Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 12
Ránið er eftir Gunnhildi Hrólfs- dóttur. Þessi spennusaga með sögulegu ívafi er fjórtánda bók höfundar og þriðja sjálf- stæða sagan um Kötlu sem er á leið til Vestmanna- eyja á þjóðhá- tíð en er skyndilega hrifin inn í at- burðarás Tyrkjaránsins árið 1627. Ungling- urinn Katla er seld í ánauð á þrælatorgi í Alsír og hún neyðist til að beygja sig í duftið fyrir valdi húsbænda sinna. Hún þráir að komast aftur heim en lendir í ótrú- legum ævintýrum og það reynir á kænsku hennar og hugrekki. Bók- in er jafnt fyrir unglinga og full- orðna. Útgefandi er Frum. 12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 MANNSHVÖRF mynda einn af rauðu þráðunum í bókum Arnaldar Indriðasonar enda eru þau sérstakt áhugamál Erlendar rannsóknarlög- reglumanns sem óumdeilanlega er aðalpersónan í þeim flestum. Áhugi Erlendar á mannshvörfum á sér ræt- ur í sárri bernskureynslu, yngri bróðir hans hvarf á austfirskum heið- um í illviðri en sjálfur komst hann naumlega lífs af ásamt föður sínum. Þessi hörmulegi atburður býr innra með Erlendi, er hluti af persónuleika hans og skýrir ýmislegt í fari hans. Og fleiri „hvörf“ setja mark sitt á líf hans því við skilnað hvarf hann sjálf- ur úr lífi barna sinna tveggja, Evu Lindar og Sindra, þegar þau voru mjög ung að árum. Þegar þau síðar – og hvort í sínu lagi – leita hann uppi virðist fjarlægðin á milli feðginanna óbrúanleg, enda hlaðin óuppgerðum sökum, höfnunar- og sektarkennd, sorg og vanlíðan. Þessi þráður, einkalíf Erlendar Sveinssonar, er eins og lesendur vita ein af hliðarfléttunum í bókum Arnalds en þetta er mikilvægur þráður því hann tengir bækurnar hverja við aðra – og lesendur við Erlend. Í hverri bók fá lesendur meira að vita um bakgrunn Erlendar og myndin af honum dýpkar. Sama gildir um samstarfsmenn hans, þau Sigurð Óla og Elín- borgu, smátt og smátt er bætt við lýsinguna á þeim tveimur og líkt og Erlendur verða þau lesendum nákomnari. En þrátt fyrir ótvíræðan áhuga lesenda á lögregluþríeykinu og einkalífi þess þá er það að sjálfsögðu ætíð einhver glæpur sem er í brenni- depli og myndar aðalsögufléttu hverrar bókar. Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að endurtaka það sem allir þegar vita, að Arnaldur hefur vaxið og eflst með hverri bók. Helsti styrkur hans virðist mér fólg- inn í þrennu: Í fyrsta lagi hefur stíll Arnaldar tekið stórstígum fram- förum frá fyrstu verkum til þeirra síðari. Í öðru lagi hefur hann ekki staðnað í fyrirframgefinni formúlu heldur þvert á móti virðist hann leitast við að kanna ólík form inn- an spennusagnahefð- arinnar og hann verður sífellt leiknari í að flétta saman margra söguþræði; að segja margar sögur sam- hliða. Í þriðja lagi hefur Arnaldi tekist ein- staklega vel að stað- setja frásagnir sínar í íslenskum veruleika eins og við þekkjum hann. Þetta síðasta at- riði skiptir eflaust einna mestu máli og vantrúin á að þetta væri yfirhöfuð hægt er örugglega ástæða þess hversu seint glæpasagan náði fót- festu í íslenskum bókmenntum. Í Kleifarvatni eru enn sem fyrr mannshvörf í brennidepli en ramm- inn er í ætt við njósnasögur. Tvær meginsögur mynda frásögnina. Ann- ars vegar er það sagan af beinafundi í Kleifarvatni og tilraunum lögregl- unnar til að komast að því hvaða manneskju sé þar um að ræða. Hins vegar er sögð saga af ungum íslensk- um námsmönnum í Austur- Þýskalandi seint á sjöunda áratugn- um. Í báðum sögunum hverfur fólk og í þeim báðum sitja ástvinir þeirra horfnu eftir í sárum sem seint gróa. Þetta eru sögur af fólki sem hvarf – en hverfur þó aldrei að fullu, því af- drif þeirra eru ekki ljós. Og angist þeirra sem eftir lifa skilur Erlendur vel. Hér verður ekki dvalið við nánar við söguþræði en aðeins sagt að það er aðdáunarvert hversu vel Arnaldur nýtir sér kaldastríðsumræðu síðustu áratuga og vísar texti hans í ýmsar áttir: til þjóðfélagsumræðu, til ný- legra náttúruhamfara, til sagnfræði, til bókmennta. Hann segir sögu af vonum og vonbrigðum, af brostnum draumum og svikum og fléttar alla frásagnarþræðina fagmannlega sam- an. Kleifarvatn er búin öllum kostum bestu bóka Arnaldar, söguefnið rækilega rótfest í íslenskum veru- leika og – í þetta sinn – einnig í al- þjóðlegum veruleika brostinna hug- sjóna sósíalista, valdníðslu, morða og kúgunar í Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins. Þessi bók ætti ekki að valda lesendum Arnaldar Indriða- sonar vonbrigðum og á alla mögu- leika á að slá í gegn erlendis ekki síð- ur en hér heima. Hvarf – en hverfur aldrei BÆKUR Skáldsaga Arnaldur Indriðason. Vaka-Helgafell 2004, 349 bls. Kleifarvatn Soffía Auður Birgisdóttir Arnaldur Indriðason Nonni og manni fara á sjó er eftir Jón Sveinsson, en kemur nú út á hljóðbók á tveimur geisla- diskum. Sagan segir frá svaðilför þeirra bræðra út á Eyjafjörð, en ferðin verð- ur hin hættulegasta og þeir lenda í ótrúlegustu hrakningum svo tvísýnt er um líf þeirra. Útgefandi er Hljóðbókin. Jón Júl- íusson leikari les söguna. LANDAMÆRIN ósýnilegu eru eins og girðing utan um hugann. Langt er síðan hann álpaðist inn fyrir þau í fíflafikti unglingsins. Kannski flytur hann þau með sér hvert sem hann fer og kemst aldrei yfir þau aftur. Hvað á hann að gera? Fara í sím- ann og hringja kollekt heim? Biðja pabba sinn að koma sér til Íslands? Núna? Eftir að hafa stungið af þegjandi og ekki látið heyra í sér í átta mánuði? (201) Maðurinn sem hér á í hlut er Fritz, dópistinn í Amsterdam, fár- veikur og við dauðans dyr. Ætla mætti af tilvitnuninni að um ungan mann væri að ræða en svo er ekki. Hann er fertugur og hefur barist við heróínfíknina í meira en tuttugu ár. Það lítur ekki út fyrir að hann eigi neina von um að sigra í baráttu sinni. Unglingafiktið verð- ur að skelfilegri ánauð sem heldur dópistanum og fjöl- skyldu hans í ævi- langri vist. Með áhrifamikilli frásögn sinni í skáldlegum stíl gera feðgarnir Njörður og Freyr lesandanum þetta vel ljóst. Fyrir tuttugu ár- um gáfu sömu höf- undar út bók um hvernig Freyr ánetjaðist fíkninni. Víst er að ekki er hægt að sjá fram í tímann og varla hefur þá órað fyrir því hvern- ig komið yrði fyrir honum svo löngu seinna. Það er í raun makalaust að þeir skuli ráðast í útgáfu nú því að sorgin sem lýstur lesendur hlýtur að hafa lamað fjölskylduna. Feðg- unum ber að þakka fyrir að deila reynslu sinni sem er lýst á svo sláandi og skýran hátt að eng- inn verður ósnortinn sem les. Bókin er skrif- uð í þeim lágstemmda, hæglætis, skýra og ljóð- ræna tóni sem hefur ein- kennt verk Njarðar P. Njarðvík. Engu er ofaukið í lýsingum og orðavali en allar myndir ljóslifandi: Um leið og hann horfir á eftir [lest- inni] renna út af stöð- inni, skríður kvíðinn ein- hvers staðar innan úr honum og vefur sig utan um hverja hugsun. (63) Fritz hefur misst af lest á dópsölusvæðið og hryllir við tilhugsuninni um fráhvörf en sá ótti er endurtekið stef bókarinnar; frá- hvarfaóttinn stjórnar öllu auk lík- amlegu löngunarinnar í heróínvím- una. Fráhvörfunum er nákvæmlega lýst sem óbærilegum og skelfilegum þegar þau koma. Dópistanum er ekki sjálfrátt segir bókin; eina von- in um lausn er kraftaverk læknavís- indanna eða dauðinn. Heima á Ís- landi biður faðirinn þess að hann deyi ekki í þetta sinn: Hugurinn hvarflar til drengsins míns. Ég á erfitt með að slíta þau hugartengsl. Það ætlar seint að verða unnt að venjast þessu. Þótt ég geti stundum lokað hann úti. Hann er í Amsterdam. Væntanlega er hann búinn að vera þar í stöðugri neyslu í rúma þrjá mánuði. Hversu lengi skyldi hann geta haldið áfram núna? Ef hann þá hefur það af? Hvað get ég gert? Ekkert. Nema bíða. (115) Á meðan foreldrarnir bíða er son- urinn aðeins bundinn við næsta skammt. Sagan hefst á því að hann fer til þess að vera eina helgi í Amsterdam en vikur og mánuðir líða því að á meðan hann nær sér í peninga með einhverjum ráðum þá nær hann í dóp. Efnistökin eru byggð upp í kringum grípandi frá- sögn af þessu streði og lýsingu á umhverfi dópistanna. Fritz ætlar heim, bara ekki strax. Í byrjun bók- arinnar trúir lesandi því með hon- um, vonar fyrir hans hönd, en þegar á líður verður ástandið nöturlegra, hann nær sér á strik með hjálp góðs fólks en fellur aftur og aftur. Um miðbikið er kafli með hugleiðingum föður og í lokin eftirmáli föður. Þeir kaflar eru í fyrstu persónu, en lýs- ingin frá sjónarhorni Fritz er í þriðju persónu og sýnir þannig vel hvernig Íslendingurinn, sem aldrei er nefndur sínu nafni, sér sjálfan sig utan frá, sem eiturlyfjasjúkling- inn sem er löngu kominn burt frá tilfinningum sínum og tengslum við þá sem honum þykir vænt um. Eftirmál er mjög áhrifamikil bók þar sem djúp sorg yfir hlutskipti dópistans hvílir yfir frásögninni. Frásögn föðurins sem lýsir svo hæglátlega tuttugu ára veikindum sonar síns og óttanum við að missa hann skilur lesanda eftir með óhugnað og sorg í hjarta en þó von um að lífið muni sigra. Von um að eftirmál unglingfiktsins verði ekki lengri. BÆKUR Frásögn eftir Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson 216 bls. JPV-útgáfa, Reykjavík 2004. Eftirmál Hrund Ólafsdóttir Njörður P. Njarðvík Fiktið verður ánauð PAPPÍRSKILJAN Nornafár er þriðja sagan sem Ragnar Gíslason skrifar fyrir unglinga en fyrri bæk- urnar tvær komu út á síðasta ári. Rit- höfundar skrifa æ meir fyrir aldurs- hópinn sem er að skríða yfir á unglingsárin með öllum þeim sál- arháska sem því fylgir og er það vel. Það kemur hins vegar fyrir að ung- lingabækur eru gefnar út án þess að vanda undirbúninginn nóg og því miður er þessi bók ein þeirra. Bókin er vel skrifuð að mörgu leyti; að- alpersónan er áhugaverð, fram- vindan oft nokkuð spennandi og mál- far persóna er trúverðugt. Hins vegar er byggingin losaraleg og stíll- inn snubbóttur en hvort tveggja hefði vel mátt laga með því að gefa tíma til þess að endurskrifa. Þess utan verð- ur þeirri hugsun ekki varist að of mikið sé lagt undir í efni og boðskap og tilgangurinn óskýr. Sagan fjallar um Dagmar, fjórtán ára stelpu sem hefur búið í litlu þorpi úti á landi alla tíð. Hún er nýflutt til Reykjavíkur til mömmu sinnar þegar sagan hefst en hefur búið hjá ömmu sinni og afa í eitt ár eftir skilnað foreldranna sem hún sættir sig ekki við. Hún fer í stóran skóla, er lögð í gróft einelti af stelpuklíku sem stundar nornakukl; kynnist stelpu sem ekki er af þessum heimi og ferðast ósýnileg með henni án þess að nokkur sjái hana. Höfundi tekst vel að vekja samúð les- enda með aðalpersón- unni; stelpan er í að- stæðum sem margir kannast við. Hún er ein- mana og vanrækt og það er trúverðugt að fyrst í stað læt- ur hún næstum bugast, þó að hirðu- leysi og sjálfselska þeirra fullorðnu sé nokkuð svarthvít, en stelpan rís svo upp þar sem hún er sterk og dug- leg í eðli sínu. Það er að vísu með hjálp afla að handan en Dagmar gerir mest í málunum sjálf: ,,Tilhugsunin um að ná reisn á ný knúði hana áfram … Allt var að skýrast. Hún vissi hvað hún vildi og hún ætlaði að ná því. (Bls. 53) Auk samúðar með stelpunni fýsir lesanda að vita meira um nornakukl eineltisklíkunnar og um það hvort nýja vinkonan sé af þessum heimi. Hins vegar er óþægi- legt að ekki er tekin af- staða til þess hvort stelpurnar stundi galdra í raun og veru; gefið er í skyn að þær geti keypt kraft sinn á Netinu með hlutum eins og dufti og vúdú- brúðum. Sleginn er varnagli hvað varðar áhrif þeirra en þó gætu þau ekki verið skýrari þegar þær stinga prjónum í hjartastað dúkku sem líkist konu sem fær svo hjartaáfall með það sama (67). Þegar skrifað er fyrir börn og unglinga þurfa skilaboðin að vera skýr. Það er líkt og höfundur geti ekki almennilega gert það upp við sig hvort hann er að skrifa þjóðfélags- lega sögu þar sem vandamál eru leyst með innri styrk persónanna eða hvort um er að ræða drauga- og galdrasögu sem lýtur eigin lögmálum en það er enginn vafi á því í bókinni að draugar eru til og hjálpa fólki með góðum straumum. Það er einnig ótrúverðugt hvernig nornirnar breyt- ast með hjálp galdra og hvernig allt fellur í ljúfa löð að lokum. Bygging sögunnar er óþarflega óskýr eins og áður er sagt og er það stílnum að kenna að einhverju leyti en einnig því að farið er fram og aftur í tíma í hugarheimi aðalpersónunnar án þess að búa lesendur undir breyt- ingar á tíma. Skýrustu dæmin um þetta eru í byrjun sögunnar þegar Dagmar rifjar upp atburði sem höfðu gerst fyrstu skóladagana, tíminn er október og einnig er sagt frá því sem þá gerist en til viðbótar reynt að koma miklum upplýsingum að um fortíðina og aðstæður útskýrðar: ,,Dagmar lét hugann reika til und- anfarinna vikna: Stormasamri sam- búð mömmu og pabba lauk end- anlega í fyrravetur. (11) Tilvitnunin sýnir hvernig farið er úr einu í annað og tíð setninga ruglar lesendur; höf- undur notar hér beina þátíð í stað ,,hafði lokið“ sem kynningu á forsögu tilfinninga stelpunnar. Til þess að hafa svona flókna byggingu skýra fyrir krakka þarf að hafa hana vel á valdi sínu en sú er ekki raunin hér. Það er ánægjulegt að margir rit- höfundar skrifa fyrir unglinga í þeim tilgangi að styrkja þá og styðja og Ragnar Gíslason leggur margt já- kvætt til með bók sinni. Hins vegar er það umhugsunarefni að ekki skuli gefinn meiri tími og natni til að und- irbúa útgáfuna. BÆKUR Unglingasaga eftir Ragnar Gíslason 142 bls. Salka, Reykjavík 2004. Nornafár Hrund Ólafsdóttir Ragnar Gíslason Nornir og draugar Dauðans óvissi tími er eftir Þrá- in Bertelsson. Víkingur Gunnarsson, yf- irlögregluþjónn hjá rannsókn- ardeild Lögregl- unnar í Reykja- vík, þarf að upplýsa hrottaleg morð, bankarán og fleiri glæpi. Blóði drifin slóð þessara atburða liggur aftur til fortíðar þegar ís- lenskur athafnamaður stofnaði skipafélag sem fór á hausinn. Hér fjallar höfundur um alkunna atburði sem öll þjóðin hefur velt fyr- ir sér og talað um. „Kveikja þess ófriðarbáls sem brennur á síðum þessarar bókar eru raunverulegir atburðir. En sögu- persónur sem logarnir umlykja eru hugarfóstur höfundar og eiga sér engar fyrirmyndir, lifandi eða dauðar. Sá rekaviður sem ég tíni saman á strönd skáldskaparins getur aldrei staðist samanburð við hinar lauf- prúðu eikur í myrkviðum lífsins,“ segir Þráinn Bertelsson í aðfaraorð- um bókarinnar. Útgefandi er JPV-útgáfa. Nýjar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.