Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 13 Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey – Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimars- sonar er eftir Matthías Við- ar Sæmundsson. Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey er ekki venjuleg Reykjavíkursaga. Þetta er fjölskyldusaga Héðins Valdimarssonar, stórbrotið verk um stórbrotið fólk sem setti svip á samtíð sína. Matthías Viðar Sæmundsson teflir fram svipmyndum úr daglegu lífi fólks um aldamót- in 1900. Þar bregður fyrir einstaklingum sem áttu við drykkjuvanda að stríða, öðrum sem tókust á við banvæna sjúkdóma, enn öðrum sem glímdu við ólæknandi bakteríu stjórnmál- anna og loks þeim fjölmörgu sem glímdu við fátækt og örbirgð. Matthías Viðar dregur fram heimildir sem ekki hafa áður birst á bók, þeirra á meðal dómsskjöl sem varpa óvæntu ljósi á lífið í Reykjavík á sögutíma bókarinnar. Nýstárleg efnistök, yfirsýn og innlifun Matthíasar Viðars leiða lesendur í eftirminnilega ferð inn í veröld sem var. Matthías Viðar Sæmundsson dósent við ís- lenskuskor Háskóla Íslands féll frá í ársbyrjun 2004 tæplega fimmtuguNýjar bækurr að aldri. Hann hafði unnið ötullega um nokkurra ára skeið að rannsóknum á ævi Héðins Valdimars- sonar, forstjóra Olíuverslunar Íslands og for- manns Dagsbrúnar. Útgefandi er JPV-útgáfa. Nýjar bækur Ekki láir við stein er heiti nýrrar ljóðabókar Baldurs Óskarssonar. Í bókinni eru 82 frumsamin ljóð og 24 þýdd. Baldur hefur fyr- ir löngu skipað sér á bekk með fremstu ljóðskáldum þjóðarinnar og ljóðaunn- endur verða svo sann- arlega ekki fyrir von- brigðum með nýju bókina. Þessi þrettánda ljóðabók Baldurs vitnar um orðkynngi hans, hlýja gamansemi og gleði. Meitluð náttúrukennd og óvenjulegar mannlífsmyndir einkenna ljóðin – og ósjaldan er Grandinn ekki langt undan. Útgefandi er Ormstunga. „ÆVIN er löng og lífið er stutt,“ segir Flosi Ólafsson sem hefur sent frá sér Heilagan sannleik, enn eina bókina þar sem hann sjálfur og Lilja kona hans eru í aðalhlutverkum; bókin er að sögn Flosa, eins konar minningabrot frá liðinni ævi „… séð með svolítið skjálgum aug- um.“ Og til marks um að þú ert enn í fullu fjöri, nýorðinn 75 ára? „Fullu fjöri!? Nei, blessaður vertu, það vant- ar nú mikið á það. Ég er alveg að geispa gol- unni. Þetta útgáfubrölt er bara til að lengja líf- ið, því þú veist að hláturinn lengir lífið og ég hef svo dæmalaust gaman af að setja saman texta og þá ekki síst ef hann fær leyfi til að vera svolítið tvíræður.“ Er ekki sá Flosi Ólafsson sem þú lýsir svo skemmtilega í bókunum einhvers konar til- búningur, þú ert ekki svona dags daglega er það? „Ja, þegar þú spyrð svona flatt út þá getur þetta vel verið. Ég er samt að skrifa algjörlega frá eigin brjósti, brjósti Flosa Ólafssonar, en hitt er annað að það getur vel verið að ég bregði mér í einhverra annarra kvikinda líki sem er þá hluti af aðferðinni sem ég nota til að koma einhverjum skrattanum á framfæri.“ Ertu nokkuð svona sérvitur og fordóma- fullur? „Ég held að ég sé það litríkur persónuleiki að þetta sé allt saman ég. Og þegar ég les þetta sjálfur þá kemur þessi gæi alls ekkert flatt upp á mig. En þetta getur samt vel verið og sumt er skrifað til að ná fram einhverjum uppákomum í textanum, til að sýna hvað þessi náungi er nú eiginlega fáfengilegur. Megnið af þessu er skrifað með írónísku trukki á bakvið sem mér finnst ákaflega gaman að nota. Þegar þannig er skrifað þá liggur alltaf að baki text- anum hugsunin „… ða hitt þó heldur“. Sem- sagt, maður segir eitt og meinar annað. Að nota íróníu er nú hálfgert bullutrikk því maður er þá ekkert að meina með því sem maður seg- ir.“ Um árabil skrifaðir þú nánast einn manna pistla í dagblöð, lengst af í Sunnudagsblað Þjóðviljans á síðari hluta liðinnar aldar. Nú eru ansi margir að reyna sig við þetta form. Hvernig líst þér á? „Það er ómögulegt fyrir mig að halda því fram að ég hafi fundið upp þetta bókmennta- form. Það höfðu fjölmargir skrifað gaman- sama pistla útum allar jarðir áður en ég kom til sögunnar. Jafnvitlaust er að halda því fram, eins og ég hef séð í krítík, að ungskáldin í dag hafi fundið upp á því að skrifa skemmtilega texta. Írónían hefur fylgt okkur í gegnum ald- irnar í bókmenntum og meira að segja sveit- ungi minn Snorri Sturluson kunni góð skil á henni.“ Þú hefur skrifað alveg reiðinnar býsn í gegnum tíðina en samt er fyrst núna að færast nýtt fjör í bókaútgáfuna? „Já, þetta er alveg rétt en ég var aldrei að skrifa fyrir útgáfu. Ég var að skrifa fyrir flutn- ing. Ég skrifaði alveg reiðinnar býsn af alls kyns afþreyingarefni, revíutextum og alls kyns skemmtiefni fyrir útvarp áður en sjón- varpið byrjaði. Ég held að það sé búið að henda því öllu saman mjög vandlega. Það er varla nokkuð til af upptökum af þessu efni. Svo skrifaði ég efni fyrir sjónvarp og leiksvið, þýddi öll reiðinnar býsn af leikritum, söng- leikjum og þannig mætti áfram telja. En samt hef ég aldrei skrifað neitt merkilegt, eins og mig hefur samt alltaf langað til þess – að senda frá mér listrænt tímamótaverk.“ Hvers vegna, Flosi? „Ég hef alltaf verið svo óskaplega upptek- inn. Mér finnst núna þegar ég sit hérna fyrir framan þig að ég hafi aldrei náð frama í nokkr- um sköpuðum hlut. Ég hef aldrei mátt vera að því að leika, ekki að skrifa, ekki að syngja, helst kannski ríða út og svalla þegar ég var og hét.“ En varstu ekki einmitt upptekinn við þetta? „Jú og þess vegna gat ég varla einbeitt mér að neinu einu í senn. Að ég skuli ekki hafa ver- ið að leika Hamlet, Makbeð og Rómeó allan tímann helgast einfaldlega af brauðstriti í sjónvarpinu, útvarpinu og Þjóðviljanum að ógleymdu brennivíni og gleðskap. Þetta var ekki af því að ég væri svona afspyrnu vondur leikari, ef einhver skyldi einhvern tíma hafa látið sér detta það í hug. Sjáðu til, þetta er að- ferð gamals manns til að sætta sig við að hafa ekki verið eins og það er kallað, alle tiders succéss!“ En, Flosi, þú ert alle tiders succéss við þetta allt sem þú nefnir. „Já, þó að ég sé nú af hinni svokölluðu „bitru“ kynslóð þá er ég ekkert undirlagður af því að finnast ég ekki hafa fengið næga við- urkenningu í lífinu. Mér hefur verið hampað einhver ósköp og mest fyrir mest lítið. En þeg- ar ég horfi til baka þá finnst mér eins og skrif- aður texti hafa alltaf verið mitt mesta hjartans mál, því mér hefur þótt mest gaman að fást við það. Það er þó ekki það eina sem ég hefi þráð. Ég hefði t.d. viljað vera langur og mjór í stað þess að vera stuttur og feitur.“ En þú segir nú í bókinni að þegar morgun- þunglyndið sæki hvað harðast að þér þá sé það huggun harmi gegn þegar Lilja kona þín bend- ir þér á að þú sért hvorki sköllóttur né að norð- an. „Já, það er alveg satt. Ég get alltaf glaðst yfir því.“ Lilja kona þín er ekki síður í aðalhlutverki í frásögnum þínum en þú sjálfur? „Já, þetta nálgast stundum paródíur af heimilishaldi okkar. En það er afskaplega mik- ilvægt að hér komi skýrt fram að allt sem ég hef skrifað um dagana um konur og karlrembu er allt skrifað með konuna fyrir brjósti. Ég stend með konunum, ég er í raun og veru mjög hliðhollur konum í þeirra baráttu og mín skoð- un er sú að konur séu bara manneskjur eins og við og auðvitað finnst mér ekkert í veröldinni eins unaðslegt í alla staði og vel lukkuð kona.“ Verða karlar kannski háðari konum eftir því sem aldurinn færist yfir? „Já, og þær verða ofan á í valdabaráttunni. Þær taka af manni völdin. Það er auðvitað hundleiðinlegt fyrir mann eins og mig sem hefur alla tíð verið yfirsprækur, talsvert karl- menni satt að að segja, að verða að gefa eftir. En þetta er það sem maður má sætta sig við þegar ellin sækir að. Svo dett ég útaf oft á dag og sofna þar sem ég stend nánast. Ég sef meira og minna allan sólarhringinn. Þetta er engin heilsa.“ En er ekki góður svefn einmitt undirstaða góðrar heilsu? „Læknarnir segja það jú. Og af þessu tilefni dettur mér í hug þessi vísa eftir Fúsa vin minn í Skrúð. Líkið er dáið í dýrðina flutt og döpur hver einasta hræða. Mikil lifandis ósköp er lífið nú stutt og lítið á því að græða.“ Og þið Lilja búið uppi í Reykholtsdal? „Já, við búum á landlítilli jörð sem heitir Berg, en ég kýs að kalla það Stóra-Aðalberg, nafngift sem er fyrir þingeysk áhrif sem ég varð einhvern tíma fyrir.“ Hvernig líður ykkur Lilju í sveitinni? „Við Lilja erum fullkomlega samstiga í bú- skap okkar og líður geysilega vel í Reykholts- dalnum. Við viljum hvergi annars staðar vera. Það er heilagur sannleikur.“ Eða hitt þó heldur! Morgunblaðið/Sverrir „Þegar ég horfi til baka þá finnst mér einsog skrifaður texti hafa alltaf verið mitt mesta hjartans mál.“ havar@mbl.is KÓRALÍNA er skemmtilega frumleg hryll- ingsbók, spennandi og dulúðleg, djúp og vönd- uð. Hún segir frá Kóralínu, klárri stelpu, hug- rakkri og skarpri. Hún er nýflutt inn í nýtt hús með foreldrum sínum. Þar sem þeir sitja í sí- fellu við skriftir flækist Kóralína fyrir for- eldrum sínum. Hún kannar því garðinn ná- kvæmlega, kynnist allfurðulegum nágrönnum sínum, ráfar um húsið og telur dyrnar í því. Hún finnur dularfullar dyr í eldhúsinu, hurð sem leiðir hana inn í öfugsnúna veröld, yfir- borðskennda og kalda gerviveröld þar sem hrollvekjandi eftirlíkingar af foreldrum henn- ar sækjast eftir ást hennar. Í raun er aldrei sagt hreint út hvað gerist í rauninni í sögunni. Að öllum líkindum gerist sagan í huga Kóralínu, hugmyndaríkri stelpu sem leiðist. Hugurinn fer af stað, hún þekkir engan, fær enga athygli frá foreldrum sínum og dreymir einhvers staðar um sýnilegri vænt- umþykju frá þeim í þessum nýju aðstæðum. Um leið er hún með samviskubit vegna nýju foreldr- anna sem hún ímyndar sér og því breytast þeir í grimmar hryll- ingsverur. Kannski ekki ólíkt því sem gerist í draumum þegar rök- hyggjan truflar undirvitundina. Þetta ættu fullorðnir að geta lesið á milli línanna, en ég held þó að flestir af yngri kynslóðinni sem eru nær reynsluheimi Kóralínu í tíma og aldri skilji frásögnina til- finningalega. Á yfirborðinu er Kóralína þó fyrst og fremst spennu- og hyll- ingsbók, og á því sviðinu tekst höfundi býsna vel upp. Hann leiðir lesendur sína inn í furðu- veröld og kemur þeim sífellt á óvart með fá- ránlegum aðstæðum og húmorískri og lifandi persónusköpun ýmissa furðuvera héðan og handan við lífsmörkin. Það sem gerir bókina líka sérstaka er að þrátt fyrir spennuna er stíllinn alls ekki hraður, heldur er það hið magnaða andrúmsloft og absúrd lýsingar sem skapa spennuna. Stemningin er dulúðleg og seiðandi, hrollvekjandi og aðlaðandi um leið, og það er Hrollvekjandi furðuveröld Hildur Loftsdóttir erfitt að láta bókina frá sér. „Ver- an var föl og bólgin eins og lirfa, með granna útlimi sem stóðu eins og prik út úr líkamanum. Andlitið var næstum laust við alla drætti. Það hafði bólgnað og tútnað út eins og gerdeig. […] Kóralína gat ekki hreyft sig af skelfingu. Veran sneri höfðinu þannig að bæði svörtu hnappaaugun beindust að henni. Munnur opnaðist á þessu andliti sem virtist ekki hafa neinn munn og tægjur af fölu holdi héngu af vörunum. Rödd sem líktist ekki lengur rödd föður hennar að neinu leyti hvíslaði: „Kóralína.““ (bls. 116) Kóralína er ein af þessum frumlegu bókum þar sem höfundur fer aðrar leiðir en þær sem endilega eru í tísku hjá ungdómnum. Vissu- lega er Kóralína saga af samsíða heimum, einsog nú er svo mikið um, en þeir eru í raun bara til í höfðinu á frjórri stelpu. Kóralína er djúp og vönduð bók sem tilheyrir almennileg- um og metnaðarfullum bókmenntum fyrir unga lesendur. Þannig bækur er alltaf gaman að lesa. BÆKUR Börn Höfundur: Neil Gaiman. Myndskreytingar: Dave McKean. Þýðing: Margrét Tryggvadóttir. 167 bls. Mál og menning 2004. Kóralína Konur sem hugsa um of er eftir Susan Nolen- Hoeksema sem er margvið- urkenndur prófessor í sál- arfræði og er í þýðingu Sig- urðar Hróarssonar. Konum hættir til að taka hlutina of nærri sér og eyða óþarfa orku í að velta fyrir sér vandamálum fram og til baka. Þetta kallar höfundur ofhugsun sem hún tekur hreint og beint skaðlega andlegri og lík- amlegri heilsu kvenna. Í bókinni bendir hún á áhrifaríkar leiðir til að losna undan oki ofhugs- unar. Bókin er 255 bls. í kiljubroti, útgefandi er Salka, Oddi prentaði og Birgir Jóakimsson sá um kápuhönnun. Leiðbeinandi verð er kr. 3.490. Spurningabókin 2004 er eftir Guðjón Inga Eiríks- son og Jón Hjaltason. Þar kennir ýmissa grasa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Spurt er um allt milli himins og jarðar og svörin koma vissulega oft og tíðum á óvart. Útgefandi er Hólar. Svartur á leik er eftir Stefán Mána. „Þó að Jóhann Braga- son, kallaður Faraó, væri réttilega skráður eigandi Blúsbarsins ehf. – ásamt konu sinni og mági – pró- kúruhafi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess, og samkvæmt þeim stað- reyndum allt í senn vinnuveitandi minn, launagreiðandi og æðsti yfirmaður – svona pappírslega séð – þá var mér vel orðið ljóst eftir náin kynni af starfsemi staðarins – bæði sem viðskiptavinur og starfsmaður, að Tóti dyravörður var það rótfasta bjarg sem þetta gamalgróna og glæpakennda viskí- greni var reist á.“ Svartur á leik er glæpasaga þar sem höf- undur dregur upp trúverðuga og sannfær- andi mynd af undirheimum Reykjavíkur, sem er byggð á umfangsmiklum athug- unum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 550 bls. Verð: 4.690 kr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.