Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 18
18 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 JACQUELINE Wilson er mjög vin- sæll barna- og unglingahöfundur í heimalandi sínu Englandi, og íslensk- ar stelpur hafa tekið bókum hennar opnum örmum. Enda eru bækurnar fínar og höfundurinn á mjög auðvelt með að setja sig í spor og inn í huga aðalsöguhetjunnar sem alltaf er ung- lingsstúlka. Margir hafa lesið um æv- intýri Ellie, Mögdu og Nadine í „stelpu-bókunum“, þar sem höfund- urinn tekur fyrir á nokkuð gagn- sæjan hátt eitt „unglingavandamál“ í hverri bók. Nú er aðalsöguhetjan Lóla Rós sem tekur sér það indæla nafn þegar hún þarf að flýja ofbeldisfullan pabba sinn, ásamt mömmu sinni og litla bróður, og hefja með þeim nýtt líf í London. Og líkt og gamla lífið gengur nýja lífið svona upp og niður, enda mamma Lólu Rósar ístöðulaus og skrautlegur persónuleiki. Þessi bók er mun lengri, marg- slungnari og dýpri en fyrri bækur höfundar. Hún lýsir nöturlegu fjöl- skyldumynstri út frá sjónarhól ung- lingsstúlku sem hefur það sorglega hlutverk að vera í raun foreldri móð- ur sinnar. Hún getur engan veginn treyst henni, upp á hverju hún tekur næst, og þarf í sífellu að hafa áhyggj- ur af næsta degi og framtíð þeirra saman, með eða án misgóðra kær- asta. Lýsingarnar á þeim mæðgum eru raunsannar og báðar persónurnar standa manni ljóslifandi fyrir augum. Stúlkan er skapandi og klár með ótrúlega ríkt innra líf, hún er ábyrgð- arfull og vissulega góð fyrirmynd fyrir les- endur um leið og hún er breysk. Mamman er með allt of lágt sjálfs- mat og leggur allt sitt í útlitið og heldur að hún geti ekki án karlmanns verið. Um leið er hún skemmtileg og einlæg mamma sem tekur börnunum sínum sem jafningjum sínum – kannski einum of. Pabb- inn er hins vegar sið- blindur og allt vekur þetta vanlíðan og álag hjá stelpunni sem þarf að vera alltof fullorðin og áhyggjufull. Um leið og bókin fjallar um að vera foreldri foreldra sinna, lýsir hún á raunsæjan hátt fjölskyldu-mynstri þar sem ofbeldi, siðblinda, fátækt, alkóhólistar, offitusjúklingar, sam- kynhneigðir og krabba- mein koma við sögu. Þetta hljómar eins og heljarinnar sápuópera, en er í raun mjög eðli- leg, falleg og látlaus bók, laus við allar klisj- ur og fordóma. Hér er heldur ekki verið að boða neinn hreinan sannleika eða segja frá ákveðnu vandamáli, bókin er frásögn af lífi sem á áreiðanlega eftir að víkka sjóndeild- arhring lesenda. Lóla Rós er vönduð, skemmtileg og átakanleg unglinga- bók. Stíllinn er liðlegur og látlaus og höfundi tekst á átakalítinn máta að gefa okkur skýra sýn inn í sálarlíf og drauma unglingsstúlku í raunalegu fjölskyldumynstri. Að þurfa að vera fullorðin Hildur Loftsdóttir BÆKUR Unglingar Höfundur: Jacqueline Wilson. Mynd- skreytingar: Nick Sharratt. Þýðing: Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. 256 bls. JPV- útgáfa. 2004. Lóla Rós LOKSINS fá dyggir aðdáendur Blíð- finns að vita hvernig fer fyrir Blíð- finni í hefndarferð hans til borg- arinnar Targíu í Erlandi í leit að Otta og Hinunum, sem Blíðfinnur telur ábyrga fyrir því að skógur hans brann til kaldra kola í fyrri hluta sög- unnar um Blíðfinn og svörtu ten- ingana sem út kom fyrir tveimur ár- um. Bókin um lokaorrustuna hefst þar sem síðustu bók lauk þegar Blíð- finnur er nýstiginn á land í Erlandi aleinn og yfirgefinn. Þar þarf hann að finna sér leið til þess að hefja innrás í borgina og leita uppi Otta, en líkt og kemur fram í neðanmálsgrein er „alls ekkert svo flókið að gera innrás, svo framarlega sem maður gætir þess að trufla engan“ (bls.29). Á leið sinni að og um borgina hittir Blíðfinn- ur bráðskemmtilega karaktera sem gera sitt besta til að hjálpa honum með misjöfnum árangri þó, má þar nefna einstaklega klaufskan spjalldverg og sjálfa Röðregluna. En Blíðfinnur kynnist ekki bara nýjum og skondnum persónum, hann kynnist líka sjálf- um sér mun betur. Líkt og lesendur muna missti Blíðfinnur eig- inleikann til þess að vera eilífur í síð- ustu bók þar sem reiði hans og sorg urðu þess valdandi að hann eltist hratt. Í lokaorrustunni sjáum við ein- mitt glímu hans við tímann, skynjum hversu mikilvægt það er að aðrir þekki mann sem þá manneskju sem maður raunverulega er og verðum ekki síst vitni að furðulegri sam- tvinnan raunveruleika og skáldskapar, sem er sérlega skemmtilega út- færð af hendi höfundar. Eitt af því sem skar þriðju bókina um Blíð- finn úr hópi fyrri bóka um ævintýrastrákinn var ekki síst hversu dimm og drungaleg hún er, jafnvel svo mjög að á stundum hafði und- irrituð ákveðnar efa- semdir um hvort bókin gerði mikið annað en að hræða unga lesendur sína þar sem ógnin í sög- unni er afar óljós og í raun aldrei skýrð með berum orðum. En vissulega má benda á að uppeldis- og þroskagildi barnabóka felst ekki síst í því að þar er hægt að kynna ýmsa ógnvænlega hluti og jafnvel hrylling sem börnin geta, í skjóli þess að aðeins sé um skáldskap að ræða, fengið ákveðna útrás fyrir og unnið sig úr. Í Lokaorrustunni er þessi óljósi drungi að mestu á bak og burt, enda fáum við t.a.m. loksins útskýr- ingu á framkomu Otta og Hinanna í tengslum við brunann afdrifaríka. Þrátt fyrir þetta hallast ég enn að því að bækurnar um Blíðfinn höfði mun meira til fullorðinna, ekki síst út af húmor bókanna, og séu í raun fremur barnabækur handa fullorðnum en börnum. Það er hins vegar alveg óhætt að segja að þessi fjórða og síðasta bók Þorvaldar um Blíðfinn er tvímæla- laust besta bókin hans um æv- intýrastrákinn með gleraugun góðu. Höfundi tekst hér á einstaklega næman hátt að tefla saman húmor og tragedíu þannig að lesandinn sveifl- ast milli þess að hlæja og gráta. Auk þess sem vangaveltur hans um sam- spil raunveruleika og skáldskapar eru bæði spennandi og forvitnilegar. Það verður vissulega erfitt að kveðja Blíðfinn, en góðar bækur má sem bet- ur fer alltaf lesa aftur og aftur. Sagan öll Silja Björk Huldudóttir BÆKUR Barnabók Þorvaldur Þorsteinsson. Kápuhönnun, kortagerð og myndskreytingar annaðist Guðjón Ketilsson. Bjartur 2004, 110 bls. Blíðfinnur og svörtu teningarnir – Lokaorr- ustan Þorvaldur Þorsteinsson MATTHÍAS Viðar Sæmundsson lést um aldur fram 3. febrúar 2004, og varð öllum harmdauði er til hans þekktu. Matthías var afkastamikill fræðimaður, höfundur margra bóka og enn fleiri greina og ritgerða. Þeg- ar hann lést lét hann eftir sig full- skrifað handrit að þessari bók og átti að verða fyrra bindi ævisögu Héðins Valdimarssonar. Góðu heilli var ákveðið að leiða þennan hluta verks- ins til lykta og gefa handritið út. Hvað er ævisaga og hvernig á að skrifa hana? Þessi spurning hefur leitað á hug minn við lestur þessarar bókar, og því meir sem ég las lengra. Ég hef um dagana lesið allnokkrar ævisögur, íslenskar og erlendar, og lítið eitt komið að ævisöguritun sjálf- ur. Við þá iðju hef ég sannfærst um, að ævisagan er einstaklega skemmti- legt form til að segja enn meiri sögu en þá er að viðkomandi einstaklingi eða söguhetju lýtur, í þrengsta skiln- ingi. Jafnframt hef ég, eins og von- andi flestir aðrir er við slík fást, velt fyrir mér aðferðafræði ævisagnarit- unar, gildi hennar og tilgangi. Þeim vangaveltum verða ekki gerð skil hér, en að minni hyggju gefur þessi bók tilefni til umfjöllunar um þessi efni. Vaknar þá sú spurning, hvort ekki væri ráð að efna til málþings um hvernig eigi að rita ævisögur, hvert sé hlutverk þeirra og staða í íslenskri sagnaritun. Önnur spurning, sem ég hef hug- leitt við lestur þessarar bókar, er hvort hún sé í raun ævisaga. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera jákvætt en á hinn bóginn verður að taka fram, að hún er varla hefðbundin ævisaga, a.m.k. ekki samkvæmt þeirri hefð sem tíðkast hefur hér á landi. Á kápusíðu bók- arinnar segir, að hún sé „ekki venjuleg Reykja- víkursaga“, heldur „fjöl- skyldusaga Héðins Valdimarssonar“. Þess- um staðhæfingum verð- ur trauðla mótmælt, þær hljóta að byggjast á vel ígrundaðri skoðun aðstandenda bókarinnar og þeir mega gerst vita. Engu að síður er ljóst, að hér er efnt til ævisögu Héðins, þessi bók átti að vera fyrra bindi hennar, í síðara bindinu mun höfundur hafa hugsað sér að segja starfssögu hans. Þetta mótar alla uppbyggingu bókarinnar og efnistök höfundar. Í bókinni er hann að lýsa sögusviðinu, þeim jarðvegi sem sögu- hetjan var sprottin úr, umhverfinu sem hann ólst upp í og mótaði lífssýn hans og skoðanir. Að því leyti hefur þessi bók verið hugsuð sem eins kon- ar inngangur eða baksvið heild- arverksins. Það skýrir að sínu leyti aðferð höfundar, sem er nýstárleg en þó ekki einsdæmi í íslenskri ævi- sagnaritun. Má í því viðfangi benda á, að Arnór Sigurjónsson beitti svipaðri aðferð við ritun ævisögu Einars Ás- mundssonar í Nesi fyrir u.þ.b. hálfri öld. Þar var þó sögusviðið víðara, heil sýsla og á köflum tvær. Héðinn Valdimars- son var um margt stórmerkur og óvenjulegur maður og má undrum sæta að rækileg ævisaga hans hafi ekki verið rituð fyrir löngu. Hann ólst upp á óvenjulegu heimili og voru for- eldrar hans og systir brautryðjendur í mörgum efnum. Sjálf- ur varð hann í senn al- þýðuforingi og stór- forstjóri og áttu sumir samtímamenn hans erfitt með að skilja hvernig slíkt gæti far- ið saman. Þar kenndi rótgróinnar reykvískrar þröngsýni, stéttaskipt- ingar og hólfahugsunar, sem er svo vel lýst í þessari bók. Fjölskylda Héðins var alla tíð í uppreisn gegn ríkjandi tíðaranda og sama máli gegndi löngum um hann sjálfan. Þetta var fólk sem sjálft taldist til miðstéttar í Reykjavík og komst bærilega af, en varði kröftum sínum ekki síst til að berjast fyrir rétti og bættum kjörum þeirra er minna máttu sín. Vel má vera að þessi bók sé ekki „venjuleg Reykjavíkursaga“ (ég veit ekki hvernig slík saga lítur út), en Reykjavíkursaga er hún óneitanlega. Höfundur tók þann kost að lýsa rækilega því umhverfi, sem Héðinn Valdimarsson var sprottinn úr, og tekst það á margan hátt ágætlega. Hin eiginlega saga hefst um það bil sem foreldrar Héðins, Valdimar Ás- mundsson og Bríet Bjarnhéð- insdóttir, flytjast til Reykjavíkur. Meginefni sögunnar er lýsing á bæn- um, eða þorpinu, frá því um miðjan 9. áratug 19. aldar og fram yfir alda- mót. Síðan er þeim systkinum, Héðni og Laufeyju, fylgt til náms í Kaup- mannahöfn, sagt frá kjörum þeirra og ferli þar, og sögunni lýkur er Héð- inn snýr heim frá námi. Þessi aðferð er í senn metnaðarfull og vandmeðfarin. Fjölskyldan er ávallt miðpunktur sögunnar, en hverfur þó á stundum í fjöldann og meira segir af öðru fólki. Mikill fjöldi samtímamanna er nefndur til sögu og æviferill sumra er rakinn í þaula. Flest af þessu fólki er fátækt og átti við andstreymi að glíma. Með lýs- ingum á því hefur höfundur trúlega haft í huga að skýra baksvið sögu- hetjunnar, lýsa því umhverfi sem hann og hans fólk lifði og hrærðist í, og sýna um leið hvers vegna hag- fræðingurinn Héðinn Valdimarsson gerðist síðar á lífsleiðinni verkalýðs- foringi. Þetta tekst að mörgu leyti ljóm- andi vel og að lestri loknum hefur les- andinn fengið skýra mynd af öm- urlegum kjörum og erfiðu lífi þeirra sem minna máttu sín í Reykjavík um aldamótin 1900. Myndin af bæjarlíf- inu er hins vegar óheil því miklu minna segir frá hinum, sem betur vegnaði. Hlýtur þá sú spurning að vakna, hvorir hafi sett meiri svip á bæjarlífið og skipt meira máli fyrir framvindu sögunnar. Samúð höf- undar með hinum fátæku og hrjáðu leynir sér ekki. Hann dregur fram mikla vitneskju um ævi þeirra og kjör og lýsir ýmsum þáttum í bæj- arlífinu, sem lítið hefur verið fjallað um til þessa. Hitt er svo aftur annað mál, hvort ævihlaup þessa fólks var endilega dæmigerðara fyrir Reykja- vík aldamótaáranna en líf þeirra, sem björguðust bærilega af vinnu sinni. Var ævihlaup hins drykkfellda lög- fræðings Ásmundar Sveinssonar, sem drakk sig frá embættum og starfi og drukknaði að lokum í lækn- um, sem Lækjargata er kennd við, meira söguefni en farsæll ferill hús- bónda hans og velgjörðamanns, Hall- dórs Daníelssonar bæjarfógeta? Um það má deila og spurning hvort of mikil áhersla á hlut þeirra sem illa vegnaði gefur ekki jafn skakka mynd af sögunni og „höfðingjasagan“, sem oft er gagnrýnd. Eins og vænta mátti er þessi bók öll ágætlega skrifuð og einkar læsi- leg. Í henni er dregin upp skýr mynd af ákveðnum þáttum mannlífs í Reykjavík um aldamótin og ættu allir að verða nokkru fróðari af þeim lestri. Mikill fengur er og af rann- sóknum höfundar í skjalasöfnum, sem leiða í ljós margan fróðleik. En gallalaus er þessi bók ekki fremur en önnur mannanna verk. Höfundur er á köflum ærið orðmarg- ur og lætur gamminn geisa, stundum um of. Myndin, sem dregin er upp af Reykjavíkurlífinu á sögutímanum er býsna einhliða. Við fáum góða mynd af döprum kjörum þeirra, sem minna máttu sín, drykkjumanna, sjúklinga og hinna örsnauðu, en hvað um hina? Þá ber bókin þess einnig nokkur merki að hún var hugsuð sem hluti stærra verks. Væri það verðugt verkefni fyrir aðstandendur bók- arinnar að finna höfund er gæti lokið þeirri miklu sögu sem hér er efnt til. Það er þó ekki á allra færi. Fjölskyldusaga úr Reykjavík Jón Þ. Þór BÆKUR Ævisaga Höfundur: Matthías Viðar Sæmundsson. 544 bls. myndir. JPV útgáfa, Reykjavík 2004 Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey Matthías Viðar Sæmundsson Litlu hnettirnir, eða Tiny Plan- ets, eru komnir út sem dvd-kids leikur með ís- lensku tali, en dvd-kids leikir eru gagnvirkir þroska- og fræðsluleikir sem gera börnum kleift að taka þátt í því sem fram fer í sjónvarpinu. Í Litlu hnöttunum eru það vinirnir Bing og Bong sem leika á gagnvirkan hátt með börnunum. Þeir búa á Heimahnettinum og á hverjum degi setjast þeir upp í hvíta loðna sófann sinn og kanna einhvern af litlu hnött- unum. Á gagnvirkan hátt kenna þeir börnum um árstíðirnar, hvernig er best að klæða sig á Náttúruhnett- inum, að borða hollan mat á Hnetti sjálfsins eða að púsla og leika með form og tölur á Dótahnettinum. Í leiknum er lögð áhersla á að börnin uppgötvi heim litlu hnattanna sjálf og kanni alla möguleika á eigin spýtur. Nýir leikir Babar, kon- ungur fílanna er komin út sem dvd-kids leikur með íslensku tali. Í Babar, konungur fíl- anna, geta börn- in lært á klukku, púslað, fundið rétt form og stærðir, þjálfað minnið og farið í spurningaleik. Þroska- og fræðsluleikir dvd-kids eru ætlaðir börnum frá 3 ára aldri. Dvd-kids er hannað og þróað af ís- lenska fyrirtækinu 3 Plús hf. og selt víða um heim. Geisladiskur með 20 ljóðum eftir Einar Benedikts- son er kominn út. Meðal þeirra eru ýmis kunnustu ljóð Einars: Messan á Mos- felli, Fákar, Hvarf sr. Odds frá Miklabæ, Móðir mín, Væringjar, Einræður Starkaðar o.fl. Jón Júlíusson leikari flytur ljóðin. Útgefandi er Hljóðbókin. Ný hljóðbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.