Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Blaðsíða 21
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 21 Vel má vera að Berlínarmúrinn sé fallinnen veggurinn sem Pink Floyd reisti úrmúrsteinunum hvítu fyrir aldarfjórð-ungi stendur enn óbrotinn. Þetta stórvirki Rogers Waters og hinna þriggja í Pink Floyd kom út 30. nóvember 1979. Tvöföld plata þar sem hinn margsnúni Waters opnar sig upp á gátt og lýsir truflaðri tilveru rokkstjörn- unnar sem hefur lokað sig af – reist vegg milli sín og umheimsins. Um leið hefur Waters uppgjör sitt við fortíð- ina; móðurástina, sambandið við stríðshetjuna föður sinn – sem hann síðan átti eftir að fara mun nánar út í á Final Cut – æskuárin og þyrnum stráða skólagöngu. Platan kom út árið 1979, sló þá þegar í gegn og hefur síðan selst í rúmlega 23 milljónum eintaka, sem skipar henni meðal söluhæstu platna sög- unnar og gerir hana að söluhæstu tvöföldu plötu sögunnar. Rétt eins og Dark Side of The Moon hafði gert þá sat hún líka svo árum skipti á sölu- listum beggja vegna Atlantshafs og lagið „Another Brick in the Wall“ varð vinsælasta lag sveitarinnar fyrr og síðar (þótt erfitt sé reyndar að mæla vin- sældir einstakra laga með Pink Floyd því þeir gáfu sjaldnast út litlar plötur ólíkt flestum öðrum). Platan er löng og inniheldur mörg lög, misgóð reyndar. En þau sem uppúr standa, mikilfengleg lög á borð við „Comfortably Numb“ og „Hey You“ skipa sér meðal þess besta sem Pink Floyd hefur gert og bæta fyrir á köflum heldur ódýra og næsta hallærislega texta. En meginstyrkur plötunnar liggur kannski ekki í sjálfum tónsmíðunum heldur upptökustjórninni og allri hljóðvinnslunni en þeir deildu með sér þeim meistaraverkum Waters, David Gilmour, Bob Ezrin og James Guthrie. Kvikmynd Alans Parkers samnefnd plötunni var svo frumsýnd 1982 og jók enn frekar á vin- sældir plötunnar. Var myndin byggð á textum plötunnar, sögunni um rokkstjörnuna Pink sem Bob Geldof lék af sannfæringu þess sem til máls- ins þekkir. Þetta yfirþyrmandi og kannski of- hlaðna listaverk gerði stormandi lukku og þykir hafa rutt ákveðnar brautir í gerð tónlistarmynd- banda, sem um það leyti var að hefjast fyrir al- vöru. Nú í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því platan kom út þá hefur myndin verið gefin út í sérstakri viðhafnarútgáfu á mynddiski, í takmörkuðu upp- lagi. Þessi svokallaða Digipak-útgáfa sem komin er í verslanir hér á landi er með breyttu útliti frá síðustu mynddiskaútgáfu. Útgáfunni fylgir haug- ur af myndum frá tökum og upprunalega bíópla- katið. Hægt er að hlusta á Roger Waters og Ger- ald Scarfe aðstoðarleikstjóra lýsa því sem á sér stað á meðan horft er á myndina og líkt og síðasta mynddiskaútgáfa hefur hún einnig að geyma 25 mínútna heimildarmynd, The Other Side of the Wall, um gerð The Wall. Einnig hefur hún að geyma 45 mínútna viðtalsþátt þar sem Roger Waters, Alan Parker o.fl. tjá sig um reynsluna. Hljóðið er að sjálfsögðu sent út í 5.1 Dolby Digital og Surround Encoder PCM. Íslenskir Pink Floyd-unnendur ætla ekki að láta sitt eftir liggja og munu minnast útkomu Veggjar- ins á sinn einstaka hátt, með því að hlýða á verkið í heild sinni, flutt af bestu Pink Floyd-eftirhermum norðan Alpafjalla, Dúndurfréttum. Sveitin sú mun halda tvenna Wall-tónleika á mánudag í Austurbæ en hún hefur þegar fyllt Borgarleikhúsið þrisvar sinnum og fengið mikið lof fyrir flutning sinn á þessari poppklassík. Veggurinn stendur enn Poppklassík eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Hljómsveitin Bright Eyes, til-tölulega lítið þekkt eins manns sveit Conors nokkurs Oberst, dvelur nú í tveimur efstu sætum smáskífulista Billboard með tvær nýjar smáskífur og ruddi þar með dúett Usher og Aliciu Keys, „My Boo“ í burtu. Þetta ku vera nýtt met og að sönnu ótrúlegt að í hlut eigi nánast óþekktur neðanjarðarrokkari. Á Billboard eru í gangi tveir smáskífulistar. „Billboard Hot 100“ sem tekur tillit til sölu og spilunar í útvarpi. „Billboard Hot 100 Singles Sales Chart“ einskorðast hins vegar við sölu og það er sá listi sem Bright Eyes fór inn á. Oberst er tuttugu og fjögurra ára gamall Nebraskabúi og þykir mikið undrabarn en hann hefur verið starfandi tónlistarmaður í tíu ár. Plata hans frá 2002, Lifted or the Story Is in the Soil, Keep Your Ear to the Ground, var mikið lofuð af gagnrýnendum. Umræddar smá- skífur eru teknar sín af hvorri plöt- unni sem koma út í janúar á næsta ári. Heita þær I’m Wide Awake, It’s Morning og Digital Ash in a Digital Urn.    New York rapparinn Nas, semátti hina stórgóðu God’s Son í hittifyrra, snýr aftur í enda mán- aðar með tvö- falda plötu sem virðist í tísku um þessar mundir í hipp-hoppinu. Platan mun inni- halda 22 lög og ber titilinn Street’s Disciple. Gestir verða m.a Maxwell, Kelis, Ludacris, Busta Rhymes, Lyfe og AZ. Sjálfur Q-Tip (A Tribe Called Quest) var með puttana í upptökustjórnun og á fyrstu smáskífunni, „Bridging The Gap“ liðsinnir faðir Nas, tónlist- armaðurinn Olu Dara, syni sínum.    Þrjár hljómsveitir, sem fóru mik-inn á sínum tíma en hafa verið utan radarsins nokkuð lengi, eru annaðhvort bún- ar að gefa út plötu eða hafa til- kynnt að efni sé á leiðinni. Fyrst ber að nefna að jaðarþunga- rokksveitin Helmet er nýbú- in að gefa út plötu og kallast hún Size Matt- ers. Eini upprunalegi meðlimurinn er leiðtoginn Page Hamilton en hann fær til liðs við m.a. Frank Bello sem lék á bassa í Anthrax og trommuleikarann John Tempesta (áður í sveit Rob Zombie). Þá er breska furðupoppsveitin Wonder Stuff búin að gefa út nýja plötu, en hún var furðu vinsæl í Bretlandi á sínum tíma en það er ekki beint hægt að segja að plötur hennar hafi elst vel. Platan nýja heitir Escape from Rubbish Island (afar Wonder Stuff-legur titill) og sem fyrr er það hinn umdeildi Miles Hunt sem er í brúnni. Síðast en ekki síst ætlar ný- bylgjusveitin Wedding Present að gefa út nýja plötu, þá fyrstu í átta ár og kemur hún út í febrúar á næsta ári. Í dag telst líklega ekkert af þessu vera stórfréttir en þó er viðbúið að einhverjir sem „voru þar“ á sínum tíma taki kipp við þessar upplýsingar. Erlend tónlist Bright Eyes Nas Page Hamilton R úmur áratugur er síðan Frank Zappa féll frá og smám saman eru menn að ná áttum, farnir að geta litið yfir ævistarf hans af þokkalegri yfirvegun, hættir að skoða plöturnar með róm- antískum trega yfir þessum mikla látna lista- manni og þá koma timbursmiðirnir; eftir að hafa hlustað dáleiddur af hrifningu á beiskt háðið, frumlega orðaleiki og fríkaðar samlíkingar áttar maður sig á að obbinn af því sem maðurinn var að syngja er óttalegt klám, sífelldar vangaveltur um subbuleg kynlíf, þvag og saur – það verður ekki vikist undan því að segja það: Frank Zappa, þessi mikli snillingur, var líka ótta- legur sorakjaftur. Auðveld skotmörk – ómerkileg skotfæri Nú kann einhver að spyrja í forundran: Hvað kemur þetta Eminem við, samvisku bandarísku þjóðarinnar, skjaldsveini réttlætisins? Sá sem þannig spyr hefur ekki heyrt eða ekki skilið text- ann við „Just Lose It“, fyrstu smáskífunni af fjórðu breiðskífu Eminem, Encore, sem kemur út um þessar mundir, þar sem hamast er að góð- kunningjum spaugarans: Michael Jackson, Ma- donna og Pee-Wee Herman – er hægt að finna auðveldari skotmörk og ómerkilegri skotfæri? Að vísu bjargar önnur smáskífan ýmsu, „Mosh“ er fínt lag með beittum texta um stríðsáráttu klerkastjórnarinnar vestan hafs, dæmi um það að Eminem er jafn skarpur og forðum. Vonandi á hann ekki eftir að enda eins og Zappa að fyrir hvert afbragðslag á við „Trouble Every Day“ séu tvö „Jezebel Boy“ (Zappa sýndi að sorp er líka list, en smám saman náði það þó yfirhöndinni). Allt frá því Marshall Bruce Mathers tók sér listamannsnafnið Eminem kunni hann að hneyksla fólk og stuða, enda lærði hann snemma gömlu sannindin um stutta sverðið. Fyrsta platan kom út 1996 og vakti litla athygli en í kjölfar hennar tók hann að skapa aukasjálf sem var ætlað að vekja meiri athygli: Slim Shady sem orti helst um ógeð, ofbeldi og klám. Þegar hann brá sér í hlutverk Slim Shady lagði hann heiminn að fótum sér með aðstoð Dr. Dre sem þekkti vel til slíkra aðferða; var það ekki einmitt svo sem Niggaz With Attitude komust á kortið? Nú má enginn halda að með þessum orðum sé verið að halda því fram að nóg sé að vera orðljótur til að slá í gegn; Eminem er með bestu rapp- smiðum sögunnar og framúrskarandi flytjandi, aukinheldur sem hann hefur fengið til liðs við sig einkar snjalla taktsmiði og átt góða spretti á því sviði sjálfur. Á stundum hafa textarnir þó frekar flækst fyrir honum en hitt; það er hægt að vera býsna meinlegur án þess að láta allt flakka. Gubb-, piss- og prump-brandarar Fyrsta platan, The Slim Shady LP, seldist í bíl- förmum og gerði pilt að vinsælasta tónlistarmanni Bandaríkjanna. Víst urðu margir til að lasta hann fyrir texta, aðallega siðgæðispostular og sjálfskip- aðir talsmenn almættisins, en líka margir sem fram að því töldust hófsöm stillingarljós. Þeir töldu hann of orðljótan og upp fullan með for- dóma gegn fötluðum, samkynhneigðum, trúuðum, smáborgurum og svo má telja, en aðrir gagn- rýndu hann fyrir að vera að stela stílnum frá lit- um. Ekki dró úr er næsta breiðskífa kom út, The Marshall Mathers LP. Á henni er hann beittari en nokkru sinni og nú beinist beiskjan að frægðinni, geðveikum aðdáendum, móður hans, hommum, gagnrýnendum, konum, aðallega eiginkonu hans, og svo má telja. Á þriðju breiðskífunni, The Eminem Show, leit- aði Eminem víðar fanga, sýndi meiri pólitískan þroska, þó subbið hafi verið á sínum stað; hann dissar til að mynda eiginkonu Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, en tætir móður sína í sig með einkar grimmdarlegum texta. Á nýrri plötu sinni, Eminem Encore, má segja að Eminem hverfi inn á við. Víst er fullt af gubb-, piss- og prump-bröndurum á plötunni, ráðist á minni máttar og marga meiri háttar, en geðflækj- urnar skína í gegn, þunglyndið sem frægðin hefur ekki læknað, minnimáttarkenndin sem ekki er hægt að fela, óöryggið sem knýr hann áfram. Em- inem er að verða stór, hann hefur fullorðnast, en grípur líka til sömu bragða og Zappa; skreytir lögin með klámi og klósetthúmor, gengur lengra til að ná til fleiri. Sjálfsfyrirlitningin lætur líka á sér kræla, kannski er myndin inni í umslagi En- core, lokamyndin í seríu þar sem hann myrðir aðdáendur sína, einmitt myndin sem lýsir plöt- unni hvað best – í laginu „Puke“ (æla) segir Em- inem að sér verði ómótt þegar hann hugsi til fyrr- verandi eiginkonu sinnar; kannski á það sama við þegar hann lítur í spegil. (Að lokum: Það að útgáfu plötunnar hafi verið flýtt vegna þess að hún hafi „lekið“ á Netið er eins og hvert annað markaðsbragð plötuútgefenda. Þeir hafa áður leikið þann leik, sjá til að mynda síðustu plötu Eminem, The Eminem Show, sem var flýtt í tvígang af ótta við að allir myndu sækja sér eintak á Netið í stað þess að kaupa það. Þessi brella heppnaðist svo vel að af plötunni seldust fleiri eintök fyrstu vikuna en dæmi voru um og alls ríflega níu milljón eintök í Bandaríkjunum einum. Þegar við bætist að plötusala er meiri í Bandaríkjunum nú en á síðasta ári dylst engum að plötufyrirtækin og samtök þeirra eru að bulla.) Ef sverð þitt er stutt … Eminem, ugluspegill bandarískar tónlistar, sendir um þessar mundir frá sér nýja breiðskífu, Encore. Fyrri plötur hans hafa selst í meira mæli en dæmi eru um og gert Eminem að vinsælasta tónlistarmanni Bandaríkjanna. Fyrsta smáskífan af Encore vakti þó ýmsar spurningar um það hvort skálkurinn væri orðinn skemmtikraftur, hvort innihald texta hans væri ekkert orðið nema götumenningarlegt klám. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Beint í andlitið. Auðveld skotmörk og ómerkileg skotfæri eða fullkomin sjálfsfyrirlitning?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.