri mynd sem þá birtist á framfæri með spennandi hætti. Ég er búinn að vera að vinna að verkinu með einum eða öðrum hætti í tíu ár, og frá 1999 setti ég aukinn kraft í verkið og aflaði mér m.a. gagna frá þjóðskjalasöfnum í þremur löndum fyrir utan Ísland, þ.e. Bretlandi, Bandaríkj- unum og Þýskalandi.“ Derrick kemur til sögunnar Sindri segir að það hafi ekki verið hlaupið að því að afla upplýsinga um hinn þýska flóttamann. „Ég var búinn að leita mánuðum saman í skjalasöfnum að upplýsingum um afdrif Lehr- manns eftir að Bretar handtóku hann, án ár- angurs, og var satt best að segja orðinn ærið svartsýnn á að það tækist nokkurn tímann. Ég vissi hins vegar að hann fæddist í Düsseldorf og fékk þá brjálæðislegu hugdettu sumarið 2000 að auglýsa eftir upplýsingum um hann í einu út- breiddasta blaði borgarinnar. Þarna renndi ég algjörlega blint í sjóinn, á þessu svæði búa hátt í milljón manns og ég var að auglýsa eftir manni sem hafði fæðst á þriðja áratug fyrri aldar og gat verið löngu látinn og allt hans fólk. Þetta var leit að nál í heystakki. Eftir nokkra bið fékk ég þó tvö svör. Annað þeirra var frá þýskum rannsóknarlög- reglumanni á eftirlaunum – hann fékk heið- ursnafnbótina Derrick á mínu heimili – sem sagðist hafa séð auglýsinguna og fundist málið forvitnilegt enda hefði hann mikinn áhuga á umræddu tímabili og vildi leggja hönd á plóg- inn. Hann vildi enga greiðslu fyrir hjálpina, áhuginn á efninu væri honum næg umbun. Næstu mánuði aflaði þessi ágæti maður marg- víslegra upplýsinga sem vissulega voru gagn- legar en voru aðallega um stríðsáraskeiðið og bættu því litlu við fyrirliggjandi vitneskju um afdrif Lehrmanns. Að lokum ákvað hann að fara í þetta með gömlu aðferðinni, hann skráði niður nöfn allra þeirra sem báru eftirnafnið Lehrmann í borginni og þar í grennd, fleiri tug- ir ef ekki hundruð manna, og hringdi til hvers og eins og spurði hvort það kannaðist við Aug- ust Lehrmann. Í janúar 2001, eftir fimm mán- aða eftirgrennslan, tilkynnti hann mér síðan að hann hefði fundið dóttur Lehrmanns og kom mér í samband við hana. Hún veitti mér ómet- anlegar upplýsingar. Ég er nú ekki hjátrúar- fullur maður en það sló mig aðeins þegar hún sagði mér að faðir sinn hefði látist 1994, skömmu áður en hann varð á vegi mínum, ef svo má segja. Einhverjir myndu túlka það svo að það væri engin tilviljun.“ Útsendari þriðja ríkisins Sindri leggur áherslu á að þrátt fyrir nákvæma og tímafreka rannsókn á forsögu Flóttans þá lúti sagan lögmálum skáldsögunnar. „Þetta er það sem ég uppgötvaði um þann mann sem aðalpersónan í Flóttanum sækir ým- islegt til, þótt ég vilji hafa afdráttarlausan greinarmun þar á milli: Um miðjan ágúst 1939 kom hingað til lands ungur Þjóðverji að nafni August Lehrmann með skipinu Dettifossi, und- ir því yfirskini að um námsferð væri að ræða. Lehrmann var sagður starfsmaður þýska fyr- irtækisins Rothmund & Kohlschütter í Ham- borg og að erindi hans til Íslands væri að und- irbúa aukin viðskipti fyrirtækisins við landið. Hann fékk mánaðarlegar greiðslur frá Ham- borg en var sagður gegna stöðu sjálfboðaliða hjá heildverslun þýsks umboðssala í Reykjavík, Heiny Scheiter. Scheiter þessi var erindreki Norræna félagsins á Íslandi, undirdeildar þýska nasistaflokksins, og vegna þeirrar stöðu grunaður um að vera helsti boðberi þýsks áróð- urs á Íslandi misserin fyrir stríð. Lehrmann vann á skrifstofu Scheiters þar til Bretar her- námu Ísland 10. maí 1940 en flúði þá til Vest- fjarða. Hans er getið sem þýsks njósnara í skjölum breska stríðsmálaráðuneytisins. Þetta hefur reyndar hvergi komið fram opinberlega fyrr. Samkvæmt fyrirliggjandi heimildum hafði Lehrmann hlotið herþjálfun í Þýskalandi og í bókfestum vitnisburði samtímamanns hans, en sá hélt ítarlega spjaldskrá um Þjóðverja sem dvöldu á Íslandi í stríðsbyrjun, er fullyrt að Lehrmann hafi verið í SS-sveitunum (Schutz- staffel). Hann hafi m.a. borið búning SS-liðsins við tiltekin tækfæri á Íslandi, sennilega á sam- komum á vegum þýska ræðismannsins, dr. Werner Gerlachs, sem var SS-Sturmbann- führer Persönlicher Stab, Reichsführer SS, þ.e. majór í einkastarfsliði ríkisforingja SS, Hein- richs Himmlers.Miðað við þennan vitnisburð, þótt hann sé ekki hafinn yfir vafa, auk annarra fyrirliggjandi gagna, er ekki óeðlilegt að telja að Lehrmann hafi þjónað Þriðja ríkinu hér og í bókinni legg ég fram tilgátu þar um. Einnig velti ég fyrir mér möguleikanum á að áhrifa- mikill maður vestra hafi markvisst stundað njósnir fyrir Þjóðverja, að minnsta kosti um tíma, og hugsanlega hafi Englendingar haft þar hönd í bagga eins og þeir gerðu gjarnan þegar stýra þurfti upplýsingaflæðinu.“ Maður á flótta er hættulegur En er þetta saga um utangarðsmann sem sam- félagið sér aumur á og aðstoðar við dyljast her- námsöflunum? „Aðalpersónan í Flóttanum, Thomas Lang eins og ég kýs að kalla hann, er sjálfkrafa utangarðsmaður á Íslandi, verandi útlendingur, og hann undirstrikar það hlutverk sitt, gæðir það nýrri vídd, þegar hann leggur á flótta. Hann hafði hugrekki til að fara ótroðnar slóðir, en hugrekki þarf ekki að vera vel ígrund- að eða gáfulegt. Og því má ekki gleyma að flótti og ótti verða ekki aðskilin. Flóttinn býr líka í grunneðli mannsins, þetta eru skilyrt viðbrögð við hættu. Ekki síst þess manns sem flokkast til nútímans. Hann flýr undan sjálfum sér og öðr- um mönnum. Undan dauðanum. Erfiðum spurningum. Vandræðum. Hann flýr í afþrey- ingu sem krefst ekki meðvitundar. Flýr í sjálfs- dýrkun sem er bundin við líkamann. Flýr í þægilega gleymsku vímunnar. Flýr í öfgatrú. Flýr í endalausa vinnu eða eftirsókn eftir gróða. Inn í fílabeinsturna fræðanna. Hvert sem er. Við erum öll flóttamenn. Ég fordæmi það ekki, enda jafnmikið á flótta og aðrir, minni bara á þessa staðreynd því að annars vantar eitthvað í skilning okkar á mannfólkinu. Og maður á flótta er sjaldnast hamingju samur. Ég ætlaði mér að nota tvær tilvitnanir í byrjun bókarinnar en féll frá því á lokastigi verksins. Þær eru hins vegar góðra gjalda verðar. Önnur var frá Winston Churchill komin og er svohljóðandi: „Menn vinna ekki stríð með flótta.“ En hin kom frá Henri Laborit og segir: „Á tímum sem þessum er flóttinn eina leiðin til að halda lífi og halda áfram að láta sig dreyma.“ Margt í Flóttanum kallast á við það sem þessir ágætu en ólíku menn, samkvæmt mínum skilningi, voru að reyna að segja með þessum orðum. En Thomas er í mínum huga fyrst og fremst maður með ríka sjálfsbjargarviðleitni, og slíkir menn – og undir tilteknum kringumstæðum getur sú lýs- ing átt við mig og þig eða hvern sem er – eru hættulegir því að þeir svífast einskis.“ Réttur málstaður og rangur Hvað um afstöðu þína til þeirrar hug- myndafræði sem þarna var tekist á um? „Fyrirfram var raunar útilokað fyrir mig að sjá og skilja þá atburði sem bókin fjallar um. Fjarlægðin í tíma – þótt hún sé í raun sáralítil – en þó fyrst og fremst hin allsráðandi sögu- skoðun, torveldar manni að horfa á þetta tíma- bil með hlutlægum hætti. Ég skapa mér því sýn á atburðina og verð meira að segja að setja eðli- lega fyrirvara við eigin túlkun. Ég skapa mér sýn á atburðina og verð meira að segja að setja fyrirvara við eigin túlkun. Frá upphafi var ég nánast á stöðugum flótta frá fangelsi heimildanna; hættan var sú að sagn- fræðin íþyngdi skáldsögunni, kremdi hana jafn- vel ef hún væri einráð. Sagan varð fyrst heil- steypt þegar ég náði að skilja þarna á milli. Í bókinni birtast því ekki blákaldar staðreyndir um þessa atburði, heldur túlkun, endurskoðun. Skáldskapur og sagnfræði horfast í augu en eru ekki gegnheilir tvífarar, ekki spegilmyndir. Auðvitað má finna snertifleti, annað væri óeðli- legt, en það breytir ekki sjálfstæðu eðli hvors fyrir sig. Og það er margt sem eingöngu er hægt að rannsaka og afhjúpa innan „veggja“ skáldsögunnar Meðal annars þess vegna er skáldsagan svo lífseig, svo frjór miðill þegar vel tekst til. En það er hins vegar mjög flókin spurning hvað er réttur málstaður og rangur. Það er ekki algilt, en í tilviki Lehrmanns er ein spurning áleitin; hvenær endaði hjálpsemi fólksins og hvenær tók við hreinræktaður stuðningur við stefnu Þjóðverja? Mörkin eru kannski óljósari en maður heldur. Hefði málstaður þess fólks verið réttur ef Þjóðverjar hefðu unnið stríðið og það þá fengið uppreisn æru? Og ef þetta fólk veitti hjálp af öðrum ástæðum en pólitískum, t.d. hjartagæsku, er þá hægt að fordæma gerðir þess? En hafi það stutt nasista heilshugar, af hvaða rótum var þá sá stuðningur sprottinn? Fyrir utan algjör yfirráð fjármagnseigenda yfir ríkisafli og vinnuafli, agressíva þjóðernishyggju og dekur við óljósan norrænan uppruna eru kynþáttafordómar ein helsta stoð nasismans, eins og hann birtist í Þriðja ríkinu. Flestir Ís- lendingar hafa lengst af afneitað öllu því í þjóð- arsálinni sem bendlar þá við kynþáttafordóma. Hvað þá fasisma, öfgafullri þjóðernishyggju og hvers kyns ófögnuði öðrum. En eftir ölsopa eða á þeim stundum öðrum sem dekkri hliðin brýst óvart fram í dagsljósið, blasir við hakakrossinn baðaður skæru ljósi hjá sumum. Brennandi kross hjá öðrum. Eða tortryggni gagnvart öðr- um kynþáttum. Að minnsta kosti starandi horn- augu. Íslenskur „fasismi“ er hins vegar um margt heimasmíðaður, bæði sökum einangr- unar og fárra útlendinga,en þversögnin er sú að víðsýnin eykst ekki alltaf með bættum tengslum við umheiminn. Þessar tilhneigingar, þar sem þær eru til staðar, færast því óðum nær alþjóðlegum straumum, vegna fjölgunar nýrra Íslendinga af erlendum uppruna og ferðalaga. Og erlendis færist, því miður, fasismi í aukana, og gyðingahatur og átyllan er oftar en ekki framferði Ísraela í Palestínu. Ýmsir öfgamenn hafa meira að segja reynt að draga helförina í efa! Þar er botninum náð. Vildu ekki gyðinga til Íslands „Það hefur oft komið fram að æðstu yfirmenn þessarar þjóðar óskuðu eftir því að blökkumenn í bandaríska hernum þjónuðu ekki hér á stríðs- árunum. Bandarískur hermaður talaði í minn- ingum sínum forviða um gyðingahatrið á Ís- landi. Á árunum 1939–1940 bjuggu hérlendis ríflega fjörutíu manns, börn, konur og karl- menn, sem höfðu hrakist hingað undan nas- istum, þar af um 30 af gyðingaættum. Íslensk stjórnvöld reyndu að hindra flutning gyðinga til landsins, en þó komst um einn tugur þeirra til landsins á umræddu tímabili. En eftir stendur að hundruðum gyðinga var neitað um landvist hérlendis á fjórða áratugnum, samkvæmt rann- sóknum Þórs Whitehead. Dagblöðin Morg- unblaðið og Vísir voru eindregið á móti því að gyðingar kæmu hingað og eru fjölmörg dæmi um að þau hvöttu stjórnvöld til að hindra að- gang þessa „flökkulýðs“ til landsins og losna við þá sem höfðu náð hér á land. Á árunum 1937– 1939 voru í kringum tólf gyðingar reknir úr landi, jafnvel með aðferðum sem þættu harð- neskjulegar á nútíma mælikvarða. En þetta áttu Íslendingar sammerkt með mörgum öðr- um þjóðum, gyðingar komu víða að harðlok- uðum dyrum. Ég er hins vegar ekki að fjalla um gyðingahatur í minni bók nema að litlu leyti. Ég er að segja sögu sem mér finnst heillandi og legg um leið upp í könnunarferð um fortíðina. Reyni að uppgötvað eitthvað fyrir sjálfan mig og þá vonandi aðra í leiðinni, reyni að skilja þennan tíma sem virðist oft svo furðulegur og Við erum öll flóttamenn Þýskur maður lagði á flótta um Ísland þegar Bretar hernámu landið 1940. Sindri Freysson hefur legið yfir sögu þessa manns um árabil og skáldsagan Flóttinn er afraksturinn. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is „Fékk þá brjálæðislegu hugdettu sumarið 2000 að auglýsa eftir upplýsingum,“ segir Sindri Freysson. Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.